Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Djarfir og glaðir „Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund / og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund,“ orti Hannes Hafstein um storminn sem „loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur / og lífsanda starfandi hvarvetna vekur“. Lúkas Logi sótti litla bróður sinn, Rökkva Stein, í Digranesskóla í Kópavogi í gær og þeir skemmtu sér við að reyna að takast á loft í storminum sem geisaði. RAX Bandaríski flotinn hefur áform um að kaupa 68 fjarstýrðar flugvélar af gerðinni MQ-4C Triton til njósna, eftirlits og könnunar á víð- áttumiklum haf- og strandsvæðum. Mann- lausum vélunum má halda úti í sólarhring í hverri ferð í allt að 10 mílna hæð yfir haf- svæði sem spannar allt að 2.000 sjómílum. Triton-vélarnar verða notaðar til að fylgjast með her- skipum og kafbátum um heim all- an. Unnt er að samnýta ómönnuðu vélarnar og P-8A Poseidon- leitarvélarnar sem nú er flogið oft- ar frá Keflavíkurflugvelli en áður vegna vaxandi umsvifa rússneska kafbátaflotans í nágrenni Íslands. Óvíst er hver áhrif ómannaðra loftfara, dróna, til eftirlits með um- ferð skipa á úthöfunum eða kafbát- um í undirdjúpunum verða á fram- kvæmd sameiginlegra varna NATO á Norður-Atlantshafi eða hver verður heimavöllur þessara véla. Bretar hafa ákveðið að flug- stöðin í Lossiemouth á Norð- austur-Skotlandi verði heimastöð P-8A Poseidon-vélanna sem þeir hafa keypt. Fyrsta vélin verður af- hent þeim á árinu 2020. Flugstöð- inni verður breytt til að vélarnar geti athafnað sig þar. Þá verður fjölgað orrustuþotum af Typhoon- gerð til loftrýmisgæslu. Pamela Rawe, upplýsingafulltrúi hjá bandaríska flotanum, sagði í blaðinu Stars and Stripes þriðjudaginn 9. janúar 2018 að Bandaríkjamenn hefðu engin áform um að endurnýja fasta viðveru herafla á Ís- landi þótt í bandarísk- um fjárlögum 2017 og 2018 væri 36 millj- ónum dollara (3,7 milljörðum ísl. kr.) ráðstafað til að bæta aðstöðu á Keflavík- urflugvelli fyrir P-8A Poseidon-vélar. Gervigreind á öllum sviðum Gervigreind og önnur hátækni setur æ meiri svip á ákvarðanir sem teknar eru á öllum sviðum. Vegna mikilla fjármuna til rann- sókna og þróunar í þágu herafla Bandaríkjanna er litið til þátta sem snerta hann þegar spáð er í ítök gervigreindar, ómönnuðu eftirlits- vélarnar eru aðeins eitt dæmi. Farheed Zakaria blaðamaður heldur úti vikulegum sunnudags- þætti á CNN-sjónvarpsstöðinni, GPS. Hann ræddi 24. desember við höfunda nýrrar bókar, Machine Platform Crowd, Harnessing our Digital Future, sem er um áhrif tæknibreytinga og gervigreindar á vinnumarkaðinn. Höfundarnir eru Erik Brynjolfsson og Andrew McAffee, vísindamenn við banda- ríska MIT-háskólann. Erik Brynjolfsson, annar stjórn- enda verkefnis við MIT-háskólann um stafræn viðskipti, er af íslensk- um ættum, sonur Ara Brynjólfs- sonar kjarneðlisfræðings, sem lést árið 2013, og bandarískrar eigin- konu hans. Föðursystir Eriks var Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslu- stjóri sem andaðist nýlega. Sjónvarpssamtalið sýnir að bregðast verður markvisst við nýrri kynslóð tölva á vinnumark- aði. Fyrsta kynslóð þeirra var sögð góð til einfaldra verka en hana skorti dýpri hæfileika mannsins, dómgreind, innsæi og allt slíkt. Nú gangi tölvum vel að tileinka sér hæfileika sem til þessa hafi aðeins verið á mannlegu valdi. Áður þurfti að skýra hvert nýtt skref fyrir tölv- um. Nú er þetta ekki lengur þrösk- uldur á leið til sjálfvirkni. Zakaria spurði hvort vélarnar væru farnar að kenna sjálfum sér. Erik Brynjolfsson sagði að nú væri þróunin á því stigi að vélinni væru ekki gefin fyrirmæli um hvert einstakt skref hennar heldur fengi hún ábendingar: þetta geng- ur, þetta gengur ekki; þetta er orð- ið já, þetta er orðið nei; þetta er mynd af ketti; krabbamein, ekki krabbamein. Hún gæti lært fengi hún nógu margar ábendingar. Hann sagði að verkefni hyrfu ekki vegna þessa heldur breyttist hvernig þau væru leyst af hendi. Þar mætti til dæmis nefna úrlausn verkefna þar sem um endurtekn- ingu eða samanburð á sýnum væri að ræða á sviði meinafræði og geislafræði. Athygli beindist einnig að verkefnum á sviði lögfræði og fjármálaráðgjafar. Störf myndu ekki endilega hverfa en viðfangsefnin yrðu önnur og í því efni væru breytingarnar mjög örar. Erik sagði að frekar ætti að líta á verkefnin en fjölda starfa. Breytingin hefði í för með sér að inntak starfa breyttist. Ætti þetta ekki síst við um störf sem krefðust mannlegra samskipta, við val á viðfangsefnum og því sem mikilvægast væri að sinna hverju sinni. MIT-mennirnir töldu til dæmis að hlutverk millistjórnenda kynni að aukast, verkefni þeirra væri að hvetja fólk til dáða, sann- færa, ræða málin og samhæfa. Mikil áskorun Hér er lausleg þýðing á orða- skiptum í lok sjónvarpssamtalsins: „Zakaria: Við stöndum frammi fyrir þessum mikla vanda sem við veltum öll núna fyrir okkur, það er hvað eigi að gera við þann sem ekki hefur háskólapróf. Þann sem býr úti á landi í Pennsylvaníu og Ohio og vann alltaf í stálbræðslu. Eða kannski 50, 55 ára gamlan flutningabílstjóra og svo koma sjálfakandi flutningabílar. Hver er þeirra framtíð í þessum heimi? Brynjolfsson: Já, við skulum hafa það alveg á hreinu að þetta teljum við mestu áskorun fyrir samfélag okkar á komandi áratug. Við ættum ekki að láta okkur þetta í léttu rúmi liggja. Tæknin þróast hraðar núna en á liðnum áratug. Við verðum þess vegna að kveða mun fastar að orði í umræðunum um að skilgreina ný störf. Ýmislegt má gera. Við þurfum að endurskapa menntun alveg frá grunni. Við verðum einfaldlega að stórefla frumkvöðlastarf, ekki vegna þess að allir verði frum- kvöðlar heldur vegna þess að þetta eru þeir einstaklingar í samfélagi okkar sem helga sig sköpun nýrra starfa. Zakaria: Gott og vel. Hvernig er best fyrir fyrirtæki að laga sig að gervigreind á þann veg að hún skapi mönnum störf frekar en að koma í stað þeirra? Mcaffee: Þetta er ein helsta heimavinnan í framsæknum fyrir- tækjum; takist þeim ekki að skapa hæfilegt jafnvægi milli hugar og vélar verða þau undir í samkeppn- inni við hina sem tekst þetta. Ég nefni til dæmis sérstaklega að við treystum um of á dómgreind mannsins, innsæi mannsins. Þetta segi ég ekki vegna þess að þetta skipti ekki máli heldur af því að tölvur sýna að þarna standa þær sig einnig einstaklega vel. Ég held að við ættum í sumum tilvikum að snúa dæminu við, láta tölvurnar taka forystu og láta mennina fylgj- ast með þeim, þeir taki svo völdin af tölvunum þegar þær gera eitt- hvað heimskulegt. Góðu fréttirnar eru að tölvur gera allt annars konar mistök en menn. Finnum við skynsamlega leið til samhæfingar milli manna og véla getum við jafnað út mistök hvert annars í staðinn fyrir að margfalda þau.“ Þessar breytingar gerast fyrir framan augu okkar án þess að við tökum eftir þeim ef við viljum sitja föst í gamla farinu. Við deilum um eitthvað sem breytist jafnharðan í fortíð í stað þess að fylgja frum- kvöðlunum, brautryðjendunum. Tími þeirra er nú. Eftir Björn Bjarnason » Gervigreind og önn- ur hátækni setur æ meiri svip á ákvarðanir sem teknar eru á öllum sviðum. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Gervigreind kallar á fleiri frumkvöðla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.