Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 ur um heilsuna. Heilsan er þó aðeins hluti af heildstæðri nálgun minni til að liðsinna fólki með að ná mark- miðum sínum; þeim sem vilja brjót- ast út úr viðjum vanans, stefna hærra og sækja lengra í starfi eða einkalífi. Lykilþættirnir eru heilsa og orkustjórnun, innri- og ytri sam- skipti, fjölskyldan, vinir og kær- leikur, lærdómur og gróska, um- hverfi og aðstæður, áhugamál, vinna og fjárhagur,“ þylur Ingvar umbeð- inn upp og bætir við að í grunninn snúist markþjálfun um að auka fólki tilfinningagreind og um leið sjálf- stjórn og hæfni til samskiptastjórn- unar. Að sigra sjálfan sig Ingvar nam markþjálfun í Við- skiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og fékk réttindin ári síðar hér heima. Hann hefur starfað sem markþjálfi í sex ár og síðustu fimm í eigin ráð- Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Ámeðan bókaútgefendurvoru í gríð og erg að komabókum sínum í búðir fyrirjólin og höfundar fylgdust spenntir með sölutölum, var a.m.k. einn alveg sallarólegur. Hann vissi að sinn tími myndi koma. Þann 4. janúar gaf Vaka-Helgafell út bókina Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! eftir Ingvar Jónsson, stjórnunar- og markaðsfræðing og markþjálfa. „Markviss markaðssetning af aug- ljósum ástæðum,“ segir hann bros- andi, en útskýrir engu að síður: „Í byrjun árs hyggst fólk oft taka til í eigin lífi, venja sig af slæm- um siðum, byrja upp á nýtt og setja sér markmið. Sumir ætla að laga mataræðið, grenna sig og hugsa bet- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfundurinn Í bókinni bendir Ingvar Jónsson á leiðir til að brúa bilið á milli raunveruleikans – hver sem hann er – og þess sem lesandann dreymir um. Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvör- unni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkom- innar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venju- legt fólk sem vill meira! Rithöfundarferill Guðrúnar frá Lundi er sannkallað ævintýri í íslenskri bók- menntasögu. Óþekkt kona norðan úr Skagafirði verður metsöluhöfundur nánast á einni nóttu og bækur henn- ar tróna á toppi vinsældalista í rúma tvo áratugi. Á sýningunni Kona á skjön, sem opnuð verður kl. 14 á morgun, laugar- dag 20. janúar, í Borgarbókasafninu í Grófinni, er hægt að fræðast um líf og störf Guðrúnar og skoða muni sem voru í hennar eigu. Hún var 59 ára þegar fyrsta skáldsaga hennar kom út, en þær urðu tólf talsins í fjöl- mörgum bindum. Mikið afrek í ljósi þeirra hindrana sem alþýðu- konur stóðu frammi fyrir á þessum tíma. Guðrún var dáð af stórum hluta þjóðarinnar þótt sumir áhrifamenn flokkuðu verk hennar með erlendum afþreyingarbókmenntum og reyfara- rusli. Guðrún frá Lundi Metsöluhöfundur Guðrún frá Lundi. Kona á skjön Sýning á ljósmyndum sjö útskriftar- nema frá Ljósmyndaskólanum stend- ur yfir í Lækningaminjasafninu á Sel- tjarnarnesi. Sýningin er opin á fimmtudögum og föstudögum kl. 15 - 19, en laugardaga og sunnudaga kl. 12 - 18. Síðasta sýningardaginn, sem er sunnudagurinn 4. febrúar, verður opið frá kl. 19 - 23, en þá er sýningin hluti af Safnanótt í tengslum við Vetrarhátíð. Sýnendur eru: Berglaug Petra Garðarsdóttir, Díana Júlíusdóttir, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, Pamela Perez, Sara Björk Þorsteinsdóttir, Sólveig M. Jónsdóttir og Therese Precht Vadum. Endilega . . . . . . skoðið út- skriftarverk You’re doing great!“ gall ísímanum mínum. Ég leit íkringum mig og vonaði aðenginn hefði heyrt þetta, en það var um seinan. Ég horfði í augun á næsta manni og sá hvernig hann dæmdi mig. Ég gaf honum minn besta sakleysissvip, því að ekki gat ég farið að viðurkenna fyrir hon- um að ég hefði gleymt að slökkva á hljóðinu í líkamsræktarappinu í sím- anum mínum. Hvað þá að ég gæti viðurkennt að ég væri með líkamsræktarapp yfir- höfuð. Er það ekki eitthvert óskráð lögmál ræktarinnar að allir sem þar stíga inn fyrir dyr eigi bara að kunna þetta? Nógu marga sé ég, algjörlega allslausa og applausa, vera að lyfta lóðum sem líta frekar út fyrir að vera bílapartar heldur en eitthvað sem mennskir menn eiga að geta lyft. Ég get ekki sagt að ræktin sé beinlínis mitt annað heimili, þó að ég reyni að halda mér í horfinu. Ég var kominn með svokallaðan „pabbalíkama“ löngu áður en ég varð pabbi, sem er pínu kaldhæðið í ljósi þess að ég ætlaði að verða He-Man þegar ég yrði stór. Tilhugsunin um að þurfa að eyða alveg nokkrum klukkutím- um á viku, sem gætu annars farið í að borða snakk, við að reyna á mig er ekkert sérstaklega heillandi. Ég læt mig samt hafa það, því að innst inni langar mig alveg pínulítið til þess að líta út eins og Arn- aldur Svakanaggur gerði þegar hann var upp á sitt besta. Kannski ekki al- veg, ég myndi líklega sætta mig við að hafa einn tíunda af vöðvamass- anum hans. Þannig að já, ég mæti í ræktina, og já, ég nota símann minn til þess að hjálpa mér að muna hvað ég eigi að gera, hvenær og með hverju. Og hvað með það þó að appið sé svo dásamlega bandarískt að það finni hjá sér þörf til þess að hvetja mig áfram? Ekki myndi beljakinn sem starði svona á mig segja mér að „I’m doing great?“ Er það nokkuð? Ég hefði kannski bara átt að spyrja hann fallega? „Hérna, ég var að komast á næsta stig í appinu mínu, gæt- irðu hrósað mér?“ »Ég var kominn meðsvokallaðan „pabba- líkama“ löngu áður en ég varð pabbi, sem er pínu kaldhæðið í ljósi þess að ég ætlaði að verða He-Man þegar ég yrði stór. Heimur Stefáns Gunnars Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.