Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Síða 28
Á bryggjunni má finna veitingastað, klifurveggi og aparólu. Árið 1841 gaf læknirinn og rit-höfundurinn Augustus BozziGranville út bókina The spas of England, and principal sea-bathing places, en í henni fór Granville fögr- um orðum um undurfagrar strandir og hlýja veðráttu tiltölulega óþekkts smábæjar í Dorset-héraði á suður- strönd Englands, og í kjölfar útgáfu bókarinnar jókst ferðamanna- straumur til bæjarins gríðarlega og aðeins nokkrum áratugum síðar var fiskimannabærinn Bournemouth orð- inn einn helsti sumardvalarstaður Breta. Í dag hefur Bournemouth gengið í endurnýjun lífdaga sem heillandi háskólabær, þungamiðja fjármála á suðurströnd Bretlands og notalegur ferðamannastaður, en veðrið og ströndin hafa lítið breyst frá því að Granville skrifaði um bæinn fyrir tæplega 180 árum. Suðurströnd Englands er einn af fallegustu stöðum Bretlandseyja, auk þess að vera einn sá veðursælasti. Hvort sem buslað er í sjónum eða gengið meðfram strandlengjunni í kvöldsólinni mun ströndin standa fyr- ir sínu. Margt er að sjá og skoða í Bourne- mouth. Bournemouth Square er menn- ingarlegur miðpunktur bæjarins, þar er iðulega mikið að gerast, allt frá götulistamönnum til hátíðarmarkaða. Kaffihúsið Obscura, sem stendur á torginu miðju, er kjörinn byrj- unarreitur fyrir verslunarleiðangra en þaðan er bein gönguleið niður á strönd, í gegnum lystigarðinn. Lower Gardens er lystigarður í miðbæ Bournemouth, en suðurströnd Bretlands og nærliggjandi svæði eru þekkt fyrir fallega og líflega garða. Í Lower Gardens má gjarnan finna listasýningar milli trjánna, setjast Morgunblaðið/Pétur Magnússon The Arcade er yfirbyggð verslunargata í miðbænum. Hlýlegur strandbær Bournemouth komst á kortið sem sumardvalarstaður á 19. öld eftir að læknir rómaði strendur staðarins. Enn í dag hefur strandlengjan mikið aðdráttarafl en bærinn sjálfur hefur einnig upp á margt að bjóða. Pétur Magnússon petur@mbl.is Espresso Kitchen er notalegt kaffihús í hjarta bæjarins. Áin Bourne rennur í gegnum garða Bourne- mouth, en bærinn dreg- ur nafn sitt af ánni. FERÐALÖG Til að komast til Bournemouth er einfaldast að fljúgatil London og taka svo lest. Ef lent er á Heathrow- flugvelli eða Gatwick tekur lestarferðin um tvo tíma. Flug og lest 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018 REYKJAVÍK | SUÐURNES | SELFOSS | AKUREYRI | j akkafata joga . i s Heildarlausnir fyrir vellíðan á vinnustað Jakkafatajóga tímar Happy Hips tímar Nudd á vinnutíma Sjúkraþjálfari sem aðstoðar við að stilla borð og stóla

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.