Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
duxiana.com
D
U
X
®,
D
U
X
IA
N
A
®
a
n
d
P
a
sc
a
l®
a
re
re
g
is
te
re
d
tr
a
d
e
m
a
rk
s
o
w
n
e
d
b
y
D
U
X
D
e
si
g
n
A
B
2
0
12
.
Okkar best varðveitta
leyndarmál!
Allar götur síðan DUX var stofnað 1926 þá
hefur það verið metnaður okkar að framleiða
heimsins þægilegust rúm, því það er frábær
tilfinning að vakna úthvíldur eftir góðan
nætursvefn. Til að ná því marki höfum við hjá
DUX þróað DUX Pascal system er samanstendur
af útskiftanlegu fjaðramottum sem gera þér
kleift að sníða rúmið (stífleikann) að þínum
þörfum hvenær sem þú vilt, eins oft og þú villt.
Það er leyndarmálið að góðum svefni.
DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950
Í tengslum við Ljósmyndahátíð Ís-
lands 2018 stendur Félag íslenskra
samtímaljósmyndara, FÍSL, fyrir
uppboði á verkum eftir félagsmenn
til fjáröflunar vegna útgáfu bókar-
innar Íslensk samtímaljósmyndun
1975-2015, sem kemur út síðar á
þessu ári.
Sýning á verkunum hefur verið
opnuð í Listamönnum Gallerí á
Skúlagötu 32. Verða verkin sýnd þar
í dag, föstudag, og á morgun, laugar-
dag, kl. 10 til 18. Uppboðið hefst síð-
an kl. 18.
Verkin sem sýnd eru og verða boð-
in upp eru eftir þau Agnieszku Sos-
nowska, Önnu Elínu Svavarsdóttur,
Báru Kristinsdóttur, Bjargeyju
Ólafsdóttur, Braga Þór Jósefsson,
Björn Árnason, Einar Fal Ingólfsson,
Friðgeir Helgason, Heiðu Helgadótt-
ur, Ingu Sólveigu, Ingvar Högna
Ragnarsson, Jónu Þorvaldsdóttur,
Katrínu Elvarsdóttur, Kristínu
Hauksdóttur, Maríu Kr. Steinsson,
Pétur Thomsen, Rúnar Gunnarsson,
Sigurð Mar, Spessa, Sissu, Siggu
Ellu, Þórdísi Erlu Ágústsdóttur og
Vigdísi Viggósdóttur.
Ljósmynd/Spessi
Uppboð Ingvar Högni Ragnarsson og
Guðmundur Jónsson við upphengingu
verkanna sem verða boðin upp.
Uppboð verka sam-
tímaljósmyndara
Sýningin Strandhögg, með svart-
hvítum ljósmyndum og vídeóverki
eftir Daniel Reuter verður opnuð í
Ramskram Gallerí á morgun, laug-
ardag, klukkan 17. Ramskram er á
Njálsgötu 49 og er sýningarrými
fyrir skapandi samtímaljósmyndun
sem opið er um helgar kl. 14-17.
Strandhögg samanstendur af
ljósmyndum sem eru teknar við lát-
lausa strandlengju rétt utan við
Reykjavík. Tilgangur ljósmynd-
anna er ekki að fanga fegurð nátt-
úrunnar eins og tíðkast í hefðbund-
inni landslagsljósmyndun. Þess í
stað eru þær sagðar – rétt eins og í
vísindaskáldskap – gefa í skyn yfir-
vofandi heimsumrót. Á þennan hátt
er frásögn Reuters myndlíking fyr-
ir róstusama tíma: Jafnvel í öruggu
athvarfi geta hættur heimsins
leynst undir yfirborðinu – og mað-
ur getur aldrei verið viss um hvað
skolast á land.
Daniel Reuter fæddist í Þýska-
landi árið 1976, ólst upp í Lúxem-
borg og dvelur ýmist þar eða í
Reykjavík. Árið 2013 lauk hann
MFA-prófi í ljósmyndun frá Uni-
versity of Hartford. Hans fyrsta
bók, History of the Visit, var til-
nefnd til verðlauna á Paris Photo–
ljósmyndahátíðinni og önnur bók
hans, Circle Square, var gefin út í
New York af Roman Nvmerals.
Verk Reuters hafa verið sýnd víða.
Ljósmynd/Daniel Reuter
Myndlíking Eitt óræðra verka Daniels Reuter á sýningunni Strandhögg.
Strandhögg Daniels Reuter í Ramskram
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í myndunum fjalla ég ekki um það
hvers vegna þetta fólk kom til Ís-
lands heldur sýni ég einfaldlega að
þau eru hér núna,“ segir ljósmynd-
arinn David Barreiro um fólkið á
flennistórum portrettunum á sýn-
ingunni með verkum hans sem verð-
ur opnuð í Myndasal Þjóðminjasafns
Íslands á morgun, laugardag, kl. 14.
Sýning Davids nefnist Langa
blokkin í Efra-Breiðholti og fjallar
hann í þessu metnaðarfulla mynd-
listarverkefni um þetta lengsta íbúð-
arhús landsins og sýnir jafnframt
nokkra íbúanna í portrettum en
meirihluti þeirra hefur flutt til Ís-
lands frá öðrum löndum.
Blokkin er um 320 metra löng,
innan hennar eru tuttugu stigagang-
ar og 200 íbúðir þar sem búa nokkur
hundruð manns. Um tveggja ára
skeið ljósmyndaði David bygging-
una, íbúa og umhverfi þeirra. Árið
2016 hlaut hann styrk til verksins úr
sjóði Hjálmars R. Bárðarsonar í
Ljósmyndasafni Íslands í Þjóð-
minjasafni og er sýningin árangur
styrksins. Í tilefni sýningarinnar
gefur Þjóðminjasafn Íslands út sam-
nefnt rit með myndum Davids.
Fólk frá mörgum löndum
David Barreiro er fæddur árið
1982 í Galisíu á Spáni. Hann flutti til
Íslands fyrir nokkrum árum og hef-
ur meðal annars starfað við ferða-
þjónustu hér en sú reynsla endur-
speglast á athyglisverðan hátt í
fyrstu ljósmyndabók hans, Behind
the Waterfall, sem var gefin út á
Spáni en myndirnar voru teknar á
Suðurlandi í tengslum við vinnu
hans. David leggur nú stund á meist-
aranám í ljósmyndun í London.
„Ég vissi að fjölmargir innflytj-
endur byggju í Efra-Breiðholti en ég
hafði ekkert kynnst hverfinu sjálfur,
og vissi ekki hvort ég gæti fundið
flöt á að ljósmynda þar,“ segir Davið
um verkefnið.
„Einn dag fór ég á sýningu í Ný-
listasafninu, meðan það var í Breið-
Sýnin á lengstu blokk landsins
Morgunblaðið/Einar Falur
Breiðholtið David Barreiro við upphengingu verkanna, við mynd af konu með páfagauk, íbúa í blokkinni löngu.
holti, og skoðaði þá blokkina í leið-
inni. Mér þótti lengdin tilkomumikil
og þegar ég fór bakvið bygginguna
þótti mér athyglisvert að þar var
ekkert sem minnti mig á Íslendinga.
Þetta var augsýnilega samfélag
fólks frá mörgum öðrum löndum.“
Hann ákvað að ljósmynda blokk-
ina en aðeins umhverfi hennar í
fyrstu. Það hvarflaði að honum að
reyna að fá aðgang að íbúðum í hús-
inu en taldi það þó varla gerlegt.
„Mér fannst að enginn hefði nokkra
ástæðu til að hleypa einhverjum inn
til að láta mynda sig…“ segir hann.
En þegar David sótti um styrkinn
hjá Þjóðminjasafninu, þá var það til
að mynda blokkina að utan og innan.
„Þar kom ég mér í vandræði og varð
að komast inn til að ljúka verkinu,“
segir hann og brosir.
Verkefnið ljósmyndaði hann á
milliformats- og 4x5 tommu blað-
filmumyndavélar.
Skáldleg sýn
Það tók David tíma en tókst þó að
lokum – meðal annars með tilstilli
samfélagsmiðla – að kynnast íbúum
og ávinna sér traust til að fá að
mynda innandyra. „Og vissulega
komst ég að því að þarna býr fólk
allsstaðar að – það má heldur ekki
gleyma því að sjálfur flutti ég hingað
til lands og var því í sömu sporum og
margir sem búa í blokkinni.
Flestir sem búa þarna eru mjög
uppteknir, vinna mikið, og þarna er
mikið af fjölskyldufólki. En þessi
þarna,“ hann bendir, „bauð mér til
dæmis tvisvar í kvöldmat og þessi
ungi maður þarna bauð mér í brúð-
kaupið sitt.“
Sýningin í Myndasalnum er
áhrifarík. Portrettin eru á hliðar-
veggjunum en í miðjum salnum eru
ljósmyndir af blokkinni sjálfri að ut-
an og innan – „Þær sýna ummerki
um mennina þótt þeir sjáist ekki
sjálfir og mér finnst það áhugavert,“
segir David. Og hann segir verkefnið
í heild snúast um vissa skáldlega sýn
í heimildaljósmyndum. „Þetta eru í
raun ekki heimildaljósmyndir heldur
skáldaður og sviðsettur mynd-
heimur og það finnst mér áhugaverð
nálgun, nálgun sem segir ekkert síð-
ur eitthvað um það hvað ljósmyndun
er og getur gert en það sem mynd-
irnar sem slíkar sýna.“
Fornar verstöðvar
Samtímis opnun sýningar Davids
Barreiro í Myndasalnum verður
opnuð á Veggnum sýning Karls
Jeppesen, Fornar verstöðvar. Karl
hefur ljósmyndað fornar verstöðvar
víða um land og á sýningunni má sjá
úrval þeirra. Ástand verstöðvanna
er misjafnt. Víða sjást minjarnar
glögglega en á öðrum stöðum erum
þær horfnar af yfirborði jarðar.
Í tvö ár ljósmyndaði David Barreiro í og við löngu blokkina í Efra-Breiðholti
Sýning á úrvali verkanna í Myndasal Þjóðminjasafnsins og bók kemur út
Ljósmyndahátíð Íslands 2018
Á Ljósmyndahátíð Íslands er boðið
upp á ljósmyndarýni á föstudag og
laugardag. Þar skoða virtir erlend-
ir og innlendir sýninga- , mynd- og
ritstjórar myndamöppur áhuga-
sem atvinnuljósmyndara, rýna í
verkin og gefa góð ráð um næstu
skref sem mætti taka með verkin,
til að mynda fyrir útgáfu eða sýn-
ingar. Jafnframt velja rýnarnir úr
hópi þátttakenda þann ljósmyndara
sem næstur hlýtur styrk úr minn-
ingarsjóði Magnúsar Ólafssonar
ljósmyndara.
Ljósmyndarýni