Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 13
Morgunblaðið/Eggert Stjórnarformaður Margeir segir að starfsandi innan fyrirtækisins hafi batnað mikið með styttri vinnudögum. Aukin lífsgæði markmiðið Margeir segir að aðalmark- miðið með verkefninu hafi verið að auka lífsgæði starfsfólks og í raun hafi þjónusta aukist samhliða. „Við gerðum þetta með það að aðalmarkmiði að auka lífsgæði starfsfólks og fjölskyldu þess en í leiðinni vorum við að auka gæði þjónustu okkar og þeirra vara sem við setjum á mark- að. Við trúum því að ánægt starfsfólk sé hamingjusamara fólk og ánægt starfsfólk gerir við- skiptavini okkar ánægða, sem leiðir af sér að fyrirtækið verði betra. Þetta er pínulítið öfug forgangsröðun við fyrirtæki sem eru á markaði sem hafa það aðalmarkmið að hámarka arð- semi, en endaniður- staðan er sú að arð- semi okkar verður meiri og það er það magnaða við þetta.“ Spurður um hvernig gekk að innleiða verkefnið og hvort starfsfólki hefði þurft tíma til að aðlaga verkefni sín að styttri vinnudegi segir Margeir að slíkt hafi verið ekkert mál. „Í raun og veru gekk þetta bara furðuvel. Það er kannski mikilvægt að taka fram að það kemur fyrir að við vinnum leng- ur og við notum þá bara almenna skynsemi þegar við tökum afstöðu til þess en yfirvinna og þvíumlíkt á ekki að vera eftirsóknarvert.“ Allir mælar benda í rétta átt Margeir bendir á að niðurstöður úr þessu tveggja ára tilraunaverkefni séu mögulega óvísindalegar en það sé hins vegar jákvætt að allir mælar benda í rétta átta. Það sé einnig alls ekki þannig að aldrei sé unnið lengur en þegar það þarf að vinna lengur eru jákvæðari við- horf til þess en áður. „Málið er að þegar við þurfum að leggja hart að okkur, og það eru kannski skil á verkefnum, þá eig- um við inneign fyrir þeirri yfirvinnu og það eru allir tilbúnir í það. Þegar upp er staðið verðum við auðvitað að standa okkur með okkar þjónustu en við vor- um mjög fljót að sjá á mælingum að þetta bar árangur,“ segir Margeir og bætir við að nauð- synlegt hafi verið að hafa tilraunaverk- efnið til lengri tíma svo árangurinn væri mælanlegur. „Við vildum ná smá tíma, ekki bara nokkr- um mánuðum eða einu ári, við vildum ná a.m.k. tveimur árum áður en við færum út með þetta. Það má kannski segja að þetta séu ekki vísindalegar mælingar, því við erum bara 25 manna fyrirtæki, en vísbendingar eru á þann veg að allir mælar benda í rétta átt.“ „Ég hafði miklar efasemdir um að við gætum sinnt við- skiptavinum okkar jafn vel og áður ef starfsfólkið ynni færri stundir á hverj- um degi. En það kom mér ánægjulega á óvart hvað fram- leiðnin jókst. Ótrú- legt en satt þá erum við að veita enn betri þjónustu en áður.“ Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkv.stj. Hugsmiðjunnar. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 Spilavinir heimsækja Bókasafn Reykjanesbæjar í dag, laugardaginn 10. febrúar, kl. 12. Spilavinir eru fyr- irtæki sem sérhæfir sig í spilum af öllum gerðum. Starfsfólk Spilavina kemur í Bókasafn Reykjanesbæjar og kennir nokkur vel valin spil sem þau hafa í fórum sínum. Í viðburðarkynn- ingunni kemur fram að börn sem spila eru líklegri til að bæta sjón- minni, fín- og grófhreyfingar, sam- hæfingu augna og handa, örva og þjálfa heilann svo dæmi séu nefnd. Skemmtileg spil sameina alla fjöl- skylduna og flest eru þannig að þau henta breiðum aldurshópi. Stendur viðburðurinn til kl. 15 og hvetur starfsfólk Bókasafns Reykjanes- bæjar alla til að koma og kynnast nýj- um spilum í notalegu umhverfi. Spilað á Bókasafni Reykjanesbæjar Morgunblaðið/Styrmir Kári Spilavinir Íbúar í Reykjanesbæ geta lært ný borðspil á bókasafninu í dag. Spilavinir í Reykjanesbæ Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.