Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 13
HVAÐ HENTAR
ÞÍNU STARFSFÓLKI?
Hjá okkur færðu ljúffengan mat
úr fyrsta flokks hráefni.
• Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti.
• llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum.
• Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi.
• Brakandi fersk salöt og ávexti.
• Við komum til móts við ykkar óskir
kryddogkaviar.is
kryddogkaviar@kryddogkaviar.is
Sími 515 0702 og 515 0701
Ljósmynd/Thinkstock by Getty images
Mánudagur í vinnunni Hefur þú komið að einhverjum vinnufélaga þínum í þessari stellingu í morgun?
að sálfræðingurinn dr. Cliff Arnall
hefði uppgötvað jöfnu sem segði fyr-
ir um ömurlegasta dag ársins. Í kjöl-
farið tók markaðurinn við sér og fór
að auglýsa alls konar vörur og þjón-
ustu sem áttu að lyfta fólki upp úr
öldudalnum þennan tiltekna dag. Og
væntanlega hefur fyrrnefnd ferða-
skrifstofa lofað ljúfu lífi á sólríkri
strönd.
Formúlan, sem Arnall kynnti til
sögunnar, tók með í reikninginn veð-
ur, skuldir eftir jólin og getu til að
borga þær á gjalddaga, tímann sem
liðinn var frá jólum, hversu fólk var
virkt og hafði mikla þörf fyrir að
framkvæma, og hversu langt var lið-
ið síðan það hafði brotið nýársheitin.
Þótt sálfræðingurinn hefði eng-
in gögn til að styðja þessa furðulegu
kenningu sína, var hún ennþá á vef-
síðu hans átta árum síðar, 2013.
Skortur á gögnum kom BBC ekki á
óvart, enda hefði ómæld vinna verið
fólgin í rannsókn af því taginu.
Rannsaka hefði þurft fjöldann allan
af fólki og mæla hvern einstaka þátt
hvern einasta dag ársins. Allir sál-
fræðingar sem fáist við rannsóknir
geti fullyrt að snotur jafna hefur
ekkert spádómsgildi fyrir mann-
legar tilfinningar eða hegðun.
Óvæntar niðurstöður
Árstíðarbundnar skapsveiflur
og möguleg skaðleg áhrif þeirra eru
engu að síður staðreynd, heldur
BBC áfram. Rannsóknir sýni sveifl-
ur í sjálfsvígum eftir árstíðum, en
köldu og hráslagalegu vetrarmán-
uðirnir séu þó ekki fyrirboðar ör-
væntingarinnar sem þeim tengjast.
Þvert á móti hafi rannsókn, sem
gerð var í tuttugu mismunandi lönd-
um, leitt í ljós að tíðni sjálfsvíga var
hæst á vorin og fyrri hluta sumars.
Niðurstöður annarrar rannsóknar,
sem kortlagði sjálfsvíg í Bandaríkj-
unum frá 1971 til aldamóta, var á
svipuðum nótum.
Margir eru að vonum undrandi
á niðurstöðunum, enda yfirleitt talið
að flestir verði léttari í lund þegar
vorið kemur, grundirnar gróa og
fuglar kvaka í móa. Hjá sumum er
því þó oft þveröfugt farið, væntingar
um nýtt upphaf geta valdið því að
þeim líður verr en ella, enda hafi
ekkert breyst og líf þeirra sé að
þeirra mati jafn vonlaust og áður.
Því hefur jafnvel verið haldið fram
að sól og gott veður ýti undir hvat-
vísi og gefi fólki kraft til að láta
verða af áformum sínum.
Mánudagar í menningunni
Í rannsóknum á mismunandi
skapi fólks eftir dögum hafa flestir
sagt að þeim liði verst á mánudög-
um. Hins vegar er í greininni á vef
BBC bent á að minni manna sé ekki
óbrigðult og auðvelt sé að hafa áhrif
á hvernig þeim eigi að hafa liðið. Og
þar standa mánudagarnir ekki vel að
vígi, enda sé eins og greypt í vest-
ræna menningu að mánudagar séu
allsendis ómögulegir.
Eftir símakönnun sem tímaritið
The Journal of Positive Psychology,
efndi til á dögunum og 340 manns
tóku þátt í, var niðurstaðan sú að
mánudagar væru hreint ekkert
slæmir dagar. Þótt flestir segðu að
sér liði best á föstudögum, var eng-
inn munur á milli hinna vikudag-
anna. Rannsóknin treysti því að
þátttakendur myndu rétt hvernig
þeim leið daginn áður en þeir voru
spurðir, en dregur þá ályktun að
þreytandi fimmtudagur geti verið
jafn slæmur og ömurlegur mánu-
dagur.
Hvað sem öllum rannsóknum
og vangaveltum líður blasir við að
fréttir af mest niðurdrepandi degi
ársins eru stórlega ýktar, falsfréttir
ef út í það væri farið. Gleðilegan
mánudag!
Minni manna er ekki
óbrigðult og auðvelt er
að hafa áhrif á hvernig
þeim á að hafa liðið.
Enda er eins og greypt
í vestræna menningu
að mánudagar
séu ómögulegir.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Vöðva eða
liðverkir?
Voltaren Gel er bæði
verkjastillandi og
bólgueyðandi
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun
lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
15%
afsláttu
r
af 100g
og 150
g
Voltare
n Gel
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Voltaren Gel - njótum
þess að hreyfa okkur
Tíu söngnemar tónlistardeildar
Listaháskóla Íslands bjóða til tónleika
í Langholtskirkju kl. 18 í dag, mánu-
daginn 12. febrúar. Mánudagsmildi-
leiki er viðburðurinn nefndur á facebo-
ok sem og vefsíðu skólans.
Á efnisskrá er tónlist eftir J.S. Bach,
Gabriel Fauré, Felix Mendelssohn og
W.A. Mozart. Flest verkin eru úr mik-
ilfenglegum óratoríum, passíum og
kantötum, samin við texta úr Biblíunni
og spanna allan tilfinningaskalann.
Verk J.S. Bachs skipa veglegan sess
á efnisskrá tónleikanna, svo hér gefst
gott tækifæri til að kynnast tónsnilli
hans og hugmyndaflugi í fallegum
hljómburði Langholtskirkju. Tónlistin
er kraftmikil, fjölbreytt og lifandi og á
við enn þann dag í dag.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
Nemendatónleikar í Langholtskirkju
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Langholtskirkja Hljómburðurinn í Langholtskirkju þykir mjög góður.
Mánudagsmildileiki söngnema