Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Qupperneq 2
Um helgina fer fram nýstárleg afl-
raunakeppni. Hvers konar keppni
er þetta?
Wow stronger heitir hún og er
skemmtileg liðakeppni en um leið
„show“ þar sem við blöndum sam-
an crossfit við svokallaða strong-
man-keppni. Þetta passar svo vel
fyrir Ísland, við erum þekkt fyrir
keppnir á borð við strongman og
auðvitað mjög þekkt fyrir crossfit.
Þetta er fullkomin blanda og verður
svaka sýning.
Eru fyrirmyndir að svona keppn-
um annars staðar í veröldinni?
Já, þú gætir í raun sagt að þetta væri svipað og
crossfit, en samt er ekki verið að prófa allt saman því
við erum líka með strongman-æfingar. Við erum að
fara að draga bíla og leika okkur með þyngri hluti. Ég
er ekki vön að draga bíla, það er aðeins fyrir utan
minn þægindaramma! Við blöndum þessu öllu saman
þannig að þetta er aðeins öðruvísi, ég myndi segja að
það væri engin keppni eins og þessi.
Er þetta haldið í fyrsta sinn?
Nei, í annað sinn, þetta var haldið í fyrra en þá var
þetta aðeins minna en það gekk ótrúlega vel og mið-
arnir seldust upp um leið. Við ákváðum að taka þetta
aðeins lengra í ár, og höldum þetta í Samskipahöllinni,
reiðhöllinni í Kórahverfinu.
Hvernig gengur þetta fyrir sig?
Það eru þrír í hverju liði, tveir strákar og ein stelpa. Við
erum með fá lið en þetta verður stöðug „aksjón“. Á
laugardag er undankeppni og eitt lið kemst yfir á
sunnudag og keppir þá við lið sem við buðum hingað.
Við höfum boðið hingað fullt af stórum crossfit-
nöfnum, fólki sem er líka þekkt fyrir að vera sterkt.
Það verða sex lið sem keppa á sunnudaginn.
Við hverju býstu?
Ég býst við að þetta verði mjög flott sýning. Ef þú
hefur einhvern áhuga á sporti yfirhöfuð muntu
hafa áhuga á að horfa á þetta. Það verður eitthvað
nýtt þarna sem ekki hefur sést áður, ég ætla ekki
að segja hvað!
ANNIE MIST
ÞÓRISDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Í janúarbyrjun leiða margir hugann að mataræði. Maturinn er stór hluti aflífi okkar og því ekki skrýtið að við tímamót, eins og áramót eru, viljum viðskoða hegðun okkar í tengslum við mat uppá nýtt og jafnvel gera breyt-
ingar eða bæta okkur að einhverju leyti.
Hvaða mataræði svo sem fólk velur þá fer það að verða okkur sífellt mikil-
vægara að vita hvaðan maturinn sem
við látum ofan í okkur kemur. Upp-
runinn skiptir máli. Sem neytendur
ættum við að láta heyrast hærra í
okkur og krefjast þess að vita ná-
kæmlega hvað er í matnum sem við
borðum og gefum börnunum okkar
að borða. Við viljum ekki bara vita
sirka hvað hann heitir heldur ná-
kvæmlega hvað hann inniheldur og
hvaðan innihaldsefnin koma. Það er
mikilvægt.
Eftir því sem fleiri kjósa að kaupa
sér mat gegnum netið verður mikil-
vægi þessa enn ljósara. Það er ekki
nóg að vita að eitthvað sem ég smelli
á í símanum heiti jarðarber eða
nautahakk. Ég þarf að vita nákvæmlega hvaðan þessar vörur koma, í hvaða
landi þær eiga uppruna sinn, hvenær þeim var pakkað og hvaða aukaefni þær
innihalda. Við eigum ekki að þurfa að handleika allar vörur til að vita að þær
eru í lagi. Það þurfa að fylgja myndir og afar nákvæmar lýsingar á öllu sem
matvaran sem við ætlum að kaupa inniheldur.
Í framtíðinni verður þetta vonandi þannig að matvæli verði svona eins og
kettir, með örmerkingu sem segir allt sem segja þarf um upprunann. Nema að
örmerkingin er ekki flaga sem þarf að skjóta undir húð heldur bara einhvers
konar rafrænn kóði sem hægt er að nota til að sækja allar upplýsingar, hvort
sem við verslum á netinu eða í verslun sem hægt er að standa í. Ekki ætla ég að
fara í tæknilega útfærslu, en það hlýtur að vera þannig að með auknum fram-
förum í tækni geti neytendur gert kröfu um auknar upplýsingar. Við eigum að
fá að vita allt um það sem við látum ofan í okkur, ekki bara sumt.
Það skiptir máli að við vitum
hvaðan maturinn kemur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Maturinn og
kettirnir
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’ Það er ekki nóg aðvita að eitthvað semég smelli á í símanumheiti jarðarber eða nauta-
hakk. Ég þarf að vita ná-
kvæmlega hvaðan þessar
vörur koma…
Erna Margrét Einarsdóttir
Nei. En maður reynir að borða að-
eins hollara og minna kjöt.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú að
taka þátt í
veganúar?
Arnór Ingimar Þorsteinsson
Nei, en ég mun prófa það einhvern
tímann.
Morgunblaðið/Ásdís
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir
Nei. Ég ætla ekki að gera það. Ég
held mig við mitt venjulega.
Ari Páll Ísberg
Nei. Ég ætla ekki að breyta neinu.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Haraldur Jónasson
WOW Stronger er crossfit/strongman keppni og er haldin dagana 6.-7. janúar í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í þriggja
manna liðum. Von er á mörgum erlendum keppendum. Hægt er að kaupa miða á tix.is.
Ekki vön að
draga bíla
Morgunblaðið/Hari