Morgunblaðið - 12.02.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.02.2018, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 ✝ Hanna Ásgeirs-dóttir fæddist á Sólbakka við Ön- undarfjörð 13. október 1923. Hún lést á Grund, dval- ar- og hjúkr- unarheimili, 3. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Ásgeir Torfason, skipstjóri og verksmiðju- stjóri, f. 13.12. 1877, d. 1.5. 1955, og Ragnheiður Eiríksdóttir húsfrú, f. 22.5. 1891, d. 13.8. 1991, sem bjuggu á Sólbakka. Systkini Hönnu, sem öll eru látin, voru: Torfi, f. 10.8. 1910, Ragnar, f. 14.12. 1911, Eiríkur Þórir, f. 9.1. 1913, María, f. 30.1. 1916, Haraldur, f. 4.5. 1918, Ön- undur, f. 14.8. 1920, og Ásgeir, f. 17.2. 1927. Eftir barna- skólanám á Flat- eyri stundaði Hanna nám á Núps- skóla í Dýrafirði og Menntaskólanum á Akureyri. Á Flat- eyri starfaði hún hjá Landsímanum, Kaupfélagi Önfirð- inga og við verslun þeirra hjóna. Hanna giftist 24.4. 1948 Magnúsi Konráðssyni rafvirkja- meistara, f. 23.3. 1921, d. 18.5. 1983. Þau stofnuðu heimili á Flateyri og þar fæddust börnin þeirra sex á átta árum. Börn þeirra eru: 1) Ragnheið- ur Ásta, f. 8.2. 1949, líffræð- ingur, gift Konráð A. Lúðvíks- syni, þau eiga þrjú börn. 2) Ásgeir, f. 3.3. 1950, tæknifræð- ingur, kvæntur Ásthildi Lár- usdóttur, þau eiga þrjú börn. 3) Björn Konráð, f. 9.6. 1951, tölvu- fræðingur, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, þau eiga fjóra syni. 4) Jens, f. 18.11. 1952, læknir, kvæntur Gerði Kristjánsdóttur, þau eiga tvö börn. 5) Torfi, f. 6.6. 1955, íþróttakennari, kvæntur Lilju Þórisdóttur, þau eiga tvær dætur. 6) Þorbjörg, f. 20.1. 1957, bankastarfsmaður, gift Gylfa G. Guðjónssyni, þau eiga þrjú börn. Barnabörnin eru 38 talsins. Hanna annaðist börn og bú en Magnús stundaði iðn sína og rak rafmagnsverkstæði og verslun. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur 1963 þegar verkefnum fækkaði fyrir vestan og börnin voru að komast á framhaldsskólaaldur. Eftir að börnin komust á legg starfaði Hanna hjá Landsbank- anum, þar til hún lét sjötug af störfum. Útför Hönnu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 12. febrúar 2018, klukkan 13. Guðdómleg er sú reynsla sem mönnunum hlotnast, er þeir heyra rödd kærleikans, vináttu og virð- ingar þegar neyðin sverfur að. Þá getur jafnvel sláttumaðurinn mikli tekið á sig mynd velgjörðarmanns, er hann mætir sem aufúsugestur. Sá sem lifað hefur lífinu, sáð til sinna verka, uppskorið eftir því og fengið að njóta afraksturs má vera sæll, þá kallið kemur. Lífið er eilíft þeim manni sem vel lifir af því að hann hefur bætt sína meðbræður. Þannig kveður ritari sína ástkæru tengdamóður hinsta kossi í líknar- höndum velgjörðarfólksins á hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem mannúð er meitluð í veggi. Eftir snarpa, sársaukafulla sjúk- dómslegu hvílir nú sátt og friður yf- ir þessu andliti sem hefur verið meðal okkar svo lengi. Umhyggju- söm eiginkona, móðir, tengdamóð- ir, amma og langamma, sem ætíð var tilbúin að deila með sér af ástúð sinni og visku. Skarpgreind var hún með ofurminni, brunnur fróð- leiks og frétta allt fram á síðustu stund. Sjálfstæð í eðli sínu en ekki sjálflæg. Hún gaf ríkulega en þáði líka ef að henni var rétt. Sem ekkja, eftir í hljóði syrgðan eiginmann sinn Magnús Konráðsson, bjó hún í 35 ár umvafin umhyggju og virð- ingu afkomenda sinna og þeirra venslamanna sem telja 85 einstak- linga. Það heimili sem birtist manni í tilhugalífinu markar kannski dýpstu spor minninganna þá horft er til baka. Póstmannablokkin á Grettisgötu var mótsstaður okkar hjóna á þeim árum, íbúðin á þriðju hæð ekki risastór á nútíma mæli- kvarða, en virtist ætíð rúma vel þessa níu manna fjölskyldu sem flust hafði í bæinn frá Flateyri við Önundarfjörð til hefja þar nýtt líf. Amma Ragnheiður í sérstöku virð- ingarsæti í forstofuherberginu, lét sér aldrei verk úr hendi falla á með- an hún iðkaði innri íhugun með frelsara sínum. Ætíð lagði hún gott orð til annarra. Miðsvæði íbúðar- innar var nokkurs konar íþróttasal- ur þar sem tápmiklir fjórir bræður spiluðu gjarnan körfubolta að af- loknum skóladegi. Skotmörkin gjarnan hurðakarmar, hurðarnar ofanverðar, húnar eða annað sem verðugt þótti að hitta. Stofur lágu utan valla, nema á tyllidögum þá fáir voru heima. Einn og einn bolti gat ratað í súpupottinn ef skot geigaði. Stöðugur straumur gesta sem sóttu ömmu Ragnheiði heim og aðra á þessu margmenna heim- ili. Störf voru unnin í hljóði og af fyrirhyggju, aldrei í ósátt né með hurðaskellum. Kökur bökuðust af sjálfu sér, þvottar hengdu sig sjálf- ir á snúrur og aldrei heyrðist í ryk- sugu, þótt allt væri fágað og hreint. Margir voru þeir munnar sem þáðu þar velgjörðir og fóru mettir heim að kveldi. Íbúðin stækkaði ef- ir því sem fjölmenni varð meira. Í forsvari voru þær mæðgur, tengdamamma og amma Ragn- heiður, nátengdar, og þurftu ekki mörg orð í návist hvor annarrar. Við sem sóttum okkur maka í þennan rann höfum öll haldið hóp- inn, þakklát fyrir það sem fyrir okkur var haft og þann arf sem við fengum. Móðir ritara sagði gjarnan að sá sem veldi sér vestfirskan sálufélaga færi aldrei einn. Þykir það sannreynt. Ég kveð þig með þakklæti og virðingu, kæra tengdamóðir, megi þú vel hvíla við hlið þíns maka. Konráð Lúðvíksson. Einhvern veginn er það þannig að dauðinn kemur manni alltaf í opna skjöldu, jafnvel þó að í nokk- urn tíma hafi verið séð að hverju stefndi. Hún var orðin löng ævi- gangan hennar Hönnu og við meg- um þakka fyrir að hafa notið henn- ar ástríkis og nærveru svo lengi sem raun ber vitni, en hún var á 95. aldursári þegar hún lést. Í huga mínum er þakklæti, mikið þakklæti í garð tengdamömmu minnar sem tók mér opnum örmum fyrir um 50 árum þegar ég hóf komu mína inn á heimili þeirra öndvegishjóna Magnúsar og Hönnu. Tengdamamma var lengst af hraust og gat að mestu séð um sig sjálf fram undir það síðasta, en veiktist illa í nóvember og eftir það voru dagarnir henni erfiðir og hún var því hvíldinni fegin þegar kallið kom. Hanna var um margt einstök kona sem hafði til að bera flesta kosti sem eina manneskju geta prýtt, dugnað, kærleika og góðar gáfur og ekki síst var hún sérlega flink í höndunum og eftir hana ligg- ur margt fallegt handverkið. Það var henni því þungbært þegar sjónin var orðin svo léleg að hún gat ekki unnið við handavinnuna sína. Hún hafði þá útvarp og sjón- varp, fylgdist vel með öllu bæði inn- anlands og utan og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hún gaf aldr- ei upp hvaða stjórnmálaflokki hún fylgdi, enda voru það örugglega málefni frekar en einhverjar kenni- setningar sem skiptu hana mestu. Hanna bar mikla umhyggju fyr- ir fjölskyldu sinni og barnabörnin og síðar barnabarnabörnin voru henni sérstaklega kær og þau nutu þess að heimsækja langömmu Hönnu, þar var alltaf eitthvað gott í kaffitímanum. Þau eiga öll góðar minningar um ástríki og umhyggju ömmu sinnar og langömmu. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er genginn, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Ég kveð tengdamömmu mína Hönnu Ásgeirsdóttur. Blessuð sé minningin um góða konu, móður, ömmu. Ásthildur Lárusdóttir. Elsku amma Hanna okkar hefur kvatt okkur í síðasta skipti. Þegar við hugsum um ömmu Hönnu koma ótal minningar upp í kollinn á okkur og margar hverjar tengjast mat. Amma okkar var besti kokkur í heimi. Amma gerði besta lambahrygg sem við höfum smakkað – og munum nokkurn tímann smakka. Þó að maður kæmi einn í heimsókn var alltaf kaffitími fyrir tíu manns og lagt á borð með servíettum og öllu tilheyrandi. Amma gat ekki einu sinni borið fram ís án þess að hafa eitthvað einstakt með honum og heitar per- ur með After Eight-súkkulaði eru okkur sérstaklega minnisstæðar í því samhengi. Henni var mikið í mun að við barnabörnin fengjum alltaf nóg að borða í heimsóknum og leyfði okkur til dæmis að velja bestu molana úr Mackintosh- dunknum í skál til þess að borða með kaffinu. Amma Hanna var alltaf tilbúin að hlusta og hún dæmdi mann aldr- ei. Hún gat alveg slúðrað og hneykslast á öðrum en fyrir henni gerðum við, barnabörnin hennar, lítið sem ekkert rangt. Enda stóð amma alltaf með sínum, sama hvað. En það þurfti ekki alltaf að tala hjá ömmu. Það var oft alveg nóg að liggja í sófanum og njóta þess að borða súkkulaði með kaffi- bolla, en sá staður sem færir manni jafn mikla ró og íbúðin hennar ömmu er vandfundinn. Eftir að við systkinin eignuð- umst okkar eigin börn voru þau ekki síður dekruð af langömmu Hönnu og spennt fyrir því að fara í heimsókn á Grandaveginn og fá að leika með gamla dótið í tunnunni. Ömmu Hönnu fannst stundum erf- itt að vera orðin gömul, að geta ekki lengur eldað ofan í okkur öll og dekrað við okkur eins og hana langaði, en eins og við sögðum henni oft hafði hún dekrað nóg við okkur fyrir lífstíð. Það er skrýtið að hugsa til þess að koma ekki aftur á Grandaveginn og fá faðmlag og koss frá ömmu. Að geta ekki legið í sófanum og hlustað á klukkuna hringja með kaffibolla. Að fá ekki að segja ömmu hvað er að frétta, af okkur og börnunum okkar. Elsku amma Hanna, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, bæði sem börn og sem fullorðna einstaklinga. Minning þín lifir áfram í okkur öllum. Þín barnabörn, Hanna María Gylfadóttir Sunna Gylfadóttir Ívar Gylfason. Elsku hjartans amma Hanna er búin að fá hvíldina sína. Við sem höfum fengið að njóta ástar og alúðar hennar kveðjum hana full þakklætis fyrir allar þær góðu minningar sem eftir standa. Amma var trú og traust, fastur punktur í tilverunni, og í amstri dagsins var það endurnærandi og hvíld fyrir sálina að koma til henn- ar, finna hugarró og njóta snilldar hennar við matargerð. Í návist ömmu ríkti einlægni og friður. Heimili ömmu var opið öllum þeim er koma vildu, fullt af ást og kær- leika. Amma var fyrirmynd okkar í mörgu og hefur haft jákvæð og djúpstæð áhrif á mótun okkar sem einstaklingar. Amma var hrein- skiptin og skýr í hugsun og hafði gott innsæi sem alltaf mátti treysta í erfiðum málefnum. Hún tókst á við lífið af einskæru æðruleysi og sá alltaf björtu hliðarnar á tilver- unni. Hennar lífssýn var okkur hollt veganesti út í lífið. Amma lagði ríka áherslu á mikil- vægi þess að styrkja fjölskyldu- böndin, sem að hennar mati voru það mikilvægasta í lífinu. Hún fylgdist ákaflega vel með öllum barnabörnunum sínum, var virkur þátttakandi í lífi okkar allra og tók fagnandi á móti vinum okkar og ástvinum. Hún var stolt af fólkinu sínu og hennar heitasta ósk var að við værum hamingjusöm og að fást við það sem okkur fyndist skemmtilegt og gefandi. Sú hvatn- ing sem hún veitti okkur með áhuga sínum og tiltrú var ómetan- leg. Amma var áhugasöm um lífið og tilveruna og fylgdist vel með því sem var að gerast í samfélaginu. Hún var afburðagreind kona og fróðleiksfús og þrátt fyrir að hafa notið lítillar skólagöngu var hún einstaklega vel lesin á mörgum sviðum. Hún hafði mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist vel með – hvort sem það voru barnabörn að keppa á sínum fyrstu innanfélags- mótum eða íslensk þátttaka á stór- mótum. Amma var dugnaðarforkur og hörkutól sem sjaldan lét sér falla verk úr hendi. Heimilið hennar var alltaf fallegt og hún hugsaði af ein- skærri natni um umhverfi sitt. Handavinnan var helsta afþreying hennar og prjónaði hún iðulega og heklaði eitthvað fallegt fyrir börn og barnabörn. Það reyndist henni því ekki auðvelt að tapa sjóninni en hún tók því eins og öllu öðru með einstöku æðruleysi. Við sem vorum nýbúin að koma með fleiri fjöl- skyldumeðlimi fengum iðulega að heyra hve ömmu fannst sárt að geta ekki fært nýburunum hand- gerðar sængurgjafir. Mörg barnabarnabörn eiga líka ljúfar minningar um hana lang- ömmu. Amma fagnaði komu þeirra og naut þess af öllu hjarta að kynn- ast nýjum fjölskyldumeðlimum og hafði einlægan áhuga á öllu sem þeim viðkom. Hún hafði óendan- lega þolinmæði til að spila löngu vitleysu og spjalla og svo var alltaf eitthvað góðgæti til hjá henni. Í hjörð afkomenda sinna naut hún sín og minningar okkar um ömmu Hönnu umkringda langömmu- börnunum sínum munu alltaf fylgja okkur. Elsku amma Hanna, það er sárt að kveðja þig en þú verður ávallt til staðar í því sem við erum og ger- um. Þín Eydís, Hanna Björg og Magnús. Við kveðjum nú elsku ömmu okkar og langömmu og minnumst hennar með þakklæti og hlýju. Amma Hanna var yndisleg manneskja, hún átti alltaf hlýjan faðm, góðgæti og þolinmæði fyrir öllu því sem börnum fylgir, bæði forvitni og gleði. Amma kenndi okkur að meta litlu hlutina, hún hugsaði um fólkið sitt og hlúði að því. Hún ræktaði garðinn sinn og kunni að taka á móti gestum. Elsku amma, takk fyrir að passa okkur, takk fyrir hlýjuna, ástina og umhyggjuna. Minning þín mun lifa með okkur og börnum okkar. Magnús Þór, Hanna Lára, Lárus og fjölskyldur. Hanna Ásgeirsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hönnu Ásgeirsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar, SVANHVÍT BJARNADÓTTIR, Patreksfirði, lést miðvikudaginn 10. janúar. Útför hennar var gerð frá Patreksfjarðar- kirkju laugardaginn 27. janúar. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við fráfall hennar. Bjarni Heiðar Sigurjónsson Einar Árni Sigurjónsson Sigfríður Guðbjörg Sigurjónsdóttir Sigurður Valgeir Sigurjónsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, CHEG WUSHUENG YWRÉE, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogs- kirkju miðvikudaginn 14. febrúar klukkan 11. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir einstaka umönnun. Óli Lin Kam Yu Anna Yung Yueh Lin Wing Wa Yu Wing Kit Yu Áki Kim Feng Yu Dísa Chau Buu Truong Ása Mei Ling Yu Árni Rong Hao Yu Ásgeir Rong Hui Yu Ari Rong Liang Yu Xiuyun Yu Chuantong Wu Deyi Wu Anni Li Kelly Wu Yanping Wu Linda Rós Wu Yanzhen Wu Bingshun Chen Yuwei Chen og Shiru Chen Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐNÝ ARADÓTTIR, lést 9. febrúar sl. á Landspítalanum. Karl Jónasson Karl M. Karlsson Rósa P. Sigtryggsdóttir Björg Karlsdóttir Örn Guðnason Ari Karlsson Dóra Camilla Kristjánsdóttir Kristjana Jónsdóttir Björn Karlsson Svanhildur Rún Þórarinsdóttir Gísli S. Karlsson Sigurbjörg Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, sonur og bróðir, SIGURJÓN ÞÓRMUNDSSON húsasmíðameistari, er lést 8. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar er vinsamlega afþakkað, en þeim sem vilja minnast hans er bent á deild 11G á LSH. Ragnheiður Lilja Georgsdóttir Ingibjörg Brynja Hlynur Hjaltason Þórmundur Haukur Ragna Pálsdóttir Dagbjört Hlín Steinar Magnússon Hólmfríður Arndal Jónsdóttir afabörn, langafabörn og systkini Elskulega eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIGERÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Ökrum í Reykjadal, lést fimmtudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram í Einarsstaðakirkju laugardaginn 17. febrúar klukkan 14. Aðstandendur þakka starfsfólki Skógarbrekku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands umhyggju og hlýhug. Þormóður Ásvaldsson Þórveig K. Þormóðsdóttir Ásvaldur Ævar Þormóðsson Laufey Skúladóttir Jón S. Þormóðsson Sigríður S. Þormóðsdóttir Svala Guðrún Þormóðsdóttir Baldur Þorgilsson Jörgen Heiðar Þormóðsson Gerður Ólafsdóttir Sigurveig D. Þormóðsdóttir Jóhann Sigmarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.