Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 6
Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1909. Vatnsból eru í Heiðmörk og vatnstökusvæðin eru Gvendarbrunnar, Myllulækj- arsvæði og Vatnsendakriki. Reynslan sýnir að vatns- vinnsla í Heiðmörk byggist al- farið á grunnvatnsstreymi und- an Heiðmörk, en meginhluti þess vatns kemur undan Húsa- fellsbruna og úr Bláfjöllum. Vatnsrennsli í brunnana er mjög háð úrkomumagni, snjóþekju í Bláfjöllum að vori til og dreif- ingu úrkomunnar yfir árið. Veitusvæðið nær til Reykja- víkur, Kópavogs, Seltjarnarness og hluta Mosfellsbæjar, segir á heimasíðu Veitna. Háð úrkomu HVAÐAN KEMUR VATNIÐ? Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við tökum sýni á hverjum degi og munum gera það áfram,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Veitna. Tilkynnt var í gær að staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum á vatnstökusvæði Reykvík- inga í Heiðmörk sýndu eðlilegt ástand á neysluvatni. Eins og fjallað var um í fjölmiðlum í byrjun vikunnar bentu sýni sem tekin voru í síðustu viku til þess að vatnið væri mengað. Var um tíma mælst til þess að borg- arbúar syðu neysluvatn. Nú virðist ljóst að um einangrað tilvik var að ræða sem rekja má til veður- aðstæðna. Árný Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að jarðvegsgerlar, sem vísað hefur verið til í þessu sam- hengi, séu kannski ekki nógu lýsandi orð. Nær lagi væri að tala um heild- argerlafjölda eins og gert er í reglu- gerð. „Þetta eru allir þeir gerlar sem eru á yfirborðinu og í þessu tilviki komust ekki ofan í jarðveginn. Venjulega sí- ast vatnið jafnt og þétt í gegnum jarð- veginn en þarna var allt gaddfreðið og það náði t.d. að liggja í pollum. Þá flutu alls konar bakteríur ofan á klak- anum, t.d. úr jarðveginum, það getur hafa komið frá fugli sem skeit á jörð- ina eða hverju sem er. En svo kom of- boðslegt úrhelli og þá fór allt af stað. Þetta voru öfgaaðstæður og vatnið lak í gegnum sprungur sem eru þarna í hrauninu og kemst í grunnvatnið.“ Af hverju kemur þetta upp hjá Reykvíkingum, en ekki í Hafnarfirði eða Kópavogi? „Það eru bara mismunandi aðstæð- ur á þessum stöðum, þetta snýst um staðsetningar vatnsbóla. Hafnfirðing- ar eru í Kaldárseli en Kópavogsbúar í Vatnsendakrika. Þar erum við líka með tvær holur. Það svæði stendur hærra en í Heiðmörk og holurnar eru dýpri,“ segir Ólöf hjá Veitum. Ólöf segir að tekið sé tillit til að- stæðna og þannig sé Gvendarbrunn- um lokað frá nóvember og fram í mars. Í viðbót við þær tvær holur sem nú séu í notkun séu þrjár aðrar á sama svæði sem verði vonandi komn- ar í gagnið í vor. Framkvæmdir við þær hafa staðið yfir en eru stopp vegna veðurs nú. „Þetta eru öflugar holur og þær eru ekki viðkvæmar, þær standa ofar í landinu en aðrar borholur. Þá höfum við upp á að hlaupa mjög gott vara- vatnsmagn.“ Því hefur verið haldið fram að ástæða þessa kunni að vera skortur á viðhaldi mannvirkja. Er eitthvað til í því? „Nei, ekkert. Við stjórnum ekki gerlamagni í grunnvatni með neinu viðhaldi. Þetta er nokkuð sem verður ekki við ráðið. En við getum alltaf tekið skref til að færa vinnsluna til. Fært úr einni holu yfir í aðra.“ „Öfgaaðstæður“ orsökuðu mengun Ljósmynd/Hafsteinn Björgvinsson Heiðmörk Ástand er komið í rétt horf á vatnstökusvæði Veitna í Heiðmörk.  Ástand á neysluvatni Reykvíkinga komið í eðlilegt horf eftir að jarðvegsgerlar mældust  Sýnatökur áfram daglega  Þrjár nýjar borholur í Heiðmörk bæta ástandið  Skorti á viðhaldi ekki um að kenna Lárus Welding, fyrrverandi banka- stjóri Glitnis, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að víðtæk við- skipti fjármálastofnana með eigin hlutabréf hefðu verið óheppileg. Það væri hins vegar ekki sann- gjarnt að þurfa að verjast í dómsal vegna nauðsynlegrar lagasetningar sem gerð var árið 2010 og vera sak- aður um að hafa brotið þau lög 2007, þremur árum fyrir lagasetn- inguna. Þetta kom fram í máli Lárusar í aðalmeðferð í markaðsmisnotkunar- máli Glitnis sem var fram haldið í héraðsdómi í gær. Lárus er ákærð- ur fyrir markaðsmisnotkun í tveim- ur liðum og umboðssvik í einum lið. Markaðsmisnotkunin snýr að sölu hlutabréfa til fjórtán nýstofn- aðra hlutafélaga í eigu starfsmanna Glitnis að andvirði 6,77 milljarðar sem fjármögnuð voru með láni frá bankanum án nokkurra annarra veða en hlutabréfanna sjálfra. Lár- us viðurkenndi að frágangur í því máli hefði alls ekki verið til fyr- irmyndar. Lárus neitaði að hafa lánað til áðurnefndra einkahlutafélaga starfsmanna en viðurkennir að rétt hefði verið að bóka lánveitingarnar með betri hætti. Vitnaleiðslur halda áfram í málinu í dag . Viðskipti með eigin hlutabréf óheppileg  Fjórtán ný hlutafélög starfsmanna Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is „Fjölgun framúrskarandi fyrirtækja er óvenjumikil í ár og við teljum að það sé til marks um stöndugra at- vinnulíf og betra rekstrarumhverfi,“ segir Brynja Baldursdóttir, fram- kvæmdastjóri Creditinfo. Creditinfo stendur fyrir sér- stökum viðburði í Hörpu á miðviku- daginn í næstu viku þar sem listinn yfir framúrskarandi fyrirtæki 2017 verður kynntur. Athygli vekur að þau eru 868 talsins og fjölgar ríflega frá síðasta ári, eða um 40%. Heildstæð mynd af fyrirtækjum Til að komast á listann þurfa fyrir- tæki meðal annars að uppfylla skil- yrði um meira en 20% eiginfjárhlut- fall, minnst 80 milljónir í eigið fé og jákvæða rekstrarniðurstöðu síðustu þrjú ár. Ofan á það þurfa þau að hafa lánshæfismat á bilinu einn til þrír. Brynja segir að saman gefi þessir mælikvarðar heildstæða mynd af fyrirtækjunum. „Það er ekki endilega verið að velja þau fyrirtæki sem hagnast mest. Einn af eiginleikum þessarar vottunar er að hún er ekki einungis vísbend- ing um styrkleika held- ur einnig stöðugleika. Við finnum fyrirtæki sem eru í góðum og stöðugum rekstri,“ seg- ir Brynja. Því til stuðn- ings nefnir hún að í fyrra hafi Creditinfo gert úttekt sem sýndi að framúrskarandi fyrirtæki hefðu almennt komið mun betur út úr fjár- málahruninu en önnur fyrirtæki. „Við vitum að þessi skilyrði virka.“ Útbúa lista víða um heim Ísland er ekki eina landið þar sem Creditinfo tekur saman lista af þessu tagi. Brynja segir að fyrir- tækið hafi útbúið listann í löndum þar sem það hefur starfsemi, til að mynda í Eystrasaltslöndunum, Rúmeníu og Kasakstan. „Líkustu aðstæðurnar eru í Eystrasaltslöndunum þar sem vott- unin hefur fest sig í sessi og þykir virðuleg. Þetta hefur gengið mjög vel enda er Creditinfo orðin viður- kennd upplýsingaveita á þessum mörkuðum.“ Eins og áður sagði verður haldinn við- burður í Hörpu þar sem listinn verður kynntur. Þetta er í átt- unda sinn sem Credit- info stendur fyrir vott- uninni og segir Brynja að viðburðurinn verði viðameiri með hverju ári. „Þetta hefur vaxið úr því að vera haldið í stærri gerðinni af fundarherbergi á Grand hóteli yfir í það að búast við yfir 800 manns í Hörpu í næstu viku til að fagna þess- um framúrskarandi fyrirtækjum. Þetta er orðin mikil hátíð hjá okk- ur.“ Listanum gerð góð skil Í Hörpu verða auk þess veitt verð- laun fyrir nýsköpun og ná þau til fyr- irtækja af öllum stærðum og gerðum að sögn Brynju, ekki einungis nýrra fyrirtækja. Einnig verða veitt verð- laun fyrir samfélagslega ábyrgð. Þá hafa Morgunblaðið og Credit- info gert með sér samning sem felur í sér ítarlega umfjöllun í miðlum Ár- vakurs um niðurstöður greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrir- tækjum á Íslandi, umfjöllun um val- in fyrirtæki og aðrar fróðlegar upp- lýsingar um íslenskt atvinnulíf og stjórnendur. „Framúrskarandi fyrirtæki hefur fest sig í sessi sem einn af megin- viðburðum atvinnulífsins á ári hverju,“ segir Sigurður Nordal, fréttastjóri viðskipta á Morgun- blaðinu. „Viðburðurinn verður nú viðameiri en nokkru sinni áður og verður honum varpað beint á mbl.is. Samdægurs verður sérriti með ýms- um fróðleik um framúrskarandi fyr- irtæki ársins dreift til áskrifenda Morgunblaðsins og inn á hvert heim- ili á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigurður segir viðurkenninguna mikilvæga þar sem hún ýti undir ábyrgan rekstur hjá minni sem stærri fyrirtækjum og veiti um leið vísbendingu um stöðu atvinnulífsins á hverjum tíma. „Fyrirtæki þurfa að sýna stöðugan og traustan rekstur í nokkur ár til þess að teljast framúr- skarandi og slík fyrirtæki eru horn- steinar efnahagslegs stöðugleika,“ segir Sigurður. Framúrskarandi fyrirtækjum fjölgar ört  40% fleiri fyrirtæki uppfylla skilyrði Creditinfo Morgunblaðið/RAX Uppfylla skilyrði „Við finnum fyrirtæki sem eru í góðum og stöðugum rekstri,“ segir Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 LED lausnir frá Lýsing fyrir götur, göngustíga og bílastæði. Ráðgjöf og nánari upplýsingar má fá hjá sölumönnum. Smart City lausnir Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 sala@olafsson.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.