Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Líkaminn er kjarninn í þessum verk- um hérna,“ segir Brynja Sverrisdóttir sýningarstjóri um athyglisverða sýn- ingu, Líkamleika, sem hún hefur sett saman í sölum Gerðarsafns í Kópavogi og verður opnuð í kvöld, föstudag, klukkan 20. Áhersla er á ljósmyndamiðilinn á sýningunni. Á henni eru myndverk eft- ir 18 listamenn ólíkra kynslóða; sumir eru í hópi okkar virtustu og reyndustu en aðrir enn í námi, og þá gefur líka að líta verk eftir erlenda listamenn sem hafa búið og starfað hér á landi. Lista- mennirnir eru Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, Haraldur Jónsson, Shoplifter – Hrafnhildur Arnardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Katrín Elvars- dóttir, Klængur Gunnarsson, Margrét Bjarnadóttir, Roni Horn, Sigurður Guðmundsson, Steina, Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason. Líkamleg upplifun Brynja útskýrir að orðið líkamleiki sé býsna órætt og þekkist varla í ís- lensku nema sem hugtak í fyrir- bærafræði, tengist tvískiptingu sálar og líkama og er einskonar áminning um að við mennirnir upplifum hluti og heiminn sem líkamar. „Mörg verkanna hér tengjast ein- mitt líkamlegri upplifun á heiminum,“ segir hún og nefnir sem dæmi mynd- bandsverk eftir Sigurð Guðmundson þar sem hann þreifar bæði á blómkáls- haus og höfðinu á sér og upplifunin er mjög líkamleg. Brynja bætir við að nokkur þemu séu á sýningunni: „Líkamleg upplifun á umhverfi okk- ar, performatíf verk, holdleg náttúra og samruni manns og náttúru. Svo kemur viss leikur inn líka, vísun í eðli ljósmyndarinnar sem getur verið hold- legt eða líkamlegt; nýtt verk eftir Har- ald Jónsson sem er hér á sýningunni vísar til dæmis til þess. Þá er á sýningunni líka leikið með að leyfa þessum þemum að stökkva fram og aftur og trufla hvert annað svolítið. Það er þessi líkamlega upplifun á umhverfi og líkaminn er líka miðill listamanna í performans. Sem dæmi má nefna þessi verk eftir Evu Ísleifs- dóttur“ – hún bendir á litljósmyndir í veglegum römmum en á þeim sést hvar risastór gylltur lárviðarkrans hef- ur kramið konu úti á götu. „Þarna hef- ur þetta valdsmannstákn, lárviðar- sveigurinn, algjörlega kramið listamanninn í tilraun hans til full- komnunar og við að ná sínu fram. Þetta er húmorískur leikur með per- formans.“ Sjónrænn leikur Áhugaverður leikurinn í mörgum verkanna skilar sér út í sýninguna alla. „Það var einmitt hugmyndin að leyfa þessu að vera sjónrænn leikur frekar en einhver djúp, listfræðileg rannsókn. Hér er leikið mikið með form og vís- anir,“ segir Brynja og bætir við að það sé mikil breidd í sýningunni enda lista- mennirnir 18 ólíkir og með mismun- andi reynslu í farteskinu. „Ég reyndi að búa til samtal milli ólíkra verka og þennan takt með því að blanda saman þemunum og listamönn- um sem vinna í mismunadi miðla. Ljósmyndin er útgangspunkturinn – Ljósmyndin er útgangspunkturinn frekar en að litið sé á hana sem einn af listmiðlunum þá er hún grunnurinn og verk í öðrum miðlum hér, svo sem vídeó, skúlptúrar og gjörningaverk, spretta út frá því. Mörg vídeóverkanna hér eru eins og lifandi ljósmyndir, kyrrir rammar sem eitthvað gerist í.“ Samtal milli kynslóða Þegar gengið er um sali Gerðar- safns með Brynju bendir hún á ýmis verkanna og ræðir um þau í sambandi við grunnþemu sýningarinnar. „Þessar ljósmyndir þarna eru eftir yngsta listamanninn sem á verk hér, Claire Pougam frá Frakklandi en hún var í meistaranámi við LHÍ,“ segir hún um röð stórra ljósmynda. „Þetta er sería verka þar sem hún veltir fyrir sér tengingu mannsins og náttúrnnar, tengingu þar sem maðurinn verður oft hluti af náttúrunni. Hér er hún búin að setja kjötstykki út í grjótið og oft er erfitt að greina hvort er hvað. Rétt eins og maður – holdið – og náttúra verði eitt. Paugam gerir líka þessa litlu skúlptúra þar sem hún fjallar um hvað bæði maðurinn og náttúran snúast mikið um op – og þessir skúlptúrar kallast á við litla skúlptúra eftir Harald Jónsson sem eru hér og hann kallar „Blindur“. Hann bjó þá til með lokuð augu en eins og holdgerir tjáninguna í þessum litlu verkum sem minna á lík- amshluta.“ Við skoðum röð ljósmynda eftir Unu Margréti Árnadóttur, „Endurtekin til- raun til að nálgast rabarbara“; sams- konar myndramma sem sýna listakon- una reyna að hlaupa í tíma að rabarbarabreiðu en sjálftakari mynda- vélarinnar smellir alltaf of fljótt af. Henni tekst aldrei ætlunarverkið. Þarna eru líka verk úr tveimur ljós- myndaröðum Hrafnkels Sigurðssonar. Önnur sýnir formhrein en skítug klakastykki sem safnast aftan við hjól- barða bíla í vetrarfæri. Brynja segir Hrafnkel takast á við áþreifanleika umhverfisins og skapa þessa „litlu íkona“ í umhverfi sem við viljum ekki endilega horfast í augu við. Hin mynd- röð hans sýnir ruslapoka á götum í er- lendri stórborg, þeir „verða eins og manneskjur úti á götu að kvöldi til en eru afurðir manna sem menn vilja samt ekki alveg gangast við.“ Og hún ítrekar að á sýningunni sé samtal ólíkra kynslóða. Á einum myndbandsskjá er verk eftir frum- kvöðulinn Steinu Vasulka en skammt þaðan er skjár með verki eftir Klæng Gunnarsson sem er í framhaldsnámi í Svíþjóð. Listamaðurinn sést þar horfa út um glugga á snævi þakta jörð og slefa yfir ægifegurðinni.  Fjölbreytileg verk 18 listamanna á sýningu í Gerðarsafni Farg Hluti verks Evu Ísleifsdóttur, If I were rich I would give you gold. Morgunblaðið/Einar Falur Sýningarstjórinn Brynja Sverrisdóttir við skúlptúra eftir Örn Alexander Ámundason, en á veggnum eru ljósmyndaverk eftir Claire Paugam. Hápunktur Úr einu myndbandsverkanna á sýningunni, High Point, frá 2016, eftir Unu Margréti Árnadóttur og Örn Alexander Ámundason. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Síðustu sýningar leikársins! Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Medea (Nýja sviðið) Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 7. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 19/1 kl. 20:00 46. s Sun 28/1 kl. 20:00 48. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s Lau 20/1 kl. 20:00 47. s Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Draumur um eilífa ást Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Allra síðustu sýningar. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Lau 27/1 kl. 13:00 7. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Sun 28/1 kl. 13:00 8. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! ICQC 2018-20 Hafið (Stóra sviðið) Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 13.sýn Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Lau 20/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 4.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 19/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 22:30 Lau 10/2 kl. 20:00 Fös 19/1 kl. 22:30 Fim 1/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 22:30 Lau 20/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 20:00 Fim 15/2 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00 Sun 21/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Fim 25/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 22:30 Lau 17/2 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 20:00 Fim 8/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fös 26/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 20:00 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Lau 27/1 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Bílar Matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.