Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 Falleg en varhugaverð Grýlukerti eru viðsjárverð, eins og óvætturin sem þau eru kennd við, því þau eiga það til að vera mannýg, ráðast á fólk og stanga í höfuðið. Þessi kerti eru í Breiðholti. Ómar Það er hljómgrunnur í samfélaginu fyrir auðveld- um patentlausnum. Dæmi er mikil umræða um stytt- ingu vinnuvikunnar. Allir græða – enginn borgar! Í þeirri orðræðu láist að nefna að dagvinnuvikan á Íslandi er sú næststysta í Evrópu. Því miður er byrjað á röngum enda. Heildarvinnutími er bæði dagvinna og yfirvinna. Heppilegast er að byrja á því að draga úr yfirvinnu – án þess að stytta næst stystu virku vinnuviku í Evrópu. Yfirvinna og álags- greiðslur eru séreinkenni íslensks vinnumarkaðar. Í orðræðunni eru borin saman epli og appelsínur en staðreyndir liggja á milli hluta. Umsaminn dagvinnutími á Íslandi er hvergi styttri í Evrópu, að Frakklandi undanskildu, og hann er styttri á Íslandi en í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Val um ráðstöfun svigrúms til hækkunar launakostnaðar Rauði þráðurinn í umræðunni er að með skemmri vinnutíma megi bæta samfélagið og stuðla að betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. En ákvörðun og útfærsla á vinnu- tíma á heima í kjarasamningum milli atvinnurekanda og samtaka starfsmanna. Viðræður um breyt- ingar á kjarasamningum byggjast á því hvort eða hve mikið svigrúm er til að auka launakostnað. Ef niður- staðan er sú að svigrúm sé til að auka launakostnað, og samkomulag er um að gera kjarasamning sem auki kostnaðinn, geta samningsað- ilar staðið frammi fyrir tveimur valkostum. Sá fyrri er sá, sem jafn- an er valinn, að einfaldlega að hækka launin. Sá síðari er að fækka umsömdum vikulegum vinnustundum á dagvinnukaupi og hækka tímakaupið þannig að viku- kaupið verði óbreytt. Valið snýst með öðrum orðum um hvort svig- rúmi til hækkunar launakostnaðar er varið til aukins kaupmáttar eða aukins frítíma. Staðreyndir um vinnutíma Á myndinni sést að árlegar vinnu- stundir í dagvinnu eru 1.632 og er þá miðað við 37 stundir á viku, 28 daga meðalorlof og 11,4 sérstaka frídaga. Fullt starf sam- kvæmt flestum kjarasamningum miðast við 37 klst. á viku, þ.e. vinna án kaffihléa. Hjá skrifstofufólki er virkur vinnutími 36 klst. og 15 mín. á viku. Annars staðar á Norðurlöndum er virkur vinnutími 37 klst. á viku. Lengri vinnudagur á Íslandi skýrist því ekki af fjölda dagvinnustunda sam- kvæmt kjarasamningum. Svigrúmi ráðstafað í hærri laun eða aukinn frítíma Ísland sker sig frá öðrum lönd- um vegna þess að um 15% launa eru greiðsla fyrir yfirvinnu en að- eins 1% í Danmörku. Ástæða mik- illa yfirvinnugreiðslna Íslandi er að skipulag vinnutíma ræðst af ósveigjanlegum kjarasamningum. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tillögur í síðustu kjarasamningslotu um að vinnutími yrði sveigjanlegri en það hlaut ekki hljómgrunn hjá stéttarfélögum landsins. Í kjara- samningum er tekist á um skipt- ingu verðmæta. Hingað til hafa fé- lög starfsmanna lagt áherslu á hækkun launa. Spurningin nú er hvort launafólk vilji breyta um áherslur í kjarasamningum. En það verður ekki bæði haldið og sleppt. Sama svigrúmið verður ekki nýtt tvisvar. Að halda öðru fram er lýð- skrum. Sveigjanleiki er allra hagur Það er auðveldast að stytta vinnutíma á vinnustöðum þar sem atvinnurekandi getur einfaldlega skert þjónustu við viðskiptavini án þess að það hafi áhrif á tekjur hans. Því verður varla komið við hjá fyrirtækjum á almennum mark- aði. Hjá hinu opinbera leiðir stytt- ing vinnuvikunnar til lakari þjón- ustu. Bætt skipulag og agi, styttri hlé og minni fjarvera vegna einka- erinda getur þó leitt til styttingar vinnudags þar sem því verður kom- ið við. En það er ekki algilt. Fyrir hagkerfið í heild þá eykst fram- leiðni ekki með styttingu vinnuvik- unnar. Framleiðni eykst hægum skrefum á löngum tíma þegar störfin verða skilvirkari vegna auk- innar færni fólks og tækniframfara. Annað er tálsýn. Samtök atvinnulífsins eru fylgj- andi því að atvinnurekendur leiti leiða til að bjóða upp á fjöl- skylduvænan vinnutíma. Kjara- samningar hamla þó breytingum á vinnustöðum þar sem of kostn- aðarsamt er að auka sveigjanleika starfsmanna til að skila vinnu sinni utan við skilgreindan dagvinnutíma í kjarasamningum. Greiðslur fyrir vinnu utan dagvinnutíma eru mjög háar á Íslandi samanborið við önn- ur lönd. Einnig er í samningum gert ráð fyrir hádegishléi til við- bótar greiddum kaffihléum. Það lengir vinnudaginn óhjákvæmilega. SA vilja gjarnan endurskoða ákvæði kjarasamninga um vinnu- tíma og álagsgreiðslur með það að markmiði að draga úr heildarvinnu- tíma starfsfólks, þ.e. samtölu dag- vinnu og yfirvinnu. Rokk í Reykjavík Bætt skipulag og styttri hlé kalla á aga og verkstjórn og gerir aukn- ar kröfur til stjórnenda. Í sömu viku og borgarstjórn Reykjavíkur ákveður að setja 2.200 starfsmenn til viðbótar í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar, ákveður sama borgarstjórn að kaupa þurfi meiri yfirvinnu af borgarstarfs- mönnum vegna manneklu. Þetta er í sömu viku! Aðferðin felst í því að vinnuveitandinn, Reykjavíkurborg, setur 15 m.kr. í pott til að kaupa yfirvinnutíma af starfsfólki sínu. Getur verið að kaupa eigi aukna yf- irvinnu af sömu starfsmönnum og vinna nú minni dagvinnu í þessu tilraunaverkefni? Það er nú verkefni stjórnenda Reykjavíkurborgar að gæta þess að nýju verklagi sé haldið og hlé frá vinnu falli ekki í sama horf og áð- ur. Það er efni í sérstaka rannsókn hvernig Reykjavíkurborg hefur hugsað sér að uppfylla löggjöf um jafnlaunavottun þegar þau hafa stytt vinnutíma 25% starfsmanna sinna – án þess að gera neinar breytingar hjá hinum 75%. Þeir sem styttri vinnutímann hafa fá greitt hærra tímakaup fyrir jafn- verðmæt störf. Áhugamenn fylgjast spenntir með. Gömul sannindi Það eyðist sem af er tekið og ekkert verður til úr engu. Stétt- arfélög hafa hingað til lagt meg- ináherslu á hækkun launa fremur en styttingu vinnutíma. Markmið með styttingu vinnutíma í Evrópu hefur, oftar en ekki, verið að draga úr atvinnuleysi – koma fleirum á vinnumarkað. Sú staða er ekki uppi á Íslandi heldur þvert á móti. Hér er skortur á starfsfólki. Atvinnu- leysi mælist um 2% og síðasta sum- ar voru 25 þúsund erlendir starfs- menn á vinnumarkaðnum. Hér vantar vinnandi hendur og fleiri vinnustundir til að sinna þeim arð- bæru störfum sem atvinnulífið skapar. Á almennum vinnumarkaði væri því eðlilegt að byrja á aðgerðum til að fækka unnum yfirvinnustundum og með því stytta heildarviðveru- tíma starfsmanna á vinnustað. Þannig yrði íslenskur vinnumark- aður í fararbroddi við að styðja fjölskylduvænt samfélag og fjölga gæðastundum fólks í faðmi fjöl- skyldunnar. Þegar því marki er náð getur stytting vinnuvikunnar úr 37 klst og fimm mínútum komist á dagskrá. En ekki fyrr. Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson »Á almennum vinnu- markaði væri því eðlilegt að byrja á að- gerðum til að fækka unn- um yfirvinnustundum og með því stytta heildar- viðverutíma starfs- manna á vinnustað. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Að stytta sér leið en enda úti í skurði Ársvinnutími samkvæmt Iögum eða kjara samningum í Evrópu árið 2014 Fjöldi unninna dagvinnutíma á ári Heimild: Eurofond, nema Ísland sem er áætlað af SA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.