Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 13
Vinnustofa Hópur kennara í Suður-Afríku tók þátt í vinnustofu sem
Profetus stóð fyrir á dögunum um framúrskarandi teymisvinnu.
gjafar- og þjálfunarfyrirtæki, Prof-
ectus, sem einnig er með starfsemi í
Kanada, Suður-Afríku og á Írlandi.
Hann er ekki alveg ókunnugur bóka-
bransanum því árið 2015 gaf hann,
ásamt hollenskum kollega sínum og
meðhöfundi, út bók á ensku um nú-
tíma stjórnunarhætti og mark-
þjálfun, The Whole Brain Leader.
„Bókin kom út á Íslandi og í
Hollandi og er væntanleg á markað í
Indlandi í næsta mánuði. Alþjóðlega
útgáfufyrirtækið SAGE falaðist eftir
að gefa hana út,“ segir Ingvar og er
ekki að ósekju stoltur af að fá bókina
útgefna á margfalt stærri markaði en
Íslandi.
En aftur að nýju bókinni, sem að
sögn Ingvars byggist á hug-
myndafræði markþjálfunar og ekki
síst á reynslu hans sjálfs eftir mörg
hundruð samtöl sem markþjálfi. Í
bókinni eru fjölmörg verkfæri til að
auðvelda lesendum að ná mark-
miðum sínum – sigra sjálfa sig, eins
og þar stendur. Þeir þurfa að hafa
skriffæri við hendina því í hverjum
kafla eru spurningar.
Óþægilegar spurningar
„Bókin er þrískipt, í byrjun horf-
ast lesendur í augu við stöðuna eins
og hún er, síðan fara þeir í rannsókn-
arvinnu og innri skoðun, og ljúka
vinnunni með því að móta aðgerðir og
setja sér markmið. Hlutverk mark-
þjálfans er ekki að segja fólki hvað
það á að gera, heldur spyrja réttu
spurninganna til að hjálpa því að sjá
viðfangsefnin í öðru ljósi. Spurning-
arnar eru á stundum býsna óþægileg-
ar og beinskeyttar, enda er lesendum
ætlað að rýna í sjálfa sig og setja sér
leikreglur til þess að auka möguleika
sína á að vinna leikinn,“ segir Ingvar
og leggur áherslu á að sjálfsvirðing og
heiðarleiki skipti mestu máli. Einnig
sé mikilvægt að vera laus við með-
virkni gagnvart sjálfum sér og öðrum.
Áður en lengra er haldið er ráð
að biðja Ingvar um að útskýra örstutt
helsta markmið markþjálfunar. „Að
hámarka möguleika einstaklingsins
til að verða betra eintak af sjálfum
sér,“ svarar hann að bragði og heldur
áfram: „Markþjálfun snýst ekki um
að kenna, heldur að hjálpa fólki að
læra. Og öfugt við það sem margir
halda eru skýr skil á milli markþjálf-
unar og sálfræði. Skilin liggja í núinu
því sálfræðingar líta til baka og vilja
skoða og laga það sem afvega hefur
farið í fortíðinni, en markþjálfi skoðar
styrkleika manneskjunnar og horfir
með henni til framtíðar.“
Hið tilfinningalega vogarafl
Spurningunni hvort þeir sem
fara eftir bókinni séu um leið að hætta
sér út fyrir þægindarammann svarar
Ingvar játandi, því nánast ekkert í
bókinni sé innan þess ramma og eng-
inn vöxtur eigi sér þar stað. „Þótt
mörgum finnist erfitt að ganga í
gegnum breytingar, er það léttvægt
miðað við að vera fastur á sama
stað,“ bendir hann á.
Hvað áttu við með „vexti“?
„Í mínum huga er það að komast
nær því sem maður þráir, draumum
sínum og markmiðum,“ svarar hann
og upplýsir að rannsóknir hafi sýnt
að þeir sem setji sér markmið séu
ekki hamingjusamari en þeir sem
geri það ekki.
Og hvernig stendur á því?
„Flestir setja sér markmið með
hausnum en ekki hjartanu til að losna
undan sársauka en ekki til að öðlast
einhvers konar fullnægju eða vellíð-
an. Gott dæmi er maður sem ætlar að
létta sig vegna þess að sársaukinn við
að vera of þungur er orðinn óbæri-
legur. Hins vegar hefur hann ekki
skýra mynd af lífi sínu eins og það
yrði þegar hann hefur náð markmiði
sínum og gefst því upp á miðri leið,
með öðrum orðum þegar sársaukinn
minnkar.“
Mætti ekki þvert á móti ætla að
hann hefði skýra og fagra mynd af
sér grönnum?
„Yfirleitt fer fólk af stað með
hornin á undan sér vegna þess að
sársaukinn er orðinn svo mikill. Til
þess að öðlast betri líðan og ham-
ingju er affarasælast að setja sér
markmið til jafns með höfðinu og
hjartanu, sem samkvæmt mark-
þjálfafræðunum er hið tilfinninga-
lega vogarafl. En – svo ég vitni í
heilavísindin – þá er sársaukinn sjö
sinnum sterkara tilfinningalegt afl en
vellíðan og því er líklegra að þeir sem
upplifa vanlíðan eða sársauka setji
sér markmið.“
Uppgjör dagsins
Hvað sem drifkröftunum líður
kannast efalítið margir við hversu
auðvelt er að setja sér markmið en að
sama skapi erfitt að halda þeim til
streitu. Ingvar segir
megintilgang bókar-
innar einmitt vera að
hjálpa fólki að halda
sér við efnið. Honum
rennur til rifja hversu
margir eru áhorfendur
en ekki þátttakendur í
eigin lífi. „Þá skortir
kjark til að spyrja
sjálfa sig hvað þá í al-
vörunni langar til að
gera, eignast og verða.
Ef maður gerir ekki neitt, gerist
heldur ekki neitt,“ segir hann og lýsir
stuttlega hvernig Sigraðu sjálfan þig
kemur að sem bestum notum: „Bók-
inni er skipt í 21 kafla, undirkafla og
verkefni. Henni er ætlað að vera und-
irbúningur fyrir þá vinnu sem í hönd
fer við að ná markmiðum sem lesand-
inn setur sér í síðustu köflunum að
undangenginni sjálfskoðun. Hug-
myndin er að lesandinn lesi og vinni
verkefni í einum kafla daglega í þrjár
vikur.“
Dagsverkinu lýkur svo með upp-
gjöri, sem felst í því að lesandinn
svarar samviskusamlega eftirfarandi
spurningum:
1. Hvað var gott við daginn í dag
– hvað gekk vel?
2. Hvað vil ég sjá betur fara á
morgun?
3. Hvað lærði ég um sjálfa(n)
mig í dag?
4. Hvað gerði ég í dag sem ég
hef aldrei gert áður?
5. Hvað lærði ég um sjálfa(n)
mig þegar ég vann verkefnið? (Vísað
í tiltekinn kafla).
Að mati Ingvars eru spurning-
arnar ein mesta áskorunin í bókinni,
sérstaklega sú fjórða. Enda vefst
honum aðspurðum tunga um tönn.
„Nú hittirðu vel á vondan, bíddu við
.... heyrðu, jú, ég notaði rjómapipar-
ost á pizzuna mína.“
Hafði það kannski táknræna
þýðingu fyrir þig, til dæmis að þú
sért að verða opnari fyrir nýjungum?
„Sko . . .,“
. . . eða kannski enga þýðingu?
„Ég lít á lífið sem eina stóra
áskorun. Þegar ég hef ekki áskoranir
þá dofnar neistinn. Bókin var mikil
áskorun. Ég hlakkaði svo til að vinna
að henni að ég vaknaði stundum
klukkan þrjú eða fjögur á nóttunni til
að kanna hvort nóttin væri ekki að
verða búin.“
Ertu byrjaður á annarri bók?
„Ég og hollenski meðhöfundur
minn að The Whole Brain Leader,
erum að leggja drög að bók um sölu-
fræði, sem kemur út á næsta ári. Þá
er verið er að þýða, breyta og aðlaga
Sigraðu sjálfan þig fyrir enskumæl-
andi markað. Find Your Inner Vik-
ing mun hún nefnast, enda ætla ég að
gera svolítið út á víkinga og Ísland.“
Margt fleira er í bígerð hjá
Ingvari, sem auk þess að skrifa bæk-
ur heldur námskeið í tengslum við þá
nýjustu – þriggja vikna námskeið
fyrir venjulegt fólk sem vill meira!
Fyrirlesarinn Ingvar með fyrir-
lestur í Bela Bela í Suður-Afríku.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
„Tilfinningagreind hefur tvær
hliðar: Annars vegar er geta
okkar og hæfni til að greina og
skilja eigin tilfinningar og hins
vegar til að greina og skilja til-
finningar annarra. [...] Travis
Bradberry sýndi fram á það
með rannsóknum sínum að
bein tengsl eru á milli
tilfinningagreindar og árangurs
í lífi og starfi. Þannig reyndust
90% afreksfólks hafa mikla
tilfinningagreind, 58% af ár-
angri þínum í vinnu má rekja til
tilfinningagreindar og þeir sem
hafa mikla tilfinningagreind
hafa að jafnaði umtalsvert
hærri árstekjur.
Fórnarlambið og gerandinn
eru lýsandi dæmi um mikla og
litla tilfinningagreind. Fórnar-
lambinu er [...] tamt að við-
halda styrk sínum í hugar-
ástandi sem einkennist af
neikvæðni, tillitsleysi og sjálfs-
vorkunn. Það kærir sig ekki um
greiningu eða sjálfsskoðun af
neinu tagi. Það þarf ekki að
laga neitt – fórnarlambinu líður
vel þegar okkur líður illa.
Til að efla tilfinningagreind
er hollt að spyrja sig fjögurra
spurninga reglulega, ekki bara
þegar eitthvað hvílir þungt á
manni heldur einnig þegar
manni líður vel.
Hvernig líður mér núna?
Af hverju líður mér þannig?
Vil ég breyta líðan minni?
Hvað get ég GERT til að
breyta líðan minni?
Ein aðalbirtingarmynd mik-
illar tilfinningagreindar er
næmi á eigin líðan, getan til að
skilgreina tilfinningar sínar
og einnig að hafa bæði vilja
og getu til að taka ábyrgð á
og bregðast við tilfinning-
unum.
Önnur leið til að auka til-
finningagreind sína veru-
lega er að læra að beita
heildarhugsun. Með því að
læra heildarhugsun ferð
þú að sjá bæði sjálfa(n)
þig og aðra í öðru ljósi.
Tilfinninga-
greind
BÓKARKAFLI – 6. DAGUR
Af hverju eru stjörnur mismunandi á
litinn og hvers vegna sjást norður-
ljósin bara stundum? Sævar Helgi
Bragason, vísindamiðlari hjá Háskóla
Íslands, er vís með að svara þessum
spurningum og fleiri á göngu sem
hann leiðir við Kaldársel í Hafnarfirði
kl. 20 í kvöld, föstudaginn 19. janúar.
Gangan sem er helguð himin-
geimnum; stjörnu- og norðurljósa-
skoðun, er ókeypis og öllum er vel-
komið að slást í hópinn.
Ferðin er hluti af samstarfsverk-
efni Ferðafélags Íslands og Háskóla
Íslands sem ber nafnið Með fróðleik í
fararnesti. Þátttakendur hittast við
skrifstofu Ferðafélags Íslands í
Mörkinni 6 kl. 20 og aka í halarófu út
fyrir borgarmörkin. Ferðinni er heitið
að Kaldárseli og geta þeir sem vilja
hitt hópinn þar um kl. 20.20. Fá bíla-
stæði eru í boði og því þarf að leggja
bílunum beggja vegna við veginn,
helst þvert, a.m.k. þar sem hægt er.
Mikilvægt er að allir séu vel
klæddir og upplagt að stinga sessu
eða gamalli frauðdýnu í bakpokann
því best er að skoða himingeiminn
liggjandi eða sitjandi á einhverju
sem einangrar rassinn frá jörðinni.
Mælt er með að göngufólk taki með
sér kíki og nesti, gott er að hafa eitt-
hvað heitt á brúsa til að fá yl í kropp-
inn.
Gert er ráð fyrir að ferðin taki um
tvær klukkustundir.
Með fróðleik í fararnesti – stjörnu- og norðurljósaskoðun
AFP
Himingeimurinn heillar Sævar Helgi svarar spurningum um heima og geima.
Vísindamiðlari leiðir göngu sem
helguð er himingeimnum
www.profectus.is