Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Síða 40
LESBÓK Svanurinn, frumraun Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefur vakið athygli.Rýnir Morgunblaðsins segir áhorfendur upplifa „umbrotasumar í lífi
ungrar stúlku, þar sem hún lærir … hvað tilveran er skrítin“.
Svanurinn í kvikmyndahúsum
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018
Skúmaskot, nýtt barnaleikrit eftir SölkuGuðmundsdóttur, verður frumsýnt ídag, laugardag, kl. 13 á Litla sviði
Borgarleikhússins en verkið skrifaði Salka
þegar hún gegndi stöðu leikskálds leikhúss-
ins. „Þetta hefur gengið rosalega vel,“ segir
Salka um æfingar á verkinu
og að hópurinn sem að upp-
færslunni kemur sé „einhver
sá kátasti í leikhúsinu“.
Spurð hvort einhverjar
breytingar hafi orðið á verk-
inu í æfingaferlinu segir hún
að þær hafi ekki verið svo
miklar. „Það eru alltaf ein-
hverjar styttingar og eitt-
hvað sem hópurinn uppgötvar sem maður
sjálfur hafði kannski ekki áttað sig á. Þá þarf
að bregðast við því og það er það skemmti-
lega við svona vinnu, ólíkt því að vera einn
heima að skrifa,“ segir Salka.
Mikið fyrir gátur
– Þú hefur samið nokkur barnaleikrit áður …
„Já, ég samdi barnaverk sem heitir Hættu-
för í Huliðsdal sem var sett upp fyrir nokkr-
um árum og svo samdi ég útvarpsleikrit fyrir
krakka sem heitir Ljósberarnir. Ég hef mjög
mikinn áhuga á þessu og fannst upplagt að
nota minn tíma sem leikskáld Borgarleikhúss-
ins í að skrifa barnaverk því það hefur ekki
verið nein ofgnótt af þeim á síðustu árum.“
– Seturðu þig í aðrar stellingar þegar þú
skrifar verk ætlað börnum?
„Nei, maður er auðvitað með annan hóp í
huga en verður samt að hafa sama áhugann á
að segja söguna og það þarf að vera jafnmikið
alvöru, maður getur ekki stytt sér leið eða
skautað yfir tilfinningarnar eða dýptina. Mað-
ur gefur engan afslátt af þeim en er auðvitað
með annan hóp í huga hvað varðar skilning og
upplifun.“
– Þarftu ekki að fara aftur í tímann og rifja
upp hvernig var að vera barn?
„Jú, algjörlega og ég á reyndar mjög auð-
velt með það. Ég hef enn gaman af því að
leika mér og af mörgu því sama og ég hafði
gaman af þegar ég var krakki, einhverju sem
er svolítið dularfullt og spennandi, skrítið og
skemmtilegt,“ segir Salka kímin. „Ég var
mikið fyrir alls konar ráðgátur sem krakki og
eitthvað svona dularfullt. Ég á tvær bróður-
dætur og þó svo umhverfið og samfélagið hafi
breyst finn ég hjá þeim sömu löngun til að
heyra og búa til sögur. Að ráða gátur er eitt
af því sem mér finnst mjög skemmtilegt, þeg-
ar ekki er allt sem sýnist.“
– Hefurðu prófað það sem þú ert að skrifa á
frænkum þínum?
„Við erum aðallega að búa til sögur saman.
Það er gaman að vera ekki í vinnunni þegar
maður er með þeim og maður lærir hvað
ímyndunaraflið getur verið óheft þegar maður
býr til sögur með krökkum.“
Nægilega klikkuð
Leikstjóri verksins, Gréta Kristín Ómars-
dóttir, leikstýrði verki eftir Sölku, Eftir ljós, í
Útvarpsleikhúsinu árið 2016 og segist Salka
hafa verið svo ánægð með leikstjórnina að
hún hafi óskað sérstaklega eftir að Gréta leik-
stýrði Skúmaskotum. „Hún er með mjög
sterka listræna sýn og ég ímyndaði mér að
hún væri nægilega klikkuð til að takast á við
þessa sögu,“ segir Salka um Grétu en leikarar
í verkinu eru Vala Kristín Eiríksdóttir, Þór-
unn Arna Kristjánsdóttir, Halldór Gylfason
og Maríanna Clara Lúthersdóttir.
– Sér hún þá einhverja möguleika í svið-
setningunni sem þú áttaðir þig ekki á?
„Já, klárlega, því maður býr til heim á blaði
og svo kemur fólk eins og Gréta leikstjóri og
Eva Signý Berger, sem hannar leikmynd og
búninga, og býr til heiminn, raungerir hann
og þá kemur manni ótrúlega margt á óvart
því það sem verður til í kollinum á einni
manneskju endurspeglast ekki endilega í koll-
inum á annarri.“
Alltaf langhlaup
Skúmaskot fjallar um tvær systur, Völu 16
ára og Rúnu 10 ára. „Þær hefja mjög furðu-
legan dag á því að vafra inn í búð sem selur
lífrænar baunir, hafa verið að veðja og veð-
málið fer þannig að Vala á að fara í beljubún-
ingi inn í verslun og baula á afgreiðslumann-
inn. Þar sinnast þeim systrum og upphefst þá
spennandi og furðuleg atburðarás þar sem
yngri systirin hleypur í burtu, finnur undar-
legan heim sem er neðanjarðar og þar er ekki
allt sem sýnist,“ segir Salka frá.
Hún segir að ef litið sé til þema verksins sé
það annars vegar „ekki er allt sem sýnist“ og
hins vegar mannleg samskipti. „Hvernig við
leysum úr deilum, hvernig við hlustum hvert
á annað og stundum ekki og mikilvægi þess
að hlusta,“ útskýrir Salka.
Vala og Þórunn fara með hlutverk systr-
anna og Maríanna með hlutverk „dularfullrar
konu í svörtum leðurfrakka sem kemur svíf-
andi niður úr loftinu“, eins og Salka lýsir því
og Halldór leikur svo „tvo mjög sérstaka
menn“. „Þetta er allt frekar sérstakt fólk sem
hegðar sér ekki endilega á mjög rökréttan
hátt,“ segir Salka um persónurnar sem
spruttu úr höfði hennar.
– Hvernig gekk þér að skrifa verkið?
„Það gengur alltaf upp og ofan að skrifa
leikverk og er alltaf langhlaup, sama hver
áhorfendahópurinn er. En maður fær sem
betur fer góða hjálp, t.d. frá dramatúrgnum í
húsinu og viðbrögð frá leikstjóranum og fleir-
um. Þannig að ég skrifaði þetta í rauninni í
nokkrum lotum,“ útskýrir Salka. Hún hafi
haft gaman af því að skrifa verkið enda per-
sónurnar skemmtilegar og gaman að vera
með þeim.
Gott að stoppa af og til
„Jú, það er um lítið annað að velja í þessum
bransa,“ svarar Salka þegar hún er spurð
hvort hún sé iðulega að vinna að nokkrum
verkefnum í einu en auk þess að skrifa verk
fyrir leiksvið og útvarp hefur hún þýtt marg-
ar skáldsögur og leikrit og verk hennar hafa
verið valin á hátíðir í fjölmörgum löndum og
unnið til verðlauna. Salka hefur einnig í tví-
gang verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna og
rekur leikhópinn Soðið svið með leikkonunni
Aðalbjörgu Árnadóttur.
– Finnst þér léttir að geta hvílt þig á einu
verkefni með því að snúa þér að öðru?
„Já, mér finnst það fínt því maður fer alveg
100% inn í verkefni um tíma og svo er gott að
draga sig aðeins út úr því og gera eitthvað
annað því þá kemur maður miklu ferskari að
verkinu aftur. Það er einmitt þetta með lang-
hlaupið; maður stoppar aðeins á milli og svo
heldur maður áfram því maður afgreiðir þetta
ekkert með einu pennastriki.“
Ekki er allt sem sýnist í barna-
leikritinu Skúmaskotum eftir
Sölku Guðmundsdóttur.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Hef enn gaman af því að leika mér
Sölku Guðmundsdóttur þótti upplagt að nota tíma sinn sem leikskáld Borgarleikhússins í að skrifa barnaverkið Skúmaskot.
Verkið verður frumsýnt á Litla sviði leikhússins í dag en í því fara áhorfendur í ferðalag um undarlegan neðanjarðarheim.
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is
’Þetta er allt frekar sérstaktfólk sem hegðar sér ekki endi-lega á mjög rökréttan hátt,“ segirSalka um persónur verksins.
Salka Guð-
mundsdóttir