Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
✝ Ragna Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Haga á Höfn í
Hornafirði 4. mars
1931. Hún lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Skjólgarði á
Hornafirði 30. jan-
úar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Agnes
Bentína Moritz-
dóttir Steinsen frá
Krossbæ, Nesjum, f. 21.7. 1896,
d. 27.9. 1951, og Sigurður Ey-
mundsson frá Dilksnesi í Nesj-
um, f. 8.10. 1888, d. 24.3. 1956.
Systkini Rögnu eru: 1) Eymund-
ur, f. 11.8. 1920, d. 16.10. 1987,
2) Vilhjálmur, f. 7.8. 1921, d.
25.3. 2008, 3) Halldóra, f. 27.8.
1922, 4) Guðrún, f. 4.9. 1923, d.
9.9. 2008, 5) Björn, f. 10.10.
1924, d. 10.7. 2007, 6) Rannveig,
f. 16.8. 1926, d. 16.11. 2005, 7)
Valgerður, f. 7.12. 1927, d. 17.9.
2016, 8) Hulda, f. 4.3. 1931, d.
3.1. 2013, 9) Karl, f. 13.7. 1934.
Auk þess eignuðust Agnes og
Sigurður andvana fæddan
dreng árið 1933. Þrjú af systk-
inunum voru tekin í fóstur af
ættingjum í Nesjum.
Ragna giftist 25.12. 1957 Arn-
óri Sigurjónssyni, f. 16.7. 1926,
d. 15.9. 1979, frá Árbæ á Mýr-
Ingesman Hansen, f. 2.10. 1990.
3) Svava Arnórsdóttir, f. 26.1.
1963, búsett í Reykjavík. Fyrr-
verandi sambýlismaður Guð-
mundur Baldvinsson, f. 10.6.
1963, þeirra dóttir er Ragna
Guðrún Guðmundsdóttir, f. 24.8.
2002.
Ragna ólst upp hjá foreldrum
sínum í Haga í stórum systk-
inahópi. Hún fór í Húsmæðra-
skólann á Laugalandi í Eyjafirði
veturinn 1950-1951. Eftir lát
móður sinnar bjó hún í Haga
með föður sínum Sigurði og
yngsta bróður sínum Karli til
ársins 1955. Þá fluttist hún að
Brunnhól á Mýrum, þar sem þau
hjónin reistu nýtt íbúðarhús
1958 og byggðu upp allan húsa-
kost á jörðinni. Bjuggu þau
stórbúi, í fyrstu stunduðu þau
kartöflurækt og voru með sauð-
fé, en síðar komu þau upp stóru
kúabúi. Skömmu eftir að Arnór
lést eftir erfið veikindi árið 1979
seldi Ragna jörðina og flutti þá
aftur á bernskuslóðir á Höfn og
stundaði ýmis störf, m.a. í kjör-
búð og mötuneyti KASK, í slát-
urhúsi og saltfiskvinnslu og eft-
ir 1990 starfaði hún átta sumur
við Ferðaþjónustuna við Jökuls-
árlón og dvaldi þá sumarlangt á
Hala. Síðustu ár ævi sinnar
bjuggu þær Hulda tvíburasystir
hennar hlið við hlið í íbúðum
aldraðra í Mjallhvít á Höfn.
Útför Rögnu fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, 10. febrúar
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
Jarðsett verður í Brunnhóls-
kirkjugarði.
um. Dætur Rögnu
og Arnórs eru: 1)
Þorbjörg, f. 15.11.
1953, gift Fjölni
Torfasyni, f. 1.10.
1952, búsett á Hala
í Suðursveit. Synir
þeirra eru Kristinn
Heiðar, f. 20.4.
1973; Arnór Már, f.
26.2. 1975, í sam-
búð með Ann Mar-
ie-Louise Sara Jo-
hansson. f. 21.10. 1983, dætur
þeirra eru, Ingibjörg Matilda. f.
17.6. 2013, Vilma Ósk, f. 20.7.
2016; Vésteinn Fjölnisson, f. 1.9.
1981, í sambúð með Þóreyju
Gísladóttur, f. 23.8. 1984, sonur
þeirra er Fjölnir Freyr, f. 21.2.
2014; Ragnar Ægir Fjölnisson, f.
18.2. 1990, í sambúð með The-
resu Mariu Quinkler, f. 24.10.
1987. 2) Agnes Siggerður Arn-
órsdóttir, f. 16.6. 1960, búsett í
Árósum í Danmörku. Fyrri eig-
inmaður Olav Gaute Hellesö, f.
4.7. 1965. Synir þeirra eru:
Tómas Óskar Hellesö, f. 29.4.
1991, Rúnar Hellesö, f. 21.12.
1995, unnusta Pauline West-
gren, f. 11.1. 1996. Núverandi
eiginmaður Per Ingesman, f.
6.11. 1953. Þeirra sonur er Stef-
án Ingesman, f. 9.2. 2004. Sonur
Pers af fyrri sambúð er Filip
Elsku amma og langamma,
nú er komið að kveðjustund í
bili. Þegar við hugsum til baka
um ótal samverustundir flæða til
okkar minningar sem eiga það
allar sameiginlegt að veita bæði
gleði og hlýju. Æskuminningar
um heimsóknir á Silfurbrautina
litaðar miklum kærleik. Um
sambúðina heima á Hala og á
Silfurbrautinni með þinni ein-
stöku umhyggju. Og minningar
um ferðalög og samverustundir
með fjölskyldunni þar sem smit-
andi hlátur þinn stóð alltaf upp
úr og ekki síst notalegt spjall
með súkkulaðirúsínum þegar
maður heimsótti þig á Víkur-
brautina. Þú gast alltaf látið
okkur líða vel og alltaf munum
við þessa miklu gleði og hlýju
sem fylgdi því að fá að vera í
kringum þig. Það eru algjör for-
réttindi að hafa átt svona dug-
mikla og frábæra fyrirmynd
sem hefur mótað okkur meira
en nokkurn grunar. Og þó að
glaðværðin hafi heldur dvínað
síðasta árið í kjölfar mikilla
veikinda minnkaði aldrei þessi
hlýja sem fylgdi þér.
Með miklum söknuði kveðjum
við þig, elsku amma. Það huggar
okkur að hugsa til þess að núna
líður þér betur og að þú ert loks
komin í faðm Arnórs afa og
Huldu systur þinnar. Við efum
það ekki að þú takir hlýlega á
móti okkur þegar þar að kemur
eins og þú gerðir alltaf á þinn
einstaka hátt.
Guð blessi minningu þína.
Vésteinn, Þórey
og Fjölnir Freyr.
Elsku besta amma mín.
Nú ert þú farin í annan heim
þar sem þú hittir afa, Huldu
frænku og öll hin systkini þín.
Ég er svo óskaplega heppin að
hafa fengið þann heiður að deila
nafninu þínu með þér. Þú varst
algjör ofurkona og stóðst upp úr
öllum áföllum sem þú hefur far-
ið í gegnum og í raun ótrúlegt
hvað þú náðir háum aldri. Þú
varst ekki bara amma mín held-
ur líka besta vinkona mín. Ég
dýrkaði þig og dáði og þú ert
mín stærsta fyrirmynd. Þú hef-
ur í gegnum árin hvatt mig
áfram í öllu, hvort sem það er
skólinn, fótboltinn eða bara lífið
sjálft. Þú fylgdist alltaf með
þegar ég var að keppa og það
var ósjaldan sem þú kvaddir
mig með orðunum áfram Valur.
Við spiluðum mikið saman en
þér tókst aldrei að vinna mig í
spilum.
Ef ég hefði fengið eina ósk í
lífinu þá hefði ég óskað þess að
þú hefðir ekki fengið heilablóð-
fallið og hefðir getað talað við
mig lengur. En svona er lífið
ósanngjarnt en í leiðinni frá-
bært, ef maður hugsar um allar
skemmtilegu, fyndnu, yndislegu
og frábæru stundirnar sem við
erum svo heppnar að hafa feng-
ið að njóta saman. Amma mín,
þú varst klárasta kona í heimi.
Amma mín, þú varst fyndnasta
kona í heimi. Amma mín, þú
varst hjartahlýjasta kona í
heimi. Amma mín, þú varst
besta amma í heimi.
Ég kveð þig með þökk og
virðingu. Söknuðurinn er sár en
minningarnar margar og góðar.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Ragna Guðrún
Guðmundsdóttir.
Það var alltaf talað vel og fal-
lega um Rögnu föðursystur
mína heima í Vallanesi og af
mikilli virðingu vegna mann-
kosta hennar og persónuleika.
Jafnframt dáðist fólk að dugnaði
hennar og ósérhlífni.
Ég fékk svo að kynnast
frænku minni vel þegar ég átti
því láni að fagna að fara í sveit
til hennar og Adda tíu ára gam-
all. Í sveitinni dvaldi ég í fimm
mánuði án þess að hitta foreldra
mína eða systkini. Þó voru að-
eins rúmir tíu kílómetrar milli
Brunnhóls og Hafnar í sjónlínu.
Þetta er lýsandi dæmi um hvers
konar samgöngur fólkið bjó við
áður en mestu jökulvötnin hér í
héraðinu voru brúuð.
Sumardvölin varð reyndar
heillandi ævintýri fyrir strák
sem þurfti að hafa mikið fyrir
stafni. Ég er þakklátur fyrir
traustið sem þau sýndu mér
með því að láta mig ganga í flest
störf og snúninga sem fylgdu
búskapnum og þótti sjálfsagt í
þá daga og ekki síður að venja
mig af matvendninni. Sveitad-
völin var því einn samfelldur og
ómetanlegur skóli á þroskaferli
mínu. Mér er til efs að ég hafi
tekið út jafn mikinn þroska á
jafn stuttum tíma þegar ég var
að vaxa úr grasi.
Verkin voru fjölbreytt sem
þurfti að vinna og mörg hand-
tökin hjá ungum bændum sem
voru búnir að koma sér vel fyrir
þegar ég var í fóstri hjá þeim og
byggja upp myndarlegt kúa- og
fjárbú ásamt kartöflu- og rófu-
rækt á fáum árum. Jafnræði var
með þeim hjónum og gekk
Ragna í öll verk úti og inni af
kappsemi sem mér er sagt að
hún hafi erft frá foreldrum sín-
um. Æskuvinkonur Rögnu og
Huldu tvíburasystur hennar
minnast þess hvað þær systur
tóku ungar mikinn þátt í hús-
verkum í Haga. Verkin áttu að
ganga vel og hratt fyrir sig þar
sem börnin máttu líka taka til
hendinni.
Ragna fékk svo sannarlega að
takast á við áföll og erfiðleika.
Hún tók nærri sér fráfall for-
eldra sinna, en hún hafði sinnt
föður sínum af mikilli alúð eftir
að móðir hennar lést. Mesta
áfallið var að missa og kveðja
Adda, sem lést langt um aldur
fram eftir erfið veikindi. Hátt í
ár vék hún varla frá honum og
sinnti á aðdáunarverðan hátt.
Ragna stóð ekki ein og ber-
skjölduð, hún átti góða að og þá
kom sér vel að þeir höfðu líka
erft dugnaðinn hennar. Ragna
er ein af þessum hógværu
hvunndagshetjum sem maður
kynnist á lífsleiðinni og standa
af sér mótlæti og erfiðleika þeg-
ar mest á reynir.
Varla er hægt að minnast
Rögnu án þess að Hulda systir
hennar komi þar við sögu. Þær
voru samrýndar og alltaf til-
hlökkunarefni að fá þær saman í
heimsókn til okkar Vallanesfjöl-
skyldunnar og eiga góðar stund-
ir við ýmis tækifæri. Þær lífg-
uðu hressilega upp á
stemninguna og glaðværðina og
féllu vel inn í hópinn. Svo ég tali
nú ekki um fleyg tilsvör þeirra
sem orðin eru orðtök hjá okkur
sem kynntust þeim.
Ég á eingöngu góðar og nota-
legar minningar frá dvölinni út
á Mýrum og stend í ævarandi
þakkarskuld við Rögnu og
Adda, blessuð sé minning
þeirra.
Sömuleiðis eru fluttar hér
þakkir fyrir hönd okkar Valla-
nessystkina og fjölskyldna fyrir
samfylgdina um leið og við
sendum Þorbjörgu, Agnesi Sig-
gerði, Svövu, fjölskyldum þeirra
og öðrum sem eiga um sárt að
binda innilegar samúðarkveðjur.
Albert Eymundsson.
Þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín. Þessi orð úr Pré-
dikaranum segja allt sem segja
þarf. Lífið er gleði og sorg.
Ég upplifði mikla gleði með
þér frænka mín, þú varst
mamma númer tvö, enda ein-
eggja tvíburi á móti mömmu
minni. Þú stærðir þig reyndar af
því að hafa komið fimm mín-
útum á undan frú Huldu og þar
með værir þú eldri.
Þú stóðst svo sannarlega þína
vakt. Þið Arnór heitinn rákuð
myndarbú á Brunnhól á Mýrum
í mörg ár, en hann féll frá langt
um aldur fram. Blessuð sé
minning hans. Þar var gott að
vera. Ég gleymi því aldrei þegar
Sigga frænka lét mig keyra
traktorinn. Ég náði varla upp á
stýrið og keyrði niður girðingu.
Ég sé ennþá fyrir mér púka-
svipinn á andlitinu á henni. En
þetta var nú ekki vandamál.
Hvað er ein girðing á milli vina
og ég man ekki eftir að þú
skiptir um svip, frænka.
Hvort þú brostir bara ekki út
í annað. Já, það var margt brall-
að á Brunnhól og þar sá ég kálf
fæðast í fyrsta sinn. Ég var látin
vakta kúna og beið og beið og
beið. Svo fór allt að gerast og ég
hljóp inn í bæ öskrandi: Það eru
klaufir, það eru klaufir. Arnór
heitinn tók þessu með stóískri
ró, en sá svo sína sæng upp-
reidda þegar óhemjan vildi fá
hann og allt heimilisfólkið út til
að sjá þetta undur, og já koma
kálfi í heiminn.
Og Ragna mín sat ekki auð-
um höndum. Börnin urðu þrjú.
Þorbjörg, Agnes Siggerður og
Svava. Hún stóð, eins og kyn-
slóðir formæðra okkar hafa
gert, og sá um börn og bú af
miklum myndarskap. Allt gert
eftir efni og aðstæðum. Þetta
gerðu þær systur allar, sniðu
stakk eftir vexti. Allar höfðu
þær miklar gáfur, en ekki auð-
velt fyrir konur í þá daga að
ganga menntaveginn. En Rögnu
tókst þó að komast einn vetur í
Hússtjórnarskólann á Lauga-
landi.
Upphaflega planið var að þær
systur færu báðar, en þá vildi
ekki betur til en svo að mamma
varð ólétt að Óskari bróður.
Þær rifjuðu þetta stundum upp
og þá var mikið hlegið. Og það
kom alltaf glampi í augun á
frænku þegar þessi tími barst til
tals. Líf ykkar systra var svo
samtvinnað og það var aldrei
lognmolla í kringum ykkur. Við
áttum það til að syngja gömlu,
góðu lögin og auðvitað raddað.
Já og mikið hlegið. Þið systur
fenguð að njóta samvista á efri
árum ykkur til mikillar ánægju.
Þú varst einstök, mín kæra, og
takk fyrir allar góðu stundirnar
okkar. Ég gæti haldið endalaust
áfram, en þetta er gott.
Sá tími sem er liðinn kemur
ekki aftur og okkar er að halda
á lofti minningunni.
Nú eruð þið systur samein-
aðar og örugglega syngjandi.
Elsku Þorbjörg, Sigga, Svava
og fjölskyldur, ættingjar og vin-
ir. Megi allar góðar vættir vaka
og vera með ykkur. Mig langar
að kveðja elsku frænku með litlu
vísunni sem ég skrifaði fyrir
hana og hékk alltaf yfir rúminu
hennar:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Blessuð sé minning þín,
Ragna Sigurðardóttir.
Þín frænka,
Lovísa Kristín.
Í dag kveðjum við móðursyst-
ur mína, Rögnu Sigurðardóttur,
og þá renna ótal minningar um
hugann. Ragna frænka fæddist
ekki með silfurskeið í munni.
Hún ólst upp í stórum systk-
inahópi, byrjaði fljótt að vinna
og vann erfiðisvinnu alla sína
tíð.
Fyrsta áfallið dundi á henni
Ragna
Sigurðardóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR PÉTUR JENSEN
rafvirkjameistari,
lést fimmtudaginn 1. febrúar á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. febrúar
klukkan 13.
Edvard Ólafsson Pálína Oswald
Ólafur Valur Ólafsson Alma Möller
Halldór Ólafsson Katrín Sæmundsdóttir
Sveinn V. Ólafsson Sigríður Ísafold Håkansson
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HULDA JÓNASDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 3. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 16. febrúar klukkan 15.
Blóm og kransar er vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Heimahlynningu eða líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Edda Þórsdóttir Stefán Þór Felixson
Sif Þórsdóttir Trausti Elísson
Elís Þór og Þórhildur Anna
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BÁRA JACOBSEN,
áður til heimilis að Árskógum 6,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri miðvikudaginn
7. febrúar.
Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn
26. febrúar klukkan 13.
Soffía Jacobsen Ásvaldur J. Marísson
Egill J. Jacobsen Jóhanna S. Guðjónsdóttir
Auður Jacobsen Hjörtur Aðalsteinsson
Hilmar Jacobsen Elísabet Gestsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
VALGARÐ SIGMARSSON
bifreiðastjóri,
Sævangi 11, Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 7. febrúar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 16. febrúar
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Minningasjóð líknardeilda.
María Einarsdóttir
Valgarð Már Valgarðsson Dóra Björk Magnúsdóttir
Hafsteinn Valgarðsson Marit Káradóttir
Valdís Valgarðsdóttir Þorsteinn Eyjólfsson
Viggó Hólm Valgarðsson Benedikta Björnsdóttir
Hugrún Valgarðsdóttir Sævar Valdimarsson
Kristrún Rúnarsdóttir Martin Aleberg
Matthías Rúnarsson Lone Holm Hansen
afabörn og langafabörn