Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Framtíð skólans skoðuð
Flutningur Tækniskólans skoðaður á næstu misserum Starfsemin er nú á átta
stöðum á höfuðborgarsvæðinu Fasteignamat bygginganna um 4,5 milljarðar króna
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Skólinn þarf ekki að vera á einum
stað en það er auðvitað æskilegra,“
segir Jón B. Stefánsson, fráfarandi
skólameistari Tækniskólans, um
hugsanlega flutninga skólans í nýtt
húsnæði á næstu árum. Í dag er
starfsemi skólans á átta stöðum á
höfuðborgarsvæðinu, m.a. á verð-
mætu byggingarlandi við Háteigsveg
og Frakkastíg, en heildarstærð
bygginga skólans er um 25.000 fm.
Samkvæmt fasteignaskrá eru lóðir
skólans við Frakkastíg tæpir 10.000
fermetrar og fasteignamat bygging-
anna um tveir milljarðar króna. Þá er
lóð Sjómannaskólans, sem er á veg-
um Tækniskólans, við Háteigsveg
u.þ.b. 7.000 fermetrar að stærð og
fasteignamat bygginganna tæpur
milljarður króna. Þar að auki er skól-
inn með byggingar í Árleyni, Flata-
hrauni, Grjóthrauni, Reykjavíkur-
flugvelli, Barónsstíg og Skeljanesi,
en fermetrafjöldi lóðanna er talinn
vera í kringum 8.500 og fasteignamat
bygginganna samtals um 1.500 millj-
ónir króna.
Jón segir að þrátt fyrir góðar stað-
setningar hafi enginn þrýstingur ver-
ið settur á af hálfu ríkisins, sem á lóð-
irnar, um flutning úr núverandi
húsakynnum. „Það var ákvörðun
stjórnar skólans að skoða ýmiss kon-
ar mál, m.a. húsnæðismál. Það er
ekkert sem ríkið kemur að sem
stendur en auðvitað gæti það gerst á
seinni stigum,“ segir Jón.
Formleg vinna hefst í sumar
Jón mun láta af störfum sem skóla-
meistari 1. júní nk. og einbeita sér al-
farið að sérverkefnum sem lúta að
húsnæðismálum og skólaþróun, auk
annarra verkefna er snúa að framtíð
skólans. „Ég er ennþá í fullu starfi
sem skólameistari og þessi verkefni
eru hugsuð í beinu framhaldi af því.
Þetta eru margskonar verkefni sem
snúa ekki eingöngu að húsnæðismál-
um skólans heldur ýmsu sem viðkem-
ur því hvernig best er að hátta hlut-
unum til framtíðar,“ segir Jón.
Spurður hvers vegna ákveðið hafi
verið að hefja skoðun á þessum mál-
um nú segir Jón að sú ákvörðun hafi
verið tekin af stjórn skólans. „Það var
tekin innanbúðarákvörðun um að
skoða málin í heild. Við erum auðvit-
að með byggingar og starfsemi á
mjög mörgum stöðum og það er verið
að skoða hvað sé best að gera í þeim
málum,“ segir Jón og bætir við að
frekari fregna gæti verið að vænta
síðar á þessu ári. „Við ætlum að velta
þessum málum fyrir okkur en það
gæti orðið eitthvað meira að frétta
seinna á árinu. Það verður hins vegar
ekki fyrr en á nýju ári sem það fer
eitthvað í gang af fullum krafti,“ seg-
ir Jón.
Morgunblaðið/Ómar
Tækniskólinn Flutningur skólans er meðal þess sem skoðað verður nú í sumar þegar formleg vinna hefst.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Verja á rúmum tveimur milljörðum
króna til uppbyggingar innviða á
ferðamannastöðum næstu þrjú árin.
Þetta kemur fram í nýrri landsáætl-
un sem unnið er að um það hvernig
byggja eigi upp helstu innviði til
verndar náttúru og menningarsögu-
legum minjum hér landi. Landsáætl-
un þessi er stefnumarkandi til tólf
ára um gerð innviða á ferðamanna-
stöðum og verður á endanum lögð
fram sem þingsályktunartillaga til
samþykktar á Alþingi.
Drög að þessari landsáætlun hafa
verið sett fram til umsagnar á ný-
stofnaðri samráðsgátt stjórnvalda.
Þar geta allir kynnt sér drögin nánar
og skrifað umsögn. Þetta ferli er op-
ið fram til 26. febrúar næstkomandi.
Í verkefnaáætlun sem fylgir þess-
ari landsáætlun eru settar fram til-
lögur að verkefnum á ferðamanna-
stöðum, sem lagt er til að njóti
stuðnings 2018-2020, auk tillagna um
eflda landvörslu. Samhliða lands-
áætluninni eru kynnt drög að um-
hverfisskýrslu.
100 milljónir aukalega í ár
Eins og áður segir skal rúmum
tveimur milljörðum varið á árunum
2018-2020, 660 milljónum ár hvert,
en ferðamálaráðherra hefur eyrna-
merkt 100 milljónir aukalega í ár til
uppbyggingar við Dynjanda og
Geysi.
Lagt er til að langstærsti hluti
fjárveitingarinnar, um 1,5 milljarðar
króna, fari til uppbyggingar ýmis-
konar efnislegra innviða á skil-
greindum ferðamannastöðum og
ferðamannaleiðum. Sérstök áhersla
er lögð á að efla landvörslu. Rúmar
300 milljónir króna eru eyrnamerkt-
ar í það og er sú upphæð viðbót við
þá landvörslu sem fyrir er á vegum
stofnana ríkisins.
„Með markvissri landvörslu er
hægt að bæta stýringu umferðar
ferðamanna innan svæða, auka ör-
yggi ferðamanna og bæta upplýs-
ingagjöf til þeirra,“ segir í drögum
að verkefnaáætlun. „Auk þess er
landvarsla heppilegur „óefnislegur
innviður“ á stöðum þar sem ekki rík-
ir einhugur um uppbyggingu efnis-
legra innviða eða þar sem deilur
standa um ábyrgð eða eignarhald,“
segir þar ennfremur.
Tveir milljarðar í inn-
viði ferðmannastaða
Drög að landsáætlun um uppbyggingu til tólf ára kynnt
Morgunblaðið/Ómar
Örtröð Það er jafnan margt um manninn við Geysi og bregðast þarf við.
Opið ferli
» Opinn kynningarfundur um
landsáætlunina verður haldinn
á fimmtudaginn klukkan 13.30
í atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytinu, Skúlagötu 4.
» Hægt er að kynna sér efnið
á samráðsgátt stjórnvalda
sem opnuð var í síðustu viku.
Markmið hennar er að auka
gagnsæi. Þar geta allir sent
inn umsögn eða ábendingar.
Slóðin er samradsgatt.is-
land.is.
Samningar náðust milli Icelandair
og Félags íslenskra atvinnuflug-
manna í fyrrakvöld, en samningur-
inn sem var undirritaður gildir til
31. desember 2019. Hann fer nú í
kynningu og atkvæðagreiðslu hjá
FÍA.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandair, segir að jákvæð skref
hafi verið stigin með samningnum
og ekki sé síður mikilvægt að samn-
ingsaðilar séu sammála um að halda
áfram vinnu á sömu nótum í fram-
haldi af undirritun samninga. Þá er
haft eftir Örnólfi Jónssyni, formanni
FÍA, að með samningnum sé unnið
að sameiginlegum hagsmunum Ice-
landair og FÍA sem sé afar ánægju-
legt. „Þannig má segja að kveðið
hafi við nýjan tón sem markar nýtt
upphaf í sameiginlegri vegferð FÍA
og Icelandair,“ sagði Örnólfur.
Nýr samningur við WOW air
Nýr kjarasamningur Flugfreyju-
félags Íslands og WOW air hefur
einnig verið undirritaður. Samn-
ingar hafa verið lausir síðan 1. októ-
ber 2016, en nýr samningur mun
gilda til 30. september 2020. Ráð-
gert er að atkvæðagreiðsla um hann
fari fram á næstu dögum.
Þetta er annar kjarasamning-
urinn sem gerður hefur verið við
WOW air, en félagið felldi fyrri
samninginn í desember. Orri Þrast-
arson, varaformaður Flugfreyju-
félagsins, segist þó bjartsýnn á að
samningurinn verði staðfestur.
Samningar
náðust um
helgina
Flugfélögin sömdu
Atkvæðagreiðsla um mögulega úr-
sögn VR úr Landssambandi versl-
unarmanna og ASÍ mun að öllum lík-
indum fara fram í haust. Þetta segir
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fé-
lagsins, í samtali við Morgunblaðið.
Ragnar ráðgerir að trúnaðarráð
VR muni koma saman tvívegis á
næstunni og fara yfir stöðuna.
„Trúnaðarráð mun halda tvo fundi.
Annar fundurinn verður nýttur í að
kynna kosti og galla þess að vera
innan eða utan ASÍ og sá seinni til að
taka endanlega ákvörðun um fram-
haldið,“ segir Ragnar og bætir við að
hann telji félagsmenn skiptast í þrjá
hópa; fólk sem sé óánægt með for-
ystu ASÍ og
flokksmenn sem
telji VR geta ver-
ið sterkt sjálf-
stætt. „Þá er
þriðji hópurinn
sem finnst okkur
vera best borgið
við núverandi
skipulag, en ég
tel að það sé afar
þröngur hópur,“
segir Ragnar. Að sögn Ragnars
verða næstu skref í málinu unnin á
faglegan hátt í baklandi félagsins áð-
ur en þau verða kynnt félagsmönn-
um í haust. aronthordur@mbl.is
Greiða atkvæði um
úrsögn úr ASÍ í haust
Ragnar Þór
Ingólfsson