Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Þáttaröðin Stella Blómkvist mun keppa um Nordisk Film og TV Fond-verðlaunin á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Gautaborg sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar. Verðlaununum fylgja peninga- verðlaun, 200.000 sænskar krónur eða um 2,5 milljónir íslenskra króna og eru verðlaunin veitt fyrir besta handrit dramatískrar sjón- varpsþáttaraðar frá Norðurlönd- um. Aðalhöfundur handrits er Jó- hann Ævar Grímsson en Nanna Kristín Magnúsdóttir og Andri Ótt- arsson komu einnig að handrita- skrifum þáttanna. Þættirnir um Stellu verða einnig sýndir í sjónvarpsþáttahluta Nordic Light-sýningaraðarinnar á hátíð- inni og sýningar á fyrstu tveimur þáttunum hefjast á norrænu streymisþjónustunni Viaplay 2. febrúar. Þáttaröðin var frumsýnd í Sjónvarpi Símans Premium í nóv- ember í fyrra og á sunnudaginn, 14. janúar, verður fyrsti þáttur raðar- innar sýndur í línulegri dagskrá Sjónvarps Símans og svo hver þátt- urinn af öðrum vikulega. Stella keppir á Gautaborgarhátíð Stella Heiða Rún Sigurðardóttir fer með hlutverk Stellu Blómkvist. Paddington 2 Í Paddington 2 lendir góðhjartaði bangsinn í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem Paddington ætlaði að kaupa. Þjófurinn hverfur á dularfullan hátt svo grunur fellur á Paddington sem sendur er í steininn. Myndin er sýnd með íslensku tali og meðal leikara sem ljá persónum raddir sínar eru Sigurður Þór Óskarsson, Orri Huginn Ágústsson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Rotten Tomatoes: 100% Metacritic:89/100 The Commuter Michael hefur um tíu ára skeið ferðast með sömu lest til og úr vinnu. Dag einn sest hjá honum ókunnug kona og býður 75 þúsund dollara greiðslu takist honum að leysa dularfullt verkefni sem teng- ist einum farþega lestarinnar, áður en hún kemur á endastöð. Um leið og Michael þiggur peningana kem- ur í ljós að hann hefur lagt líf sitt og fjölskyldu sinnar að veði. Leikstjóri er Jaume Collet-Serra og í aðal- hlutverkum eru Liam Neeson, Sam Neill og Elizabeth McGovern. Rotten Tomatoes: 65% Metacritic: 57/100 Downsizing Hjónin Paul og Audrey ákveða að taka þátt í tilraun sem gengur út á að þau eru minnkuð niður í um 10% af stærð venjulegs fólks. Ýmislegt fer öðruvísi en þau hjón gátu séð fyrir, en fyrir liggur að breytingin er óafturkræf. Leikstjóri er Alex- ander Payne og í aðalhlutverkum eru Matt Damon, Christoph Waltz, Hong Chau og Søren Pilmark. Rotten Tomatoes: 50% Metacritic: 63/100 Bíófrumsýningar Góðhjartaður bangsi og spenna Í steininum Paddington ásamt sam- fanga í eldhúsi fangelsisins. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hér hefur að vanda ríkt mikil sköp- unargleði og góð orka,“ segir mynd- listarkonan Mireya Samper um listahátíðina Ferska vinda sem fram fer í fimmta sinn um þessar mund- ir. Mireya hefur verið listrænn stjórnandi hátíð- arinnar frá upp- hafi, en hún var fyrst haldin 2010 og hefur að jafn- aði verið haldin á tveggja ára fresti síðan. Að þessu sinni taka 40 listamenn af 21 þjóðerni þátt í hátíðinni og sýna afrakstur vinnu síðustu vikna í Garði um helgina. „Draumar er þema hátíðarinnar í ár. Þegar sýningin var komin upp var ég fyrst svolítið hissa á því að hún er mun loftkenndari og litríkari en þær hafa verið hingað til. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þemað hefði þessi áhrif; að draumar bæru með sér meiri léttleika og gleði en önnur þemu,“ segir Mireya og rifjar upp að þema fyrri hátíða hafi verið sjávarföll, norðurljós, bjartar nætur og víðáttan. Aðspurð segir Mireya næstu hátíð eftir tvö ár þegar fullskipaða lista- fólki og fólk sé einnig komið á bið- lista. „Ég var líka komin með þema, en velti fyrir mér hvort ég eigi að skipta um þema nú þegar ég sé hvað það getur haft mikil áhrif á sköp- unina,“ segir Mireya kímin. Eitthvað nýtt á hverjum stað Dagskrá helgarinnar hefst kl. 14 báða daga og er mæting á Sunnu- braut 4 þar sem aðalsýningarsalur hátíðarinnar er. „Þar tökum við á móti gestum og leyfum þeim að skoða sýninguna áður en við bjóðum fólki í rútuferðir með leiðsögn á milli sýningarstaða,“ segir Mireya og bendir á að verkin séu meðal annars sýnd í skúlptúrgarði, Útskálahúsi, á vitasvæðinu, byggðasafninu og íþróttamiðstöðinni. „Á hverjum stað tekur listafólk á móti gestum og túlk- ar verkin sín á sýningarstað,“ segir Mireya og tekur fram að aðgangur sé ókeypis á alla viðburði, gjörninga og tónleika sem og í rútuna. „Hægt er að koma báða dagana og upplifa eitthvað nýtt á hverjum stað því það er ekkert endurtekið efni.“ Meðal þeirra sem fremja gjörning um helgina eru Aki-Ra Sunrise, Tomoo Nagai, Fabrice Bony og Sim- on Whetham auk Hrafns Andrésar Harðarsonar og Örnu Guðnýjar Valsdóttur. Þeir aðrir íslenskir lista- menn sem taka þátt í hátíðinni í ár eru Brynhildur Þorgeirsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson, sem unnið hefur nýtt varanlegt vegglistaverk fyrir íþróttamiðstöðina. „Verkið nefnist „Gleðigarður“ og er komið til að vera. Það er mjög ánægjulegt að varanlegum verkum fer sífellt fjölgandi í bænum, bæði inni- og útiverkum.“ Dagskrá beggja daga lýkur með tónleikum. „Á laugardag er það tón- leikagjörningur í Gerðaskóla sem hefst kl. 17.30 þar sem gestaleikari er Árni Heiðar Karlsson píanisti en á sunnudag lýkur dagskránni með tón- listarviðburði á efri hæð Sunnu- brautar 4 kl. 16 þar sem japönsk ljóð eru í forgrunni,“ segir Mireya. Allar nánari upplýsingar um dag- skrá helgarinnar má finna á vefnum fresh-winds.com. Draumar þema ársins  Seinni sýningarhelgi hátíðarinnar Ferskra vinda í Garði  40 listamenn frá 21 landi  Varanlegum verkum fjölgar Gleðigarður Bjarni Sigurbjörnsson vann veggmynd fyr- ir íþróttahús Garðs. Mireya Samper ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 3.30, 5.45 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 6, 8 Sýnd kl. 5, 10 Sýnd kl. 3.30 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is ÚTSALA Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC 20-80% afsláttur af umgjörðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.