Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 31
Móðir þeirra systra fluttist til
Akraness eftir að bróðir þeirra,
sem verið hafði þeirra aðalstoð í
Reykjavík, lést skyndilega árið
1970. Eignuðust þær mæðgur,
Halla og Ingibjörg, íbúð sem þær
bjuggu í eftir það, meðan báðar
lifðu. Halla bjó síðan ein í íbúð-
inni eftir lát móðir sinnar. Sum-
arið 2016 fékk hún vistun á Dval-
arheimilinu Höfða, þar sem
heilsu hennar var nokkuð tekið
að hraka. Naut hún þar mjög
góðrar umhyggju og góðvildar
starfsfólks og undi hag sínum vel,
en átti samt erfitt með að slíta al-
veg tengslin við íbúðina sína og
innbúið á Garðabraut 10.
Þó Halla giftist aldrei og ætti
engin börn þá átti hún samt fjöl-
skyldu og það a.m.k. tvær. Systr-
anna beggja og reyndar bróður-
dætranna einnig en þær voru
lengra í burtu, búsettar í Reykja-
vík. Henni var mjög annt um
börnin okkar öll og barnabörn og
þeim þótti öllum mjög vænt um
hana. Hún var oftast með í af-
mælum og öðrum hátíðahöldum,
gaf öllum jóla- og afmælisgjafir
og allir nutu samvistanna.
Við söknum öll Höllu, en erum
þakklát fyrir að henni varð að ósk
sinni um að fá að deyja í íbúðinni
sinni á Garðabraut, þar sem hún
sofnaði lokasvefninum, í kyrrð og
ró í rúminu sínu.
Bestu þakkir.
Ingjaldur Bogason.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Okkar ástkæra frænka, Halla,
er látin. Hún kvaddi þennan heim
12. þessa mánaðar og verður
jarðsungin í dag, 19. janúar. Þeg-
ar við systur lítum yfir farinn veg
rifjast upp margar ljúfar minn-
ingar frá þeim stundum sem við
áttum með Höllu. Fyrstu minn-
ingarnar eru úr Tjarnagötu þar
sem Halla og amma Ingibjörg
bjuggu í sama húsi og við. Eydd-
um við mörgum góðum stundum í
nærveru þeirra á uppvaxtarárum
okkar. Minnisstæðar eru fjöl-
margar gönguferðir í miðbænum,
ferðir í bakarí og að Tjörninni til
að gefa öndunum brauð. Einnig
var mikil gleði þegar þær mæðg-
ur komu að sækja okkur í leik-
skólann og stoppuðu í bakarí á
leiðinni heim.
Halla var yndisleg, góð frænka
sem gott var að heimsækja þó að
heimsóknirnar hefðu mátt vera
fleiri síðustu árin. Hún var alltaf
svo mikil dama hún Halla, hafði
gaman af því að punta sig og setja
upp fallega skartgripi. Minningar
frá 80 ára afmælisdeginum henn-
ar þegar hún tók á móti fjöl-
skyldu og gestum á heimili sínu
eru okkur ljóslifandi. Þar sem
hún stendur ánægð í faðmi fjöl-
skyldunnar, smá feimin af allri
athyglinni og ræðunum.
Halla var komin inn á hjúkr-
unarheimilið Höfða en fór þó allt-
af á heimilið sitt við og við, þar
sem hún hafði alla sína hluti í
kringum sig. Lífsgöngu Höllu
lauk svo á friðsælan hátt þar sem
hún undi sér best, á heimili sínu á
Akranesi.
Þetta ljóð hefur mikla leitað á
huga okkar síðan fréttin af and-
láti Höllu barst og fylgir það
kveðju okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum erum við vissar um að vel
verði tekið á móti henni Höllu.
Gengin er einstök manneskja.
Megi hún hvíla í friði.
Fjölskyldunni allri sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ingibjörg Jóna Þórsdóttir,
Guðrún Þórsdóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
✝ Ásta Sigurðar-dóttir fæddist á
heimili móðurfor-
eldra sinna að
Litlu-Grund við
Grensásveg í
Reykjavík 11. febr-
úar 1949. Hún lést
á heimili sínu að
Böðvarsgötu 6 í
Borgarnesi 2. jan-
úar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sigurður B. Guð-
brandsson, f. 3. ágúst 1923, d.
15. janúar 2008, og Helga Þor-
kelsdóttir, f. 24. desember 1923,
d. 7. október 2003.
Systur Ástu eru Sigþrúður, f.
9. október 1952, og Sigríður
Helga, f. 29. október 1957.
Ásta kvæntist hinn 9. desem-
ber 1967 Halldóri Brynjúlfssyni
Ásta f. 24.4. 2008. 3) Brynjúlfur,
f. 23.1. 1974, kvæntur Vigdísi
Hallgrímsdóttur, f. 30.9. 1973,
dætur þeirra Sigurlaug, f. 26.10.
2001, og Bryndís, f. 24.9. 2003.
Ásta ólst upp í Borgarnesi og
eftir hefðbundna skólagöngu
stundaði hún nám einn vetur við
Húsmæðraskólann á Laugalandi
í Eyjafirði.
Ásta og Halldór hófu sambúð
ung að aldri að Borgarbraut 31
og byggðu svo heimili sitt að
Böðvarsgötu 6 þar sem þau áttu
heima alla sína búskapartíð.
Fyrsta starf Ástu var við af-
greiðslu í mjólkurbúð Mjólkur-
samlagsins í Borgarnesi. Hún
starfaði í fjölda ára við versl-
unarstörf hjá Kaupfélagi Borg-
firðinga, síðar Samkaupum/
Nettó þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
En auk þess starfaði Ásta um
tíma á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi og einnig síðar hjá
Prentborg.
Útför Ástu fer fram frá Borg-
arneskirkju í dag, 19. janúar, og
hefst athöfnin klukkan 14.
frá Brúarlandi á
Mýrum f. 20. júní
1943, d. 18. október
2007. Foreldrar
hans voru Halldóra
Guðbrandsdóttir, f.
15.5. 1911, d. 7.12.
2000, og Brynjúlfur
Eiríksson, f. 21.12.
1910, d. 12.1. 1976.
Ásta og Halldór
eignuðust þrjú
börn, þau eru: 1)
Óskírð dóttir, f. 31.5. 1968, d.
3.6. 1968. 2) Sigurður, f. 15.6.
1970, sambýliskona Ásta Kristín
Guðmundsdóttir, f. 5.1. 1970,
sonur hennar Hlynur Snær Unn-
steinsson, f. 13.9. 1998, sonur
Sigurðar og Brynju Sifjar
Bjarnadóttur er Brynjar Tumi
Sigurðarson, f. 9.8. 2006, dóttir
Sigurðar og Ástu Kristínar, Elín
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Elsku mamma mín, ég trúi því
ekki að komið sé að kveðjustund.
Svo skjótt og óvænt kom kallið, þú
búin að leggja frá þér bókina og
gleraugun og allt með friði og ró í
bólinu þínu heima.
Þú sem varst svo hress og kát
um áramótin, glöðust allra að hafa
drengina þína, tengdadætur og
barnabörnin saman í Borgarnesi
um áramótin.
Ég hef ekki verið í Borgarnesi
um áramót í fjöldamörg ár eða síð-
an ég var ungur drengur fyrir
tuttugu árum. Því er það mér afar
kært að örlögin höguðu því svo að
við vorum saman með veislu í
Borgarnesi þessi áramótin.
Það er ótrúlega strembið að
kveðja þig núna, mamma mín, en
víst er að þú átt von á góðum end-
urfundi á himnum hjá pabba og
litlu systur.
Hvíl í friði, elsku mamma mín,
og takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér.
Brynjúlfur Halldórsson.
Mikið er sárt að hugsa til þess
að þú sért ekki lengur með okkur.
Efst í huga mér er mikið þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast þér
og vera þér samferða. Ég man að
þú varst ekki alveg viss um hvað
þér ætti að finnast um þessa
Reykjavíkurmey sem var farin að
venja komur sínar í Borgarnes.
Við vorum samt fljótar að ná sam-
an og þú sýndir mér mikla vænt-
umþykju alla tíð.
Það var mér dýrmætt að mikill
vinskapur varð á milli ykkar Dóra
og foreldra minna og við áttum
margar góðar stundir saman. Það
var ykkur öllum mikið fagnaðar-
efni þegar Sigurlaug okkar fædd-
ist. Hún varð strax sólargeislinn í
lífi ykkar Dóra. Það sama kom á
daginn þegar Bryndís kom í heim-
inn, hún vann hug ykkar og
hjörtu. Stundum held ég að sam-
starfsfólki þínu í búðinni hafi þótt
nóg um, svo miklir snillingar voru
þær systur í frásögnum þínum.
Þegar stelpurnar voru litlar vor-
um við Binni bæði í vaktavinnu og
þurftum ósjaldan að leita til for-
eldra okkar eftir aðstoð. Það stóð
aldrei á ykkur Dóra. Oft á tíðum
kom Dóri og sótti stelpurnar og
stundum komst þú til okkar í
Tjarnarmýri. Oft komst þú fær-
andi hendi með gjafir handa
stelpunum og eitthvað fallegt til
heimilisins handa mér. Þér þótti
fátt skemmtilegra en að gleðja
fólkið þitt.
Þú gerðir ekki miklar kröfur
og vildir alls ekki láta hafa fyrir
þér. Þú baðst mig stundum um að
kaupa Moggann á laugardags-
morgnum þegar þú varst í heim-
sókn hjá okkur. Það var alltaf
eins og ég væri að gera þér
heimsins stærsta greiða. Fátt
gladdi mig samt meira en að
koma með blaðið heim og sjá þig
njóta þess að leysa krossgáturn-
ar hverja á fætur annarri.
Þó að árin frá því að Dóri féll
frá hafi verið þér erfið þá fannst
mér samt eins og líðan þín væri á
uppleið. Komur þínar til okkar
urðu tíðari og samverustundirn-
ar því fleiri. Þó að Sigurlaug og
Bryndís séu orðnar unglingar
þótti þeim alltaf gott að fá þig í
heimsókn. Þú gafst þér góðan
tíma til að spjalla við þær um ým-
is mál sem lágu þeim á hjarta. Oft
var líka fíflast og mikið hlegið.
Þið mamma hélduð vinskap ykk-
ar og ég er nokkuð viss um að þið
hafið fundið styrk hvor hjá ann-
arri.
Við hittumst síðast á gamlárs-
kvöld og áttum yndislega kvöld-
stund saman hjá Sigga og Ástu í
Borgarnesi. Siggi og Binni eld-
uðu dýrindis mat, Ásta gerði
dásamlegan eftirrétt og við skál-
uðum í alvöru kampavíni. Þú
varst svo glöð og ánægð þetta
kvöld, heitt í hjartanu eins og þú
orðaðir það svo oft. Þessi kvöld-
stund rennur okkur fólkinu þínu
seint úr minni og ég reikna fast-
lega með að það verði farið til
Siglufjarðar í sumar eins og þú
varst að leggja drög að þarna um
kvöldið.
Þegar ég horfi til baka er ég
fyrst og fremst þakklát fyrir tím-
ann sem við áttum saman. Þakk-
lát fyrir þann góða vinskap sem
við áttum. Þakklát fyrir að hafa
fengið að ferðast og gleðjast sam-
an og takast á við sorg og sigra.
Þó að sorgin sé okkur þungbær
þá munum við, fólkið sem fyllti
þig stolti alla daga, halda merkj-
um þínum á lofti með því að
hugsa vel hvert um annað og
gera litlu hlutina í lífinu að þeim
stóru.
Guð geymi þig, elsku Ásta.
Vigdís Hallgrímsdóttir.
Elsku amma okkar.
Nú ert þú engill á himnum
sem vakir yfir okkur og verndar.
Nú ert þú komin til afa Dóra.
Þó að við séum sorgmæddar
erum við þakklátar fyrir allar
góðu minningarnar. Það var allt-
af svo gaman að segja þér frá og
hlæja með þér. Við söknum nær-
veru þinnar mjög. Við munum
sakna þess að fá þig til okkar og
koma til þín í Borgarnes. Þú varst
okkar allra besta vinkona og takk
fyrir að kenna okkur að vera
þakklátar fyrir það sem við höf-
um.
Elsku amma, minningin lifir í
hjarta okkar að eilífu.
Þínar ömmustelpur,
Sigurlaug og Bryndís.
Elsku amma. Þú varst amma
mín og verður það alltaf, um ævi
og aldur verður þú amma mín. Þú
varst síbrosandi og alltaf hlæj-
andi. Þú munt vaka yfir mér. Ég
veit það. Ég vona að ég muni hitta
þig í draumum mínum. Þú varst
alltaf hreinskilin og skemmtileg
við alla. Ég get þakkað fyrir líf þitt
og stundir okkar saman. Ég get
þakkað fyrir góðu stundina okkar
allra saman um áramótin. Ég get
þakkað Guði fyrir það að þú þurft-
ir ekki að glíma við veikindi og að
þú þurftir ekki að þjást neitt. Það
var alltaf mjög gott að knúsa þig
og sitja í fanginu á þér. Á meðan
sál þín lifir verður þú á lífi. Ég bjó
til málshátt sem ég tileinka þér, en
hann hljómar svona: „Lífið er ævi-
langt ferðalag, en það eru engir
áfangastaðir í lífinu.“
Takk fyrir að hafa verið amma
mín. Ég bara vona að þér líði vel
með afa Dóra. Ég samdi einnig
ljóð handa þér. Það er um þig.
Minning þín verður
alltaf í okkar hjarta,
einnig ljósið
þitt bjarta.
Þú hefur verið stór
þáttur í okkar lífi,
ljós þitt og minning
er okkar þýfi.
Þú varst besta
amma í heimi hér,
nú ert þú þar
sem afi Dóri er.
Þú hugsaðir
fyrst um mig,
síðan hugsaðir
þú um þig.
Þú varst alltaf
til staðar fyrir okkur,
þú lýstir upp herbergið
eins og minn ljósi lokkur.
Hvíl í friði.
Þinn ömmustrákur,
Brynjar Tumi Sigurðarson.
Elsku systir okkar.
Þegar mömmu okkar voru
færðar andlátsfréttir þá bað hún
viðkomandi Guðs blessunar og
sagði: „Já, maður veit aldrei hver
er næstur.“ Svo sannarlega er
þetta rétt. Þú fórst bara allt í einu,
algerlega ótímabært. Við huggum
okkur við að það var friðsælt, þú
sofnaðir bara út frá bókinni þinni.
Við systur rifjum upp minning-
ar, ljúfsárar, gleði okkar og sorgir
í gegnum árin. Minningarnar
munu lifa.
Við trúum því að þú og hann
Dóri þinn skoppið nú um græna
grundu leiðandi lítið stelpuskott á
milli ykkar.
Guð blessi ykkur öll.
Blíður morgunbláminn hlýr
bræðir drunga nætur
þegar Drottins dagur nýr
dregur mig á fætur.
Er birtist sólin, björt og hlý,
byrjar lífsins saga.
Allir morgnar eru því
upphaf nýrra daga.
Það sem auðgar Drottins dag,
dætur lands og synir,
og færir lífsins för í lag
er fjölskylda og vinir.
(Gunnar J. Straumland)
Þínar elskandi systur,
Sigríður Helga og Sigþrúður.
Árið er 1966. Sunnan Álftár
berst þykkur rykmökkur frá vöru-
bíl sem kemur vestur þjóðveginn.
Það heyrist greinilega í mótor-
bremsunni þegar slegið er af sunn-
an við brúna. Þetta er Halldór
bróðir okkar á Benzanum sínum,
kominn heim að Brúarlandi, og
með unga dömu í bílnum, – ekki
ber á öðru –. Grunsemdir undan-
farna mánuði eru nú orðnar stað-
reynd. Unga daman er hún Ásta
Sigurðardóttir, fram að þessu
Ásta Sigga Brands, skólasystir
okkar yngri bræðra úr Borgar-
nesi. En nú var hún orðin Ásta
hans Dóra. Ásta var myndarleg og
glaðsinna ung kona og var fljót að
samlagast okkur Brúlendingum,
þessari stóru sveitafjölskyldu og
myndaðist fljótlega gott samband
milli okkar og hennar, svo og við
foreldra okkar, þar sem ríkti gagn-
kvæm vinátta og traust sem leiddi
einnig til góðs vinskapar fjölskyld-
unnar við þau Helgu og Sigga, for-
eldra Ástu. Ásta var hlýleg, sér-
lega traust og raungóð. Hún var í
eðli sínu orðvör manneskja og vel
máli farin. Hún var ágætlega orð-
heppin og svaraði vel fyrir sig ef
mál snérust þannig. Mörg dæmi
eru um skemmtilegar athuga-
semdir og tilsvör sem einhvern
veginn, af sjálfu sér runnu af henn-
ar vörum. Setningar sem engan
meiddu en voru húmor augna-
bliksins og hittu beint í mark. Ásta
hafði góða greind og las mikið sér
til skemmtunar og fróðleiks og
hafði unun af alls kyns getraunum,
mynda- og krossgátum. og kom
sér þar vel hve hún hafði góðan
orðaforða og tök á íslenzku máli.
Hún hafði gaman af að segja frá og
rifja upp sögur og tilvik úr sam-
tímanum. Svipaði henni þar nokk-
uð til Sigurðar föður síns.
Starfsvettvangur hennar utan
heimilisins var lengst af við af-
greiðslustörf hjá Kaupfélagi Borg-
firðinga og síðar Nettó í Borgar-
nesi. Um tíma vann hún í
prentsmiðjunni Prentborg og á
Dvalarheimili aldraðra, og þótti
ætíð traustur og góður starfskraft-
ur. Hannyrðakona var hún og öll
matargerð var henni auðveld við-
fangs, svo sem að slægja fisk, ham-
fletta lunda eða önnur sambærileg
verk, og átti auðvelt með að gera
úrvalsmat úr dýraafurðum. Hún
var engin tepra þegar að slíku kom
og í sveitinni gat hún veitt fæðing-
arhjálp, aðstoðað lömb eða litla
grísi við að komast í heiminn.
Ásta og Dóri bjuggu alla tíð í
Borgarnesi og frá 1969 í sömu íbúð
að Böðvarsgötu 6. Þau eignuðust
sitt fyrsta barn árið 1968, stúlku
sem lifði einungis í þrjá daga. Eng-
inn vafi er á að sú reynsla hefur
verið þeim erfið að vinna úr, þó að
við minnumst ekki annars en þau
hafi gert það af yfirvegun. Dóri
bróðir okkar lézt úr hjartaáfalli ár-
ið 2007, einungis 64 ára að aldri.
Það varð Ástu eðlilega mikið áfall
og raun sem hún var lengi að jafna
sig á. Engan grunaði nú að heilsu
hennar væri svo farið að hún
myndi kveðja á svipaðan veg og
Dóri, tíu árum fyrr.
Við systkinin og fjölskyldur
vottum sonum hennar, Sigga,
Binna og fjölskyldum þeirra, inni-
lega samúð. Með söknuði og þökk
minnumst við kærrar mágkonu
sem við áttum svo lengi samleið
með.
Helga, Ólöf, Ragnheiður,
Guðbrandur og Guðmundur
Brynjúlfsbörn.
Í dag kveðjum við kæra, góða
og kærleiksríka vinkonu með
hlýju og söknuði. Mig setti hljóða
þegar Unnsteinn sagði: „Ég færi
sorgarfréttir, Ásta er dáin, já,
Ásta Sigurðar er dáin, Ásta hans
Dóra (litla á Landi).“ Hjartað mitt
fylltist vanmætti og söknuði, þú
horfin á brott langt fyrir aldur
fram og ég trúi ekki enn að ég hitti
þig ekki aftur, elsku vinkona. Ásta
og Dóri voru með þeim fyrstu sem
ég kynntist er ég flutti í Borgar-
nes árið 2001. Þau hjón voru hluti
af stórum vinahóp mannsins míns
og var mér vel tekið í þeim hópi.
Fljótt mynduðust tryggðarbönd á
milli mín og ykkar hjóna og nota-
legt var að sitja með ykkur og
Unnsteini yfir kaffibolla og spjalli.
Fræðast um mín nýju heimkynni
því þar var ekki komið að tómum
kofunum. Það var því þungt og
djúpt högg sem hoggið var er Dóri
kvaddi svo óvænt og dýpsta sárið
af öllu var það fyrir þig, Ásta mín.
En þú barst harm þinn í hljóði og
hélst áfram lífsbaráttunni.
Mér er það kært og ljúft að
minnast okkar vináttu, þess
trausts sem þú sýndir mér í orði
og verki, og mörgum minningar-
brotum úr lífshlaupi þínu trúðir þú
mér fyrir sem ég mun geyma í
hjarta mínu.
Ég mun sakna þess að sjá ekki
ykkur Elínu Ástu aftur skottast til
mín í kaffibolla og spjall. Þar sem
Elín Ásta fékk kakóbollann sinn,
settist niður og litaði eða las á
meðan við ræddum málin. Þú
sýndir því alltaf skilning ef ég
hafði ekki tíma, þú greipst þá
gjarnan í prjónana eða þið Kata
slóguð á létta strengi.
Síðasta heimsókn ykkar mun
verða mér afar kær þar sem þú
færðir mér handprjónaða hyrnu
að gjöf og með þeirri hyrnu tel ég
þig hafa fléttað þau fallegu bönd
sem við tengdumst hér á jarðríki.
Elín Ásta mun alltaf eiga stað í
hjarta mínu og mun ávallt vera
velkomin.
Ég veit að heimkoma þín hefur
verið falleg og friðsæl þar sem
Dóri var búinn að undirbúa hana
svo vel. Svo sterk var vitjun hans á
gamlárskvöld þegar allir voru
mættir í Borgarvík 1 þar sem þú
Ásta mín varst með sonum þínum,
tengdadætrum og yndislegum
ömmubörnum að fagna nýju ári.
Lagt hafði verið á borð fyrir 11 en
þegar sest var niður að veislu-
borðinu kom í ljós að einn stóll
stóð auður. Þar var Dóri mættur
og allir urðu hissa og sögðu:
„Gamli minn, ertu með okkur,
skál.“ Nýársdagur rann upp, að
kvöldi lagðist þú til hvílu með bók
að vanda. Þar sofnaðir þú þínum
hinsta svefni, falleg í rúminu ykk-
ar hjóna. Nú vitum við að þú hvílir
í faðmi Dóra með litlu dóttur ykk-
ar. Megi ljós og friður lýsa minn-
ingu ykkar.
Þú varst yndisleg móðir,
tengdamóðir og amma, þín verður
sárt saknað af þeim sem elskuðu
þig mest sem og þínu nærsam-
félagi.
Unnsteinn, Kata og Gosi vilja
þakka þér samfylgdina og við öll
sendum ástvinum þínum hug-
heilar samúðarkveðjur.
Takk fyrir allt, elsku Ásta mín,
hver minning er dýrmæt perla.
Þín vinkona,
Svava í Blómasetrinu
– Kaffi Kyrrð.
Ásta
Sigurðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma var góð, glöð og
hress. Hún var líka hug-
rökk. Hún passaði upp á
mig og vildi alltaf vera
skemmtileg. Aldrei vildi ég
að þú færir, amma.
Elska þig, amma mín.
Þín ömmustelpa
Elín Ásta Sigurðardóttir.