Morgunblaðið - 12.02.2018, Page 1
M Á N U D A G U R 1 2. F E B R Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 36. tölublað 106. árgangur
RÓMANTÍSK
OG DAPURLEG
EFNISTÖK
ÖMURLEGASTI
DAGURINN?
BREYTT KLUKKA
SKREF Í ÁTT AÐ
BETRI SVEFNI
ÞRIÐJI MÁNUDAGUR ÁRSINS 12 KLUKKAN LEIÐRÉTT? 6SÓLVEIG MATTHILDUR 26
Aftakaveður var á landinu um helgina. Margir
sátu fastir vegna ófærðar, lokana, slysa og seink-
aðra eða aflýstra ferða. Hjá Icelandair og WOW
air er talið að um ellefu þúsund farþegar hafi
orðið fyrir truflunum vegna röskunar á flugi.
Tveir átta bíla árekstrar urðu í gær á suðvestur-
horninu og ýmis minni óhöpp um landið en engin
alvarleg slys á fólki. Víða voru vegir lokaðir og
hætta er á snjóflóðum á Vestur- og Norðurlandi.
Lögregla, Vegagerðin og björgunarsveitir stóðu
í ströngu við að sinna útköllum, leiðbeiningum
og lokunum. Rauði krossinn opnaði fjölda-
hjálparstöðvar á Kjalarnesi og Selfossi.
Morgunblaðið/Hari
Snertir ellefu þúsund flugfarþega
Mikið óveður gekk yfir landið um helgina og olli slysum og miklum töfum á umferð
M Kafaldsbylur og slæmt skyggni »4
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Stærstu lífeyrissjóðir landsins munu
ekki kaupa hlut í Arion banka á
grundvelli tilboðs sem Kaupskil,
stærsti eigandi hans, gerðu þeim
fyrir skemmstu. Þannig mun ekki
verða af kaupum þeirra í bankanum í
aðdraganda skráningar hans á
markað. Stærstu lífeyrissjóðir lands-
ins eru Lífeyrissjóður verslunar-
manna, Lífeyrissjóður starfsmanna
ríkisins, Gildi lífeyrissjóður og Birta.
Þetta herma áreiðanlegar heimildir
Morgunblaðsins.
Í Morgunblaðinu síðastliðinn mið-
vikudag var greint frá því að áhugi
sjóðanna á aðkomu að bankanum á
þessu stigi hefði reynst minni en
vænst var. Enn sem fyrr munu sjóð-
irnir skoða alvarlega þann mögu-
leika að eignast hlut í bankanum ef
honum verður fleytt á markað.
Tilboð Kaupskila til lífeyrissjóð-
anna byggðist á þeirri forsendu að
þeir myndu kaupa að minnsta kosti
5% hlut í bankanum á um níu millj-
arða króna. Nú þegar ljóst er orðið
að stærstu sjóðir landsins munu ekki
ganga að tilboði Kaupskila er talið
útséð með þátttöku annarra lífeyris-
sjóða enda er talið ósennilegt að þeir
hafi bolmagn til þess að fjárfesta í
stórum stíl í bankanum. Þar ráða
fjárhæðir ekki aðeins för heldur
einnig sú áhætta sem talin er fylgja
þeirri staðreynd að skráning bank-
ans er ekki í höfn. Enn á eftir að
hnýta lausa enda sem tryggja munu
skráninguna.
Kaupskil munu, með milligöngu
Kviku banka, enn standa í viðræðum
við tryggingafélög og aðra fagfjár-
festa um kaup í bankanum. Stefnt er
að því að ljúka þeim viðræðum fyrir
lok dags á morgun. Á miðvikudag
birtir bankinn ársuppgjör sitt fyrir
2017. Í dag tekur hluthafafundur Ar-
ion banka til afgreiðslu tillögu um
skilyrta arðgreiðslu og kaup á eigin
bréfum í bankanum að fjárhæð 25
milljarðar króna. Sú aðgerð er bund-
in því skilyrði að Kaupskil nái að
selja að minnsta kosti 2% hlut í
bankanum.
Kaupa ekki í bankanum
Stærstu lífeyrissjóðir landsins koma ekki að kaupum í Arion banka að sinni
Kaupskil reyna til þrautar að fá fagfjárfesta að eignarhaldinu fyrir útboð
Morgunblaðið/Eggert
Eignarhald Kaupskil vinna nú að því að losa um 57% hlut sinn í Arion banka.
Haustið 2015 lét dómnefnd reynslu
af lögmannsstörfum ráða dómara-
vali í Hæstarétt. Þrír sóttu um lausa
dómarastöðu og taldi nefndin Karl
Axelsson hæfastan.
Það var rökstutt með reynslu
Karls af lögmannsstörfum, m.a. fyr-
ir óbyggðanefnd.
Gunnlaugur Claessen var formað-
ur dómnefndar. Hann fór líka fyrir
dómnefnd vegna umsókna um dóm-
arastöður við Landsrétt.
Sigríður Á. Andersen dómsmála-
ráðherra gerði athugasemd við til-
lögu nefndarinnar. Taldi hún dóm-
arareynslu eiga að vega þyngra við
skipan dómara í Landsrétt.
Fór svo að Karl varð hæstaréttar-
dómari að tillögu nefndarinnar.
Hæstiréttur taldi hins vegar Sigríði
hafa farið gegn stjórnsýslulögum
þegar hún tilnefndi dómara við
Landsrétt.
Stefán Már Stefánsson, lagapró-
fessor við Háskóla Íslands, var með-
al dómara sem dæmdu í máli Sigríð-
ar við Hæstarétt. Hann sat í réttar-
farsnefnd þegar nefndin mælti gegn
valdi ráðherra við dómaraval.
baldura@mbl.is »9
Morgunblaðið/Golli
Skipun Nokkur styr hefur staðið
um skipanir dómara að undanförnu.
Mælti
gegn valdi
ráðherra
Dæmdi einnig í
máli gegn honum
Í nýrri lands-
áætlun er gert
ráð fyrir að um
tveimur millj-
örðum króna
verði varið til
uppbyggingar á
innviðum á
ferðamannastöð-
um næstu þrjú
árin. 660 millj-
ónum yrði því
varið ár hvert til ársins 2020 en auk
þess hafa 100 milljónir verið eyrna-
merktar uppbyggingu við Dynj-
anda og Geysi. Sérstök áhersla er
lögð á að efla landvörslu en um 300
milljónir króna eru eyrnamerktar í
það til viðbótar við landvörslu á
vegum stofnana ríkisins. Ætlunin
samkvæmt verkefnaáætlun er að
„bæta stýringu umferðar ferða-
manna innan svæða, auka öryggi
ferðamanna og bæta upplýs-
ingagjöf til þeirra“. »2
Innviðir ferða-
mannastaða bættir
Frí Auka á öryggi
ferðamanna.