Morgunblaðið - 10.02.2018, Side 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Nú um helgina lýkur í Metropoli-
tan-safninu volduga í New York
umtalaðri sýningu með virðulegt
heiti, Michelangelo – Guðdómlegur
teiknari & hönnuður. Og fram-
kvæmdin hefur heldur betur staðið
undir guðdómlegu nafninu því
undanfarna tvo mánuði hafa gest-
ir, sem flykkst hafa víðsvegar að,
getað virt fyrir sér og hrifist af
einstöku úrvali verka eins dáðasta
og áhrifamesta myndlistarmanns
og hönnuðar sögunnar, Michelang-
elos Buonarroti (1475-1564), á sýn-
ingu sem gagnrýnendur eru sam-
mála um að sé algjörlega einstök.
Áherslan er á teikningar og skiss-
ur meistarans en síðan hann lést
hefur viðlíka fjöldi þeirra aldrei
verið saman á sýningu og verður
það eflaust ekki meðan þeir sem
nú ganga um grundu eru á lífi.
Teikningin er grunnurinn
Eftir að hafa fylgst með frétt-
um um sýninguna og hafa lesið lof-
gjörð rýnis The New York Times
undir yfirskriftinni „Michelangelo
er guðdómleg stjarna sýningar-
innar sem enginn má missa af í
vetur“, þá var ljóst að ég yrði að
fara til New York. Og sýningin var
vissulega afar áhrifarík og upplýs-
andi um feril og vinnuaðferðir
listamannsins. Í rökkvuðum sölum
var búið að koma fyrir 133 teikn-
ingum, skissum og rissum Miche-
langelos. Endurreisnarmeistarinn
er þó ekki þekktastur fyrir teikn-
ingar heldur stórvirki á borð við
freskurnar á endavegg og í lofti
Sistínsku kapellunnar – ljós-
mynduð endurgerð þeirra er í lofti
stærsta salarins; fyrir málverk –
hér mátti meðal annars sjá hans
fyrsta fullkláraða verk, að talið er,
af pínslum heilags Antóníusar,
málað þegar hann var 13 ára; og
höggmyndir á borð við þá alkunnu
af Davíð í Flórens – sýndar eru
nokkrar minni höggmyndir og
uppköst að þríðvíðum verkum. Svo
var Michelangelo hönnuður og
arkitekt – á sýningunni er módel
hans og aðstoðarmanna af kapellu-
lofti. En undirstaða allra þessara
verka eru teikningar og þær eru
ekki margar til – Metropolitan-
safnið á til að mynda aðeins tvær.
En sýningarstjóranum tókst að
tryggja öll þessi verk að láni, riss
og skissur sem fullkláruð verk;
myndir sem sýna sumar hluta per-
sóna sem voru útfærðar í högg-
myndum jafnt sem freskum, sumar
sýna nafnkunnar persónur, og svo
er fjöldi arkitektúrískra teikninga
og skipulagsmynda. Og á sýning-
unni eru miklu fleiri verk en þessi,
eftir kennara, samstarfsmenn og
nemendur Michelangelos; allt verk
sem varpa ljósi á það listræna um-
hverfi sem hann ólst upp í og starf-
aði innan.
Tókst hið ómögulega
Sýningarstjórinn Carmen C.
Bambach, sem starfar við teikn-
ingadeild Metropolitan, hefur hlot-
ið verðskuldað lof. Hún hefur helg-
að líf sitt rannsóknum á verkum
Michelangelos og samtíðarmanna
hans og síðustu átta árin hefur hún
alfarið unnið að því að koma sam-
an þessari sýningu sem aðeins stóð
í tvo mánauði og flestir safnamenn
töldu ómögulega draumsýn. En
Bambach tókst þetta og sýningin
fer ekki víðar, sem er óvenjulegt í
sýningarhaldi stærstu safnanna í
dag. Ástæðan er til að mynda sú að
pappírsverkin eru afar viðkvæm
fyrir ljósi og ýmsu hnjaski og hafa
mörg söfnin sem féllust á að lána
teikningar áður lýst því yfir að
myndir Michelangelos yrðu aldrei
lánaðar. En þetta tókst – í staðinn
þarf Metropolitan að lána fjölda
meistaraverka úr safneigninni; eitt
evrópska safnið fær til að mynda
22 verk að láni fyrir 11 teikningar.
Tær og ástmenn
Á sýningunni rekja gestir sig
frá furðu þroskuðum æskuverkum
Michelangelos inn í heim lista-
manns sem er orðinn sannkallaður
meistari upp úr tvítugu. Fag-
urlega dregnar skissur fyrir stór-
virki eins og freskurnar eru
heillandi, teikningar af stórum
tám sýna hvernig þungi persón-
anna hvílir á þeim og hann hefur
endalaust velt fyrir sér vöðvum og
líkamsbyggingu. Sumar fegurstu
teikingarnar eru af ungum piltum
sem samkynhneigður listamað-
urinn hreifst af og vingaðist við og
skissurnar af minnisvörðum og
höllum eru einnig hrífandi í lip-
urlegum og örugglega dregnum
myndunum. Undir lok sýningar-
innar, sem tekur langan tíma að
skoða og sökkva sér í, eru nokkur
portrett samtímamanna af Michel-
angelo, gerð á tíma siðaskiptanna
hér á landi. Þar horfir hann til
gesta, dökkur yfirlitum, ábúðar-
mikill og stoltur – og hafði efni á
því. Enda óviðjafnanlegur meistari
sem var reistur enn einn minnis-
varði, nú í samtíma okkar, með
þessari sýningu.
»Undir lok sýning-arinnar, sem tekur
langan tíma að skoða og
sökkva sér í, eru nokkur
portrett samtímamanna
af Michelangelo, gerð á
tíma siðaskiptanna hér
á landi. Þar horfir hann
til gesta, dökkur yfirlit-
um, ábúðarmikill og
stoltur…
AFP
Gersemar Í stærsta sal sýningarinnar er í loftinu minnkuð eftirmynd hinnar frægu fresku Michelangelos í lofti
Sistínsku kapellunnar í Vatíkaninu. Á stöplun eru frumteikningar og riss af sumum hlutum verksins.
Windsor Castle; The Royal Collection / HM Queen Elizabeth II
Bogaskyttur Ein af frægum, fullgerðum teikningum Michelangelos.
Windsor Castle; The Royal Collection / HM Queen Elizabeth II
Líkamar Teikningin „Stúdía af þremur þrautum Herkúlesar“.
AFP
Brútus Ókláruð marmaramynd
sem Micelangelo vann að með
Tiberio Calcagni fyrir 1550.
Ástmaður? Rómað portrett af
Andrea Quaratesi, 1531-34.
Einstök sýning á einstökum verkum
The British Museum
Hvað er á fjölunum?
mbl.is/leikhus
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 2, 3.50, 6
Sýnd kl. 10.40Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5
ÓDÝRT Í BÍÓ
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS UM HELGINA.
ATH! TILBOÐSSÝNINGAR ERU MERKTAR MEÐ RAUÐU.
Sýnd kl. 1.40, 2.30,
3.50, 5.45
Sýnd kl. 8, 10.15
Opið alla daga vikunnar.
Viðburðardagatal á norraenahusid.is
Hlýlegtmenningarhús
í Vatnsmýrinni