Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Side 18
Í
fallegu hvítu steinhúsi í Þingholtunum
fær blaðamaður góðan latte hjá lista-
manninum og teiknimyndateiknaranum
Gunnari Karlssyni. Enda erum við í
lattelepjandi 101, eins og hann bendir á.
Gunnar stendur á tímamótum; hann er
kominn á leiðarenda eftir langa og stranga sex
ára törn en að baki einni teiknimynd liggur
ómæld vinna. Gunnar hefur unnið að gerð
myndarinar öll sex árin, dag og nótt, eins og
hann orðar það. Á föstudaginn kemur, 2. febr-
úar, verður Lói - þú flýgur aldrei einn frum-
sýnd á Íslandi og svo síðar út um allan heim.
Þór frægur í Suður-Kóreu
„Venjulega tekur sjö ár að gera teiknimynd,
þannig að við vorum frekar fljótir. Þetta er ansi
langt ferli á ævi manns,“ segir Gunnar en hann
er enginn nýgræðingur á sviði teiknimynda.
„Við höfum gert nokkrar teiknimyndir áður
og auglýsingar en fyrsta stóra verkefnið var
Litla lirfan ljóta, sem er hálftíma mynd. Síðan
gerðum við aðra hálftíma mynd, Önnu og
skapsveiflurnar. Næst gerðum við Þór, sem er
bíómynd í fullri lengd og það er í raun allt
annað dæmi en að gera stuttmynd,“ segir
Gunnar en það eru hann og Hilmar Sigurðs-
son sem eiga saman GunHil, fyrirtæki innan
Sagafilm, sem framleiðir myndina um Lóa.
„Við vorum áður með Caoz og höfum unnið
saman í yfir þrjátíu ár. Það lendir á honum að
finna peningana,“ segir Gunnar en hann sér
um listrænu hliðina, enda er hann listamaður-
inn, lærður listmálari frá Myndlista- og hand-
íðaskólanum og síðar við Sænsku listaakadem-
íuna í Stokkhólmi.
„Ég ætlaði bara að vera málari, en ég hafði
nú alltaf svolítinn áhuga á teiknimyndum. Svo
eignaðist ég börn. Mér blöskraði það barna-
efni sem boðið var upp á og að það skyldi ekki
vera neitt sem minnti á Ísland í barnaefninu.
Sonur minn kunni allt um gríska goðafræði en
vissi ekkert um Þór og norrænu goðafræðina.
Svo auðvitað þegar Þór var tilbúinn, þá var
hann orðinn tvítugur,“ segir Gunnar og hlær.
Spurður um gengi Þórs í heiminum, segist
hann halda að hún hafi gengið nokkuð vel.
„Við vitum að hún sló í gegn í Suður-Kóreu,
hún varð mjög vinsæl þar. Átta hundruð þús-
und manns sáu hana þar í bíó. Það var gaman
að því, Þór er því mjög þekktur í Suður-
Kóreu.“
Fjaðrirnar tæknilega erfiðar
Það þróaðist þannig að Gunnar fór að fikta við
teiknimyndir. „Ég fór svolítið að myndskreyta
bækur og fór þaðan í að prófa að gera teikni-
myndir í tölvu. Þá var enginn mannskapur á
Íslandi til að gera teiknimyndir,“ segir Gunn-
ar en hann er sjálfmenntaður á því sviðinu.
„Við erum nú komnir með töluverða reynslu
af þessu. Friðrik Erlingsson skrifaði Þór, og
reyndar Litlu lirfuna líka, og hann var með
þetta handrit tilbúið,“ segir hann.
„Mér leist ekkert á þetta verkefni í byrjun,
tæknilega séð. Af því að þetta eru fjaðrir og
fiður sem er mjög erfitt að gera í þrívídd,“
segir hann og brosir.
Sagan um Lóa litla er nefnilega um litla ís-
lenska lóu sem nær ekki að læra að fljúga og
neyðist til að eiga hér vetursetu á meðan aðrar
lóur halda á brott til Afríku. Lói litli lendir því
í ýmsum ævintýrum um hávetur á Íslandi og
kemst í kynni við önnur dýr, en ekkert mann-
fólk er að finna í myndinni.
Sextíu manns hreyfa fugla
Myndin er öll teiknuð í tölvu. „Ég mála það í
raun í tölvunni. En ég nota þrívíddarforrit og
móta persónurnar eins og þær væru úr leir.
Ég er þá fljótur að sjá hvort það virkar á alla
kanta,“ segir Gunnar.
„Það tekur líka langan tíma að þróa söguna
þannig að það passi og allir séu ánægðir. Og
þróa karakterana þannig að það gangi allt
upp. Við Friðrik þurftum mikið að kasta á
milli okkar myndum. Svo er líka leikstjóri sem
kemur inn í ferlið,“ segir Gunnar og útskýrir
hvernig teiknimynd er leikstýrt en ásamt hon-
um var Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri.
„Það er að mörgu leyti svipað og að leik-
stýra lifandi fólki. Þegar sagan er komin og
búið að teikna karakterana þá eru búnir til
rammar, svokallaður myndþráður, og við
teiknum alla myndina eftir handritinu, hvert
einasta skot. Svo setjum við það í tölvuna og
klippum það eins og bíómynd. Síðan vinnum
við nákvæmara og skiptum alltaf út teikning-
Sex ár eru liðin frá því að lítill
lóuungi tók yfir líf Gunnars
Karlssonar, listamanns og
leikstjóra. Nú er unginn loks
fleygur því þann 2. febrúar
verður kvikmyndin Lói – þú
flýgur aldrei einn frumsýnd
hér á landi og svo síðar í 55
löndum víða um heim.
Lói er næstdýrasta mynd
íslenskrar kvikmyndasögu
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Gunnar Karlsson hefur unnið
dag og nótt í sex ár að gerð
teiknimyndarinnar sem kostaði
rúman milljarð.
Morgunblaðið/Ásdís
Lói litli lendir í ótal ævintýrum á Íslandi og
kynnist öðrum dýrum.
’Sá sem býr til hreyfingarfyrir fuglinn er í rauninnileikarinn. Það voru sextíumanns í Belgíu og á Íslandi að
hreyfa fugla, síðasta eitt og
hálfa ár, ef ekki lengur.
Heimsfrægð bíður lóunnar
KVIKMYNDIR
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018