Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 Atvinnuauglýsingar Háseti Vísir hf óskar eftir að fastráða vanan háseta á Sighvat Gk 57. Sighvatur er línuveiðiskip með beitningarvél. Nánari upplýsingar um borð í síma 856-5770, hjá skipstjóra í síma 856-5775 eða á heimasíðu Vísis www.visirhf.is. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingóið góða kl. 13.30, allir velkomnir. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9. Línudans fyrir byrjend- ur og lengra komna kl. 15.15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.40. Opið kaffihús 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir! Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal. Stólaleikfimi með Olgu kl. 11 í innri borðsal. Útskurður í kjallara til hádegis. Hádeg- isverður kl. 11.30-12.30 í borðsal. Ganga kl. 13 ef veður leyfir. Föstu- dagsfjör kl. 14, ýmis konar atburðir sem auglýstir eru með fyrirvara. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30 í borðsal. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Göngu- hópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðjan í Kirkjuhvoli er opin kl. 13-16. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 13 tréskurður, kl. 13 léttgönguhópur (frjáls mæting). Gullsmári Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.Fluguhnýt- ingar kl. 13. Gleðigjafarnir kl. 14. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og nýliðar velkomnir. Morgunleikfimi kl. 9.45. Botsía kl. 10-11. Hádegis- matur kl. 11.30 Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13, bingó kl. 13.15, kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, thai chi kl. 9, botsía kl. 10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-11, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 12.30. Hæðargarðs bíó kl. 13, allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790. Korpúlfar Brids kl. 12.30 í Borgum, hannyrðahópur á sama tíma í Borgum. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum, sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug. Vöfflukaffi kl. 14.30 til 15.30 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, föstudagsskemmtun kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í síma 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin, hádegis- verður kl. 11.30-12.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga / hláturjóga saln- um á Skólabraut kl. 11. Söngurinn fellur niður í dag vegna jarðarfarar. Spilað í króknum kl. 13.30 og brids í Eiðismýri kl. 13.30. Stangarhylur 4 Íslendingasögu / fornsagnanámskeiðið hefst á morgun föstudag 19. janúar kl. 13 og verður á hverjum föstudegi í tíu vikur Kennari Baldur Hafstað. Á fyrri hluta námskeiðs verður Víga- Glúms saga aðal viðfangsefnið. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Hljómsveit hússins leikur, allir velkomnir. Spjaldtölvu / ipad-námskeið hefst mánudaginn 29.janúar kl. 13.30. Leiðbeinandi Kristrún Heiða Jónsdóttir. Vesturgata 7 Sungið við flygilinn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson. Kaffi- veitingar kl. 14-14.30. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2749 - loggildurmalari@gmail.com Ýmislegt Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige rúskinn, stærðir 36-48 á kr. 10.900,- Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Laugardaga kl. 10 - 14 Húsviðhald Hreingerningar Flutnings, heimilis og Airbnb þrif Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf. email: thrif.systur@gmail.com Ert þú SKAPANDI? Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2018. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Erna Kristjánsdóttir í síma 569 1281 eða á netfangið erna@mbl.is. Allar umsóknir skal fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2. Árvakur leitar eftir samviskusömum, öflugum og skapandi starfsmanni til að slást í hóp vaskra starfsmanna Árvakurs. Í boði er 100% starf á líflegum, skemmti- legum og metnaðarfullum fjölmiðli. Starfið felst í hönnun og uppsetningu auglýsinga sem birtast í Morgunblaðinu og á mbl.is. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa lokið námi í grafískri miðlun eða grafískri hönnun og hafi góða þekkingu á InDesign og Photoshop. Eins þarf viðkomandi að vera samviskusamur, sjálfstæður, fljót/ur að læra, hafa frumkvæði og metnað í starfi. Íslensku þjónustufyrirtækin eru á  ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? ✝ Helga ÓskJónsdóttir fæddist á Hólmum í Reyðarfirði 14. apríl 1949. Hún lést 11. janúar 2018 á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað. Foreldrar Helgu Óskar voru Jón Kristinn Guð- jónsson, f. 5.6. 1906, frá Kolmúla, Fáskrúðs- firði og bóndi á Hólmum í Reyð- arfirði, og kona hans, Þóra Guðný Jónsdóttir Snædal, f. 5.10. 1910, frá Brautarholti Vopnafirði, húsmóðir. Systkini Helgu Óskar voru alls 11 talsins og eru fjögur þeirra á lífi: Ragnhildur, f. 25.12. 1929, d. 1.9. 2017, Hafnarfirði; Guðjón Einar Jónsson, f. 20.4. 1931, d. 12.12. 2015; Kristinn Illugi, f. 26.3. 1932, d. 6.2. 1939; Jón Snædal, f. 13.6. 1933, d. 12.8. 2011, Eskifirði; Gísli, f. 12.2. 1935, d. 31.7. 1998, Vopnafirði; Guðni Þór, f. 7.11. 1936, Eski- firði; Kristín Selma, f. 11.1. 1938, Vogum, Vatnsleysu- strönd; Auðbergur, f. 16.3. 1943, Egilsstöðum; Þorvaldur, f. 4.6. 1944, Reyðarfirði. Tvö systkini dóu við fæðingu. Helga bjó á Reyðarfirði til 17 ára aldurs en þá flutti hún með Guttormi í Árbæ Reyðarfirði. Helga og Guttormur Ernir Stef- ánsson, vélamaður, f. 27.3. 1946, giftust 31. desember 1970. Foreldrar hans voru Stefán Guttormsson og Dagmar Guðný Björg Stefánsdótt- ir, sem bæði eru látin. Börn Helgu og Guttorms eru; 1) Þóra Dagmar, f. 27.6. 1966, Reyð- arfirði. 2) Jóna Ragnhildur, f. 15.1. 1969, Akureyri, hún á tvö börn. 3) Erna Þórey Gutt- ormsdóttir, f. 13.1. 1973, Egils- stöðum, gift Róberti Elvari Sig- urðssyni og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. 4) Selma Rakel Guttormsdóttir, f. 26.5. 1978, Reykjavík, unnusti henn- ar er Sigurður Jón Sigurðsson og á hann tvö börn. Fyrir átti Helga soninn Sævar Sigurjón Þórsson, f. 10.8. 1965, Eskifirði, í sambúð með Þórdísi Pálu Reynisdóttur, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum á Hólmum, hún gekk í skóla á Eskifirði þar sem hún sinnti einnig verslunarstörfum á yngri árum. Árið 1966 fluttu Guttormur og Helga inn á Búð- areyri þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Helga var heimavinn- andi húsmóðir en sinnti þó ýms- um störfum meðfram því, en hún vann við heimilishjálp og barnagæslu meðal annars. Helga veiktist 2010 og var eftir það mikið á sjúkrahúsi. Útför Helgu Óskar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 19. janúar 2018, klukkan 11. Húmskuggar leita á hug minn við helfregn grimma. Löngu lífs- stríði og ströngu er nú lokið og þessa örðugu sjúkdómsgöngu stóðst hún Helga Ósk með sönn- um sóma og ríkri reisn allt til hinztu stundar. Hún Helga átti annars bjarta lífsgöngu um svo margt áður en sjúkdómurinn fór að herja á fyrir alvöru. Hún eignaðist fimm ljómandi börn og lífsförunauturinn Guttormur Örn gull af manni. Helga Ósk var afar vel gerð greindarkona eins og hún átti kyn til. Helga var einkar handlagin og húsmóð- ir mikil, heimili þeirra Guttorms skínandi flott. Og svipmyndir svífa um hug. Ég að leita að meðmælendum með framboði mínu heima og fer til Helgu og ber upp erindið. Svarið kom snöggt eins og henn- ar var von og vísa: „Það var mik- ið að þú komst.“ Þetta svar kom ekki á óvart, því Helga Ósk og hennar fólk alla tíð með einlæga vinstristefnu og ríka fé- lagshyggju í farteskinu, fólk sem skynjaði kall tímans um jöfnuð og framtíðarsýn um sama rétt öllum til handa. Og þar var Helga einörð og fylgin sér sem vænta mátti. Svipmynd frá löngu liðinni tíð í Félagslundi og ég að dansa við sviflétta og taktvissa dömu með sín skemmtilegu svör á vör. Helga Ósk í essinu sínu eins og alltaf forðum tíð, en orðheppni hennar einstök. Og aldrei hrjáði sjúkdómur hennar hana svo illa að ekki væri hægt að spauga með dillandi hlátri í kjölfarið. Hugþekk er minningin um það þegar ég þurfti að erinda eitthvað á sjúkrahúsi og hver kemur inn í lyftuna nema Helga Ósk og urðu góðir fagnaðarfundir. Til baka farið eftir einhverja töf og hver er aftur í lyftunni nema Helga Ósk og hún segir hlæjandi; „ Helgi minn, við verðum að hætta að hittast svona“, og svo hló hún eins og henni var lagið til að bregða birtu á daginn og þó var hún greinilega þjáð. Helga Björk dóttir okkar var frá unglingsárum í góðu vinfengi við nöfnu sína, vinfengi sem hélzt ævina alla og fyrir allar góðar stundir þakkar Helga Björk svo sannarlega hlýjum huga. Við Hanna og börn okkar kveðjum kjarnakonu ágætra eig- inleika, aðdáunarverða í öllum sínum veikindum, til dæmis skil- un svo ótal oft til að hemja hraða sjúkdómsins. En nú var ekki feigum forðað. Guttormi vini okkar og börn- unum og þeirra fólki sendum við samúðarkveðjur heils hugar á kveðjustund. Sérstaklega eru kveðjurnar hlýjar frá Helgu Björk okkar. Hugdjörf kona er kvödd eftir lífssögu ljúfa löngum stundum en annars harðra átaka við nýrnasjúkdóminn. Um hana giltu orð skáldsins um eikina: Bognar ekki, brotnar í bylnum stóra seinast. Blessuð sé hugljúf minning þeirrar mætu konu sem Helga Ósk var. Helgi Seljan. Helga Ósk Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.