Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Síða 16
Þ
að er enginn uppgjafartónn í rödd
Eddu Bjarkar Gunnarsdóttur sem
berst nú í fjórða sinn við krabba-
mein. Þessi fallega 35 ára gamla
kona féllst á að segja sögu sína,
sem er bæði löng og ströng. Hún vill leggja sitt
af mörkum í baráttunni við krabbamein, enda
segir hún alla þekkja einhvern sem tengist
þeim sjúkdómi. Það er nefnilega staðreynd að
krabbamein er ekki einungis einkamál þeirra
sem greinast, heldur snertir hann fjölmarga
aðra; fjölskyldu og vini.
Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks með
krabbamein og aðstandendur, er með vitund-
arvakningu undir yfirskriftinni „Krabbamein
kemur öllum við“. Félagið styður við yngra
fólkið, en ár hvert greinast 70 einstaklingar á
aldrinum 18-40 ára með krabbamein.
Kraftur fékk til liðs við sig 22 einstaklinga
sem voru reiðubúnir að stíga fram sem andlit
herferðarinnar, en í þeim hópi eru bæði
krabbameinsgreindir og aðstandendur. Edda
Björk er ein af þeim.
Sköllótta stelpan í skólanum
Edda Björk er að jafna sig eftir lungnabólgu
og er stödd á Landspítalanum við Hringbraut,
sem hún kallar í gríni Hótel 101. Við leitum að
rólegum stað til þess að spjalla og endum á
kaffistofu á fyrstu hæð, umkringd gos- og sæl-
gætisvélum og fólki að gæða sér á sjoppufæði.
Edda Björk lítur vel út og ef ekki væri fyrir
broddana sem byrjaðir eru að vaxa á höfði
hennar myndi engann gruna að hér væri á ferð
kona með krabbamein.
Edda Björk er ófeimin þegar hún byrjar á
sögu sinni og rifjar upp upphafið. „Þegar ég var
átján ára gömul og var í Menntaskólanum við
Sund greindist ég með Hodgkins eitlakrabba-
mein sem var staðsett við viðbeinið og hóstar-
kirtilinn. Ég fór í lyfjameðferð og var í henni í
tæpa níu mánuði. Var ég þá útskrifuð og lækn-
arnir héldu að allt væri farið, en eftir hálft ár
sást smá skuggi á myndinni sem þeir héldu að
væri vefjaþykkildi. En það kom í ljós að það var
mein þannig að ljóst var að það hafði tekið sig
upp aftur. Þannig að ég fór aftur í lyfja- og
geislameðferð. Ég var rúmlega tvítug þegar ég
útskrifaðist úr þeirri meðferð. Ég var enn í
lyfjameðferð þegar ég var í stúdentsprófunum,“
segir Edda Björk og segist ekki hafa fengið að
upplifa áhyggjulaus og góð menntaskólaár.
„Menntaskólaárin voru ekki skemmtileg-
ustu ár lífsins, alveg langt því frá. Ég upplifði
ekki öll böllin og skíðaferðirnar,“ segir hún en
Edda Björk var á þessum veikindatíma í lyfja-
meðferð í hverri viku. „Ég var orðin 45 kíló
þegar ég var sem léttust og var alltaf rosalega
veik. Sum stúdentsprófin tók ég heima hjá
mér, önnur á spítalanum með kennara. Ég var
þekkt fyrir að vera sköllótta stelpan í skól-
anum. Ég á nokkra vini í dag sem þekktu mig
ekki þá, en þeir muna eftir sköllóttu stelpunni.
Félagslega var þetta mjög erfitt,“ útskýrir hún
en bætir við að hún hafi átt tvær góðar vinkon-
ur á þessum tíma. „Við vorum mjög skemmti-
legt tríó; ég var með krabbamein, önnur var
með anorexíu og sú þriðja var ólétt,“ segir hún
og hlær. „Við studdum hver aðra og komumst í
gegnum þetta.“
Gekk út með greiningu
Eftir útskrift fór Edda Björk beint í Kennara-
háskólann og lífið gekk sinn vanagang. „Svo
tók lífið við og í þrettán ár er ég laus við allt
saman,“ segir hún en eftir útskrift 23 ára fór
hún að kenna í grunnskólum og vann við
kennslu í átta ár. En þá átti allt eftir að breyt-
ast. „Ég greinist fyrst með brjóstakrabbamein
2014. Þá er ég 31 árs. Og til að toppa þetta allt
saman var ég áður búin að fara niður í Krabba-
Að njóta en ekki þjóta
Krabbamein kemur öllum við, slagorð herferðar hjá Krafti, eru sannarlega orð að sönnu. Flest okkar þekkja
til einhvers sem glímt hefur við þann vágest. Edda Björk Gunnarsdóttir hefur þurft að reyna það á eigin
skinni; hún berst nú við krabbamein í fjórða sinn en er langt frá því að leggja árar í bát.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
„Það er alveg vitað að ég er með
ólæknandi krabbamein. Ég mun aldrei
læknast af því en þetta er spurning um
að læra að lifa með því og leyfa sér að
lifa með því,“ segir Edda Björk sem
tekst á við hlutskipti sitt með jákvæðni.
Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018