Morgunblaðið - 12.02.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.02.2018, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 Vetrarhregg Vegfarendur í hregg og hríð á Laugavegi. Þar er engin lognmolla þessa dagana. Eggert Mikill húsnæðisskortur hefur verið á landinu öllu undanfarin ár en vandinn er einna alvarleg- astur á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að íbúum þar hafi fjölgað hefur lítil uppbygging átt sér stað síðustu árin. Á sumum land- svæðum, líkt og á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, hefur vart verið byggt síðan um alda- mótin og á Austurlandi hefur nær ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt frá árinu 2008. Húsnæðisskorturinn getur haft alvarlegar afleiðingar. Dæmi eru um að skortur á íbúðar- húsnæði hafi hamlað atvinnutækifærum í ein- hverjum sveitarfélögum og að öflug fyrirtæki í minni byggðum sjái fram á að missa starfsfólk einfaldlega vegna þess að húsnæði fyrir það er ekki til staðar. Það er óhætt að segja að skað- inn sé þegar orðinn verulegur fyrir sum sveit- arfélög og fyrirtæki á landsbyggðinni og því er brýnt að grípa til aðgerða. Unnið að tillögum að viðbrögðum við vandanum Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á úrbætur á þessum vanda og í tengslum við þá áherslu ákvað stjórn Íbúðalánasjóðs í byrjun febrúar að sjóðurinn skyldi vinna tillögur að því með hvaða hætti sé farsælast að draga úr húsnæðisvandanum á lands- byggðinni. Verður tillögunum skilað til stjórnvalda innan þriggja mánaða. Farið verður í ít- arlega greiningu á umfangi mark- aðsbrests á landsbyggðinni í sam- vinnu við sveitarfélögin og skoðað hvort laga megi stofnframlög rík- is og sveitarfélaga að hverju svæði fyrir sig. Einnig verður horft til reynslu nágrannaþjóða okkar sem tekist hafa á við svip- aðan vanda og hvernig þær þjóðir hafa leyst úr þessu. Íbúafjöldi jókst umfram spár árið 2017 Hverjar eru helstu ástæður húsnæðisskorts- ins á landsbyggðinni? Samkvæmt tölum Hag- stofunnar var mannfjöldaaukning á árinu 2017 sú mesta frá aldamótum en Íslendingum fjölg- aði um rúmlega 10 þúsund manns á árinu og var það langt fram úr öllum spám um mann- fjöldaþróun. Á árunum 2016 og 2017 fluttist fólk í auknum mæli út á landsbyggðina, m.a. vegna aukinna atvinnutækifæra í smærri byggðum. Það er ljóst að til þess að fólk geti búið og starfað á landinu öllu er aðgangur að viðunandi húsnæði lykilþáttur. Uppbygging íbúðar- húsnæðis á landsbyggðinni hefur ekki fylgt auknum íbúafjölda þar frekar en á höfuðborg- arsvæðinu en uppbygging og endurnýjun hús- næðis er öllum samfélögum nauðsynleg til að geta þróast. Byggingarkostnaður hærri en markaðsvirði húsnæðis Það sem gerir húsnæðisvanda landsbyggð- arinnar frábrugðinn vanda höfuðborgarsvæð- isins er að aðalorsökin er ekki skörp hækkun fasteignaverðs heldur sú staðreynd að lítil sem engin uppbygging hefur átt sér stað, líkt og komið var inn á í upphafi greinarinnar. Ein helsta áskorunin sem sveitarfélög á lands- byggðinni glíma við er að kostnaður við bygg- ingu íbúðahúsnæðis er hærri en markaðsvirði þess. Hvatinn til að byggja er því lítill. Þessu til viðbótar bjóðast íbúum á landsbyggðinni iðulega lakari kjör á lánsfé til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði heldur en íbúum höf- uðborgarsvæðisins. Þörf á stærri leigumarkaði á landsbyggðinni Leigumarkaður á landsbyggðinni er lítill og hefur stækkað mun hægar en leigumarkaður- inn á höfuðborgarsvæðinu. Ástæður þess má m.a. rekja til takmarkaðs aðgangs að lánsfé vegna markaðsbrest. Mikil þörf er á leigu- húsnæði á landsbyggðinni til að hýsa starfs- menn sem komnir eru til að vinna um skamm- an eða lengri tíma í vaxandi fyrirtækjum en einnig til að gefa öðru aðfluttu fólki tækifæri til að búa á staðnum án skuldbindinga áður en það ákveður hvort það vilji búa þar til lang- frama og fjárfesta í húsnæði. Innviðir sem beðið hafa uppbyggingar Landsbyggðin hefur því miður setið eftir í úrræðum stjórnvalda um allt of langa hríð. Það er brýnt að fara í aðgerðir til þess að tryggja betur húsnæðisöryggi landsmanna, hvar sem þeir kjósa að búa, og ólíðandi að fólki mæti húsnæðisskortur eða einungis val um annars flokks húsnæði þegar það flyst á landsbyggðina. Húsnæði er grunnþörf og að sjálfsögðu þarf að byggja ný hús og ráðast í endurbætur á fleiri stöðum en suðvesturhorn- inu. Atvinnulíf á landsbyggðinni er í miklum vexti um þessar mundir og fólki sem hefur svigrúm til að greiða af húsnæði þarf að standa til boða að fá húsnæðislán eða almenni- legt leiguhúsnæði. Þarna hafa markaðsöflin brugðist og við verðum að mæta því. Eftir Ásmund Einar Daðason » Á Vestfjörðum og Norður- landi vestra hefur vart ver- ið byggt síðan um aldamótin og á Austurlandi hefur ekkert verið byggt frá árinu 2008. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félagsmálaráðherra. Átak í uppbyggingu á landsbyggðinni Enn á ný sprettur upp um- ræða um veiðigjöld útgerðar- innar. Gildandi lög sem renna út við lok fiskveiðiársins eru stór- gölluð og auðlindarentan sem lögin áttu að endurspegla birtist nú í ýktri mynd, þar sem hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Því til viðbótar tekur gagnaöflun sem grundvallar veiðigjaldið langan tíma að viðmiðunarár gjaldsins byggist á tveggja ára gömlum upplýsingum um afkomu útgerð- arinnar. Á yfirstandandi fiskveiðiári er viðmið- unarárið 2015/16, þar sem allt lék í lyndi, geng- ið á þokkalegu róli og afkoman skínandi góð. Síðan þá hefur staðan breyst. Nýir kjarasamn- ingar hafa verið gerðir við sjómenn enda löngu tímabært, gengið hefur styrkst verulega með þeim afleiðingum að skilaverð útflutnings lækkaði um 30-35%. Því fylgir mikið tekjutap fyrir útgerðina og um leið kjaraskerðing fyrir sjómenn. Þessi lög um veiðigjöld sem sett voru á kjörtímabilinu 2013-2016 koma því illa við sjávarútveginn þegar tekjur og afkoma lækka verulega. Þá var skuldaálag vegna kvótakaupa frádráttarbært frá veiðigjöldum en álagið féll niður og leggst veiðigjaldið nú af fullum þunga á allar útgerðir. Smáar og meðalstórar útgerð- ir eiga erfiðast með að bera þessi auknu veiði- gjöld og þeim fækkar enn. Rauntímagjald Ég og fleiri höfum verið talsmenn þess að veiðigjald verði föst prósenta, rauntímagjald af verðmæti landaðs afla. Það er einföld leið og þekkt en aflagjald er reiknað hlutfall af afla- verðmæti og því gæti innheimta veiðigjalds verið með sama hætti og aflagjald hafna á löndunardegi. Veiðigjaldið á að vera eðlileg greiðsla fyrir aðgang að auðlindinni og gjaldið á m.a. að standa undir rekstri Hafró og Fiski- stofu. Ég nefni sem dæmi að 5% gjald á hvert kíló af lönduðum þorski lægi nú á bilinu 10 krónur eins og meðalverð á fiskmörkuðum hef- ur verið síðustu mánuði. Aðrar fisktegundir bæru sama gjald, þar með talið fiskeldi í sjó, en vinnsluskip greiddu helming gjaldsins eins og aflagjöld hafna gera ráð fyrir. Í dag er veiði- gjald af þorski yfir 20 kr. á kg vegna afkomu viðmiðunarársins 2015/16. Sýnileg gjaldtaka Gjaldtaka með þessum hætti er að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum og gæti því verið fyr- irmynd til almennrar gjaldtöku fyrir nýtingu sameiginlegra náttúruauðlinda landsmanna. Þjóðgarðar eru að taka upp gjaldtöku fyrir aðgang að náttúruminjum, t.d. köfun í Silfru, og þá eru hugmyndir um farþegagjald í skoðunarferðum bíla innan þjóðgarða. Þá eru komnar fram hugmyndir um 5% framleiðslugjald af fiskeldi í sjó. Auðlindagjöld af annarri starf- semi sem byggist á nýtingu eða afnotum af náttúruauðlindum í al- mannaeigu gætu verið á sama grunni, eða sýnilegt auðlindagjald sem allir greiða sem selja aðgang eða nýta náttúruna með einum eða öðrum hætti. Skoða verður vel grunn auðlindagjalds á alla nýtingu fyrir notkun auðlinda í þjóðareigu, enda ekki um skattlagningu að ræða. Hér er ég aðeins að varpa fram hugmyndum um einfalda að- ferðafræði sem er sýnileg rauntímagjaldtaka og gæti náð til allrar atvinnustarfsemi sem byggist á auðlindum þjóðarinnar. Greitt fyrir allar auðlindir Í mínum huga er auðlindagjald greiðsla fyrir aðgang sem allir greiða og verður gjaldið því að vera hóflegt. Fyrirmyndir að útfærslu af- sláttargjalda eða frítekjumarka er til í núver- andi veiðigjaldakerfi og ekkert því til fyr- irstöðu að nota slíkt kerfi í öllu umhverfinu. Aðrir hafa bent á að veiði- eða náttúrugjald mætti líka innheita með hærri tekju- skattsprósentu á hagnað fyrirtækjanna sem nýta auðlindir. Það gjald væri þá ekki mjög sýnileg gjaldtaka, en sýnileiki gjaldsins er mikilvægur þáttur að mínu mati. Með nánari útfærslu gæti hér verið skýr, einföld og sýnileg leið til að innheimta náttúru- og eða veiðigjöld. Samfélagið á að njóta af- rakstrar auðlinda sem nýttar eru til tekjuöfl- unar í atvinnuskyni. Hér er bent á einfalda og skilvirka leið, sem er ekki skattur heldur gjald sem hægt er að útfæra af öllum auðlindum þjóðarinnar. Auðlindagjald, skattur eða greiðsla fyrir aðgang Eftir Ásmund Friðriksson Ásmundur Friðriksson »Með nánari útfærslu gæti hér verið skýr, einföld og sýnileg leið til að innheimta náttúru- og eða veiðigjöld. Samfélagið á að njóta afrakstr- ar auðlinda sem nýttar eru til tekjuöflunar í atvinnuskyni. Höfundur er þingmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.