Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Þetta fallega 300 m2 einbýlishús við Hlíðarhjalla
er til sölu. Frábær staðsetning innst í botnlanga í
suðurhlíðum Kópavogs.
Í göngufæri við Smáralind og fleiri þjónustustöðvar.
Vel byggt hús, gott skipulag, býður upp á ýmsa
möguleika. Gott útsýni.
Allar upplýsingar veitir Hannes Steindórsson hjá
Fasteignasölunni Lind í síma 699 5008
hannes@fastlind.is
Einbýlishús við Hlíðarhjalla Kópavogi
510 7900
ur,“ sagði Stefán. Hann sagði að titl-
inum fylgdu engar skyldur en það
væri mikill heiður að vera skák-
meistari Reykjavíkur. „Mig langar
að halda áfram að gefa af mér í öllu
skákstarfinu og njóta þess. Skák-
störfin eru nokkuð fyrirferðarmikil
meðfram kennslunni. Ég er fram-
kvæmdastjóri Skákakademíu
Reykjavíkur og í stjórn Skák-
sambands Íslands.“
Gunnar Björnsson, forseti Skák-
sambandsins, sagði að sigur Stefáns
hefði verið óvæntur. „Hann vann sjö
fyrstu skákirnar, tapaði fyrir Braga
og vann svo þá síðustu. Það hefðu fá-
ir veðjað á Stefán sem sigurvegara
fyrir mótið, en hann kom á óvart.
Þetta var glæsilegur sigur.“ »30
einkum þegar líða fer á skákina og
þreytan fer að sækja á.
Stefán hefur lengi verið viðloðandi
skák og skákstarfið. „Ég held ég
hafi verið sjö ára þegar ég byrjaði að
tefla í grunnskóla og svo í Skákfélagi
Akureyrar í kjölfarið. Ég hef unnið
við skipulagningu og skákkennslu,
fyrst á Akureyri og síðan í Reykja-
vík.“
Stefán fer fljótlega á skákmót sem
haldið verður á Kragerø í Noregi
ásamt Braga Þorfinnssyni. Bragi
varð í öðru sæti á mótinu þegar teflt
var um titilinn skákmeistari Reykja-
víkur 2018. Bragi var sá eini sem
Stefán tapaði fyrir á mótinu.
„Ég ætla að reyna að halda áfram
að tefla vel og verða betri skákmað-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stefán Bergsson, sögukennari í
Verzlunarskóla Íslands, er skák-
meistari Reykjavíkur 2018. Verð-
launaafhending fer fram á sunnudag
í Taflfélagi Reykjavíkur. Í upphafi
mótsins var Stefán 14. stigahæsti
keppandinn. Kom sigurinn á óvart?
„Bæði já og nei,“ sagði Stefán.
„Margir sterkir skákmenn, betri en
ég, tóku þátt í mótinu. En ég lagði
mikið á mig, fyrir mótið og í mótinu,
og stundaði mikla líkamsrækt sam-
hliða mótinu. Ég ætlaði að gera góða
hluti á þessu móti.“
Stefán sagði mikilvægt að hafa
gott líkamlegt þrek á skákmótum,
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skákmeistari Reykjavíkur 2018 Stefán Bergsson hefur teflt frá unga aldri og unnið mikið fyrir skákhreyfinguna.
„Ætlaði að gera góða
hluti á þessu móti“
Stefán Bergsson er skákmeistari Reykjavíkur 2018
Eitt mál til viðbótar þeim átta
kærum sem borist hafa vegna
meintra kynferðisbrota fyrrver-
andi starfsmanns Barnaverndar
Reykjavíkur er til skoðunar. Lög-
reglan skoðar ítarlega hvað kunni
að hafa farið úrskeiðis þegar
dróst á langinn að hefja rannsókn
á ætluðum brotum.
Greint var frá því í kvöld-
fréttum Stöðvar 2 að níunda málið
væri til skoðunar en það mál er
frá því fyrir aldamót.
Árni Þór Sigmundsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn segir rann-
sókn lögreglu miða vel en talað
hefur verið við á fimmta tug
manna vegna hennar.
Níunda málið er nú
til skoðunar hjá
lögreglunni
Vigdís Hauks-
dóttir, fyrrverandi
þingmaður Fram-
sóknarflokksins,
skipar oddvitasæti
lista Miðflokksins
fyrir borgar-
stjórnarkosningar
í vor. Þetta var til-
kynnt í opnunar-
teiti skrifstofu
flokksins á Suðurlandsbraut í gær-
kvöldi.
„Ég geri þetta fyrst og fremst því
það er verk að vinna í borginni og ég
var ekki lengi að ákveða mig þegar
þetta kom til, að ég yrði borgar-
stjóraefni Miðflokksins,“ sagði Vig-
dís í samtali við mbl.is í gærkvöldi.
„Það er mikill meðbyr með
flokknum á höfuðborgarsvæðinu, ég
hef fundið það síðastliðna mánuði.
Við unnum auðvitað mikinn kosn-
ingasigur í alþingiskosningunum og
sá meðbyr hefur haldið. Ég var
raunverulega bara að sinna því kalli
að halda þessari sigurgöngu flokks-
ins áfram.“
Ákveðið var að kynna oddvita
flokksins í gærkvöld en lokafrestur
til að skila inn öðrum framboðum er
ekki liðinn.
Vigdís leiðir Miðflokkinn í Reykjavík
Vigdís
Hauksdóttir
„Virknin er áfram umfram bak-
grunnsvirkni, en það eru skjálftar
undir 1,2. Því er enn gult viðvör-
unarstig fyrir flugið. Þessi aukna
virkni sem verið hefur í rúmt ár er
óvenjuleg og gæti bent til þess að
Öræfajökull sé að vakna úr dvala.
Svona stórir skjálftar eins og urðu í
morgun benda til að það sé rétt að
hafa hann áfram í gjörgæslu,“ segir
Einar Hjörleifsson, náttúruvár-
sérfræðingur á Veðurstofu Íslands,
en fjallið hefur verið vaktað sér-
staklega. „Öræfajökull er eitt
hættulegasta eldfjall Evrópu.“
ernayr@mbl.is
Hafa Öræfajökul
áfram í gjörgæslu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ef þetta eru ekki hrein mistök lít ég
á afgreiðsluna sem svívirðu og arg-
asta dónaskap við okkur. Það er
nýbúið að úrskurða manninn van-
hæfan til að fjalla um þetta mál á
vettvangi Reykjavíkurborgar. Ég hef
ekkert með að gera að eiga fund með
manni sem ég hef staðið að ósann-
sögli,“ segir Stefán S. Guðjónsson,
fulltrúi eigenda lóða og mannvirkja á
Klapparstíg 19 og Veghúsastíg 1.
Eftir að úrskurðarnefnd umhverf-
is- og auðlindamála felldi úr gildi
ákvörðun borgarstjórnar um að synja
gildistöku deiliskipulags fyrir upp-
byggingu á lóðinni sem jafnframt fól í
sér heimild til að rífa timburhúsið á
Veghúsastíg 1 óskaði Stefán eftir við-
tali við Dag B. Eggertsson borg-
arstjóra. Vildi hann fá tækifæri til að
fara yfir málið með honum og lýsa
þeim hremmingum sem eigendur lóð-
arinnar hafi mátt þola af hálfu borg-
arinnar í þessu máli. Í svari sem barst
í gær frá skrifstofu borgarstjóra
kemur fram að ávallt sé leitað leiða til
að stytta boðleiðir í kerfinu og af
þeim sökum hafi verið óskað eftir því
að Hjálmar Sveinsson, formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs, tæki að sér
að hitta Stefán fyrir hönd borg-
arstjóra. Í beinu framhaldi bókaði
umhverfis- og skipulagssvið fund
þeirra.
Fullyrðing Hjálmars röng
Stefán er fulltrúi þriggja systkina
sem fengu lóðina í arf fyrir nokkrum
árum. Hann hefur lýst samskiptum
þeirra Hjálmars í blaðinu. Segir þar
að Hjálmar hafi hvatt eigendur lóð-
arinnar til að láta deiliskipuleggja
hana út frá hugmyndum sem þeir
kynntu fyrir honum. Fyrirspurnar-
tillaga var samþykkt í skipulagsráði
og borgarráði en þegar málið kom til
kasta borgarstjórnar eftir grenndar-
kynningu hafði borgin skipt um skoð-
un.
Í úrskurði úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála er vitnað til
ummæla Hjálmars í viðtali um að það
kæmi „ekki til greina að eigendur
komist upp með að láta aldursfriðað
hús grotna innan frá árum saman og
krefjast svo þess að borgin leyfi þeim
að rífa það og vitni í slökkviliðið um
slysahættu“.
Nefndin benti á að ummælin um
friðun hússins hefðu verið röng. Hún
taldi einnig að aðild Hjálmars að
meðferð málsins hjá skipulagsráði og
í borgarstjórn orkaði tvímælis í ljósi
ummæla hans enda hefðu þau verið
til þess fallin að draga í efa óhlut-
drægni hans.
Borgin hefur ekki samband
Úrskurðurinn hefur verið kynntur
í umhverfis- og skipulagsráði og
borgarráði en ekki hefur verið haft
samband við eigendur lóðarinnar um
framhaldið. Borgarstjóri hefur held-
ur ekki svarað bréfi lóðarhafa þar
sem það álit er látið í ljós að sá starfs-
maður borgarinnar sem sakaði þá um
að láta húsið drabbast niður verði
áminntur og aðrir fengnir til að fjalla
um málið þegar það kemur til um-
fjöllunar á ný.
Afþakkar viðtal við Hjálmar
Fulltrúi eigenda Veghúsastígs 1 lítur á það sem svívirðu og dónaskap þegar viðtalsbeiðni
hans við borgarstjóra er beint til Hjálmars Sveinssonar sem ekki má fjalla um mál þeirra
Stefán S.
Guðjónsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veghúsastígur 1 Deilan snýst um húsið sem dæmt hefur verið ónýtt.
Hjálmar
Sveinsson