Morgunblaðið - 10.02.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Tryggingastofnun
Laugavegi 114 | 105 Reykjavík
Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is
P
IPA
R\TB
W
A
-
SÍA
60+ í BSRB-salnum, Grettisgötu 89miðvikudaginn 14. febrúar kl. 15.00.Farið verður yfir lög um almannatryggingarm.a. tekjutengingar og frítekjumörk.Skráning á tr.is.
Fræðslufundur
um rétt til ellilífeyris
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Eva Einarsdóttir, formaður stjórnar
Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins,
kynnir drög að stefnumótun um mál-
efni skíðasvæð-
anna á fundi Sam-
taka sveitarfélaga
á höfuðborgar-
svæðinu (SSH) á
mánudag. Þar
verða viðstaddir
forsvarsmenn
sveitarfélaganna
sem eiga og reka
skíðasvæðin.
Skíðafélög á
höfuðborgarsvæðinu sendu sveitar-
félögunum áskorun um að bæta úr
„óviðunandi íþróttaaðstöðu“ á skíða-
svæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli.
Eva sagði margar ábendingar skíða-
félaganna eiga rétt á sér.
„Skíðaráð Reykjavíkur veit að
stjórn skíðasvæðanna hefur unnið að
stefnumótun síðan í september 2017.
Við höfum farið yfir þessi mál og for-
gangsraðað hvað þarf að gera fljótt
og hvað getur beðið,“ sagði Eva. Hún
kvaðst hafa svarað erindi skíðaráðs-
ins í gær og útskýrt hvar málið væri
statt. „Þegar við höfum kynnt
stefnumótunardrögin fyrir fulltrúum
eigenda skíðasvæðanna munum við
eiga fund með skíðaráðinu og fara yf-
ir ábendingar þess.“
Vilja skipta um skíðalyftur
Hún sagði stjórn skíðasvæðanna
vita að margar skíðalyfturnar væru
komnar til ára sinna. „Við á skíða-
svæðunum höfum verið þolinmóð eft-
ir hrun og nýtt vel það fé sem við höf-
um fengið. Það er kominn tími á
fjárfestingar og að ganga í eitthvað
af því sem þarna er bent á. Hluti af
tillögum okkar snýr að því. Eitt af
því er að skipta út skíðalyftum.“
Eva vildi ekki fara nánar út í til-
lögur stjórnarinnar fyrr en þær
hefðu verið kynntar sveitarfélögun-
um.
Mikið hefur verið rætt um snjó-
framleiðslu á skíðasvæðunum. Hillir
undir að hún hefjist?
„Við í stjórn skíðasvæðanna von-
um að snjóframleiðsla sé það sem
koma skal. Ég veit að Kópavogur,
eigandi Bláfjalla, hefur verið með
starfshóp um áhættumat og mót-
vægisaðgerðir svo snjóframleiðsla
verði möguleg. Starfshópurinn lýkur
störfum fljótlega. Við gerum ráð fyr-
ir að það verði farið í snjóframleiðslu
þegar gefið verður grænt ljós á
hana.“
Fram kom í gær að áætlað væri að
endurnýjun tækja og aðstöðu í Blá-
fjöllum og Skálafelli kostaði yfir þrjá
milljarða króna. Er það nærri lagi?
„Við skulum segja að það sé ekki
fjarri lagi,“ sagði Eva.
Skíðaiðkun er að aukast og áhugi á
gönguskíðum hefur mikið aukist.
Eva sagði að skíðaiðkun væri frá-
bært fjölskyldusport og því væri
mikilvægt að hlúa vel að henni. „Við
vonumst til að komast eitthvað áfram
með uppbyggingu skíðasvæðanna
með stefnumótuninni og samtali við
fulltrúa eigenda þeirra,“ sagði Eva.
Í hlutfalli við íbúafjölda
Sveitarfélögin leggja fé til skíða-
svæðanna í hlutfalli við íbúafjölda.
Hlutur hvers þeirra er birtur í sviga
við nafn sveitarfélagsins. Reykjavík
(56,9%), Kópavogur (16,3%), Hafnar-
fjörður (13,2%), Garðabær (7,0%),
Mosfellsbær (4,5%) og Seltjarnarnes
(2,1%).
Í fyrra var rekstrarframlag til
Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
samtals 167,7 milljónir og fram-
kvæmdaframlag samtals 75 milljón-
ir. Alls höfðu skíðasvæðin tæplega
243 milljónir til ráðstöfunar í fyrra.
Kynna umbótatillögur eftir helgi
Stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins hefur unnið að stefnumótun í vetur Drögin kynnt eig-
endum, fulltrúum sveitarfélaganna, á mánudaginn Kominn tími til fjárfestinga í skíðamannvirkjum
Morgunblaðið/Golli
Bláfjöll Skíðalyfturnar eru komnar til ára sinna. Vilji er til að skipta þeim
út. Einnig er vilji til að hefja snjóframleiðslu sem mun lengja skíðatímabilið.
Eva Einarsdóttir
Hagnaður Icelandair Group á síð-
asta ári var 37,7 milljónir banda-
ríkjadala, jafngildi um 3,9 millj-
arða króna á núverandi gengi. Til
samanburðar var hagnaður félags-
ins 89,1 milljón dala árið 2016.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði, EBITDA, var
170,2 milljónir dala, samanborið
við 219,8 milljónir dala árið á und-
an.
Á síðasta fjórðungi liðins árs var
40,0 milljóna dala tap á rekstri
félagsins, jafngildi um 4,1 milljarðs
króna, samanborið við 22,9 millj-
óna dala tap á fjórða ársfjórðungi
2016. EBITDA á fjórðungnum var
neikvæð um 16,9 milljónir dala, en
hún var jákvæð um 2,5 milljónir
dala á sama árstíma á árinu 2016.
Í afkomutilkynningu Icelandair
Group til Kauphallar kemur fram
að af versnandi afkomu á fjórða
ársfjórðungi megi rekja 7,1 milljón
dala til hækkunar eldsneytisverðs,
4,0 milljónir dala til kostnaðar
vegna verkfalls flugvirkja í desem-
ber og 1,6 milljónir dala til kostn-
aðar vegna skipulagsbreytinga.
Heildartekjur Icelandair Group
jukust um 14% á fjórða ársfjórð-
ungi. Þar af jukust farþegatekjur
um 8% og flutningatekjur um 10%.
Farþegum fjölgar áfram
Fjölgun farþega var 4% á þeim
ársfjórðungi. Alls flutti félagið 4
milljónir farþega á síðasta ári og
var aukningin 10% á milli ára. Far-
þegar í N-Atlandshafsflugi voru
52% flugfarþega.
Heildareignir félagsins námu 1,4
milljörðum dala í árslok, jafngildi
um 143 milljarða króna á núver-
andi gengi. Eigið fé nam 592 millj-
ónum dala og stóð eiginfjárhlut-
fallið í 42% í lok ársins. Handbært
fé í árslok nam 221 milljón dala.
Forsvarmenn félagsins gera ráð
fyrir að flugáætlun Icelandair fyrir
árið 2018, mæld í framboðnum
sætiskílómetrum, aukist um 10%
að umfangi á þessu ári. Áætlað er
að farþegar verði um 4,4 milljónir
á árinu 2018 og muni fjölga um 350
þúsund milli ára.
Björgólfur Jóhannsson forstjóri
segir í afkomutilkynningu að af-
koma ársins sé í takt við seinustu
afkomuspá félagsins. „Mikil sam-
keppni er á öllum okkar mörk-
uðum. Bókunarstaða í millilanda-
flugi er góð á fyrri árshelmingi en
töluverð óvissa er á síðari hluta
ársins, einkum hvað varðar þróun
meðalfargjalda.“ Segir hann afko-
muspá félagsins fyrir árið 2018
endurspegla þessa óvissu en gert
er ráð fyrir að EBITDA ársins
verði 170-190 milljónir dala.
sn@mbl.is
Afkoma Icelandair
versnaði á milli ára
Verkfall flugvirkja kostaði félagið um 410 milljónir króna
Þota Tap Icelandair Group nam 4,1
milljarði á fjórða ársfjórðungi.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Ámundi Ámundason, útgefandi, hef-
ur keypt útgáfuréttinn að fjölda
landshlutablaða sem voru í eigu
Pressunnar ehf.
Fyrirtæki
Ámunda, Fótspor
ehf. gaf flest blað-
anna út áður en
Pressan tók þau
yfir fyrir nokkr-
um árum og því
þekkir hann vel til
á þessum vett-
vangi.
„Ég gerði
samning við
Kristján B. Thorlacius skiptastjóra
og kaupi allt sem þessum blöðum
fylgir,“ segir Ámundi í samtali við
Morgunblaðið.
Blöðin sem um ræðir eru Akureyri
vikublað, Hafnarfjörður og Garða-
bær, Kópavogur, Reykjavík viku-
blað, Reykjanes, Vesturland, Suðri,
Vestfirðir, Aldan, Sleggjan og Aust-
urland.
Ámundi segir að kaupverðið sé
trúnaðarmál. „Það var nú bara lítið
og létt, ég réði við það og skulda þeim
ekki neitt. Það má vel koma fram að
Fótspor ehf. skuldar engum neitt.“
Kaupin hafa legið í loftinu um hríð
og því fékk Ámundi leyfi frá skipta-
stjóra til að gefa út nokkur blöð nú
um mánaðamótin. Þau báru þó önnur
nöfn en fólk hefur átt að venjast; Ak-
ureyri vikublað hét Norðurland,
Vesturland hét Vestri og sjávarút-
vegsblaðið Aldan hét Báran, svo
dæmi séu tekin.
„En nú á ég nöfnin öll aftur,“ segir
Ámundi kokhraustur.
Hann boðar mikla sókn í útgáfu
blaðanna á næstunni og segist hafa
fjölda fagmanna í blaðamannastétt
til að stýra blöðunum: Magnús Þór
Hafsteinsson á Vesturlandi, Kristin
H. Gunnarsson á Vestfjörðum,
Björgvin G. Sigurðsson á Suður-
landi, Sigurð Jónsson á Suðurnesj-
um, Arnald Mána Finnsson á
Austurlandi og „nýjan fjölmiðlasnill-
ing“, eins og hann kallar hina 24 ára
Ingibjörgu Bergmann Bragadóttur á
Akureyri.
Ámundi kaupir öll
landshlutablöðin
Samdi við skiptastjóra Pressunnar
Ámundi
Ámundason