Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 Yfirvöld í Kína sögðust í gær hafa fundið fjóra stóra olíuflekki frá ír- anska skipinu Sanchi sem sökk und- an austurströnd landsins á sunnu- daginn var. Ráðgert er að senda fjarstýrð könnunarför að flaki skipsins til að meta umhverfisspjöllin af völdum olíumengunarinnar. Embættismenn samgönguráðuneytis Kína sögðu að skipið væri á um 115 metra dýpi. Olía sem erfitt er að hreinsa Strandgæslan í Kína sagði í gær að fundist hefðu fjórir olíuflekkir sem væru alls um 101 ferkílómetri á stærð. Þeir hefðu breiðst um 30 kíló- metra austur og átta kílómetra norð- austur frá flaki skipsins sem er um 296 kílómetra frá Sjanghæ. Í skipinu voru um 136.000 tonn af hráolíu. Hún er af tegund sem er mjög létt og eldfim. Hún helst undir yfirborði sjávar og erfiðara er að hreinsa hana en olíu sem flýtur á yfirborðinu. Hún er álitin mjög hættuleg lífríkinu, meðal annars hvölum, sjófuglum og fiskum. Á þessum slóðum eru mikilvægar hrygningarstöðvar margra fiskteg- unda, að sögn Greenpeace. Nokkrar tegundir sjávarspendýra fara einnig um svæðið, meðal annars hnúfubak- ur. Talið er að öll olían í skipinu hafi farið í sjóinn og ef það er rétt er þetta mesti leki léttrar hráolíu af þessari tegund í sögunni, að því er AFP hefur eftir sérfræðingum í olíu- hreinsun. Í skipinu voru 136.000 tonn af hráolíu Íranskt olíuskip sökk 14. janúar, átta dögum eftir að eldur kviknaði í því eftir árekstur við flutningaskip í Austur-Kínahafi Árekstur 6. janúar Olían er af tegund sem er mjög eldfim. Hún er notuð til að framleiða bensín, dísilolíu og þotueldsneyti Heimildir: National Geographic/wintershall.com Peking Seoul Sjanghæ JAPAN SUÐUR- KÓREA KÍNA Olíumengun Yfirvöld í Kína fylgjast með olíuflekkum sem ná yfir 101 ferkm svæði Í áhöfn olíuskipsins voru 30 Íranar og tveir Bangladessar. Lík þriggja þeirra hafa fundist Austur- Kínahaf296 km Talið er að öll olían í skipinu hafi farið í sjóinn Mesti leki hráolíu af þessari tegund til þessa nam 1.000 tonnum Olíubrákirnar verða undir yfirborði sjávar og sjást ekki Olíumengunin er mjög hættuleg fyrir hvali, sjó- fugla, fiska og fleiri lífverur Hám. 1,000 Hafa fundið stóra olíuflekki í sjónum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Repúblikaninn Jeff Flake, öldunga- deildarþingmaður frá Arizona, hefur gagnrýnt Donald Trump Bandaríkja- forseta fyrir að grafa undan frjálsum fjölmiðlum og sakað hann um að nota sömu orð og Jósef Stalín í baráttunni gegn þeim sem gagnrýna hann. Trump svaraði gagnrýninni með því að úthluta fjölmiðlum „falsfrétta- verðlaunum“, eins og hann kallar þau. Áður hafði The Washington Post birt grein eftir repúblikanann John McCain, öldungadeildarþingmann frá Arizona, með fyrirsögninni: „Herra forseti, hættu að ráðast á fjöl- miðlana“. „Hvort sem Trump veit það eða ekki fylgjast leiðtogar ann- arra ríkja grannt með þessum til- raunum hans og eru þegar farnir að nota orð hans sem átyllu til að þagga niður í fjölmiðlum, einum af máttar- stólpum lýðræðisins,“ sagði McCain. Hann bætti við að af 262 blaðamönn- um, sem voru handteknir í heiminum á síðasta ári fyrir störf sín, hefði 21 verið ákærður fyrir „falsfréttir“. Flake flutti ræðu á fundi öldunga- deildarinnar í fyrradag þar sem hann gagnrýndi forsetann fyrir að „mis- þyrma“ sannleikanum og lýsa helstu fréttamiðlum landsins sem „óvinum þjóðarinnar“. „Herra forseti, það er vitnisburður um ástand lýðræðisins í landi okkar að forsetinn okkar notar orð sem Jósef Stalín viðhafði til að lýsa óvinum sínum, eins og alræmt er,“ sagði Flake. „Þegar ráðamaður segir allan fréttaflutning, sem hentar honum ekki, vera „falsfréttir“ þá ættu menn að vera tortryggnir í garð hans, en ekki fjölmiðlanna.“ Flake sakaði Trump um nær dag- legar árásir á fjölmiðlana og sagði að enginn Bandaríkjaforseti hefði mis- þyrmt sannleikanum eins mikið og hann. Hann hvatti þingmenn öld- ungadeilarinnar til að standa vörð um frelsi fjölmiðlanna. Þingmaður- inn sakaði Trump einnig um að grafa undan stofnunum Bandaríkjanna og sagði að málflutningur forsetans væri vatn á myllu einræðisherra og harðstjóra heimsins sem væru farnir að nota sömu orð og hann til að kúga fjölmiðla. Falsfréttaverðlaun veitt Nokkrum klukkustundum eftir ræðuna birti Trump lista á Twitter yfir fréttir og greinar sem hann sagði að fengju „falsfréttaverðlaunin“. Á meðal fjölmiðla sem settir voru á listann eru CNN, The New York Times, The Washington Post sem forsetinn hefur lengi haft illan bifur á. Í efsta sæti listans er grein í The New York Times eftir Paul Krug- man, sem fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2008. Krugman fékk falsfréttaverðlaunin fyrir að spá því að kosningasigur Trumps leiddi til hruns á fjármálamörkuðum sem myndu aldrei ná sér. Segir Trump nota sömu orð og Stalín  Flake og McCain gagnrýna árásir forsetans á fjölmiðla AFP Ósáttur repúblikani Jeff Flake hlýðir á Donald Trump á fundi forsetans með öldungadeildarþingmönnum repúblikana í Hvíta húsinu 5. desember. Traustið snarminnkaði » Traustið á Bandaríkjunum hefur minnkað verulega í heim- inum frá því að Donald Trump varð forseti fyrir ári, skv. könn- un Gallup í 134 löndum. » Könnunin bendir til þess að þeim sem eru ánægðir með forystu Bandaríkjanna hafi fækkað að meðaltali um 18 prósentustig, úr 48% á síðasta árinu í forsetatíð Baracks Obama í aðeins 30%. » Þeim sem eru ánægðir með forystu Bandaríkjanna fækkaði um tíu prósentustig eða meira í 65 löndum, m.a. mörgum af helstu samstarfsríkjum þeirra. T.a.m. fækkaði þeim um 26 prósentustig í Bretlandi. Að minnsta kosti sex manns létu líf- ið í stormi sem geisaði í Belgíu, Hol- landi og Þýskalandi í gær. Aflýsa þurfti 320 flugferðum frá Schiphol- flugvelli í Amsterdam, einum af fjölförnustu flugvöllum Evrópu, en hann var opnaður að nýju síðar um daginn. Mörgum ferðum var einnig aflýst í innanlandsflugi í Þýska- landi og lestasamgöngur röskuðust. Að minnsta kosti þrír menn létu lífið í Þýskalandi af völdum óveð- ursins, tveir í Hollandi og kona í Belgíu. Fimm þeirra dóu af völdum trjáa sem féllu í óveðrinu. Vindhraðinn mældist mestur 56 m/s á Brocken, hæsta fjallinu í norðanverðu Þýskalandi. AFP Óveður Slökkviliðsmenn að störfum við bíl sem skemmdist þegar tré féll á hann nálægt þýsku borginni Moers. Ökumaður bílsins slasaðist alvarlega. Mannskæður stormur raskaði samgöngum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.