Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Síða 30
Alþjóðlegar mælingar sýna aðÍslendingar eru vinnusömþjóð. Á lista OECD yfir fjölda árlegra vinnustunda hjá 35 löndum hafnar Ísland í tíunda efsta sæti, með 1.883 klst. Til samanburðar er hinn dæmigerði Dani í vinnunni 1.410 klukkustundir á ári, næstneðst á listanum, og munurinn því 473 stundir, eða á við tæplega tólf 40 stunda vinnuvikur. Öll þessi vinna er slítandi og saxar líka á þann tíma sem við höfum til að verja með ættingjum og vinum, slaka á, og njóta þess að vera til. Hrefna Guðmundsdóttir segir mikinn ávinn- ing geta verið fólginn í því að vinna minna, og útkoman orðið meiri lífs- gæði jafnvel þó að tekjurnar lækki. Hrefna er vinnu- og félagssálfræð- ingur og ritstjóri fræðsluvefsins Hamingjuvisir.is, og segir hún skilj- anlegt að Íslendingar séu vinnufúsir, enda geti flestir hugsað sér að fá meira útborgað í lok mánaðarins – hvern langar ekki að eiga eins og hundrað þúsund krónur til viðbótar inni á bankareikningi? En það er kannski einmitt þetta hugarfar sem þarf að athuga nánar, því hamingjan er ekki alltaf fólgin í meiri neyslu, og hvað þá þegar neyslan kallar á mikla vinnu. Kannski leiðir vandleg skoðun í ljós að lífið getur orð- ið betra ef við gerum okkur minna að góðu og höfum þá meiri tíma fyrir hugðarefni okkar og ástvini. „Áhuga- vert er að skoða hamingjumælingar á Íslandi árin í kringum hrun, og hvað hamingjan minnkaði lítið þrátt fyrir að margir glímdu við verulega fjárhags- lega erfiðleika. Það sýnir ef til vill að við leggjum stundum of mikla áherslu á peningana, og að þeir skipti mestu, þegar það eru í raun aðrir hlutir sem skipta meira máli þegar upp er staðið.“ Tími fyrir það sem skiptir máli Auðvelt er að gera sér í hugarlund hver ávinningurinn væri ef vinnuvikan væri fjórir dagar frekar en fimm, eða vinnudagurinn tveimur tímum styttri: „Fyrir marga gæti þessi viðbótartími t.d. þýtt að þeir þyrftu ekki að eiga bíl, enda ekki sama þörfin fyrir að vera á þönum á milli staða fyrir og eftir vinnu – og það gæti síðan sparað heilmikið í heimilisútgjöldunum að losna við bílinn. Styttri vinnuvika gæti líka þýtt að fólk hefði meiri tíma til að matreiða heima, og um leið borða holl- ari mat, að ekki sé talað um að sinna börnunum eða huga að öldruðum ætt- ingjum. Að vinna minna getur hjálpað fólki að leysa alls kyns vandamál sem orsakast af almennu tímaleysi.“ Hrefna tekur það þó fram að vissu- lega geti vinnan líka verið gefandi, og að flestum þyki gott að fá að takast á við ögrandi og krefjandi verkefni á vinnustaðnum, auk þess sem vinnan leyfir fólki að tilheyra samfélagi og vera innan um annað fólk. Spurningin sé bara hvar besta jafnvægið liggur, og hvenær ávinningurinn er meiri af því að vinna minna frekar en meira. Hrefna leggur til þá æfingu fyrir lesendur að þeir geri sér í hugarlund hinn fullkomna dag. „Hvernig væri þessi fullkomni dagur, allt frá sjö á morgnana til tíu á kvöldin? Hvað er það sem auðgar líf okkar og gerir það innihaldsríkara? Ef allt væri eins og við vildum hafa það, hvernig væri líf- ið? Mátum svo þennan fullkomna dag við lífið eins og það er hjá okkur í dag, og þá gæti komið í ljós hvað það er sem við viljum helst breyta.“ En hvert væri næsta skref ef fólk vill stytta vinnuvikuna? Hrefna segir það hægara sagt en gert að vinna minna. „Ég held að það að skipta um vinnu sé ekki endilega lausnin, og raunar alls ekki að því hlaupið að finna laus hlutastörf. Orð eru til alls fyrst, og fyrsta skrefið að opna betur um- ræðuna um styttri vinnudag. Í stærra samhengi gæti þetta síðan verið mál sem ætti heima á vettvangi stéttar- félaganna og stjórnmálanna,“ segir Hrefna og minnir á að minni vinna geti hugsanlega líka verið lykillinn að því að laga ýmsa kvilla. „Í dag er tals- vert um streitusjúkdóma; fólk glímir við of háan blóðþrýsting, svefnvanda- mál og fleira, og notkun lyfja af ýmsu tagi er meiri hér en í öðrum löndum. Ætli þarna gæti orðið talsverð breyt- ing á ef við myndum vinna minna?“ Hjólað meðfram Grandagarði á blíðviðris- degi. Margir finna það vel þegar auka frídagur lendir á virkum degi hvað styttri vinnuvika getur verið góð, og gefið okkur tækifæri til að sinna áhugamálum og ástvinum betur. Morgunblaðið/Eggert Hraust og sæl ef við vinnum minna Með því að stytta vinnuvikuna gæti gefist tími til að hugsa betur um heilsuna og mataræðið, og lifa innihaldsríkara lífi. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hrefna Guðmundsdóttir seg- ir vert að skoða hvort styttri vinnuvika gæti haft jákvæð áhrif á streitu fólks og sjúk- dóma sem henni tengjast. Morgunblaðið/Styrmir Kári HEILSA Vísindamenn á Ítalíu hafa þróað fullkomna gervihönd sem gerir notand-anum kleift að finna snertingu. Til að höndin virki sem skyldi þarf fullkom-inn tölvubúnað sem notandinn ber á bakinu. Rafskaut á upphandleggnum fá skilaboð frá tölvunni um áferð þeirra hluta sem snertir eru. Gervihönd sem greinir snertingu 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018 Til stendur að í 11. útgáfu flokkunarkerfis Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar um sjúkdóma (ICD) verði leikjafíkn í fyrsta skipti skilgreind sem sjúkdómur. BBC upplýsir að í drögum að nýjustu útgáfunni sé sjúk- dómnum lýst sem ítrekaðri leikjanotkun sem tekin er fram yfir aðra iðju daglegs lífs. Ný útgáfa ICD mun koma út á þessu ári, en 10. útgáfan kom út árið 1992. Samkvæmt nýju útgáfunni kann fólk að vera haldið leikja- fíkn ef það hefur takmarkaða stjórn á því hversu oft, mikið eða lengi það spilar leiki; ef það gefur leikjanotkun vaxandi forgang fram yfir aðra iðju, og ef haldið er áfram að spila þrátt fyrir að leikjanotkunin sé farin að hafa neikvæð áhrif. Til að einstaklingur teljist haldinn leikjafíkn ættu einkenn- in að hafa varað í a.m.k. tólf mánuði, nema þau séu þeim mun alvarlegri. Leikjafíkn virðist vera vaxandi vandamál víða um heim, en sérfræðingar segja tilvikin þó enn tiltölulega fátíð, og að það þurfi ekki endilega að vera mikið áhyggjefni fyrir for- eldra ef börnin þeirra hafa brennandi áhuga á tölvuleikjum. ai@mbl.is SJÚKDÓMASKRÁIN ENDURSKOÐUÐ Leikjafíkn flokkuð sem sjúkdómur Frá leikjamóti háskólanemenda. Að spila tölvuleiki er góð skemmtun, en fer úr böndunum hjá sumum. Morgunblaðið/Kristinn Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn Sérsmíðuð húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki Happie furniture Draumasmíði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.