Morgunblaðið - 10.02.2018, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Stórhríð og stormur í vændum
2. „Þín sök að ég er graður“
3. Sunna er í ótímabundnu farbanni
4. Koma ekki til Íslands vegna hótana
Íslenski saxófónkvartettinn heldur
tónleika á morgun kl. 17 í Kaldalóni í
Hörpu og eru þeir hluti af tónleika-
röðinni Sígildir sunnudagar. Á tón-
leikunum verður fluttur Saxófón-
kvartett (1995) eftir Philip Glass,
Songs for Tony (1993) eftir Michael
Nyman og nýjar útsetningar á verk-
um eftir Henry Purcell sem Peter
Tompkins útsetti fyrir hópinn.
Saxófónkvartett á
sígildum sunnudegi
Þóra Einars-
dóttir sópran og
píanóleikarinn
Peter Máté halda
Tíbrár-tónleika í
Salnum á morgun
kl. 20. Á efnis-
skránni verða
sönglög frá síð-
ustu öld og mun
Þóra syngja á fimm tungumálum:
ensku, ungversku, þýsku, frönsku og
rússnesku.
Þóra syngur á fimm
tungumálum í Tíbrá
Skáldsaga Jóns Kalmans Stefáns-
sonar, Harmur englanna, miðbókin í
þríleik sem hófst með Himnaríki og
helvíti, hefur verið bönnuð í Sádi-
Arabíu og fjarlægð úr bókaverslunum
þar í landi. Þríleikurinn hefur allur
verið þýddur á arabísku. Monica
Gram, umboðsmaður Jóns
Kalmans hjá Copenhagen
Literary Agency, kveðst
engar skýringar hafa
fengið á banninu. Bækur
Jóns Kalmans hafa nú
verið þýddar á 26
tungumál.
Harmurinn bannaður
í Sádi-Arabíu
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, hvassviðri og snjókoma á Austurlandi, en norðan-
og norðvestanlands eftir hádegi. Vaxandi norðvestanátt með snjókomu suðvestan- og
vestanlands, hvassviðri eða stormur síðdegis en rok syðst en jafnvel ofsaveður á Suð-
austurlandi í kvöld.
Á sunnudag Vestan hvassviðri, en fram eftir morgni er útlit fyrir storm eystra og jafnvel
rok í Öræfum. Víða snjókoma eða hríð og skafrenningur, en úrkomulítið suðaustanlands.
Hin bandaríska Lynetta Kizer, sem
fengið hefur bosnískan ríkisborg-
ararétt, gæti þreytt frumraun sína
fyrir landslið Bosníu í dag þegar það
mætir Íslandi í Sarajevo í undan-
keppni EM kvenna í körfubolta. Kizer
er með glæsta ferilskrá en hún gekk
nýverið í raðir Minnesota Lynx sem er
ríkjandi WNBA-meistari í Bandaríkj-
unum. »1
Bosnía með leikmann
WNBA-meistaranna
„Grindvíkingar voru slakir
en það er algjörlega ljóst að
þegar KR-liðið tekur sig til
þá er það í algjörum sér-
flokki. Brynjar Björnsson,
Jón Arnór og Pavel Ermol-
inski voru allir geggjaðir.
Kristófer hélt sýningu sem
enginn annar gæti boðið
upp á,“ skrifar Benedikt
Guðmundsson meðal ann-
ars í pistli eftir 17. umferð
Dominos-deildar karla. »2
Svona getur KR
verið í sérflokki
Langhlauparinn Hlynur Andrésson
frá Vestmannaeyjum er að ljúka
námi í Bandaríkjunum þar sem hann
hefur náð langt í 3.000 og 5.000
metra hlaupi og setti
Íslandsmet í fyrr-
nefndu greininni á
dögunum. „Eftir að
háskólanáminu lýk-
ur mun ég færa
mig upp í mara-
þon og götu-
hlaup. Mark-
miðið er að ná
ólympíu-
lágmarki,“ segir
Hlynur. »4
Stefnir á maraþon og
Ólympíuleika
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Úrslitaleikurinn í NFL er hápunkt-
urinn í ameríska fótboltanum ár
hvert og er fylgst með honum víða
um heim, en einn mikilvægasti leik-
urinn í íþróttinni hérlendis hefst
klukkan 20 í Kórnum í Kópavogi í
kvöld, þegar Einherjar og Carinth-
ean Lions frá Austurríki mætast.
Þetta er sjötti leikur Einherja í
yfirstandandi æfingaleikjaröð en
vinnist næstu tveir leikir eru miklar
líkur á því að liðið fái inngöngu í al-
þjóðlega deild í Evrópu. „Þá höfum
við sýnt að við erum á svipuðu róli
og liðin í evrópsku deildunum,“ seg-
ir Bergþór Phillipp Pálsson, vara-
formaður Einherja og leikstjórn-
andi liðsins.
Einherjar eru eina íslenska félag-
ið sem leggur stund á ameríska fót-
boltann. Félagið var stofnað 2009 en
um fjórum síðar voru keyptir bún-
ingar og starfið varð markvissara
og æfingarnar skipulagðari. „Áður
skiptum við bara í tvö lið og spil-
uðum svokallaðan snertibolta,“ seg-
ir Bergþór. Hann bætir við að eftir
að hafa fengið innanhússaðstöðu í
Fífunni hafi aðstaðan breyst til
batnaðar og nú æfi þeir og leiki í
Kórnum við góðar aðstæður.
Bandarískur þjálfari
Í þessari æfingaleikjahrinu hafa
Einherjar leikið fjóra leiki heima,
þann fyrsta í mars 2016, en fyrsti
útileikurinn var á móti spænska lið-
inu Mallorca Voltors í september
sem leið. „Okkur hefur gengið frek-
ar vel, unnum til dæmis fyrsta leik-
inn 50:0 og sigruðum spænska liðið
síðast, en þessi árangur hefur vakið
athygli í Evrópu,“ segir Bergþór.
Fyrir um þremur vikum fengu
Einherjar bandaríska þjálfarann
Mark Reeve frá Texas og hann
kemur aftur þremur vikum fyrir
næsta leik, sem verður í lok mars.
Bandaríkjamaðurinn Tim McGee
bættist einnig í hópinn fyrir
skömmu og nær líka næsta leik.
Bergþór segir að liðið hafi styrkst
mikið við þetta og aukin samkeppni
sé um stöður. „Við höfum verið að
æfa flóknari kerfi en áður,“ segir
hann, en um 35 leikmenn eru í
hópnum, íþróttamenn með grunn og
reynslu úr öðrum greinum eins og
fótbolta, handbolta og frjáls-
íþróttum.
Aðgangur er ókeypis í kvöld en
auk leiksins verður klappstýruhóp-
urinn Valkyrjur á sínum stað í hálf-
leik. Bergþór segir að aðsókn hafi
verið góð hingað til, yfir 500 manns,
og frábær stemning.
„Það er mikið í húfi og við
stefnum lengra,“ segir Bergþór.
Einn mikilvægasti leikurinn
Einherjar taka
á móti austurrísku
liði í Kórnum
Morgunblaðið/Hari
Æfing Einbeittir Einherjar ætla sér langt og undirbúa sig fyrir leikinn mikilvæga í Kórnum í Kópavogi í kvöld.
Kerfi Bandaríski þjálfarinn Mark Reeve frá Texas leggur línurnar.