Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 33
MESSUR 33á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 „Nú vakna ég útsofinn og hvíldur“ Skúli Sigurðsson Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Rannsóknir hafa sýnt að með þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur blöðruhálskirtill minnkað töluvert. Minnkar óþægindi við þvaglát Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. AKUREYRARKIRKJA | Eurovisionmessa kl. 11. Halla Ingvarsdóttir fjallar um trúar- og frið- arboðskap í júróvísjónlögum. Elvý Hreins, Birk- ir Blær og Eyþór Ingi flytja lög úr keppninni. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Sunnudaga- skóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Brúðuleikhús, biblíusaga og léttir söngvar. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Ingunn Björk Jónsdóttir djákni leiða stundina. Benjamín Gísli Einarsson leikur á flygilinn. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi leiða sam- verustund sunnudagaskólans. Eva Björk Valdi- marsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Ekkó-kórinn syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni að messu lokinni. ÁSTJARNARKIRKJA | Tónlistarguðsþjón- usta kl. 11, Ljós í myrkri. Kór kirkjunnar syng- ur undir stjórn Keiths Reed. Prestur er Kjartan Jónsson og meðhjálpari Sigurður Þórisson. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og sam- félag á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón hafa Sigrún Ósk og Guðmundur Jens. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Prestur Magnús Björn Björnsson. Organisti Örn Magnússon. Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja. Messuhópur fjögur þjónar í messunni. Gídeonmenn kynna félagið. Börnin eru í messunni í byrjun áður en þau fara niður í safnaðarsalinn. Umsjón með sunnudagaskólanum er í höndum Steinunnar Þorbergsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur. Ensk messa kl. 14. Sr. Toshiki Toma þjónar. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Tón- list og fræðsla. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni, Jónas Þórir og Pálmi leiða samveruna. For- eldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður verður Páll Skaftason, sem ásamt Gideon- félögum verður með kynningu á starfi félags- ins. Kór Bústaðakirkju syngur, Jónas Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða. Prestur Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Bára Friðriksdóttir þjónar fyrir altari. Organisti Sól- veig Sigríður Einarsson og Samkór Kópavogs leiðir söng. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð. Súpa og samfélag i safn- aðarsal að athöfn lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 (vigil- messa). DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Ólafur Jón Magnússon skólaprestur prédikar og þjón- ar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Næg gjaldfrjáls bílastæði aftan við Alþing- ishúsið og sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í um- sjón Sigurðar Jóns Sveinssonar og Áslaugar Dóru Einarsdóttur. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnar Arn- arsonar. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjartar- son og bassaleikari Guðmundur Pálsson. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tón- listina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Kór Gler- árkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Välja- ots organleikara. Umsjón með sunnudaga- skóla: Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir djákni. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Brúðuleikrit, sögur, söngvar og límmiðar. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurð- ardóttir og Aldís Rut Gísladóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sérstakur gestur er Ragnheiður Gröndal. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli, Daníel Ágúst, Ásta og Sóley taka á móti börnunum í messunni sem hefst kl. 11 og svo fara þau í sitt starf. Í messunni þjónar sr. María Ágústsdóttir ásamt messuþjónum. Samskot til Kristniboðsins. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og sönghópur frá Domus vox syngur. Kaffisopi á undan og eftir messu. Bænastund kl. 10.15. Hversdagsmessa á fimmtudag kl. 18.10-18:50. GRINDAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 11. Gí- deonfélagar segja frá starfi sínu. Kór Grinda- víkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rut- ar Káradóttur organista. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Kaffi eftir messu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Sig- urjón Árni Eyjólfsson. Organisti Hrönn Helga- dóttir og kvennakór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Sigurðar Óskars og Há- kons Darra. Kirkjuvörður Lovísa Guðmunds- dóttir. Kaffisopi í boði eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl 11. Barna- og unglingakórar kirkj- unnar syngja. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni. Hressing í safnaðarheimilinu á eft- ir. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harð- ardóttir æskulýðsfulltrúi þjóna. Hópur messu- þjóna og starfsfólk sunnudagaskólans að- stoða. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurð- ardóttur. Organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. Bænastund mánud. kl. 12.10. Fyrir- bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Ár- degismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Há- teigskirkju leiðir söng. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Kvöldguðsþjón- usta með kvikmyndatónlist kl. 20. Um tónlist- ina sér Kór Hjallakirkju undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur og Brassbands Reykjavíkur undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar. Hugleið- ingar flytja Sigfús Kristjánsson, Sunna Dóra Möller og Karen Lind Ólafsdóttir. Sunnudaga- skóli í safnaðarheimili kl. 11 í umsjá Mark- úsar og Heiðbjartar. HREPPHÓLAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Stefáns Þor- leifssonar organista. HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 14. Kirkju- kórinn og Keith Reed annast tónlistina. Tvö börn borin til skírnar. KÁLFATJARNARKIRKJA | Messa kl. 14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene, organista kirkjunnar. Meðhjálpari er Símon Rafnsson og prestur Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 í minningu sjóslyssins 8.1. 1988 er Bergþór KE 5 sökk. Bylgja Dís Gunnarsdóttir segir sög- una og flytur einsöng. Kórfélagar syngja undir stjórn organista. Sunnudagaskóli á sama tíma. Sr. Erla þjónar. Messu- og súpuþjónar ásamt fermingarforeldrum sinna þjónustu. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum undir stjórn Grímu Katrínar Ólafsdóttur og Birkis Bjarnasonar. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sókn- arprestur þjónar, söngfjelagið Góðir grannar syngur við messuna, stjórnandi þess er Egill Gunnarsson, organisti Magnús Ragnarsson. Jóhanna og Hafdís taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Heitt á könnunni eftir messu. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir org- anisti. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Helgistund með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista kl. 13, Betri stof- unni Hátúni 12. Miðvikudagur 14. 2. Öskudagsskemmtun barna l. 14. Fimmtudagur 15. 2. Vetrarferð eldri borgara kl. 11. Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, altarisganga og fyrirbænir. Súpa og samvera í safnaðarheimilinu á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellskirkju syngur undir stjórn Þórðar Sigurðssonar organista. Alt- arisganga. Sunnudagaskóli kl. 13 í umsjón Hreiðars Arnars Stefánssonar Zoega og Þórð- ar Sigurðssonar. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar leiðir söng ásamt unglingagospelkór Lindakirkju undir stjórn Ás- laugar Helgu Hálfdánardóttur. Sr. Dís Gylfa- dóttir þjónar. Mosfellskirkja í Grímsnesi | Öskudags- messa miðvikudag 15. febrúar kl. 20.30. Egill Hallgrímsson sóknarprestur og Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup annast prestsþjón- ustuna. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Barnastarfið hefst í kirkjunni og færist svo yfir í safnaðarheimilið. Umsjón hefur sr. Ása Laufey Steingrímsdóttir. Ari Agnarsson spilar undir. Hressing og sam- félag á kaffitorginu að lokinni messu og sunnudagaskóla. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 14. Sr. Pétur predikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Fé- lagar úr Fjárlaganefnd leiða messusöng og svör undir sjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Guðs- þjónusta kl. 11. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum. Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir. Kvöldmessa kl. 20, umsjón með tón- list hefur Jón Jónsson. Prestur Guðbjörg Arn- ardóttir. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Bára og Perla leiða samveruna. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predik- ar. Kór Seljakirkju syngur við undirleik Tóm- asar Guðna Eggertssonar organista. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjón- ar. Organisti safnaðarins leikur. Leiðtogar sjá um sunnudagaskóla. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safn- aðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir at- höfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. SÓLHEIMAKIRKJA | Kirkjuskóli laugardag- inn 10. febrúar kl. 14. Messa sunnudaginn 11. febrúar kl. 14. Sr. Sveinn Alfreðsson þjón- ar. Valdís Ólöf Jóndóttir prédikar. Organisti er Elísa Elíasdóttir. María K. Jacobsen fer með lokabæn. Kirkjuvörður er Eyþór Jóhannesson. Meðhjálpari er Valdís Ólöf Jónsdóttir. Boðið er upp á kaffi í Vigdísarhúsi eftir messuna. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 16. Kórinn Vox Felix, samstarfsverkefni kirknanna á Suð- urnesjum, syngur. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Guðsþjón- usta kl. 13.30. Organisti Ingi Heiðmar Jóns- son, Kirkjukórinn syngur. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Kór Vídal- ínskirkju leiðir safnaðarsöng. Jóhann Bald- vinsson leikur á orgel. Börnin sitja upphaf messunnar en fara síðan með leiðtogum í safnaðarheimilið. Molasopi og djús í messu- lok. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðs- þjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista. Prestur Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Maríu og Bryndísar. Hressing eftir guðs- þjónustur. Orð dagsins: Skírn Krists. (Matt. 3) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Tungufellskirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.