Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
✝ Margrét Guð-munda Guðna-
dóttir fæddist í
Landakoti á Vatns-
leysuströnd 7. júlí
1929. Hún lést á
Landspítalanum 2.
janúar 2018.
Foreldrar Mar-
grétar voru Guðni
Einarsson, f. 31.3.
1881, d. 16.6. 1970,
og Guðríður Andr-
ésdóttir, f. 10.12. 1891, d. 12.4.
1966. Guðni var bóndi og sjó-
maður í Landakoti á Vatns-
leysuströnd en ættaður frá
Haga í Holtahreppi í Rangár-
vallasýslu. Hann var jafnframt
organisti í Kálfatjarnarkirkju
og hreppstjóri í Vatnsleysu-
strandarhreppi. Guðríður var
húsmóðir og póstafgreiðslu-
maður, fædd í Hlöðversnesi á
Vatnsleysuströnd.
Systkini Margrétar samfeðra
voru Eyrún, f. 28.2. 1912, d.
18.12. 1989, Guðmunda, f. 23.2.
1913, d. 4.4. 2008, Jón Guðni, f.
7.3. 1914, d. 9.12. 2011, og Lilja,
f. 4.7. 1916, d. 12.5. 2011. Móðir
þeirra var Guðfinna Loftsdóttir,
f. 12.4. 1881, d. 3.5. 1927. Al-
bróðir Margrétar var Eyjólfur
bóndi í Bryðjuholti í Hruna-
mannahreppi, f. 4.1. 1931, d.
Halla nemi í sjúkraþjálfun, f.
1991. Sambýlismaður Ágúst
Guðmundsson, f. 1979. Sonur
hans er Kormákur, f. 2005. Móð-
ir Þórarins og Guðrúnar er Jóna
Fanney Friðriksdóttir, f. 1963.
Menntun Margrétar: Barna-
skóli í Brunnastaðahverfi á
Vatnsleysuströnd og gagn-
fræðaskóli Reykvíkinga í
Vonarstræti. Gagnfræðapróf og
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1949 af stærðfræði-
deild. Lauk Cand. Med. prófi frá
læknadeild við Háskóla Íslands
1956 og stundaði framhaldsnám
í veirufræðum við Yale háskóla
1958-1960.
Margrét sinnti rann-
sóknastörfum á Keldum 1954-
1974, starfaði á rannsóknastofu
Háskólans í veirufræði á ár-
unum 1974-1999, sinnti kennslu
við Háskóla Íslands 1960-1999
og starfaði sem prófessor við
læknadeild HÍ 1969-1999. Hún
var sjálfstætt starfandi við rann-
sóknir í Ármúla 1A, á Kýpur og
víðar á árunum 1999-2017
Eftir Margréti liggur fjöldi
greina og rannsókna á sviði
hæggengra veirusýkinga sem
vöktu alþjóðlega eftirtekt vís-
indasamfélagsins. Margrét
hlaut margar viðurkenningar
fyrir störf sín og var sæmd
heiðursdoktorsnafnbót við
Læknadeild Háskóla Íslands ár-
ið 2011.
Margrét verður jarðsungin
frá Neskirkju í dag, 19. janúar
2018, klukkan 11.
29.1. 1990. Ekkja
Eyjólfs er Helga
Magnúsdóttir, f.
2.3. 1936.
Börn Margrétar
eru Guðni Kjartan
Franzson tónlist-
armaður, f. 21.1.
1961, og Eydís
Lára Franzdóttir
tónlistarmaður, f.
31.3. 1963. Faðir
þeirra er Francis
Donaldson lífefnafræðingur frá
Skotlandi, f. 2.1. 1925. Maki
Guðna er Lára Stefánsdóttir,
dansari, f. 16.9. 1962. Sonur
þeirra er Stefán Franz, f. 2004.
Sonur Láru og uppeldissonur
Guðna er Hróar Sigurðsson, f.
1992. Eldri börn Guðna eru: 1)
Margrét hjúkrunarfræðingur, f.
1976. Hennar maki er Hall-
grímur Arnarson, f. 1976.
Þeirra börn eru Þórður, f. 1999,
Grímur Smári, f. 2002, og Þór-
anna Guðrún, f. 2007. Móðir
Margrétar er Guðrún Björg Er-
lingsdóttir, f. 1960. 2) Hildur
tónlistarmaður, f. 1982. Sonur
hennar er Kári Basile Hildarson
Grisey, f. 2012. Móðir Hildar er
Ingveldur Ólafsdóttir, f. 1959. 3)
Þórarinn tónlistarmaður, f.
1989. Sambýliskona Ásdís Eva
Ólafsdóttir, f. 1989. 4) Guðrún
Við fylgjum elsku ömmu síð-
asta spölinn í dag. Gleðilegri og
lærdómsríkri samfylgd lýkur
fyrr en við væntum því hún ætl-
aði að verða 120 ára. „Ég hef svo
mörgu að sinna og það er svo
gaman að lifa“ sagði hún. Því
skyldi það ekki ganga eftir?
Amma var hraustur gönguhrólf-
ur, harðari af sér en nokkur ann-
ar og lét aldrei á sér bilbug finna.
Ævin náði þó aldrei þessum 120
árum. Það er sárt að kveðja en
styrkurinn lifir og notalegt að
orna sér við hlýjar minningar.
Gistinætur í Rofabæ með frönsk-
um kartöflum og karlakór Rauða
hersins á grammófóninum.
Amma að hlýða mér yfir landa-
fræði eða fara með kvæði úr kolli
sínum. „Ég get bara ekkert að
þessu gert, það límist allt í haus-
inn á mér sem rímar!“ Sá hæfi-
leiki var sérlega kærkominn fyrir
okkur Eydu og Hildi systur þeg-
ar við sötruðum rauðvín á Kýp-
urströnd og amma skemmti okk-
ur með kvæðum Steins Steinars.
Amma kunni að njóta lífsins og
ferðaðist mikið og víða, allt frá
austurlýðveldum Sovétríkjanna
til vesturstrandar Bandaríkj-
anna.
Amma taldi jafnrétti í sam-
félaginu mikilvægara öðru.
Hennar boðskapur var að okkur
bæri að hjálpast að, veita hvert
öðru möguleika á að vaxa og
dafna og að enginn væri merkari
öðrum. Allir ættu að eiga jafnan
rétt til lífs og náms hvaðan sem
þeir væru upprunnir og gæta
skyldi hagsmuna minni máttar.
Menntun þjóðar væri lykill að
farsæld en gróðafíkn eitur.
Henni fannst að velja skyldi
framtíðarstarf sem gagnaðist
heildinni og styrkti samfélagið.
Amma var svo sannarlega sjálfri
sér samkvæm í þeim efnum. Hún
var ástríðufull fagmanneskja,
drifin áfram af kappi þess að
spyrna fótum við framgangi
hættulegra sjúkdóma. En um
leið og hún barðist við veirurnar
sínar naut hún samveru þeirra.
„Sjáðu hvað þær eru fallegar!“
sagði hún þegar hún sýndi mér
þær í smásjánni. Amma sá feg-
urðina í hinu smáa. Hún vissi fátt
betra en göngur í móanum á
Vatnsleysuströnd, kíkja eftir
eggjum og ungum í hreiðrum eða
huga að agnarsmáum lággróðri í
fallegum litum. Náttúran og rétt-
lát notkun hennar stóð henni
nærri. Hún barðist af hugrekki
og réttvísi fyrir verndun hennar.
Amma hafði sterkar skoðanir og
gaf ekkert eftir í þeim efnum.
Hún kenndi okkur að sinna öllum
verkum af heilindum, ekkert hálf-
kák. Enginn skyldi fá neitt upp í
hendurnar án þess að vinna fyrir
því. Að komast ódýrt frá verkefn-
um er leti og að hennar mati hinn
mesti löstur. Allt er betra en að
láta sér leiðast.
Ömmu leiddist aldrei. Hún
sinnti starfi sínu af ástríðu til
hinsta dags. Þrátt fyrir ótal til-
raunir til að koma henni út af
rannsóknastofu sinni, eða koma
henni í úreldingu eins og hún orð-
aði það sjálf, þá sat hún föst fyrir
og fór hvergi. Aldur var engin
fyrirstaða í hennar lífi. Á meðan
starfsorka og heilsa leyfðu skyldi
hún sinna starfi sínu og halda
áfram að leggja sitt af mörkum til
heildarinnar, ósérhlífin og sjálf-
stæð. Það gekk eftir.
Margrét Guðnadóttir yngri
(klónið).
Fyrir meira en tuttugu árum
fór ung kona að birtast heima hjá
okkur á Seltjarnarnesinu í fylgd
sonar okkar Hallgríms. Nafn
hennar var Margrét Guðnadóttir.
Þau voru þá í Menntaskólanum í
Reykjavík. Við fengum að vita að
hún var barnabarn Margrétar
Guðnadóttur prófessors. Þetta
unga par lauk stúdentsprófi frá
MR 1996 og þau gengu í hjóna-
band 1998 og eiga nú þrjú börn.
Þetta leiddi til þess að við hittum
þessa ömmu tengdadóttur okkar
við hina ýmsu viðburði í fjölskyld-
unni á næstu árum og um leið
kynntumst við afkomendum
hennar. Við höfum átt ánægju-
lega samleið með Margréti þessa
rúmu tvo áratugi. Við komum
nokkrum sinnum að Landakoti á
Vatnsleysuströnd og eigum það-
an góðar minningar. Þar var
haldið upp á áttræðisafmæli
hennar með tónlistarveislu í
kirkjunni á Kálfatjörn og veiting-
um á Landakoti. Fyrir nokkrum
árum heimsóttu okkur hjón frá
Bandaríkjunum, sem höfðu starf-
að í sömu sérgrein og Margrét.
Við buðum henni því að koma og
spjalla við þetta fólk. Í ljós kom
að þau þekktu sömu konu, sem
þau höfðu umgengist þar vestra
fyrir mörgum áratugum. Um leið
og við kveðjum og þökkum fyrir
þær stundir, sem við höfum átt
með Margréti vottum við afkom-
endum hennar samúð okkar.
Rósa og Örn Smári.
Nú hverfa þeir á brott hver af
öðrum foreldrar okkar æskuvin-
anna en það er víst lífsins gangur.
Margrét Guðnadóttir, sem við
kölluðum aldrei annað en Pró-
fessorinn okkar á milli, var svo
sannarlega ein af þeim eftir-
minnilegri.
Prófessorinn var ótrúlega þol-
inmóð og skilningsrík móðir en á
heimili Guðna vorum við fé-
lagarnir hálfgerðir heimagangar
á menntaskólaárunum. Það voru
fjölmargar óvenjulegar uppá-
komurnar í íbúðinni í Árbænum
sem hún tók af jafnaðargeði, eitt-
hvað sem ekki allir foreldrar
hefðu gert. Að eiga við hana sam-
ræður með félögunum var mikil
skemmtun, en Prófessorinn var
rauð alla tíð frá því hún stundaði
nám í Ameríku. Hún hafði mikinn
áhuga á pólitík en vildi þó ekki á
þing þar sem veirurnar voru svo
miklu skemmtilegri en stjórn-
málamennirnir. Verndun náttúr-
unnar var henni alla tíð hugleikin
og ekki minnkaði það með árun-
um. Barátta hennar og Eydísar
dóttur hennar fyrir landvernd á
Suðurnesjum hin síðari ár ber
vott um það og dómsigrar á þeim
vettvangi glöddu baráttukonuna
mjög.
Sumarið 1980 er mér sérlega
eftirminnilegt en þá fórum við fé-
lagarnir til Edinborgar ásamt
móður minni að hitta Guðna og
Prófessorinn sem var í námsleyfi
þar í borg. Menntskælingar með
mæðrum sínum var kannski ekki
alveg þetta vanalega mynstur á
þessum tímum en segir heilmikið
um það góða samband sem ríkti
okkar í milli. Listviðburðir Edin-
borgarhátíðarinnar voru okkur
félögunum ógleymanlegir, en þá
ekki síður góðar samverustundir
og pöbbarölt með Prófessornum
og Ragnhildi Eyju.
Margrét varð síðar lærifaðir
minn í læknadeildinni og var sér-
lega ánægjulegt að fá að kynnast
henni líka á þeim vettvangi. Þar
var Prófessorinn virkilega í ess-
inu sínu, frábær kennari og mik-
ilsvirtur vísindamaður sem vann
ötul að sínum rannsóknum allt
framá hin síðari ár, löngu eftir að
hún komst á lögbundinn eftir-
launaaldur. Orðstír hennar er
mikill og hennar verður alla tíð
minnst hér á landi og víðar sem
frumkvöðuls á sviði veirurann-
sókna og bólusetninga. Rollu-
rannsóknum hennar kynntumst
við félagarnir einnig á Landakoti
þegar við eltumst út um túnin við
rannsóknarhrútarna sem hún
nefndi m.a. Stalín, Lenín og Krú-
sjoff.
Prófessorinn var gegnheill ein-
staklingur sem lifði alla tíð sam-
kvæmt sínum eigin grunngildum,
laus við allt prjál og ekki upptekin
af veraldlegum eigum. En hún
var líka hlý manneskja með góð-
an húmor og ég sé hana oft fyrir
mér þar sem hún hló svo innilega,
hristist svona létt og þá vinstri
öxlin sýnilega meira en sú hægri.
Ég kveð Margréti Guðnadótt-
ur með mikilli virðingu og þökk-
um fyrir góða viðkynningu og
samfylgd, og sendi Guðna, Eydísi
og afkomendum hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Gunnlaugur Sigfússon.
Margréti Guðnadóttur var
yndisleg og skemmtileg mann-
eskja. Hún hafði munninn fyrir
neðan nefið því hún þoldi ekki
óréttlæti og stóð fast á sínu. Mar-
grét veiktist og fórum við fjöl-
skyldan til hennar nokkrum sinn-
um á spítalann. Kveðjustund var
á annan í jólum, en ég vissi það
ekki þá. Við vorum saman fjöl-
skyldan mín. Kyssti Margréti á
kinnina og sagði: Síðbúnar jóla-
kveðjur. Hún átti erfitt með mál
en svo kom hátt og snjallt: Sömu-
leiðis. Þetta er okkar síðasta
minning um Margréti. Vinkona
mín Eydís, bróðir hennar Guðni
og barnabarn Margrét Guðna-
dóttir sátu að mestu yfir henni.
Margrét eldri kallaði þau setulið-
ið. Alltaf stutt í spaugið hjá henni.
Ég þekkti Margréti alveg frá
því ég var krakki og alltaf var
heimili hennar opið. Ég á svo
margar minningar um hana og
ætla að rifja hér upp eina góða.
Eydís var erlendis, að sinna
hljóðfæraleik. Þær mæðgur
höfðu ákveðið að hittast í Kaup-
mannahöfn, en síðan sá Margrét
fram á að komast ekki vegna mik-
illar vinnu og bauð mér að nota
farseðilinn. Við vinkonurnar vor-
um rúmlega tvítugar. Síðan
hringir Margrét í mig og segir
mér að hún sjái sér fært að fara.
Um miðnæturbil á fimmtudags-
kvöldi hringir Margrét aftur og
segist endilega vilja fá mig með.
Hún myndi kaupa miða á flugvell-
inum. Ég spenntist öll upp aftur.
Ég svaf lítið þessa nótt. Við kom-
um til Kaupmannahafnar um
morguninn og Margrét vildi endi-
lega skoða í búðir á Strikinu. Við
sáum föt fyrir Eydísi og ég sá í
glugga mokkajakka sem mig
langaði í, en fannst hann dýr. Ég
sagði Margréti seinna frá jakkan-
um. Þá kom ekkert annað til
greina hjá henni en að finna jakk-
ann aftur og kíktum í alla búð-
arglugga þar til við fundum hann
og ég keypti jakkann. Dóttir mín
notar hann í dag. Eftir alla göng-
una var ég fegin að komast loks-
ins upp á hótel og hvíla mig. Þá
vildi Margrét fara í tívolíið og
gerði hún það. Orkan í þessari
konu var svo mikil. Næsta dag
voru fagnaðarfundir þegar við
hittum Eydísi sem hafði enga
hugmynd um að ég yrði þarna
með mömmu hennar.
Það er svo margt sem ber á
góma í sambandi við Margréti.
Hún keypti æskuheimili sitt,
Landakot á Vatnsleysuströnd.
Margrét bjó samt áfram í Rofa-
bænum. Guðni, sonur hennar, bjó
á Landakoti um tíma með sína
fjölskyldu. Síðan þegar Eydís
kom aftur til Íslands, eftir nám og
störf erlendis flutti hún inn í
Landakot. Komum við fjölskyld-
an oft í heimsókn þangað í sveit-
ina. Þar hittum við oft Margréti,
einnig í hinum ýmsu veislum og
samkomum. Alltaf var hún hress
og skemmtileg. Hún og Þorbjörn,
maðurinn minn, spjölluðu oft
saman um stjórnmál, þar sem
enginn kom að tómum kofunum
hjá Margréti. Hún var einstök og
vel að sér um það sem var efst á
baugi í þjóðfélaginu. Prófessor í
sýklafræði og læknir en umfram
allt yndisleg kona.
Við minnumst hennar öll með
yl í hjarta og þökkum fyrir þann
tíma sem við fengum að umgang-
ast hana. Blessuð sé minning
Margrétar Guðnadóttur og mun-
um við geyma hana í hjarta okk-
ar. Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar Eydís, Guðni,
tengdadóttir, barnabörn og
barnabarnabörn og aðrir ástvinir.
Auður, Þorbjörn, Hildur
Hafdís og Davíð.
Að eiga Margréti Guðnadóttur
að vini hefur verið ómetanlegt.
Hún fór aldrei troðnar slóðir í líf-
inu og þegar í menntaskólann
kom valdi hún stærðfræðideild-
ina þegar flestar stelpur völdu
máladeild. Vorið 1949 voru þær
fjórar sem útskrifuðust úr deild-
inni en rúmlega fjörutíu strákar.
Hún hafði mikinn áhuga á að læra
náttúrufræði sem var ekki kennd
við Háskóla Íslands á þessum ár-
um, svo læknisfræðin varð fyrir
valinu. Margrét var svo eina kon-
an í hópi læknakandídatanna sem
útskrifuðust vorið 1956. Árið eftir
var hún eitt ár við Tilraunastöð
háskólans í meinafræði á Keldum
hjá dr. Birni Stefánssyni, í fram-
haldi af því lá svo leiðin til Banda-
ríkjanna. Þar varð ég kommún-
isti, sagði Margrét, að mega ekki
gefa alvarlega veiku fólki sprautu
af því það átti ekki fyrir henni
hafði djúp og varanleg áhrif. Um
rannsóknir hennar má lesa í
greininni Veirufræðingur af lífi
og sál í Læknablaðinu 3. tbl. 95.
árg. 2009. Á síðari árum naut ég
þess í löngum símtölum að heyra
frá rannsóknarferlinu á mæðiv-
isnuveirunni, einkum eftir að hún
flutti rannsóknarferlið yfir til
Kýpur. Um sjötugt, þegar til stóð
að hún yrði að hverfa með til-
raunafé sitt frá Keldum, kom hún
sér í samband við dýralækna í
heilbrigðiseftirlitinu á Kýpur og
hóf rannsóknarsamstarf með
þátttöku fjárbónda sem átti um
sjö hundruð kinda hjörð. Þótt
visnuveiran sem þarna gengur sé
af öðrum stofni en hér hefur fund-
ist reyndi hún samt að bólusetja
fé þarna. Að loknu þessu tilrauna-
verkefni sagði hún: „Eftir þessa
tilraun þýðir ekkert að segja mér
að það geri ekki gagn að bólusetja
fyrir þeirri tegund veiru sem
visnu- og eyðniveiran eru af. Það
þarf auðvitað að finna réttan
skammt af bóluefninu, en ég er
alveg viss um að þetta er hægt.
Nú er bara næsta mál að komast í
samband við góða eyðnirann-
sóknarstofu og kanna hvort þessi
aðferð virkar á eyðniveiruna.“
Margrét tók þátt í baráttunni
gegn hersetu í landinu því hún
taldi hana frekar bjóða upp á
hættu en vernd. Seint gleymist sú
stund þegar mér hlotnaðist sá
heiður í menningarferð með MÍR
til fyrrverandi Sovétríkja að
leggja ásamt henni krans á leiði
óþekkta hermannsins í Moskvu.
Hún sat í stjórn MÍR og lagði
sitt af mörkum. Þegar hún steig í
pontu flutti hún ræðu tæpitungu-
laust, þar sem kjarni máls var
jöfnuður. Meðan kaffisala var 1.
maí kom hún með bakkelsi í
strætó, þjónaði til borðs og vask-
aði upp. Á vegum MÍR var farið
annað hvert ár til fyrrverandi
Sovétríkja, að vera með Margréti
á slíku ferðalagi er ógleymanlegt
þar sem hún var hrókur alls fagn-
aðar.
Barátta Margrétar og Eydísar
dóttur hennar gegn yfirgangi
Landsnets á Suðurnesjum vegna
Suðurnesjalínu 2 kostaði áralöng
málaferli. Þeirri baráttu lauk með
hæstaréttardómi um að Lands-
net mætti ekki hefja fram-
kvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á
landi, sem tekið var eignarnámi á
Vatnsleysuströnd. Þarna vannst
fordæmisgefandi sigur.
Margrét ætlaði að fræða okkur
eldri vinstri-græn um sauð-
kindina í vetur, af því verður ekki.
Margrétar Guðnadóttur er sárt
saknað.
J. Bryndís Helgadóttir.
Sum spor eru gæfuspor eins og
þau þegar ég gekk til Margrétar
og falaðist eftir vinnu hjá henni i
Veirunni. Er henni ævinlega
þakklát fyrir að hafa ráðið mig til
sín, hún kallaði mig stundum
þrælinn sinn og það var ekki leið-
inlegt að vera þrællinn hennar.
Hún hvatti mig til dáða og sagði
langar þig ekki að læra meira um
veirur og skráði mig svo á nám-
skeið í Læknadeildinni við Há-
skólann. Ég var svo lánsöm að fá
að vinna með henni við ræktun á
frumum sem notaðar voru fyrir
rannsóknir á visnu og mæðiveiki .
Margrét var vísindamaður á
heimsmælikvarða eins og stund-
um er tekið til orða en einnig
sveitamaður og á heimavelli hvort
sem var úti i fjárhúsi með kind-
unum sínum að Keldum eða i hópi
frægra í útlöndum á ráðstefnu.
Margrét var baráttukona og
gafst aldrei upp þó við ofurefli
væri að etja.
Stóð í harðri baráttu með Ey-
dísi ekki fyrir löngu að berjast
gegn línulögn um landið sitt og
þær unnu þá baráttu.
Hún var ótrúlega dugleg og
ósérhlífin og vann alltaf langan
vinnudag og hugtakið að setjast i
helgan stein var ekki til i hennar
orðabók.
Síðustu árin vann hún að því að
klára og skrifa greinar um til-
raunir sínar sem hún gerði með
bólusetningar á ám, hluti af þess-
um rannsóknum var gerður á
Kýpur og þangað fór hún oft.
Við Íslendingar kunnum ekki
alltaf að meta okkar besta fólk og
held ég að margir hér heima hafi
ekki gert sér grein fyrir hvað
Margrét var virtur vísindamaður
og einstakur.
Tónlist var eitt af áhugamálum
Margrétar og fór hún á ótal tón-
leika bæði hér heima og út um all-
an heim. Hitti hana oft úti i Nor-
ræna húsi þar sem annaðhvort
Eydís eða Guðni voru með tón-
leika. Voru fagnaðarfundir í hvert
sinn sem við hittumst þarna og
ánægjulegt að rifja upp gamlar
samverustundir og fá fréttir af
fólki.
Stundum er sagt að með sum-
um verði maður meiri en með öðr-
um minni, með Margréti varð
maður meiri. Hún fyllti mann von
og bjartsýni á framtíðina, hún lét
ekkert stoppa sig og var líka með
þessa seiglu og þrjósku sem hefur
komið okkur áfram, íslenskri
þjóð.
Margrét var fyrirmynd okkar
allra.
Höldum merki hennar á lofti
og berjumst öll, verjum íslenska
fjárstofninn og aðra bústofna
gegn sýkingum og komum i veg
fyrir óheftan innflutning á kjöti
og útlendum stofnum.
Stöndum vörð um íslensk góð
gildi og verum sönn í verkum
okkar.
Dóttir mín, sem er núna að
klára BS nám í jarðeðlisfræði, leit
á Margréti sem sína helstu fyr-
irmynd .
Votta Guðna, Eydísi og öllum
afkomendum Margrétar innilega
samúð.
Deyr fé,
deyja frændur,
Deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Katrín Þorsteinsdóttir.
Með andláti Margrétar Guðna-
dóttur er fallin frá ein merkasta
samtíðarkona okkar Íslendinga.
Hún varð prófessor í sýklafræði
árið 1969, þar með fyrsti
kvenprófessorinn á Íslandi. Mar-
grét hóf fyrst störf við veirufræði
með Birni Sigurðssyni á Til-
raunastöð H.Í. að Keldum áður
en hún fór utan í sérnám. Eftir
sérnámið vann hún fyrst á Keld-
um áður en hún kom á fót Rann-
sóknastofu Háskólans við Land-
spítalann á Hringbraut. Hún var
prófessor í sýklafræði við lækna-
deild H.Í. frá árinu 1969 til ársins
1999 og kenndi læknanemum
veirufræði. Hún var afar vinsæll
Margrét
Guðnadóttir