Morgunblaðið - 12.02.2018, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sýrlenskistjórn-arherinn
hefur farið mikinn
að undanförnu og
sótt mjög hart
fram gegn upp-
reisnarmönnum, sér í lagi í
nágrenni höfuðborgarinnar
Damaskus. Hefur herinn not-
ið þar fulltingis rússneskra
herflugvéla, en stjórnvöld
þar í landi vilja hefna fyrir
herþotuna sem skotin var
niður í síðustu viku.
Fjöldi almennra borgara er
sagður hafa fallið í þessum
árásum stjórnarhersins. Að
auki hafa verið bornar fram
ásakanir á hendur Sýrlend-
ingum um að þeir hafi beitt
klórgasi í árásum sínum, þar
sem fórnarlömb árásanna
hafa sýnt þess mörg ein-
kenni, en Sýrlendingar við-
urkenna þetta ekki frekar en
áður.
Verði þetta engu að síður
talið rétt standa Vestur-
veldin, einkum Bandaríkin og
Frakkland, frammi fyrir af-
drifaríkri ákvörðun. Bæði
Donald Trump Bandaríkja-
forseti og Emmanuel Macron
Frakklandsforseti hafa hótað
alvarlegum afleiðingum fyrir
Bashar al-Assad Sýrlands-
forseta og stjórn hans ef
stjórnarherinn beiti efna-
vopnum. Trump lét raunar á
það reyna síðasta sumar,
þegar hann refsaði fyrir
efnavopnaárás með loft-
árásum á bækistöðvar sýr-
lenska flughersins, en Macr-
on hefur ekki enn þurft að
láta glitta í tennurnar með
sambærilegum hætti.
Báðir hafa hins vegar sett
fram mál sitt með þeim hætti,
að tala má um að þeir hafi
dregið „rauð strik“, sem ekki
mætti fara yfir. Slík strik
hafa þó stundum reynst hald-
lítil, einkum þó þau sem Bar-
ack Obama, fyrirrennari
Trumps í Hvíta húsinu, dró í
sandinn árið 2012. Þegar á
reyndi varð lítið um efndir,
og mátti greina fljótlega í
kjölfarið hversu mjög dró úr
áhrifum Bandaríkjanna í
Sýrlandi og Mið-Austur-
löndum almennt.
Efinn um notkun klórgass
er ekki aðeins hvort því var
beitt, heldur einnig að það
þykir í stóra samhenginu til-
tölulega „væg notkun“ efna-
vopna, að því marki sem slík
vopn geta talist væg, en það
er ekki nærri því jafneitrað
og til dæmis sarín eða sinn-
epsgas. Sýrlandsher er því
líklega að kanna, hvar „rauðu
strikin“ liggja
raunverulega, og
telja forvígis-
menn hans sig
jafnvel geta kom-
ist upp með að
beita klórgasi í
takmörkuðu magni gegn upp-
reisnarmönnunum.
Ljóst er að bæði Banda-
ríkjamenn og Frakkar þurfa
að íhuga það vandlega hvern-
ig þeir vilja bregðast við
þessari ögrun. Fordæmið frá
2012 sýnir að hótanir sem
ekki er staðið við draga úr
trúverðugleika og geta jafn-
vel hindrað friðarviðleitni.
Eftir þróunina að undan-
förnu er ekki ofsagt að full
ástæða sé til að allir sem
áhrif geta haft á að draga úr
ófriðnum í Sýrlandi hafi full-
an trúverðugleika.
Íranir hafa að sögn
Ísraelsmanna verið að
byggja upp herstyrk í Sýr-
landi og hafa Ísraelar gert
mikinn fjölda loftárása á ein-
staka staði í Sýrlandi á und-
anförnum árum þar sem þeir
hafa talið vera vopn að finna
frá Írönum.
Um helgina gerðist það svo
í fyrsta sinn í áratugi að her-
flugvél Ísraela var skotin nið-
ur, en hún var að bregðast
við því sem Ísraelar sögðu ír-
anskan dróna, sem farið hefði
inn fyrir lofthelgi Ísraels.
Ísraelsher brást við þessu
eins og við var að búast, með
því að gera loftárásir á mörg
hernaðarlega mikilvæg skot-
mörk í Sýrlandi, ekki síst þar
sem loftvarnabúnað var að
finna.
Ástandið í Sýrlandi hefur
verið eldfimt árum saman, en
það batnar ekki eftir því sem
herir Ísraela og Írana nálg-
ast það oftar að komast í
snertingu. Og líkurnar á því
hafa aukist verulega, sem
meðal annars má sjá af því að
Netanyahu varaði Pútín við
því í nýlegri heimsókn til
Rússlands, að Ísraelar
mundu bregðast með viðeig-
andi hætti við því ef Íranar
kæmu sér upp herstöðvum í
Sýrlandi.
Það eru aðeins örfá ríki
sem geta haft áhrif á átökin í
Sýrlandi og hvort þau þróast
yfir í bein átök á milli erki-
fjenda Mið-Austurlanda, Ír-
ans og Ísraels, eða hvort
hægt verður að koma á friði í
landinu. Ekki síst af þessum
ástæðum skiptir máli að ríki
á borð við Bandaríkin og
Frakkland haldi trúverðug-
leika sínum og þrýsti, ásamt
Rússum, á um frið.
Eftir áralöng átök er
enn hætta á að
ófriðurinn í Sýrlandi
þróist til verri vegar}
Trúverðugleikinn
og friðarviðleitnin
K
onur úr öllum starfsstéttum,
alls staðar að úr heiminum,
hafa nýverið rofið þögnina og
greint frá kynferðislegri
áreitni, kynferðisofbeldi og
mismunun sem þær hafa orðið fyrir í starfi.
Konur í stjórnmálum hér á landi sendu frá
sér áskorun í lok nóvember og í kjölfarið
sendu fleiri hópar íslenskra kvenna frá sér
áskoranir og lýstu reynslu sinni af kynferð-
islegri áreitni. Konur í tónlist, flugi, sviðs-
listum, tæknigreinum, heilbrigðisþjónustu,
réttarvörslukerfinu og fleiri starfsstéttum
sendu frá sér áskoranir þar sem krafan var
sú sama: að kynbundin áreitni, mismunun og
ofbeldi eigi ekki að líðast, gerendur taki
ábyrgð, breyta til betri vegar og að vinna
gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni verði sett
í forgang hjá vinnuveitendum og í samfélaginu öllu.
Þessar kröfur ber að taka alvarlega.
Sjálf sendi ég stjórnendum allra stofnana sem heyra
undir embætti heilbrigðisráðherra bréf fyrir jól, þar
sem ég beindi því til allra forstöðumanna stofnana heil-
brigðisráðuneytisins að tryggja að lögum um jafnrétti
kynjanna sé fylgt fast eftir, og tryggja að í gildi sé hjá
stofnununum jafnréttisáætlun ásamt aðgerðaáætlun
þar sem fram kemur hvernig á að koma í veg fyrir
kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og
kynferðislega áreitni.
Viðbrögð við #metoo-byltingunni hafa
verið mikil. Fjölmargir vinnustaðir, opinber-
ar stofnanir og félagasamtök hafa tekið
áskoranirnar til sín og hafið vinnu við gerð
aðgerðaáætlana, vinnureglna um viðbrögð
við kynferðislegri áreitni og ofbeldi og aðrar
aðgerðir til að uppræta áreitni og ofbeldi.
En betur má ef duga skal og til þess að
byltingin hafi raunveruleg áhrif til góðs
verður samfélagið allt að leggjast á eitt í
baráttunni.
Það er óskandi að áhrif #metoo-
byltingarinnar verði til þess að það takist
að uppræta kynferðislega áreitni, ofbeldi og
mismunun í samfélaginu. Þannig getum við
skapað samfélag sem er betra fyrir alla.
Kynferðisleg áreitni, kynferðisofbeldi og mismunun
stríða nefnilega gegn meginreglu jafnréttislaga um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, og eru til
þess fallin að veikja stöðu kvenna. Takmarkið um jafna
möguleika allra til að njóta jafnrar stöðu í samfélaginu
næst því ekki nema kynbundið ofbeldi og kynbundin
og kynferðisleg áreitni verði upprætt.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Mikilvæg skref í jafnréttisbaráttu
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
ir hvern einstakling til þess að ann-
ast fyrrnefnd verkefni á næstu
tveimur árum. Mestur hluti kostn-
aðarins er talinn falla til á fyrsta
árinu en á síðara ári aðlögunarinnar
getur sveitarfélagið sótt um viðbót-
arfjármagn í tengslum við ákveðna
þætti þjónustunnar.
Samstarf margra aðila
Sveitarfélagið hefur ráðið verk-
efnastjóra til starfa til þess að und-
irbúa móttökuna og samhæfa þær
stofnanir sem koma þurfi að verk-
efninu á komandi misserum.
„Þetta verkefni er unnið í sam-
starfi margra aðila; Rauða krossins,
skóla, leikskóla, skólaskrifstofu Aust-
urlands, Austurbrúar og heilbrigð-
isstofnunar Austurlands og þá erum
við í samstarfi við Vinnumálastofnun
þegar kemur að því verkefni að finna
vinnu fyrir fólkið. Fyrst um sinn
leggjum við þó alla áherslu á að það
komi sér fyrir, kynnist samfélaginu
okkar í rólegheitum og geti fylgt
börnunum eftir meðan þau eru að
komast inn í skólakerfið. Það er eðli-
legt að það reyni mjög á.“
Helga Elísabet segir að huga
þurfi að andlegri líðan fólksins og
sveitarfélagið eigi í góðu samstarfi
við fyrirtæki sem nefnist Forvarnir.
Þar eru starfandi sálfræðingar og
geðlæknir og sérþekking þessa fólks
muni án efa nýtast vel. Þá sé einnig
sálfræðingur starfandi hjá skóla-
skrifstofu Austurlands sem hafi sér-
þekkingu á málefnum flóttamanna.
„Reynslan sýnir að fólk þarf
tíma til að koma sér fyrir. Það er
ekki sjálfgefið að fólk hefjist strax
handa við að byggja sig upp andlega
eða vinna úr þeim áföllum sem það
hefur orðið fyrir. Það getur tekið
tíma og gerist oft ekki fyrr en fólk er
búið að ná áttum á nýjum stað. Þess
vegna gerum við ráð fyrir því að sú
þjónusta verði ekki síst mikilvæg eft-
ir eitt ár eða svo.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flóttafólk Fjarðabyggð tók síðast við flóttamönnum árið 1999.
Hlakka til móttöku fjöl-
skyldnanna fjögurra
Móðurmál fjölskyldnanna sem hing-
að koma er arabíska og ekki ljóst að
hversu miklu leyti þær geta gert sig
skiljanlegar á öðrum tungumálum á
borð við ensku. Sveitarfélagið hefur
búið sig undir þá stöðu.
„Við höfum samið við mann sem
talar bæði íslensku og arabísku og
hann mun koma hingað austur til
þess að fylgja fólkinu eftir fyrsta
kastið. Þá býr einnig kona hér í
Fjarðabyggð sem talar arabísku.
Hún hefur reynst okkur vel, m.a.
þegar fjölskylda sameinaðist hér
fyrir austan á síðasta ári. Þar hafði
maður fengið dvalarleyfi sem flótta-
maður og þegar fjölskylda hans kom
til landsins fluttu þau hingað aust-
ur.“
Helga Elísabet segir að það hafi
verið afar ánægjulegt að fylgja því
fólki eftir og sjá hvað börnin
blómstri vel í samfélaginu í Fjarða-
byggð.
„Við erum því í raun full tilhlökk-
unar yfir komu fólksins og vonum að
það verði ekki mikil töf á því að það
komi hingað.“
Túlka úr arabísku
ÁSKORANIR BÍÐA FÓLKSINS VIÐ KOMUNA TIL LANDSINS
FRÉTTASKÝRING
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sveitarfélagið Fjarðabyggðbýr sig nú undir komu fjög-urra íraskra flóttafjöl-skyldna sem ákveðið hefur
verið að taka á móti fyrir austan.
Gert var ráð fyrir að þær kæmu til
landsins um miðjan mánuðinn en
einhver dráttur verður þó á því. Á
meðan gera starfsmenn sveitar-
félagsins og samstarfsfólk þeirra hjá
ýmsum stofnunum sig klára í
bátana. Að mörgu þarf að hyggja
þegar tekið er á móti fólki sem kem-
ur úr ólíkum menningarheimi og
upplifað hefur ógnir stríðs og ömur-
legar afleiðingar þess.
Í vikunni undirrituðu Páll
Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri
Fjarðabyggðar, og Ásmundur Einar
Daðason, félags- og jafnréttismála-
ráðherra, samning um mótttöku fjöl-
skyldnanna. Í nóvember síðast-
liðnum fór sendinefnd í samvinnu við
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna til Jórdaníu til að undirbúa
verkefnið. Fjölskyldurnar dvelja nú í
Jórdaníu. Samkvæmt upplýsingum
frá Flóttamannastofnun SÞ hafa um
750 þúsund flóttamenn komið til
landsins á síðustu árum vegna stríðs-
átaka í Sýrlandi og Írak.
Viljayfirlýsing frá 2015
Það er Helga Elísabet Beck
Guðlaugsdóttir, félagsmálastjóri
Fjarðabyggðar, sem hefur yfir-
umsjón með móttöku fjölskyldnanna
af hálfu sveitarfélagsins.
„Árið 2015 lýsti sveitarfélagið
sig reiðubúið til að taka á móti flótta-
mönnum og í kjölfarið var farið í
ákveðna greiningu á því hvað þyrfti
að vera fyrir hendi í sveitarfélaginu
til þess að það væri gerlegt. Það
kom í ljós að við höfðum burði til að
taka þetta að okkur og núna er kom-
ið að því að taka á móti þessum 19
einstaklingum. Níu þeirra eru börn.“
Helga Elísabet segir að huga þurfi
að fjölmörgum þáttum í aðdraganda
þess að fólkið kemur hingað til
lands.
„Okkar verkefni snýr meðal
annars að því að tryggja fjölskyld-
unum húsnæði, félagslega ráðgjöf,
menntun og fræðslu, aðstoð við at-
vinnuleit, heilbrigðisaðstoð og fjár-
hagsaðstoð til framfærslu,“ segir
Helga Elísabet.
Samningurinn sem sveitar-
félagið hefur gert við ráðuneytið
miðar að því að það geti varið allt að
3,3 milljónum króna að meðaltali fyr-