Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudaginn 11. febrúar kl. 14: Leiðsögn með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Tekið á móti umsóknum um sumartónleika LSÓ til og með 13. febrúar. Sjá www.lso.is Sunnudagsleiðsögn um sýninguna Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar 11. febrúar kl. 14 KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018 - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 - Valin verk úr safneign ORKA 14.9. - 29.4.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 13.5.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 1.3.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég hata ekki Söngvakeppnina. Ég elska hana. Sem tónlistaraðdáandi fæ ég bara tækifæri einu sinni á ári til að hnotabítast um viðlög og vers við Jóa á bolnum, ömmu mína og pitsusendilinn. Allir hafa skoðun, öll- um finnst þetta hræðilegt í upphafi en svo eru allir komnir saman í eina sæng undir rest, hvetjandi sitt fólk áfram, sem er pottþétt með besta lag í sögu keppninnar til þessa. Við erum auk þess að fara að mala keppnina úti, annað eru svik Aust- antjaldsmafíunnar. Samfélagsleg virkni keppninnar sem allir hata að elska og elska að hata er dásamleg. Hér er mín sýn á lögin sex sem verða flutt í kvöld. Ég mun skína Höfundar lags: Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Agnar Friðberts- son Höfundur texta: Þórunn Antonía Magnúsdóttir Flytjandi: Þórunn Antonía Magnúsdóttir Þórunn er hæfileikakona en ég er ekki að tengja við þetta lag. Eins einfalt og það gerist; Þórunn leggur boðskapinn upp í versinu og svo er farið í orkuviðlag þar sem hún „skín og ekkert stöðvar hana“. Hún syng- ur þetta vel og röddin er t.a.m. ríf- andi tilfinningarík í öðru versi. Lag- ið sem slíkt er fremur dauflegt, helst að fínasta trommuforritun gefi því kraft. Og það er það sem vantar hérna, meiri kraft einhvern veginn, meiri bombur. Lagið er nefnilega í nákvæmlega þannig sniði en það er eins og eitthvað hafi gloprast í út- setningunni. Ég og þú Höfundar lags: Sólborg Guðbrands- dóttir, Tómas Helgi Wehmeier og Rob Price Höfundur texta: Davíð Guðbrands- son Flytjendur: Sólborg Guðbrandsdóttir og Tómas Helgi Wehmeier Þekkilegasta smíð sosum, lág- stemmd ballaða sem hækkar lítið eitt undir restina. Maður heyrir í lágværum kassagítarstrokum, strengjum og píanói í fjarska. Glúrin brú undir restina (eftir mínútu tvö) brýtur ágætlega upp annars eintóna flæði – sem er furðu líflaust þegar allt er saman tekið. Það er eitthvað bogið við þetta allt saman, það er eins og það sé búið að stilla sæmi- lega upp en úrvinnslan er afskaplega máttlaus. Verst er að það heyrist nánast ekkert í Sólborgu út lagið og dúetta-konseptið því engan veginn að gera sig. Sjáum til hvað gerist í salnum, það er hægt að bjarga ýmsu með innblásnum flutningi. Heim Höfundur lags og texta: Þórunn Erna Clausen Flytjandi: Ari Ólafsson Ég er að fletta því upp á internet- inu hvort Ari sé mögulega fjar- skyldur ættingi meistara Josh Grob- an? Skyldi þó aldrei vera. Uppleggið er a.m.k. þannig; hvort heldur í söng, lagasmíðum eða texta. Þetta er klassískt söngvakeppnisform hérna, róleg og hvíslandi byrjun, þar sem stuðst er við píanó og svo endar þetta þremur mínútum síðar í al- gerri flugeldasprengingu. Líkt og með Groban eru menn ekkert feimn- ir við uppskrúfaða væmni (það fylgir þessu svæði) og eftir miðbikið flýgur Ari upp í eina almögnuðustu falsettu sem heyrst hefur í keppni þessari. Það er eitthvað við þetta, eldri söngvakeppnisáhorfendur eru líkast til fallnir fyrir drengnum, sjáum til með snapp-kynslóðina. Kúst og fæjó Höfundar lags og texta: Heimilis- tónar (Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Söngvabálið er svo bjart Hér verður fyrri skammtur þeirra laga sem keppa um sæti í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva settur undir smásjána. 900 9902 Sólborg og Tómas Helgi flytja dúettinn sinn Ég og þú. 900 9901 Þórunn Antonía Magnús- dóttir flytur lag sitt Ég mun skína. Söngvakeppnin 2018 Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverð- launanna í ár, samtals 14. Röðin er tilnefnd sem sjónvarpsefni ársins, leikið sjónvarpsefni, fyrir leikstjórn, handrit, leik kvenna í auka- hlutverki, kvikmyndatöku, klipp- ingu, hljóð, leikmynd, búninga, gervi og tónlist. Fast á hæla Föngum fylgir kvik- myndin Undir trénu með 12 tilnefn- ingar. Myndin er ásamt Svaninum og Vetrarbræðrum tilnefnd sem mynd ársins og síðan tilnefnd fyrir leikstjórn, handrit, leik í aðal- og aukahlutverki, klippingu, hljóð, brellur, leikmynd og tónlist. Þetta kom fram í gær þegar Ís- lenska kvikmynda- og sjónvarps- akademían (ÍKSA) kynnti tilnefn- ingar ársins. Alls verða veitt verðlaun í 26 flokkum auk heið- ursverðlauna á Edduverðlauna- hátíðinni sem fram fer 25. þessa mánaðar á Hótel Hilton Reykjavík Nordica og sýnd er beint á RÚV. Bætt hefur verið við einum flokki milli ára, þ.e. upptöku- eða útsend- ingastjórn. Líkt og á síðasta ári gefst almenningi kostur á að kjósa um sjónvarpsefni ársins. Alls sendu framleiðendur yfir hundrað verk í keppnina í ár, en gjaldgeng voru verk sem frumsýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. jan- úar til 31. desember 2017. Kvikmynd Svanurinn Undir trénu Vetrarbræður Leikstjórn Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svaninn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fyrir Undir trénu Ragnar Bragason fyrir Fanga Leikari í aðalhlutverki Elliott Crosset Hove fyrir Vetrar- bræður Jóhannes Haukur Jóhannesson fyrir Ég man þig Steinþór Hróar Steinþórsson fyrir Undir trénu Leikkona í aðalhlutverki Edda Björgvinsdóttir fyrir Undir trénu Gríma Valsdóttir fyrir Svaninn Heiða Rún Sigurðardóttir fyrir Stellu Blómkvist Leikari í aukahlutverki Lars Mikkelsen fyrir Vetrarbræður Sigurður Sigurjónsson fyrir Undir trénu Þorsteinn Bachmann fyrir Undir trénu Leikkona í aukahlutverki Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Fanga Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir Fanga Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir Fanga Handrit Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svaninn Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fyrir Undir trénu Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason fyrir Fanga Kvikmyndataka Jakob Ingimundarson fyrir Ég man þig Martin Neumeyer fyrir Svaninn Árni Filippusson fyrir Fanga Klipping Guðni Hilmar Halldórsson fyrir Stellu Blómkvist Kristján Loðmfjörð fyrir Undir trénu Valdís Óskarsdóttir, Sigurður Eyþórsson og Sverrir Kristjánsson fyrir Fanga Hljóð Björn Viktorsson, Frank Mølgaard Knudsen og Sylvester Holm fyrir Undir trénu Huldar Freyr Arnarson, Pétur Einarsson og Daði Georgson fyrir Fanga Tina Andreas fyrir Svaninn Tónlist Daníel Bjarnason fyrir Undir trénu Gunnar Örn Tynes og Örvar Smára- son fyrir Svaninn Pétur Ben fyrir Fanga Brellur Kontrast, Davíð Jón Ögmundsson, Sigurgeir Arinbjarnarson og Arnar Jónsson fyrir Stellu Blómkvist Pétur Karlsson fyrir Svaninn The Gentlemen Broncos, Alexander Stjarna Edda Björgvinsdóttir er tilnefnd fyrir leik sinn í Undir trénu, en myndin hlýtur alls 12 tilnefningar. Sería Heiða Rún er tilnefnd fyrir túlkun sína á Stellu Blómkvist, en serían hlýtur samtals átta tilnefningar. Fangar með 14 tilnefningar til Eddunnar  Undir trénu með 12 tilnefningar  Svanurinn með níu og Stella átta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.