Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 Árleg tónlistarguðsþjónusta séra Eðvarðs Ingólfssonar, sóknarprests á Akranesi, Ragnars Bjarnasonar söngvara og Þorgeirs Ástvalds- sonar tónlistarmanns verður í Akraneskirkju á morgun, sunnu- dag, og hefst klukkan 17, ef veður leyfir. „Það er spáð stórhríð og djöful- gangi og ég er enginn fjallagarp- ur,“ segir Ragnar, sem vonar samt að ekki þurfi að fresta messunni, sem nú fer fram í 11. sinn. Sem fyrr syngur Ragnar þekkt lög við píanóundirleik Þorgeirs en Eðvarð byggir brú á milli laganna með stuttri hugvekju. „Þetta eru lög um lífið og tilveruna; ástir og ástarsorg, náttúrufegurð, rómantík og sjómennsku, lög sem gott er að prédika út frá,“ segir Eðvarð, en Rakel Pálsdóttir verður gesta- söngvari í ár. „Hún syngur meðal annars tvö lög með mér, „Þannig týnist tíminn“ og „Heyr mína bæn“,“ segir Ragnar. Húsfyllir hefur verið hverju sinni og tónlistarmennirnir hafa alltaf verið klappaðir upp. Þá hefur Ragnar sungið „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“ og verður engin breyting á. Í fyrra flutti hann eft- irfarandi eigin kveðskap í lokin við góðar undirtektir: Nonni litli datt í dý og meiddi sig í „fótnum“. En hann varð aldrei uppfrá því, jafngóður í fótnum. „Þarna skiptir fyrsta orðið í þriðju línu mestu máli,“ segir Ragn- ar og leggur áherslu á orðið „en“. „Það var lítið minnst á þetta við veitingu Nóbelsverðlaunanna,“ heldur söngvarinn síkáti áfram. steinthor@mbl.is Hinir þrír fræknu Frá vinstri: Ragnar Bjarnason, Eðvarð Ingólfsson og Þor- geir Ástvaldsson bjóða upp á tónlistarguðsþjónustu á Akranesi í 11. sinn. Léttleikinn í fyrir- rúmi á Akranesi  Árleg tónlistarguðsþjónusta Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúum Akraness gæti fjölgað um 600 eða þar um bil þegar flutt verður inn í allar 218 íbúðirnar sem byggja á í tveimur fyrstu áföngum Skógahverf- is. Auk þess eru nú 218 íbúðir í bygg- ingu eða hönnun og 130 íbúðir verða á Dalbraut- arreit sem aug- lýstur verður á næstunni. Þegar fólkið flytur inn í allar þessar íbúð- ir má búast við að íbúum Akraness fjölgi um 1.300 til 1.400 og verði þá orðnir yfir 8.500. Alls bárust 44 umsóknir um sex par- og raðhúsalóðir og átta fjöl- býlishúsalóðir í Skógahverfi en Akranesbær hafði auglýst átta par- og raðhúsalóðir og tólf fjölbýlishúsa- lóðir til byggingar á samtals um 178 íbúðum. Mikil umframeftirspurn varð eftir par- og raðhúsunum en minni eftir fjölbýlishúsunum. Í þessu hverfi hefur einnig verið tekin frá lóð fyrir Bjarg íbúðafélag sem hyggst byggja þar hús með um 40 íbúðum til langtímaleigu fyrir tekjulágt vinn- andi fólk. Samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans verður gengið frá samningum um þá lóð á næstunni. Fleiri hverfi undirbúin Dregið verður úr umsóknum, þar sem fleiri en einn sækja um sömu lóð. Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri segir að mikil eftirspurn hafi ekki komið á óvart. „Hún er í sam- ræmi við það sem við höfum fundið, að mikil ásókn er í lóðir á Akranesi. Við sjáum á þessu að við þurfum að drífa í að skipuleggja fleiri par- og raðhúsalóðir.“ Hann telur einnig möguleika á að þeir sem ekki fá þær lóðir sem þeir sóttust helst eftir muni vilja aðrar lóðir sem ekki gengu út í fyrstu um- ferð. Hann bætir því við að á vegum bæjarins sé verið að undirbúa annað stórt verkefni, uppbyggingu á Dal- brautarreit í miðbæ Akraness, en þar verður gert ráð fyrir fjórum fjöl- býlishúsum með alls um 130 íbúðum. Stefnt er að útboði byggingarréttar um næstu mánaðamót. Fyrir utan þær lóðir sem nú er verið að byggja á og úthlutað er í Skógahverfi og á Dalbrautarreit er nokkur fjöldi tilbúinna lóða laus og verið að undirbúa lóðir fyrir 329 íbúðir á svokölluðum Sementsreit. Ekki er komið að úthlutun lóða á Sementsreit en uppbyggingu þar mun væntanlega fylgja ný bylgja íbúa. Líta til Akraness Að sögn Sævars Freys eru bygg- ingaverktakar farnir að leita eftir verkefnum á Akranesi og íbúar á höfuðborgarsvæðinu skoði Akranes sem kost til flutninga. Hann segir að ekki þurfi að byggja nýja grunnskóla eða leikskóla vegna fjölgunar á allra næstu árum. Unnt sé að stækka þá skóla sem fyrir eru. Huga þurfi að byggingu þriðja grunnskóla bæjarins þegar fjöldi íbúa verði kominn í 9 til 10 þúsund. Morgunblaðið/Árni Sæberg Akranes Lóðum er úthlutað í stórum stíl og byggingaverktakar og íbúar af höfuðborgarsvæðinu líta þangað eftir verkefnum og húsnæði. Þúsund manns á Skagann  Ásókn í lóðir á Akranesi  Lóðir í nýju Skógahverfi renna út  Lóðir á Dalbrautarreit verða auglýstar á næstunni og Sementsreitur er í undirbúningi Sævar Freyr Þráinsson Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS Í HÖRPU - SILFURBERGI FIMMTUDAGINN 15. FEBRÚAR KL. 8.30-12.00 HVAÐ VERÐUR UM STARFIÐ ÞITT? 8.30 Setning. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Ávarp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Færni er framtíðin: Hvað átt þú eftir að læra? Lilja Dögg Jónsdóttir, starfsmannastjóri Burning Glass Technologies. Hvað geta fyrirtæki gert? Jón Björnsson, forstjóri Festi. Amma, hvað er stundaskrá? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect. Hugvekjur Ragnar Kjartansson, listamaður. Fida Abu Libdeh, frumkvöðull og eigandi geoSilica Iceland. Marinó Páll Valdimarsson, teymisstjóri IoT og gervigreindar hjá Marel. Menntaverðlaun atvinnulífsins 2018. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir verðlaunin. 10.00 Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi. 10.30 Málstofur. Nánari dagskrá á sa.is. A) Hvað verður um byggðirnar? B) Tæknileg áhrif. C) Framlínan - tækni, hæfni og þjónusta. Fundarstjóri er Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Allir velkomnir – ekkert þátttökugjald Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.