Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 42

Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 42
D agbjört S. Höskulds- dóttir fæddist í Stykk- ishólmi 10.2. 1948. Hún lauk landsprófi í Stykkishólmi. Dagbjört var verslunarmaður og skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Stykkishólms og kaupfélagsstjóri í afleysingum. Hún flutti á Tálknafjörð haustið 1983, var útibústjóri Kaup- félags Vestur-Barðstrendinga, flutti á Patreksfjörð 1985 og var aðstoð- arkaupfélagsstjóri Kaupfélags Vest- ur-Barðstrendinga, varð útibússtjóri Samvinnubankans í Grundarfirði 1986, og síðar Landsbankans til 1994. Þá festu þau hjónin kaup á verslun í því merka húsi, Sjávarborg, við höfn- ina í Stykkishólmi. Þar hafði verið rekin verslun frá 1937 auk þess sem í húsinu er góð íbúð. Þau tóku húsið í gegn, stækkuðu verslunina og ráku þar Verslunina Sjávarborg í 17 ár og Dagbjört í tæp tvö ár eftir að eig- inmaður hennar lést: „Þessi verslun seldi allt milli himins og jarðar,dró því töluvert að sér ferðafólk og þetta var erilsamur en skemmtilegur tími.“ Þau hjónin eru bæði ættuð úr eyj- um í Breiðafirði: „Við systkinin þrjú áttum Sellátur og nærliggjandi eyjar, skammt vestur af Stykkishólmi. Þar höfðum við og foreldrar okkar komið okkur upp sumarhúsi. Við hjónin áttum einnig í Bjarn- eyjum í norðri og hálft hús í Flatey, en þar var Eyþór, eiginmaður minn, fæddur og uppalinn. Nánast allur okkar frítími fór í að sinna og njóta eyjanna okkar. Þess vegna áttum við bát sem var okkur ómissandi. En við ferðuðumst víðar en milli eyja í Breiðafirðinum, vorum duglega að ferðast innanlands og utan. Þegar Dagbjört S. Höskuldsdóttir, fyrrv. kaupk. í Stykkishólmi – 70 ára Synirnir Dagbjört á Gran Canaria með sonum sínum, Aðalsteini Eyþóri og Höskuldi. Minnir svolítið á Sellátur. Athafna- og félags- málakona í Hólminum Dagbjört og Eyþór Á siglingu á Breiðafirði í blíðskapar veðri. 42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI SPEGLAR Framleiðum spegla eftir máli og setjum upp. Ég ætla að verja deginum með fjölskyldunni og síðan ætlumvið bjóða heim nokkrum vinum og ættingjum til að skálavið okkur og fagna áfanganum,“ segir Pétur Þorsteinn Ósk- arsson, en hann á 50 ára afmæli í dag. „Það er enda nóg til að fagna, Það er gaman að vera til, ég á góða fjölskyldu og vini og er í skemmtilegu starfi með góðu fólki. Tilveran er skemmtileg.“ Pétur er framkvæmdastjóri á samskiptasviði Icelandair og því liggur beint við að spyrja hvort það séu ekki einhver ferðalög á næstunni. „Við erum ekki búin að ákveða neitt með ferðir en það verður örugglega farið eitthvert út fyrir landsteinana í sumar, en við ferðumst einnig töluvert innanlands. Við hjónin eigum sameig- inlegt áhugamál sem er fluguveiði og reynum að gera eins mikið af því og við getum að fara í veiði. Það er búið að ákveða nokkrar ferðir í sumar og við förum alltaf í Svartá í Húnavatnssýslu með góðum vinum.“ Pétur tók mikinn þátt í stjórnmálum á háskólaárum sínum, en hann er bróðir Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi þing- manns og borgarstjóra. „Ég hef ennþá mikinn áhuga á þjóðmálum og fylgist á köflum vandræðalega mikið með þeim. Flest mín fé- lagsstörf núna tengjast samt starfinu,“ en Pétur situr meðal annars í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, Íslenska ferðaklasans og Am- erísk-íslenska viðskiptaráðsins. Eiginkona Péturs er Hulda Stefánsdóttir myndlistarmaður. Börn þeirra eru Stefán 15 ára og Steinunn Hildur 10 ára og dóttir Péturs er Aðalheiður Ósk 24 ára. Í New York Pétur með fjölskyldunni á Brooklyn-brúnni síðasta sumar. Tilveran er skemmtileg Pétur Þ. Óskarsson er fimmtugur í dag Reykjavík Garðar Þór Stefánsson fæddist 15. febrúar 2017 kl. 13.30. Hann vó 2.950 g og var 49,5 cm langur. For- eldrar hans eru Freyja Viðarsdóttir og Stefán Þór Eysteinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.