Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 35
andi. Ef ég er ekki upptekinn við áríðandi verkefni sleppi ég ekki hendi af bók.“ Og hvað lestu þá helst? „Eiginlega allt milli himins og jarð- ar. Ég hef alltaf verið upptekinn af sagnfræði, hef gaman af ævisögum og hef gert töluvert af því að kynna mér nýjustu tækni og framfarir í vís- indum. Í þeim efnum lifum við á spennandi tímum. Auk þess höfum við nóg að sýsla í kringum barnabörn og langafabörn en það er nú orðinn ansi myndar- legur hópur.“ Fjölskylda Álfþór kvæntist 6.10. 1956 Björgu Bjarnadóttur, f. 7.7. 1932, húsmóður. Hún var lengi píanóleikari í ballett- skólum, lengst í Listdansskóla Ís- lands. Hún er dóttir Bjarna Björns- sonar, leikara og gamanvísna- söngvara, og Torfhildar Dalhoff gullsmiðs. Börn Álfþórs og Bjargar eru: 1) Álfhildur, f. 8.6. 1956, sérfræðingur í forsætisráðuneyti, búsett í Reykja- vík; 2) Bjarni Torfi, f. 8.5. 1960, fram- kvæmdastjóri hjá Specialisterne á Ís- landi og bæjarfulltrúi, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Erlu Lárus- dóttur grunnskólakennara og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn; 3) Þóra Björg, f. 19.9. 1962, leikskóla- kennari í Hafnarfirði, gift Kjartani Felixsyni húsasmíðameistara og eiga þau fimm börn og tvö barnabörn; 4) Bergur Brynjar, f. 20.7. 1964, leið- sögumaður og bæjarfulltrúi, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd, kvænt- ur Svanborgu Svansdóttur, þjónustu- fulltrúa hjá Landsbankanum, og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn, og 5) Jóhann Frímann, f. 24.9. 1968, píanó- og sembalsmiður, og á hann þrjú börn og tvö barnabörn. Systir Álfþórs var Brynhildur Hjördís, f. 22.8. 1926, d. 22.7. 2006, ráðherra- og sendiherrafrú, var gift Albert Guðmundssyni, atvinnumanni í knattspyrnu, borgarráðsmanni, al- þingismanni, ráðherra og sendiherra. Önnur systir Álfþórs lést í barnæsku, Álfhildur Helena, tvíburasystir Bryn- hildar. Foreldrar Álfþórs voru Jóhann Fr. Guðmundsson, f. 14.1. 1899, verk- stjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðjunnar á Seyðisfirði og síðar starfsmaður hjá Verðlagseft- irlitinu í Reykjavík, og k.h., Þóra Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 23.8. 1895, húsmóðir og saumakona. Þau hjónin létust í bílslysi 23.10. 1966. Álfþór B. Jóhannsson Margrét Gísladóttir húsfr. í Fljótum Halldóra Margrét Einarsdóttir húsfr. í Kirkjubæ Jón Jónsson b. að Kirkjubæ í Norðurárdal í Austur-Hún. Þóra Aðalbjörg Jónsdóttir húsfr. á Siglufirði Einar Andrésson b. í Bólu, blóðtökumaður og galdrakarl Guðbjörg Klemensdóttir húsfr. á Syðstu-Grund Jón Gunnarsson b. á Syðstu-Grund í Blönduhlíð í Skagafirði Gunnfríður Jónsdóttir myndhöggvari í Rvík, fyrsta konan sem starfaði sem myndhöggvari á Íslandi Halldóra Eggertsdóttir skólastj. Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni og námsstjóri húsmæðraskólanna Ingibjörg Jóninna Jónsdóttir húsfr. að Skúfum í Norðurárdal Anna Davíðsdóttir húsfr. á Krakavöllum Magnús Björnsson b. á Krakavöllum í Flókadal Guðrún Magnúsdóttir húsfr. á Syðsta-Mói í Fljótum Guðmundur Jónsson trésmiður og skipstj. í Neðra-Haganesi og síðan á Syðsta-Mói í Fljótum Soffía Guðmundsdóttir, annáluð bridskeppniskona á Akureyri Soffía Björnsdóttir húsfr. á Vestara-Hóli Jón Ólafsson b. á Vestara-Hóli í Flókadal Úr frændgarði Álfþórs B. Jóhannssonar Jóhann Fr. Guðmundsson framkvstj. SR á Siglufirði Að Völlum Þar var Ástþór í sveit nokkur sumur, ungur að árum. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Gissur Þorvaldsson lést12.1. 1268. Hannfæddist 1208, sonur Þorvaldar Gissurarsonar í Hruna, helsta höfðingja Haukdæla, og k.h., Þóru yngri Guðmundsdóttur. Fyrri kona Gissurar var Ingibjörg, dóttir Snorra Sturlusonar, og áttu þau einn son er dó ungur. Þau skildu. Gissur kvæntist 1252, Gróu Álfsdóttur og áttu þau synina Hall og Ísleif auk þess sem Gissur átti soninn Ketilbjörn. Þau létust öll í Flug- mýrarbrennu. Eftir brennuna tók Gissur sér frillu, Ingibjörgu Gunn- arsdóttur frá Geitaskarði í Langa- dal, og er talið að þau hafi eignast eina dóttur, Þóru. Gissur tók ungur við Haukdæla- goðorði, varð helsti foringi Sunn- lendinga á Sturlungaöld, lenti í klóm Sturlu Sighvatssonar í Apa- vatnsför, gerði bandalag við Kol- bein unga gegn Sturlungum og vann þá í Örlygsstaðabardaga 1238, þar sem Sighvatur Sturluson og Sturla, sonur hans, féllu, og lét síð- an drepa Snorra Sturluson, fyrrv. tengdaföður sinn, í Reykholti, 1241, að kröfu Hákonar Noregskonungs. Gissur var lénsmaður Noregs- konungs, sem og Þórður kakali Sig- hvatsson, helsti eftirlifandi höfðingi Sturlunga. Eftir Haugsnesbardaga 1246, þar sem Þórður vann sigur á Ásbirningum, héldu þeir Gissur og Þórður til Noregs og skutu máli sínu til konungs. Hann sendi Þórð til Íslands sem þá varð þar einráð- ur, en Gissur fór í suðurgöngu til Rómar 1248. Árið 1250 kallaði kon- ungur Þórð aftur til sín, kyrrsetti hann í Noregi en sendi Gissur til Íslands 1252. Gissur reyndi sættir við óvini sína án árangur og 1253 brenndu þeir inni fjölskyldu hans að Flugumýri í Skagafirði, en Giss- ur slapp með því að fela sig í sýru- keri. Gissurri fór enn til konungs 1254 sem kvartaði undan því að seint gengi að koma Íslandi undir krúnuna. Þó sneri Gissur heim með jarlsnafnbót, bjó á Reynistað síð- ustu æviárin og gaf staðinn undir nunnuklaustur. Merkir Íslendingar Gissur Þorvaldsson 90 ára Aðalheiður Friðriksdóttir Bára Hermannsdóttir Valgerður Sigurðardóttir 85 ára Gíslíana Guðmundsdóttir Ingibjörg Björnsdóttir Petra Björnsdóttir Sigurlaug Stefánsdóttir 80 ára Agnar Erlingsson Haraldur Baldvinsson Kristín F. Sigurvinsdóttir Pétur Jónsson Örn Snævar Jónsson 75 ára Ásgeir M. Hjálmarsson Björgvin Óli Gunnarsson Guðlaug Fríða Bárðardóttir Helga Helgadóttir Hreinn Jónsson Jakobína Sigríður Cronin Kári Sæbjörnsson Kristbjörg Kristjánsdóttir Pálína Karlsdóttir Petra Baldursdóttir Sigvaldi H. Pétursson Skúli Kristinsson 70 ára Björk Valsdóttir Davíð Þ. Kristjánsson Fjóla Stefánsdóttir Gunnar M. Magnússon Ragna María Ragnarsdóttir 60 ára Baldur Viðar Hannesson Bjargey Gígja Gísladóttir Einar Karlsson Erling Sigurjón Andersen Guðrún Þóra Björnsdóttir Helga Sædís Rolfsdóttir Jóhannes Ragnar Jensson Jón Sigmundur Hjartarson Magnús G. Hreiðarsson María Hreinsdóttir Milan Kospenda Sigrún Davíðsdóttir 50 ára Anna Guðrún Ahlbrecht Arkadiusz Lech Zdunek Bjarni Gunnarsson Jóhanna Höskuldsdóttir Magnús Ásbjörnsson Páll Bragason Remedios Ruiz Garcia Sigrún Hauksdóttir Snorri Karlsson Stefán Snær Grétarsson 40 ára Anton Heiðar Þórðarson Arnar Valgarðsson Ása Iðunn Róbertsdóttir Björn Thors Eydís Einarsdóttir Magnús Atli Magnússon Miroslaw Edward Dziubacki Páll Ingi Hauksson Sigrún María Steinarsdóttir Sigurður Jón Vilhjálmsson Tomasz Urban Þröstur Ríkharðsson 30 ára Chaiwe Sól P. Drífud Langa Daníel Örn Stefánsson Eva H. Guðmundsdóttir Helga Heiðdís Sölvadóttir Helgi Magnússon Héðinn Finnsson Iain James Williamson Jódís Lilja Jakobsdóttir Jóhanna Ey Harðardóttir Laufey Ósk Magnúsdóttir Matthías T. Sigurðsson Sara Karen Þórisdóttir Sigurður Marteinsson Yu-Yuan Chen Til hamingju með daginn 30 ára Sveinn ólst upp á Akureyri, býr þar, lauk BS-prófi í tölvunarfræði frá HR og BS-prófi í við- skiptafræði frá HA og er forritari hjá Libra. Systkini: Björn Þorkels- son, f. 1979, og Karen Nanna Þorkelsdóttir, f. 1992. Foreldrar: Þorkell Björns- son, f. 1958, rafvirkja- meistari, og Elísabet Sveinsdóttir, f. 1960, leik- skólakennari Sveinn Þorkelsson 30 ára Brynjólfur ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk sveinsprófi í vél- virkjun, lauk IV stigs vél- stjóraprófi og stundar nám í véla- og orku- tæknifræði við HR. Bróðir: Guðni Páll Gunn- arsson, f. 1984, nemi í vélaverkfræði og starfsm. hjá Navís. Foreldrar: Gunnar Brynj- ólfsson, f. 1958, og Guð- rún Richardsdóttir, f. 1959. Þau búa í Reykjavík. Brynjólfur Árni Gunnarsson 40 ára Þórey ólst upp í Vestmannaeyjum, býr þar, lauk BEd-prófi frá HA og starfar hjá Eimskip í Eyjum. Maki: Ari Hafberg Frið- finnsson, f. 1975, starfs- maður hjá E- 1 í Eyjum. Synir: Felx Örn Felixson, f. 1999, og Alexander Örn Friðriksson, f. 2007. Foreldrar: Aðalheiður Halldórsdóttir, f. 1957, og Ævar Þórisson, f. 1953. Þau búa í Eyjum. Þórey Svava Ævarsdóttir www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum á vinnuvélar, vöru- og flutningabifreiðar, dráttarvélar og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.