Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018
Í
sland hljóp á sig þegar að það
elti nokkur önnur ríki við að
setja ofan í við Bandaríkin
vegna ákvörðunar þeirra um
að takmarka heimildir fólks
frá uppnámslöndum til að
sækja þau heim.
Fyrra mál
Fullyrt var, einkum af fréttaskýr-
endum, að bandarískir dómstólar teldu
athæfið ólögmætt enda rasískt í eðli
sínu. Rasistastimpill hófst á loft nær og
fjær, eins og hann gerir af minna til-
efni. Fullyrðingar um að ákvörðun for-
seta Bandaríkjanna væri lögbrot áttu
stoð í nokkrum úrskurðum dómenda á
lægri dómstigum, þótt aðrir dómarar
höfnuðu slíku. Hefðu fréttamenn gáð
að sér hefðu þeir séð að þeir dómarar
sem þarna höfðu sig í frammi áttu sér
langa sögu. Ekki síst áfrýjunardóm-
stóllinn The Ninth Circuit Court á
vesturströndinni (og Hawaii) með að-
setur í Kaliforníu. Sá dómstóll hefur þá
endemis stöðu að yfir 83% af þeim mál-
um sem berast frá honum er snúið við
af Hæstarétti Bandaríkjanna!
Því er stundum haldið fram að
Hæstiréttur Bandaríkjanna sé nánast
klofinn til helminga. Í langflestum mál-
um skerast línur þó með öðrum hætti,
þótt þessi greining sé rétt um tiltekna
málaflokka. Meginlínan, sem um er
rætt, er ekki stjórnmálalegs eðlis, þótt
vinstrisinnuðu dómararnir halli sér á
aðra hlið en hinir sem eru nær miðj-
unni hinum megin. Ágreiningurinn
snýst um það hvort Hæstarétti beri, við
ákvörðun mála sem fyrir hann eru lögð,
að ganga út frá texta gildandi stjórn-
arskrár, að breyttu breytanda, eða
hvort horfa megi á þróun þjóðlífsins og
hverjar skuli vera eðlilegar og prakt-
ískar stjórnskipunarlínur eins og kom-
ið er. Þótt hvergi marki fyrir vísbend-
ingu í stjórnarskrártextanum og
einmitt þess vegna hafi dómendur
heimild til að ákveða hver sé sann-
gjörnust og best niðurstaða eins og
komið sé. Stjórnarskráin sé „lifandi
skjal“ og dómararnir hljóti því að hafa
svigrúm fyrir skapandi túlkun.
Slíkt orðagjálfur, segja hinir, aðeins
vera ábreiðu yfir það að dómarar sem
hafi stjórnmálaleg markmið, sem þeir
hafi ekki komist áfram með á þeim
vettvangi, vilji nú fá að setja lög frá
bekkjum Hæstaréttar. Slík „lagasetn-
ing“ sé miklu háskalegri en sú sem lýð-
ræðislega kjörið þing og forseti gangi
frá, því að lagasetningarhafar í Hæsta-
rétti setji lögin og dæmi um gildi þeirra
í einni og sömu gjörðinni.
Þótt nýjar kosningar skipti um meiri-
hluta í báðum þingdeildum og nýr for-
seti yrði kosinn réðu þessir fulltrúar
lýðræðisins ekki við eitt né neitt.
Lengra komnir hér
Enginn bandarískur dómari hefur þó
enn gerst svo djarfur að halda því fram
að dómarnir sjálfir eigi í raun einir og
sjálfir að ráða því hverjir komi á eftir
þeim sem dómarar og að það sé aðeins
verkefni fulltrúa þjóðarinnar að skrifa
upp á það sem að þeim sé rétt, (og bera
á því ábyrgð), þótt þeir hafi fullkomna
skömm á þeim málatilbúnaði öllum.
Að þessi leyti er aumingjadómurinn
algjör hjá þeim sem eiga að halda uppi
merkinu um uppruna valdsins, sem sé
hjá þjóðinni. Það fer vel á því að fast að
90 prósent þjóðarinnar hafa lítið eða
ekkert álit á því sem Alþingi er að fást
við.
En þegar mál um ferðabann Trumps
forseta kom fyrir Hæstarétt Banda-
ríkjanna samþykkti rétturinn ágrein-
ingslaust að forsetinn hefði verið í full-
um rétti með því að takmarka ferðir frá
nafngreindum löndum tímabundið, og
engin rök fyrir að tengja málið við ras-
isma. Fréttaskýrendur sem bullað
höfðu mest um ólögin voru svo upp-
teknir við næsta upphlaup að þeir
máttu varla vera að því að segja frá
dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna.
Það næsta síst betra
Næsta mál var um það hneyksli að
Bandaríkjaforseti hafði lofað því að
flytja sendiráð ríkisins til Jerúsalem.
Þessu hafði hann lofað ótt og títt í
kosningabaráttu sinni. Sömu loforð
höfðu raunar þrír fyrirrennarar hans
gert og eini munurinn á loforðum
þeirra var sá, hvort þetta yrði þeirra
„fyrsta verk“ eða hvort af því yrði
„mjög fljótlega“. Þessir þrír sátu í 24 ár
í Hvíta húsinu. Öldungadeild banda-
ríska þingsins hafði samþykkt með 97
atkvæðum af 100 að til Jerúsalem
skyldi sendiráðið flutt. Þessi þingdeild
er oftast sneidd í miðju af pólitískum
réttrúnaði ólíkrar gerðar. En ekki í
þessu máli.
Þegar Trump hafði stigið fyrsta
skref til að efna þetta kosningaloforð
sitt á miðju fyrsta starfsári sínu töluðu
stjórnmálamenn um allan heim eins og
þeir hefðu allir einn og sama búktal-
arann: Það væri óhugnanlegt hve
Trump forseti væri óútreiknanlegur
maður. Það var ekki hægt finna neitt
slíkt að þeim Clinton, Bush og Obama
sem hver á eftir öðrum marglofuðu að
opna sendiráð sitt í Jerúsalem og flytja
það frá Tel Aviv og sviku það allir. Þá
atburðarás gátu allir reyndir stjórn-
málamenn reiknað út í huganum.
Það var að þeirra mati alveg dásam-
lega fyrirsjáanlegt. Það má furðu vekja
að skrítnasta nefnd í heimi, norska
nóbelsnefndin um frið, skuli ekki hafa
veitt þessum þremur forsetum auka
friðarverðlaun fyrir það hve fyrirsjáan-
legir þeir eru.
Þegar Steingrímur, Svandís og Katr-
ín höfðu öll lofað frá morgni til kvölds í
kosningabaráttunni vorið 2009 þar til
að kjörstöðum var lokað að flokkur
þeirra myndi aldrei samþykkja að
ganga í ESB, þá handsöluðu þau það
samt, glottandi út í annað, strax næsta
morgun. Enn er þetta afrek talið gild-
andi heimsmet í því að vera óútreikn-
anlegur og svikull. Sumir segja að Júd-
as hafi jafnvel talið nærri sér höggvið
þótt hann héldi sínu naumlega.
69 ár síðan Jerúsalem
varð höfuðborg
Trúa þau þrjú því virkilega að Trump,
með alla sína galla, væri eitthvað betri
forseti ef hann væri sömu gerðar og
þau í slíkum efnum.
Íslensk yfirvöld fordæmdu sína
helstu vinaþjóð fyrir það að ætla sér
sjálf að ráða því hvar sendiráð hennar
yrði staðsett í Ísrael. Fullyrt var að
Bandaríkin ætluðu með þessu að við-
urkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísr-
aels.
Það er mikilvægt að ríki sem lítur á
sig sem slíkt fái formlega viðurkenn-
ingu annarra ríkja og æskilegt að
stjórnmálasamband sé tekið upp við
það. Ísraelsríki var stofnað árið 1948.
Ríkisstjórn þess var fyrsta starfsárið í
Tel Aviv en flutti árið eftir til Jerúsal-
em. Fjölmargir íslenskir forystumenn
hafa sótt Ísrael heim. Bréfritari hefur
farið þangað þrívegis í eftirminnilegar
heimsóknir. Hann fór víða um þetta
söguþrungna, draumkennda land, en
dvaldi þess á milli í Jerúsalem, þar á
meðal á hinu fræga King David-hóteli.
Fyrst fór hann sem borgarstjóri í boði
Teddy Kolleks, borgarstjóra í Jerúsal-
em, sem var borgarstjóri í 28 ár og
naut reyndar vinsælda bæði gyðinga og
annarra þeirra sem borgina byggja.
Um hann var sagt, bæði í gamni og al-
vöru, að annar eins byggingameistari
borgar hefði ekki verið í Jerúsalem frá
tíma Heródesar.
Tvívegis fór bréfritari til Ísraels sem
forsætisráðherra. Í opinberri heimsókn
þar sótti hann forsætisráðherrann
heim í skrifstofu hans í Jerúsalem. Þá
heimsótti hann þingforsetann í Knes-
set, þinghúsinu í Jerúsalem. Loks þáði
hann boð um að koma og hitta forset-
ann í embættisbústað hans í Jerúsal-
em.
Íslendingar báðu aldrei um samþykki
umheimsins fyrir því að Reykjavík
mætti vera höfuðborg landsins. Jón
Sigurðsson forseti lagði grunninn að
því að þannig tókst til og skal þó hlutar
Ingólfs og Hallveigar í engu gleymt.
Í ýmsum lögum og raunar stjórn-
arskrá er tilgreint að tilteknar stofn-
anir skuli vera í Reykjavík og þar með
er höfuðborgarhlutverk hennar undir-
strikað.
Þegar sendiherrar erlendra ríkja í
Gleymdi Trump að
ræða við Rauðarárstíg
um flutning sendiráðs?
Reykjavíkurbréf05.01.18