Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is RENAULT CAPTUR INTENS nýskr. 07/2017, ekinn 2 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.190.000 kr. Raðnúmer 257380 NISSAN X-TRAIL ACENTA PLUS 2WD nýskr. 05/2017, ekinn 6 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Einkabíll! Verð 4.440.000 kr. Raðnúmer 257351 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is KIA SPORTAGE EX nýskr. 08/2016, ekinn 78 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 3.480.000 kr. Raðnúmer 257374 M.BENZ SPRINTER 316D L2H1 03/2012, ekinn aðeins 97 Þ.km, dísel, beinskiptur. Verð 2.590.000 kr. +vsk. Raðnúmer 257463 FORD TRANSIT 350 TREND L3 FWD nýr og ókeyrður dísel, 6 gíra. Verð 4.490.000 kr. + vsk. Raðnúmer 257474 - Eigum von á 4wd bílum. Laugavegi 26 ... nýjar vörur / verslunin.eva Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Marel, verðmætasta fyrirtækið í ís- lensku kauphöllinni, greindi frá því í fjárfestakynningu samhliða birtingu ársuppgjörs síns fyrr í vikunni, að fyrirtækið horfði nú til skráningar hlutabréfa félagsins erlendis. Til ráðgjafar yrði fenginn óháður alþjóðlegur ráðgjafi. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir í samtali við Morgun- blaðið að fyrirtækið, sem er búið að vera skráð í íslensku kauphöllina frá árinu 1992, hafi metnaðarfull áform um áframhaldandi vöxt og skráning erlendis gæti stutt við þá framtíðar- sýn. „Við erum núna að ráða óháðan alþjóðlegan ráðgjafa í þetta ferli, sem er mjög mikilvægt þar sem það eru mjög margir hagsmunaaðilar í skráðum félögum eins og okkar,“ segir Árni Oddur. Ekki á hverju strái Til að skýra nánar hvað átt er við með óháðum alþjóðlegum aðila af þessu tagi, segir Árni Oddur að þeir sem komi til greina séu bankar og ráðgjafarfyrirtæki sem ekki taka hlutabréfastöður og sjá ekki um skráningu hlutabréfa. Slíkir aðilar séu þó ekki á hverju strái. „Það má segja að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Við munum ljúka þessari ráðningu á næstu vikum, en eftir það munu líða einhverjir mán- uðir áður en einhver niðurstaða fæst.“ Árni Oddur segir að þrír mögu- leikar komi til greina. „Einn mögu- leikinn er að vera áfram skráður ein- göngu á Íslandi. Annar möguleikinn er það sem kallast tvískráning, „Cross Listing“. Því er reyndar oft ruglað saman við svokallað „Dual Listing“ (einnig kallað tvískráning á íslensku), en Dual Listing er það þegar tveir flokkar hlutabréfa verða til sem skráðir eru hvor í sinni kaup- höllinni. Cross Listing er hinsvegar það þegar form og efni hlutabréf- anna breytist ekki, en bréfin eru skráð í tvær kauphallir. Þriðji mögu- leikinn er svo afskráning af markaði hér á Íslandi og endurskráning í kauphöll erlendis.“ 1% tekna frá Íslandi Árni Oddur segir, spurður um hvaða kauphöll væri álitlegust yrði af skráningu utan Íslands, að al- mennt sé talað um að það sé heilla- vænlegast fyrir fyrirtæki að skrá sig þar sem þau hafa umtalsverða starf- semi og rekstur. „Við höfum víðtæka starfsemi í fjölda landa en aðeins 1% af tekjum félagsins kemur frá Ís- landi. Það er ekki verið að tala um að færa til höfuðstöðvarnar eða þess háttar. Við erum ákaflega stolt af okkar uppruna hér á Íslandi.“ Kauphöllin fær hæstu einkunn Árni Oddur segir að íslenska kauphöllin sé mjög góð kauphöll. „Skráning hlutabréfa Marels í Kaup- höllinni 1992 var gæfuspor til frekari framþróunar og vaxtar félagsins. Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi síðustu 25 ár hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í alþjóðlegt há- tæknifyrirtæki. Marel er í farar- broddi á heimsvísu í þróun og fram- leiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Fyrir þau fyrirtæki íslensk sem hyggja á skráningu á markað hér á landi, þá get ég gefið því hæstu einkunn,“ seg- ir Árni Oddur að endingu. 25 ára saga á Íslandi » Hefur farið úr 45 starfs- mönnum í 5.400 frá skráningu. » Vaxið úr sex milljónum evra í milljarð evra. » Markaðsvirðið þúsund- faldast. » Kauphallir veita mikilvægt aðhald við reksturinn. » Cross Listing þegar form og efni hlutabréfa breytist ekki, en bréf skráð í tvær kauphallir.  Alþjóðlegur ráðgjafi ráðinn á næstu vikum til að skoða skráningu Marels í erlenda kauphöll  Gæti verið afskráð hér 268 79 66 63 47 Fimm verðmætustu félögin í Kauphöllinni Markaðsvirði 8. febrúar 2018 Milljarðar króna Heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 866 milljarðar króna M yn d: M ar el 250 200 150 100 50 0 Marel hf. Icelandair Group hf. Reitir fasteignafélag hf. HB Grandi hf. Hagar hf. 268 ma.kr. Önnur félög 599 ma.kr. 30,9% Sjá þrjá möguleika ● Íslandsbanki og Félag kvenna í at- vinnulífinu (FKA) hafa undirritað nýjan samstarfssamning en bankinn hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins frá árinu 2010. Nýi samningurinn er til þriggja ára. Markmið samningsins er að stuðla að því að efla félagið og leggja áherslu á að miðla fjármálatengdri þekkingu og reynslu til félagskvenna í formi sam- vinnuverkefna, viðburða og fræðslu, að því er fram kemur í tilkynningu. FKA er félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi og eru um 1.100 konur í félaginu um land allt. Íslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili FKA Samningur Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og Rakel Sveinsdóttir frá FKA, og Birna Einarsdóttir og Edda Hermannsdóttir frá Íslandsbanka við undirritun samningsins. 10. febrúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 102.06 102.54 102.3 Sterlingspund 141.74 142.42 142.08 Kanadadalur 81.06 81.54 81.3 Dönsk króna 16.773 16.871 16.822 Norsk króna 12.879 12.955 12.917 Sænsk króna 12.614 12.688 12.651 Svissn. franki 107.87 108.47 108.17 Japanskt jen 0.9305 0.9359 0.9332 SDR 147.34 148.22 147.78 Evra 124.85 125.55 125.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.9288 Hrávöruverð Gull 1316.05 ($/únsa) Ál 2167.5 ($/tonn) LME Hráolía 65.28 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á STUTT ● Auður Björk Guðmundsdóttir og VÍS hafa komist að samkomulagi um starfs- lok hennar sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Þetta kemur fram í til- kynningu sem félagið sendi til Kaup- hallar í gær. Auður Björk hefur starfað hjá VÍS í 13 ár, lengst af sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Hún mun láta af störfum á næstu vikum og munu mál- efni sviðsins heyra tímabundið undir Helga Bjarnason, forstjóra félagsins. Auður hættir sem fram- kvæmdastjóri hjá VÍS ● Greiningardeild Arion banka og hag- fræðideild Landsbankans spá því báðar að vísitala neysluverðs í febrúar muni hækka um 0,7% á milli mánaða. Gangi spár bankanna eftir lækkar ársverðbólga úr 2,4% í 2,3%. Hagstofa Íslands mælir vísitölu neysluverðs í þessari viku og birtir niðurstöðuna þriðjudaginn 27. febrúar. Bankarnir spá 2,3% verðbólgu í febrúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.