Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is BORÐ 140.000 kr.SKÁPUR 59.000 kr. MOTTA 85x130cm 17.900 kr. VONBRIGÐI Mikil eftirvænting skapaðist í aðdraganda andhetjumyndarinnar Suicide Squad, en myndin var byggð á vinsælum myndasögum frá DC útgáfufyrirtækinu. Rob- bie fór með hlutverk ofurillmennisins Harley Quinn, en ásamt henni fór stjörnum prýddur leikarahópur með hlutverk í myndinni, þar má nefna Will Smith í hlutverki hins skotfima Deadshot, Jared Leto í hlutverki Jókersins og Cara Delevingne í hlutverki June Moone, eða Enchantress. Eftirvæntingin breyttist fljótlega í vonbrigði þegar myndin kom út, en hún fékk tiltölulega neikvæð viðbrögð frá gagnrýn- endum. Robbie stóð þó uppi sem skærasta stjarna myndarinnar og eftirlæti aðdáenda, en í kjölfar vinsælda hennar var tilkynnt að hún myndi bregða sér í hlutverk Harley Quinn á ný í að minsta kosti einni mynd á næstu árum, en aðdáendur eru vongóðir um að þær muni verða fleiri. Margot Robbie í gervi Harley Quinn. Ofurillmenni og andhetjur MARGOT ROBBIE er áströlsk leikkona sem skotist hefur með ógnar- hraða upp á stjörnuhimininn, og með hverri stórmyndinni á fætur ann- arri, nálgast það óðfluga að verða ein af skærustu stjörnum kvikmynda- heimsins. Aðeins sautján ára gömul flutti Robbie frá smábæ í Queensland til Melbourne og hóf að starfa sem leikkona, en aðeins rúmu ári síðar spratt Robbie inn á sjónarsviðið þegar hún landaði gesta- hlutverki í sápuóperunni geysivinsælu Nágrönnum. Robbie fór með hlut- verk Donnu Freedman, en hún var fljótlega gerð að einni af aðal- persónum þáttarins. Robbie eyddi þremur árum í hlutverki Freedman áður en hún flutti til Hollywood og fékk hlutverk í þáttunum Pan Am, sem fjölluðu um flug- menn og flugfreyjur hjá flugfélaginu Pan American World Airways, en þættirnir entust aðeins í eina þáttaröð þrátt fyrir prýðilegar undirtektir. Robbie fór með stórt hlutverk í Martin Scorsese-myndinni The Wolf of Wall Street ásamt stórleikaranum Leon- ardo DiCaprio, en hún fékk mikið lof fyrir leik sinn sem Naomi Lapaglia, önnur eig- inkona Jordans Belfort, aðalpersónu mynd- arinnar. Árið 2015 lék Robbie á móti Chiwetel Ejio- for og Chris Pine í heimsendamyndinni Z for Zachariah, en myndin segir frá tilfinn- ingaríkum ástarþríhyrning eftirlifenda ham- fara sem þurrka út mestallt mannkyn. Sama ár lék hún á móti Will Smith í rómantísku gamanmyndinni Focus þar sem tvíeykið fer með hlutverk tveggja svikahrappa, en þótt myndin hafi fengið misgóðar undirtektir var Robbie lofuð upp í hástert fyrir leik sinn. Robbie giftist aðstoðarleikstjóranum Tom Ackerley í desember 2016, en parið kynntist á tökustað myndarinnar Suite Française. Robbie fór með annað aðalhlutverka gaman- myndarinnar Whiskey Tango Foxtrot ásamt Tinu Fey, en myndin fjallar um kvenkyns blaðamenn í Afganistan. SÚ BESTA Robbie túlkar hlutverk Tonyu Harding, skautadansarans alræmda, í myndinni I, Tonya, sem byggð er á ævi Harding. Harding var einn besti skautadansari Bandaríkjanna áður en hún fékk ævilangt bann frá listdansi á skautum eftir að eiginmaður hennar ásamt tveimur samsæris- mönnum réðst á helsta keppinaut Harding, Nancy Kerrigan. Rétt eins og í flestu sem Robbie tekur sér fyrir hend- ur hefur hún fengið nær ein- róma lof gagnrýnenda fyrir leik sinn í myndinni. Ég, Tonya Sjálf Tonya Harding mætti á frumsýningu myndarinnar og stillti sér að sjálfsögðu upp með Margot Robbie. Mörgum þótti óviðeigandi að hún skyldi mæta. AFP FJÖLHÆF Allt frá því að Robbie fór með hlutverk Naomi Lapaglia í The Wolf of Wall Street hefur ferill hennar verið á hraðri upp- leið og er Margot Robbie orðin ein eftir- sóttasta leikkonan í Hollywood í dag. Á næstu mánuðum mun hún birtast í fjölda mynda, meðal annars fer hún með hlutverk í hrollvekjunni Terminal, sálfræðitryllinum Bad Monkeys, sem byggður er á skáldsögu Matts Ruff, og ævintýramynd byggðri á sög- unum um Pétur Kanínu, auk þess að bregða sér í hlutverk Elísabetar I. Englandsdrottn- ingar í Mary Queen of Scots. Hún mun einnig stíga á bakvið myndavélina á kom- andi ári, en Robbie á og rekur, ásamt eigin- manni sínum, framleiðslufyrirtækið LuckyChap Entertainment. AFP Eftirsótt og upptekin Robbie er á hraðri uppleið í Hollywood. Fyrst Nágrannar, svo Hollywood Stíll Robbie er afslappaður og glaðlegur. AFP Margot Robbie ásamt Allison Janney sem leik- ur móður Tonyu Har- ding í myndinni I, Tonya og leikstjóra mynd- arinnar, Craig Gillespie. ’ Vendipunktur varð á ferli Margot Robbieeftir að hún lék í myndinni um úlfinn á WallStreet. Eftir það hefur hún verið á uppleið. Húnhefur fengið lof fyrir leik sinn í I, Tonya. Robbie á svellinu í hlutverki Tonyu Harding.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.