Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Page 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018 LESBÓK KVIKMYNDIR Leikarinn James Franco var einn þeirra leikara sem áttu að vera á forsíðu sérstakrar Hollywood-útgáfu banda- ríska tímaritsins Vanity Fair. Franco fór í viðtal og í mynda- töku hjá ljósmyndaranum Annie Leibovitz en var tekinn burt af forsíðunni með stafrænni myndvinnslu. „Við ákváðum að hafa James Franco ekki á Hollywood-forsíðunni í kjölfar ásakananna gegn honum,“ sagði talsmaður Vanity Fair í samtali við Hollywood Reporter. Í kjölfar þess að Franco fékk Golden Globe-verðlaun stigu fimm konur fram í Los Angeles Times og ásökuðu leikarann um óvið- eigandi kynferðislega hegðun. Franco neitar ásök- ununum. Franco ekki á forsíðu AFP Franco fékk Golden Globe-verðlaun fyrir The Disaster Artist. TÓNLIST 50 Cent var að komast að því að hann er bitcoin-milljónamæringur. Hann var fyrsti tónlistarmaðurinn til að taka á móti greiðslu í bitcoin þegar hann sendi frá sér plötuna Animal Ambition árið 2014. Hann fékk a.m.k. 700 bitcoin samkvæmt samning- inum en steingleymdi þeim þangað til nú. Í vikunni var eign hans í rafmynt metin á milli sjö og átta milljónir dala eða um 750 milljónir króna. „Ekki svo slæmt fyrir strák frá South Side, ég er mjög stoltur af mér,“ skrifaði 50 Cent, eða Curtis Jackson á Instagram um „peningafundinn“. 50 Cent græðir á rafmynt 50 Cent átti bitcoin sem hann vissi ekki um. AFP ara en núna er grínið mitt miklu meira byggt á eigin lífsreynslu og tengist fjölskyldunni. Ég tala um hjónabandið og börnin. Ég held að þessi lífsreynsla sé sammannleg. Allir eiga mömmur og pabba og sumir eiga börn. Öllum hefur ein- hvern tímann liðið illa og einhvern tímann verið hamingjusamir. Við upplifum öll sömu há- og lágpunkt- ana í lífinu.“ Hún segir tískubylgjur í uppi- standi eins og öðru. „Einu sinni byggðist það á tengdamömmu- bröndurum og öðru í þeim dúr en það þykir mjög gamaldags í dag. Uppistand er núna persónulegra og byggist oftar á lífsreynslu grínist- ans. Þeta snýst um að segja sögur og greina frá einhverju sem hefur gerst.“ Scotch on Ice er í samstarfi við Hugarafl en það að nota grín til að komast yfir erfiðleika er eitthvað sem er Sutherland hugleikið. „Það getur virkilega hjálpað fólki til að komast yfir erfiða hluti í lífi sínu með því að nota grín. Harmur + tími = húmor. Á endanum verður hægt að hlæja að áföllunum,“ segir Sutherland, sem hefur haldið nám- skeið á vegum Universal Comedy sem byggjast á því að hjálpa fólki sem glímir við andleg veikindi í gegnum grín. Hlær að erfiðleikum „Ég nota húmor til að hjálpa fólki að kljást við erfiðleika. Þetta er til dæmis fólk sem hefur þjáðst af þunglyndi eða geðhvörfum. Þarna einblínir fólk á erfiðasta tímabil ævi sinnar og hlutir sem eru ekki ræddir venjulega, eins og að hafa verið í of- beldissambandi eða fíkill, koma upp á yfirborðið. Fólki finnst oft erfitt að viðurkenna að það sé viðkvæmt. Þetta snýst um að hlæja með en ekki að. Því meira sem þú getur hlegið að einhverju, því minna gerirðu úr því. Um leið og þú gerir grín þá verða hlutirnir ekki eins yfirþyrmandi og þú getur náð betri stjórn á tilfinn- ingum þínum. Maður áttar sig á að enginn er fullkominn og allir hafa Skoski grínistinn Jojo Suther-land er á leið hingað til landstil að skemmta Íslendingum á skosk-íslensku uppistandshátíðinni Scotch on Ice. „Ég er mjög spennt fyrir því að koma til Íslands, ég hef aldrei komið þangað áður. Það er alltaf yndislegt að vinna með öðru fólki og ekki síst með fólki frá löndum sem maður hefur ekki unnið með áður. Mér skilst að við deilum húmor. Báðar þjóðirnar þekkja vel frost, kulda, myrkur og vind. Ég held að við skilj- um hvert annað,“ segir Sutherland. „Hvað uppistand varðar hugsar maður helst um Bretland og kannski Bandaríkin en raunin er sú að það er vaxandi uppistandshefð í mörgum Evrópulöndum og líka í Mið- Austurlöndum. Ég hlakka til að hitta íslenska félaga mína,“ segir hún en uppistand nýtur vaxandi vinsælda. „Sífellt fleiri þjóðir eru að upp- götva kraft grínsins. Það er sterk hefð hér fyrir uppistandi en það var miklu grófara fyrir nokkrum áratug- um. Núna er litið á uppistand meira eins og sitt eigið listform. Í Skot- landi er mikil uppistandssena og hér eru margir sérstakir klúbbar fyrir uppistand og síðan er Edinborgar- hátíðin auðvitað mekka fyrir uppi- standara,“ segir hún og bendir á að uppistand sé sett upp á jafn ólíkum stöðum og kjöllurum veitingahúsa og stórum leikvöngum. „Það er svo ódýrt að setja upp uppistandssýningar, ein manneskja með hljóðnema, sem er ekki neitt ef þú berð það saman við hljómsveit með allar sínar græjur.“ Atriðið þitt, skilst það alveg á milli landa, eða þarftu að breyta því eitt- hvað eins og fyrir Íslandsferðina? „Við eigum eftir að komast að því!“ segir Sutherland og útskýrir að grínisti velti óneitanlega fyrir sér hvort brandararnir hans muni virka á nýjum stað. „Ég hef komið fram í Mið- Austurlöndum og á stöðum eins og Kýpur og í Berlín en það var í Berlín sem ég þurfti að breyta aðeins því efnið sem ég var með þá var sértæk- veikleika,“ segir Sutherland sem finnst þetta mjög spennandi svið. Hún heldur líka námskeið fyrir fyrirtæki. „Við búum í öðruvísi þjóð- félagi en áður. Fólk af minni kynslóð fékk starf fyrir lífstíð og vann 9-5 og allt var í nokkuð föstum skorðum. Núna er þetta ekki svona og fólk býr ekki við sama starfsöryggi. Það er mikið óöryggi í gangi og samfélags- miðlar hjálpa ekki því þeir sýna bara bestu útgáfuna af öllum og láta hin- um líða illa með sjálfa sig og finnast að þeir ættu að geta gert betur,“ seg- ir Sutherland sem notar í nám- skeiðum sínum grín til að hjálpa fólki að takast á við nýjar aðstæður. „Þegar þú hættir að reyna að vera fullkominn og áttar þig á veikleikum þínum og getur hlegið að þeim, þá líð- ur þér miklu betur með sjálfan þig,“ segir hún. „Þú heyrir aldrei grínista uppi á sviði segja frá því hversu ham- ingjusamlega giftur hann sé með fjögur börn og að lífið sé stórkostlegt. Það er ekkert fyndið við það,“ segir hún og hlær. „Þú vilt heldur heyra hvernig þeir klúðruðu málunum. Grín snýst um að fagna göllunum.“ Trump gull fyrir grínista Gamanmál geta líka verið góð leið til að ræða samfélagsmál. „Grín er gott til að láta fólk horfa út á við frekar en inn á við. Fólki getur stundum fundist hlutirnir bara koma fyrir sig en grín gerir fólk víðsýnna,“ segir Sutherland sem til dæmis tók þátt í gamanleik um atkvæðagreiðsluna í Skotlandi. Hún segist sjálf hafa ver- ið „ástríðufull já manneskja“ og ósk- að þess að Skotar yrðu sjálfstæð þjóð. „Leikritið var frábært. Við skoð- uðum báðar hliðar málsins. Það var engin niðurstaða en í lífinu er ekki alltaf skýr niðurstaða. Það var gam- an að taka þátt í þessu leikriti. Grín getur látið þig skipta um skoðun og hjálpað þér til að sjá fleiri hliðar málsins. Maður er oftast umkringd- ur fólki með svipaðar skoðanir, ekki síst á samfélagsmiðlum, og þess vegna getur verið svo gaman að fara á uppistandskvöld og heyra mis- munandi skoðanir og vera ekki endi- lega sammála þeim öllum.“ Hún bætir við að það sé sígilt að gera grín að stjórnmálamönnum. „Augljóslega er Trump gull fyrir grínista. Hann er í raun of góður. Það er varla hægt að hæðast að hon- um því hann er svo fáránlegur til að byrja með.“ Hún segir uppistandara hafa mik- ið frelsi í atriðum sínum. „Þetta er listform þar sem þú hefur frelsi til að segja það sem þú vilt og þú verður að hafa þetta frelsi á sviði. Grín er góð leið til að koma skoðunum þín- um til skila eða til að ögra viðteknum viðhorfum.“ Kaldasti kastali í Skotlandi Það er ekki hægt að sleppa takinu af Sutherland án þess að spyrja hana út í lífshlaupið en hún á forvitnilega ævi að baki. „Hvað hefurðu langan tíma? Ég byrjaði á toppnum og hef smám saman unnið mig niður,“ segir Sutherland og hlær. „Þetta byrjaði vel. Ég ólst upp í kastala en ég held að þetta hafi verið kaldasti kastali í Skotlandi því við eyddum mestum okkar tíma saman í einu herbergi sem var það eina sem við höfðum efni á að hita upp,“ segir hún og Jojo Sutherland segir að án uppi- standsins væri hún á þunglyndislyfjum. Grín gerir fólk víðsýnna Jojo Sutherland er einn þeirra skosku grínista sem eru á leið hingað til lands og taka þátt í skosk- íslenskri uppistandshátíð í febrúar. Hún ólst upp í kastala og lagði uppistand fyrir sig eftir að hún varð alvarlega veik og endurskoðaði líf sitt. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.