Morgunblaðið - 12.02.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Að vera í takt við sína innri
klukku og vakna í dagsbirtu hef-
ur jákvæð áhrif á flesta. Almennt
erum við orkumeiri og líður bet-
ur þegar ástandið er þannig,“
segir Erla Björnsdóttir sálfræð-
ingur. Hún er meðal fólks í
starfshópi heilbrigðisráðherra
sem leggur til leiðréttingu
klukku til samræmis við gang
sólar.
Frá árinu 1968 hefur á Ís-
landi gilt svonefndur miðtími
þannig að klukkan er ekki í sam-
ræmi við gang sólar, sem rís og
sest klukkustund síðar en ef mið-
að er við rétt tímabelti. Vill
starfshópurinn því færa tímann
fram um eina klukkustund og
mun ráðherra kynna minnisblað
þar að lútandi fyrir ríkisstjórn á
næstunni.
Tímans hjól í rugli
Rannsóknir benda til að nú-
verandi tímakerfi hafi neikvæð
áhrif á heilsufar; klukkan í
kroppnum þurfi birtuboð til að
halda réttum takti og þar ráði
sólarupprás miklu. Sé tímans
hjól í rugli aukast líkur á ýmsum
sjúkdómum, svo sem offitu, syk-
ursýki og hjarta- og æða-
sjúkdómum. Sömuleiðis getur
þetta haft áhrif á framleiðni í at-
vinnulífinu og skólastarf.
„Íslenskir unglingar fara
seinna að sofa en jafnaldrar er-
lendis en byrja daginn á sama
tíma og þeir. Af því leiðir minni
svefn en ella. Of lítill svefn hefur
síðan margvísleg neikvæð áhrif á
líkamlega og andlega heilsu sem
og félags- og fjölskyldulíf. Al-
mennt er það svo að Íslendingar
eru lengur í gang á morgnana en
aðrir og upplifa gjarnan slen og
orkuleysi,“ segir Erla.
Starfsemi mannslíkamans
sveiflast eftir 24 stunda dægur-
takti. Líkamsklukkan stillir sig
eftir ýmsum merkjum og þar er
dagsbirtan mikilvægust. Sé fólk
lengi í myrkri fer líkamsklukkan
smám saman úr takti; seinkar
sér, því hún hefur ekki birtu til
að stilla sig eftir.
„Það er dægursveifla í allri
starfsemi líkamans. Hjá flestum
er einbeiting til dæmis mest fyrir
hádegi en viðbragðsflýtir upp úr
hádegi og vöðvastyrkur mestur
síðdegis. Unglingar eru með
seinkaða dægursveiflu frá nátt-
úrunnar hendi og svo bætist ís-
lenska tímaskekkjan við. Krakk-
ar sofa lítið á virkum dögum en
bæta sér það upp um helgar. Því
myndi leiðrétting gagnast þess-
um hópi vel og A-týpur aðlagast
fljótt,“ segir Erla og bendir á að
sé klukkan færð fram um
klukkutima geti krakkar farið í
skólann í björtu nær allt skóla-
árið.
Í minnisblaði starfshópsins
segir að Íslendingar fari seinna
að sofa en aðrar þjóðir almennt
gera. Þar segir Erla að ráði
rangur tími að nokkru; við séum
óbeint að nýta okkur birtuna
meðan hennar nýtur við. Aðrir
þættir sem hafa áhrif á svefn- og
vökutíma séu skjánotkun, hreyf-
ing, mataræði og lífsstíll fólks al-
mennt. Þessir þættir eru líka fyr-
ir hendi í löndunum í kringum
okkur en það sem eftir stendur
hér er rangur tími. „Leiðrétting
klukkunnar leysir ekki allan
vanda tengdan svefni þjóð-
arinnar en er mikilvægt skref í
að bæta lýðheilsu,“ segir Erla,
sem er bjartsýn á að tillögur
starfshópsins fái brautargengi.
Slá met í því að sofa vel
„Þessi umræða hefur verið
tekin oft áður og þeir sem vilja
breytta klukku hafa lýðheilsu-
sjónarmið að leiðarljósi. Þeir sem
eru á móti vísa flestir til við-
skiptalegra hagsmuna, sem er at-
hyglisvert,“ segir Erla. „Ég tel
að breytt klukka sé fyrsta skref-
ið í átt að góðum svefni Íslend-
inga. Næsta skref er svo að stór-
auka fræðslu um mikilvægi
svefns, sem ræður svo miklu um
heilsu okkar. Því miður held ég
að skjánotkun Íslendinga sé of
mikil, koffínneysla oft óhófleg og
streita gríðarleg og allt þetta
hefur áhrif á svefn. Því miður
tökum við of lítið á þessum þátt-
um og bregðumst of oft við með
því að gefa fólki svefnlyf. Því
verður að breyta og mig dreymir
um að efla forvarnir, breiða út
boðskap um góðan nætursvefn
og sjá Íslendinga slá met í því að
sofa vel.“
Klukkan verði leiðrétt og færð fram fyrir lýðheilsu þjóðarinnar
Morgunblaðið/Ófeigur
Blundur Ég tel að breytt klukka sé fyrsta skrefið í átt að góðum svefni
Íslendinga, segir Erla Björnsdóttir.
Dagsbirta er nauðsyn
Erla Björnsdóttir fæddist
1982. Lauk BA-prófi í sálfræði
frá HÍ 2007 og kandídatsprófi
frá Háskólanum í Árósum
2009. Er doktor í líf- og lækna-
vísindum.
Með öðrum stendur Erla að
sálfræðiráðgjöfinni, hún hefur
haldið fjölda fyrlestra og nám-
skeiða en sem sálfræðingur
býður hún ráðgjöf við svefn-
leysi, þunglyndi, kvíða, lélegu
sjálfsmati og öðru.
Hver er hún?
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Eikarbáturinn Saga SU 606 sökk
við bryggju á Breiðdalsvík um þrjú-
leytið í fyrrinótt. Talið er að bát-
urinn hafi verið mannlaus en hann
er gerður út á sumrin í ferðaþjón-
ustu.
Saga er 21 brúttótonn og var
smíðuð árið 1979 á Fáskrúðsfirði
sem fiskibátur. Hún hefur verið í
eigu Hótels Bláfells á Breiðdalsvík
frá árinu 2013.
„Við vitum ekkert hvað gerðist.
Vinnan í dag fór í að bjarga lausa-
munum sem flutu upp í höfninni.
Þetta er tuga milljóna tjón, við erum
búin að bóka ferðir næstu fimm ár,
en við gerum Sögu út í skemmti-
ferðir í tengslum við hótelreksturinn
frá maí til september,“ að sögn eig-
anda hótelsins, Friðriks Árnasonar.
Búið sé að tilkynna tjónið til
tryggingafélagsins og frekari vinna
við næstu skref byrji í dag þegar
vinnuvikan hefst, en það muni m.a.
þurfa að ná bátnum á flot til að
rannsaka hvers vegna hann sökk.
Lögreglan á Austurlandi fer með
rannsókn málsins.
Sökk í höfninni
Eikarbáturinn Saga SU 606 sökk við
bryggju á Breiðdalsvík í fyrrinótt
Ljósmynd/Hrafnkell Hannesson
Sokkin Tómlegt við bryggjuna.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Áætlaður kostnaður við fram-
kvæmdir á vegum Landsvirkjunar á
árinu 2018 er í heild sinni um 8,6
milljarðar króna.
Magnús Þór Gylfason, yfirmaður
samskiptasviðs Landsvirkjunar,
segir að stærstu verkefnin séu
vegna nýjustu virkjananna, Þeista-
reykjavirkjunar og stækkunar Búr-
fells. Seinni 45 MW vél Þeista-
reykjastöðvar mun fara í rekstur í
vor og í framhaldi af því verður unn-
ið að frágangi á svæðinu.
Áætlað er að gangsetja Búrfells-
stöð II í sumar og verður einnig unn-
ið að frágangi þar síðar á árinu.
Uppsett afl Búrfellsstöðvar II verð-
ur 100 MW. Við hönnun og byggingu
er gert ráð fyrir að síðar verði hægt
að stækka stöðina um allt að 40 MW.
Á verkstað eru núna um 190
manns við vinnu.
Samanlagt er áætlað að fari um
sex milljarðar króna í þessi tvö verk-
efni á árinu, eða sem nemur tæpum
70% af áætluðum heildar-fram-
kvæmdakostnaði ársins.
Önnur verkefni snúa meðal ann-
ars að endurnýjun á vél- og rafbún-
aði gömlu gufuaflsstöðvarinnar í
Bjarnarflagi, sem komin er til ára
sinna, segir Magnús Þór.
Líkt og á hverju ári verður einnig
farið í fjölmörg viðhalds- og end-
urbótaverkefni í orkuvirkjum í
rekstri. Ráðgert er að heildarfjöldi
endurbótaverkefna verði rúmlega 70
talsins, á öllum starfssvæðum fyr-
irtækisins. Flest endurbótaverkefn-
anna fara fram á Þjórsársvæðinu
þar sem Landsvirkjun rekur sex afl-
stöðvar, sem verða sjö eftir gang-
setningu Búrfellsstöðvar II. Á svæð-
inu er að jafnaði unninn tæplega
helmingur af árlegri orkuvinnslu
fyrirtækisins, sem nam rúmum 14
TWst. (teravattstundum) á árinu
2017.
Landsvirkjun hefur ætíð sett sér
að vera í fremstu röð orkufyrirtækja
varðandi skipulag og framkvæmd
viðhalds og endurnýjunar, segir
Einar Mathiesen, framkvæmda-
stjóri orkusviðs fyrirtækisins.
Á árinu 2017 voru á dagskrá 84
endurbótaverkefni í orkuvirkjum í
rekstri og er samanlagður kostnaður
við þau liðlega 1.800 milljónir króna.
Öflugt viðhaldskerfi
Í gegnum tíðina hefur verið komið
upp margvíslegum stuðningskerfum
til að gera starfsemina bæði árang-
ursríkari og skilvirkari. Nefnir Ein-
ar í því sambandi að fyrsta tölvu-
stýrða viðhaldskerfið var tekið upp
fyrir um 30 árum, aðeins nokkrum
árum eftir að PC-tölvur komu fyrst á
markað.
Í viðhaldskerfinu eru 17 afl-
stöðvar með 43 vélasamstæðum sem
skiptast í ótal kerfi og tæki. Alls eru
29.000 eignir skráðar í kerfinu og ár-
lega gefnar út um 5.000 verkbeiðnir
fyrir skoðanir og viðhald. Auk þess
eru unnir margir tugir end-
urbótaverkefna á ári hverju. Kostn-
aður við gæslu, eftirlit, skoðanir, við-
hald og endurbætur nemur um 5,5
milljörðum króna á ári, að sögn Ein-
ars.
Búrfellsstöð II
verður gangsett
næsta sumar
Landsvirkjun framkvæmir fyrir 8,6
milljarða í ár 70 viðhaldsverkefni
Ljósmynd/Landsvirkjun
Búrfellsstöð að vetri Uppsett afl er nú 270 MW en eykst brátt um 100 MW.
lækka upphitunarkostnað
Rafstjórn tekur út og þjónustar
kæli- og loftræstikerfi
Varmadælur
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Verð frá kr.
181.890 m/vsk
Aldrei hafa fleiri fasteignasalar út-
skrifast en á föstudaginn, en 77
kandídatar úr námi til löggildingar
fasteigna- og skipasala útskrifuðust
frá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Úr leiðsögunámi á háskólastigi út-
skrifuðust 33 kandídatar. Kristín
Jónsdóttir Njarðvík endurmennt-
unarstjóri hélt ávarp og þakkaði að-
standendum námsins fyrir ánægju-
legt og mikilvægt samstarf.
Hátíðarræðumaður var Kjartan
Hallgeirsson, formaður Félags fast-
eignasala. Hann talaði um mikilvægi
nýrra laga sem krefjast löggildingar
allra sem sjá um sölu fasteigna enda
væru fasteignakaup stærstu kaup
flestra á lífsleiðinni.
Bæði Kjartan og Jón Sigfús Sig-
urjónsson, kandídat úr leiðsögu-
námi, sem hélt ávarp f.h. nemenda,
töluðu um mikilvægi fagmennsku í
báðum greinunum. ernayr@mbl.is
Metfjöldi
nýrra fast-
eignasala