Morgunblaðið - 12.02.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Ömurlegasti og mest niður-drepandi dagur ársins eraf mörgum talinn veraþriðji mánudagurinn í jan-
úar, sem í ár bar upp á hinn 29. þess
mánaðar. Ef rétt reynist er hann til
allrar hamingju um garð genginn í
þetta sinnið. Enskumælandi kalla
þennan meinta hörmungardag Blue
Monday, eða bláan mánudag, en þeir
lýsa líka líðan sinni sem „feeling
blue“ þegar þeir eru eitthvað niður-
dregnir. Íslendingar tengja bláa lit-
inn almennt ekki við depurð og leið-
indi, en hafa frá ómunatíð talað um
mánudag til mæðu. Og raunar
þriðjudag til þrautar og miðvikudag
til moldar, sem hljómar ekkert
meira upplífgandi. Öðru máli gegnir
um sunnudag til sólar, fimmtudag til
fjár, föstudag til frægðar og laugar-
dag til lukku, en það ku vita á gott að
fæðast á slíkum dögum.
Fólk virðist stundum vera alveg
í essinu sínu þegar það kvartar hvað
í kapp við annað yfir óbærilega leið-
inlegum mánudögum. Og ekki bara
þeim þriðja í janúar og mánudög-
unum núna í myrkasta skammdeg-
inu, heldur öllum mánudögum árs-
ins, alla daga ársins.
Uppspuni frá rótum
En stendur þriðji mánudagur í
janúar raunverulega undir nafni
sem ömurlegasti dagur ársins, eða
er um stórfelldar ýkjur að ræða?
Hreina og klára mýtu? Hið slæma
orðspor þriðja mánudags ársins á
sér sögu, eiginlega lygasögu eins og
kemur fram á vef BBC. Sagan at-
arna er runnin undan rifjum ferða-
skrifstofunnar Sky Travel, sem árið
2005 sendi út fréttatilkynningu um
Mýtan um þriðja
mánudag ársins
Minnist þú þess, lesandi
góður, að þriðji mánudag-
ur ársins 2018 hafi verið
þér til meiri mæðu en aðr-
ir mánudagar? Eða
mánudagurinn í dag?
Spáðu í það þegar dagur
er að kvöldi kominn.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Misjafnt hafast mennirnir að Sumir þurfa að moka sig út úr snjósköflum á
hverjum degi, mánudaga sem aðra daga vikunnar …
Morgunblaðið/Ómar
… á meðan aðrir flatmaga í sól og sumaryl á fjarlægri strönd.
Leit stendur yfir að fyndnasta há-
skólanemanum árið 2018, en að henni
standa félagslífs- og menningarnefnd
Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Lands-
bankinn og Mið-Ísland. Af því tilefni
verður haldin ein stærsta uppistands-
keppni landsins í febrúar, sem úr-
skurðar hver fyndnastur er í Háskóla
Íslands! Nemendur munu leggja sig í
líma við að láta aðra veltast um af
hlátri eða frussa út úr sér bjórnum.
Undankeppnirnar eru tvær að venju
og fara þær annars vegar fram kl. 20-
23 í kvöld, mánudagskvöldið 12. febr-
úar, og hins vegar á sama tíma mið-
vikudaginn 14. febrúar. Úrslitakeppnin
verður síðan haldin miðvikudaginn 21.
febrúar.
Hinir síkátu og óvenju fyndnu
drengir í Mið-Íslandi eru gestgjafar
kvöldsins og verma einnig höfuðsæti
dómnefndar.
Verðlaunin eru ekki af verri end-
anum en sigurvegarinn hlýtur hvorki
meira né minna en 100 þúsund krónur
frá Landsbankanum.
Uppistandskeppni í Stúdentakjallaranum, Háskólatorgi
Morgunblaðið/Kristinn
Kátir sveinar Hinir síkátu sveinar í Mið-Íslandi verma höfuðsæti dómnefndar.
Fyndnasti háskólaneminn
Yfirskrift fyrirlesturs
dr. Benedikts Hjartar-
sonar á málstofu í
boði Guðfræðistofn-
unar er í lengri kant-
inum, en hljómar þó
býsna forvitnilega:
Heilabylgjur og hand-
anlíf: Um sálarrann-
sóknir, spíritisma og
strangvísindalegar
skýringar dulrænna
fyrirbrigða á öndverðri
20. öld.
Málstofan er haldin
í stofu 229 í aðalbygg-
ingu Háskóla Íslands kl. 11.40 til 13 í
dag, mánudaginn 12. febrúar, og er
öllum opin.
Benedikt er prófessor í almennri
bókmenntafræði og menningarfræði
við Háskóla Íslands og með doktors-
próf frá hugvísindasviði háskólans í
Groningen. Í fyrirlestrinum ræðir
hann m.a. um blómaskeið dulspeki-
hreyfinga á Vesturlöndum á fyrstu
áratugum 20. aldar.
Einnig um mikilvægi
dulrænna þekkingar-
hefða á tímabilinu
sem jafnan er skýrt
sem eins konar við-
nám gegn nútímanum
eða viðleitni til að
halda í og rækta and-
legar hefðir sem rök-
væðing og vísinda-
hyggja ógni. Nánari
skoðun leiðir í ljós að
heimsmynd nútíma-
dulspekinnar á ekki
síður rætur í kenn-
ingum á sviði raunvísinda en í trúar-
legum hefðum, sem speglast með
skýrum hætti í heitum fræðagreina
eins og sálarlíffræði, sáleðlisfræði
og alheimslíffræði. Í erindinu fjallar
Bjarni jafnframt um margbrotið
samband trúarbragða og raunvís-
inda og beinir sjónum sérstaklega
að vettvangi „strangvísindalegra“
eða „empírískra“ sálarrannsókna.
Fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands
Heilabylgjur og handanlíf
Dr. Benedikt Hjartarson
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Blóðsöfnunardagur Blóðbankans og
Neistans, styrktarfélags hjartveikra
barna, er frá kl. 8 til 19 í dag, mánu-
dag 12. febrúar. Landsmenn eru
hvattir til að gefa blóð, en eins og
margir vita hafa Hjartabörn oft þurft
að nýta þjónustu bankans.
Aðstandendur vilja þakka fyrir sig
og sína með því að gefa blóð og
hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.
Blóðsöfnunardagur Blóðbankans
og Neistans er fastur liður í Vitund-
arvikunni um meðfædda hjartagalla
sem haldin er 7.-14. febrúar árlega.
Boðið er upp á léttar veitingar.
Endilega …
Morgunblaðið/Ómar
Söfnun Blóðgjöf er lífsgjöf.
… gefið blóð