Morgunblaðið - 12.02.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Ísraelsk herflugvél var skotin niður á
flugi nærri sýrlensku landamærunum
á laugardaginn eftir að hafa gert loft-
árásir á írönsk skotmörk í Sýrlandi.
Frá þessu er sagt á fréttavefum AFP
og BBC.
Ísraelsk yfirvöld segjast hafa sent
herflugvélar yfir Sýrland eftir að hafa
skotið niður íranskan dróna sem flaug
inn í lofthelgi Ísraels yfir sýrlensku
landamærin. Tilgangur flugárásanna
á Sýrland sé að koma í veg fyrir að ír-
anskt herlið festi sig í sessi í Sýrlandi.
Íran hefur veitt stjórnarher Bashars
al-Assads Sýrlandsforseta margvís-
lega hernaðaraðstoð gegn uppreisn-
armönnum í borgarastyrjöldinni sem
hefur geisað þar í landi frá árinu 2011.
Meðal annars hafa Íranar útvegað
fjölda vopna og mörg þúsund tonn
skotfæra til að hjálpa Assad og
skæruliðasamtökunum Hizbollah
sem berjast með Assad í styrjöldinni.
Stjórnvöld Írans hafa verið sökuð um
að vilja ekki einungis skapa sér
áhrifasvæði í Sýrlandi heldur einnig
auðvelda sér að koma vopnum og
birgðum til vígasveita Hizbollah í Líb-
anon.
„Tímabil nýrrar
hernaðarstöðu“
„Ísrael telur Írana og sýrlenska
gestgjafa þeirra ábyrga fyrir átökun-
um í dag,“ sagði Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra Ísraels.
„Við munum halda áfram að gera allt
sem þarf til að vernda fullveldi okkar
og öryggi.“
Yfirvöld í Íran þvertaka fyrir að
hafa sent drónann inn í lofthelgi Ísr-
aels og segja Sýrlendinga hafa haft
rétt til að verja sig gegn loftárásum
Ísraela. Sýrlenskar loftvarnabyssur
skutu niður F16-orrustuflugvél Ísr-
aela eftir loftárás þeirra og mun þetta
vera fyrsta herflugvél sem Ísraelar
hafa misst í átökum frá árinu 1982.
Flugvélin brotlenti í norðurhluta Ísr-
aels en báðir flugmennirnir innan-
borðs skutu sér út úr vélinni í skot-
sætum sínum og voru lagðir inn á
sjúkrahús. Meðlimir Hizbollah fögn-
uðu eyðileggingu herþotunnar og
sögðu hana marka upphaf „tímabils
nýrrar hernaðarstöðu“.
Eftir að flugvélin var skotin niður
gerðu Ísraelar aðra loftárás inn í Sýr-
land. Netanyahu forsætisráðherra
sagði á ríkisstjórnarfundi að Ísraelar
hefðu greitt írönskum og sýrlenskum
hersveitum „þungt högg“ með árás-
inni. „Við höfum gert öllum það ljóst
að reglur okkar um valdbeitingu
munu ekki breytast á neinn hátt. Við
höldum áfram að skaða alla sem
reyna að skaða okkur. Þetta var og
verður áfram stefna okkar.“ Sam-
kvæmt ísraelska hernum var seinni
árásin sú mesta sem þeir hafa gert
gegn Sýrlandi síðan í Líbanonstríðinu
árið 1982.
Varað við auknum átökum
António Guterres, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði
eftir því að Ísraelar og Íranar héldu
átökunum í skefjum og virtu alþjóða-
lög. Bandaríkjamenn lýstu yfir stuðn-
ingi við Ísrael og sökuðu Írana um að
ýta undir enn frekari átök í stríðs-
hrjáðu landinu. Rússar, sem eru
bandamenn bæði Ísraels og Írans,
hvöttu báða aðila til að forðast allar
aðgerðir sem gætu leitt til stigmögn-
unar á átökunum. Netanyahu ræddi
við Rex Tillerson, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín
Rússlandsforseta á laugardag.
„Við sköðum alla sem
reyna að skaða okkur“
Ísraelar gera loftárás á Sýrland eftir að ísraelsk herflugvél var skotin niður
AFP
Flug Ísraelsk herþota í flugsýningu í Hatzerim-flugstöðinni fyrir nýútskrifaða herflugmenn í desember 2017.
Bandaríkin styðja Ísrael
» Sýrlenskar loftvarnabyssur
hafa skotið á ísraelskar her-
þotur a.m.k. þrisvar sinnum
síðustu mánuðina en þetta er í
fyrsta sinn sem þær hafa hæft.
» „Ísrael er náinn bandamað-
ur Bandaríkjanna og við styðj-
um rétt þeirra til að verja sig
gegn vígamönnum á mála hjá
Írönum í suðurhluta Sýrlands,“
sagði Sarah Sanders, fjöl-
miðlafulltrúi Hvíta hússins.
» Íranar segjast ekki vera með
neitt herlið í Sýrlandi.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Rússnesk farþegaflugvél með 71
mann innanborðs brotlenti fyrir ut-
an Moskvu í gær. Talið er að allir
innanborðs hafi látið lífið. Vélin var
sjö ára gömul, af gerðinni Antonov
An-148 og smíðuð í Rússlandi. Hún
tilheyrði flugfélaginu Saratov-flug-
leiðum og var förinni heitið frá Do-
modedovo-flugvelli í Moskvu til
borgarinnar Orsk í Úralfjöllum.
Flugvélin hvarf af ratsjá flug-
vallarins aðeins tveimur mínútum
eftir að hún hóf sig til flugs.
Skyggnið var með versta móti enda
hefur snjókoma verið metmikil í
Rússlandi síðustu daga. Vélin brot-
lenti í Ramenskíj-hverfi í útjaðri
Moskvu. Vegna ófærðar hafa rúss-
neskar björgunarsveitir ekki getað
komist að flaki vélarinnar á bílum
en 150 björgunarliðar hafa verið
sendir fótgangandi á staðinn. Vla-
dimír Pútín Rússlandsforseti vott-
aði ættingjum þeirra sem voru í
vélinni samúð sína í orðsendingu
frá talsmanni sínum, Dmitrí Pes-
kov.
AFP
Ófært Björgunarbílar fyrir framan Domodedovo-flugvöllinn í Moskvu.
Flugslys í Moskvu
Flugvél brotlenti í útjaðri rússnesku
höfuðborgarinnar 71 talinn af
Japanskir lyfjafræðingar segjast
hafa fundið upp lyf sem drepi inflú-
ensuveiruna á einum degi. Frá
þessu er sagt á fréttavef Wall
Street Journal. Um er að ræða lyf
frá lyfjafyrirtækinu Shionogi & Co
sem á að drepa flensuveiru eftir
einn skammt á innan við 24 klst. Til
samanburðar má nefna að flensu-
lyfið Tamiflu nær sama árangri á
þremur dögum og þarf að innbyrða
það tvisvar á dag. Martin Howell
Friede, sem leiðir bólusetningar-
ráðgjöf Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, segir að lyfið gæti
umbylt meðferð á inflúensu. Shion-
ogi vinnur nú að því að fá leyfi fyrir
sölu lyfsins í Japan.
JAPAN
Flensa læknuð á
einum sólarhring
Kvef Lyfið gæti umbylt allri meðferð á
flensu um heim allan.
Angela Merkel,
kanslari Þýska-
lands, sór þess
eið á sunnudag-
inn að sitja sem
kanslari til ársins
2021, út yfir-
standandi kjör-
tímabil. Flokkur
Merkel vann
þýsku þingkosn-
ingarnar í sept-
ember í fyrra en tapaði þónokkru
fylgi og hefur því gengið hægt að
mynda ríkisstjórn. Flokkur hennar
gerði nýlega stjórnarsáttmála við
þýska jafnaðarmannaflokkinn en
Merkel hefur verið gagnrýnd fyrir
að gefa of mikið eftir í samn-
ingnum. Jafnaðarmenn hafa enn
ekki staðfest hann.
ÞÝSKALAND
Merkel hyggst sitja
út kjörtímabilið
Kanslari Angela
Merkel