Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Ljósavélar varðskipsins Óðins,
þrjár talsins, voru ræstar í fyrra-
dag og gekk það að mestu vand-
ræðalaust. Ein þeirra hafði ekki
verið gangsett í að minnsta kosti
tólf ár og fór hún ekki í gang fyrr
en eftir nokkrar tilraunir og þá
með hiksti og hóstum. Þrír eldri
vélstjórar höfðu dyttað að vélunum
fyrir gangsetninguna í sjálfboða-
vinnu og á lokasprettinum nutu
þeir aðstoðar Caterpillar-sér-
fræðinga frá umboðsfyrirtækinu
Kletti, sem lagði fram krafta þeirra
án kostnaðar fyrir Hollvini Óðins.
Að verkinu loknu nutu þeir há-
degisverðar í matsal skipsins, sem
liggur neðan við Sjóminjasafnið á
Grandagarði. Stefnt er að því að
Óðinn verði tekinn í slipp síðar á
árinu, en Hollvinasamtök Óðins
eiga skipið. Óðinn kom til landsins
27. janúar 1960, en hann var smíð-
aður í Danmörku 1959. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fór í gang
með hiksti
og hóstum
Ljósavélar varðskipsins Óðins gangsettar á nýjan leik
Í vélarrúminu Vel gekk að ræsa ljósavélarnar enda vanir menn að verki. Í aftari röð eru frá vinstri: Ingimundur
Jónsson, Leifur Ólafsson, Búi Steinn Jóhannsson og Jón Kr. Friðgeirsson, bryti, í fremri röð: Ingólfur Kristmunds-
son, Halldór Friðrik Olesen, Birgir Vigfússon og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvina Óðins.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stefnt er að því að Breiðafjarðarferjan Baldur
sigli samkvæmt áætlun á mánudag eftir tveggja
mánaða frátafir vegna alvarlegra bilana í aðalvél.
Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæ-
ferða, segist fagna því að þessi erfiði tími fyrir
fyrirtækið og viðskiptavini þess virðist vera að
baki. Hann segir að kostnaður vegna viðgerða
nemi tugum milljóna króna.
Í dag á að ræsa aðalvél Baldurs, á morgun á að
ljúka stillingum á vélinni og fara í reynslusiglingu
um Breiðafjörðinn. Skipið hefur legið í Stykkis-
hólmi síðan bilun kom í ljós í aðalvél að lokinni ferð
sunnudaginn 19. nóvember. Meðal annars gáfu
legur sig í vélinni og við frekari athugun kom í ljós
að sveifarásinn var ónýtur, en nýr sveifarás fékkst
í Danmörku þangað sem flogið hafði verið með
þann gamla til viðgerðar.
Að sögn Gunnlaugs hefur allsherjar vélarupp-
tekt farið fram í Baldri, en tíminn jafnframt verið
notaður til að mála, dúkleggja og skipta um hrein-
lætistæki á salernum skipsins.
Særún fór í 20 ferðir
Í fjarveru Baldurs hefur farþegabáturinn Sæ-
rún farið 20 ferðir til Flateyjar og í sjö þeirra alla
leið upp á Brjánslæk. Bilun varð í Særúnu og var
farþegabáturinn Íris SH leigður í eina ferð. Ef allt
hefði verið með felldu hefði Baldur siglt sex daga í
viku þessa tvo mánuði.
Á þessum árstíma er minna en ella um flutninga
á fólki og bílum með Baldri, en fiskútflytjendur
reiða sig á siglingar skipsins þegar heiðar og háls-
ar lokast. Gunnlaugur segir að sem betur fer hafi
ekki oft verið ófært þennan tíma, en þó hafi komið
dagar þar sem hafi verið krosslokað með tilheyr-
andi erfiðleikum.
Baldur á ný um Breiðafjörð
Siglt eftir áætlun á mánudag Kostnaður vegna viðgerðar skiptir tugum milljóna
Morgunblaðið/Ómar
Baldur Viðgerð á skipinu tók tvo mánuði.
Umhverfisstofnun telur að vegna
umfangs fyrirhugaðrar skógræktar
á Hafnarsandi við Þorlákshöfn sé
þörf á að framkvæmdin fari í mat á
umhverfisáhrifum. Á sandinum
hyggjast sveitarfélagið Ölfus, Land-
græðslan og Skógræktin standa fyr-
ir skógrækt, svokölluðum Þorláks-
skógi, og er landsvæðið í eigu
sveitarfélagsins og Landgræðsl-
unnar.
Skipulagsstofnun sendi erindi
fyrrgreindra aðila til umsagnar Um-
hverfisstofnunar. Í svari stofnunar-
innar kemur fram að skipulags-
svæðið sé norðan byggðar ofan við
Suðurstrandarveg og að mestu skil-
greint sem óbyggt svæði í aðalskipu-
lagi. Í heild sé svæðið, sem fyrir-
hugað er að leggja undir verkefnið,
4.620 hektarar að stærð.
Gætt verði að mark-
miðum um verndun
Að mati Umhverfisstofnunar er
ekki talið að framkvæmdir muni
raska svæði á náttúruminjaskrá eða
svæði sem fellur undir 61. grein
náttúruverndarlaga. Hins vegar segi
í lögum um mat á umhverfisáhrifum
að nýræktun skóga á 200 hektara
svæði eða stærra skuli vera háð mati
á umhverfisáhrifum.
Stofnunin telur ákjósanlegt að
græða þann hluta svæðisins þar sem
mest hreyfing er á sandinum, vestari
hlutann. Mikilvægt sé að gæta að
verndarmarkmiðum um landslag í
lögum um náttúruvernd og er bent á
ákvæði um sérstaka vernd þar sem
um er að ræða nútímahraun í og við
yfirborð, einkum á eystri hluta
svæðisins.
Í umsögninni segir að við fram-
kvæmdir beri að forðast allt rask á
Árnahelli norðan Hlíðarendavegar,
en hraunhellirinn er friðlýstur sem
náttúruvætti. Að lokum segir í um-
sögninni að Umhverfisstofnun telji
að fjalla eigi um það hvort ógrónir
sandar hafi gildi sem hluti landslags
í stað þess að líta einungis á sanda
sem svæði sem bíði þess að verða
grædd upp. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Uppgræðsla Svartir sandar geta
orðið að grænum skógum.
Skógur við Þorlákshöfn
fari í umhverfismat
Alls á 4.620
hekturum lands
Fimm heiðagæsir fengu senditæki á
Vesturöræfum í júlí 2017 og komust
allar til vetrarstöðvanna á Bret-
landseyjum sl. haust. Allt voru þetta
kvenfuglar sem fengu nöfnin Krist-
ín, Rán, Áslaug, Guðrún og Erlín/
Elín, að því er segir á vef Náttúru-
stofu Austurlands.
Ekki var vitað annað en að gæs-
irnar yndu hag sínum vel í Skotlandi
þar til nú í ársbyrjun að þær fréttir
bárust að gæsin Áslaug væri öll, en
hún varð fyrir því óláni að fljúga á
raflínu í Skotlandi. Senditækið slapp
við skemmdir og verður notað á aðra
gæs á Vesturöræfum sumarið 2018.
Hægt að fylgjast
með ferðum gæsanna
Það var í lok júlí sl. sem náttúru-
stofan í samvinnu við Verkís og
WWT (Wildfowl and Wet-land
Trust) setti GPS-senditæki á fimm
heiðagæsir í sárum á Vesturöræfum.
Megintilgangurinn var að skrásetja
ferðir og landnýtingu gæsanna með
nákvæmari hætti en áður hefur ver-
ið gert.
Hægt er að fylgjast með ferðum
gæsanna á heimasíðu Náttúrustofu
Austurlands, na.is aij@mbl.is
Ljósmynd/Náttúrustofa Austurlands
Á Vesturöræfum Frá merkingu
gæsanna síðasta sumar.
Heiðagæsir
senda merki
frá Skotlandi
Áslaug flaug á
raflínu og drapst