Morgunblaðið - 12.02.2018, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
✝ Miroslav Ma-nojlovic, Bato,
fæddist í borginni
Tuzla í Bosníu 1.
nóvember 1966.
Hann varð bráð-
kvaddur á ferðalagi
í London 24. janúar
2018.
Foreldrar hans
eru Zdravko og
Cica Manojlovic.
Þau búa í Tuzla í
Bosníu.
Systir Batos er Mirjana Jovi-
cic. Hún býr einnig í Tuzla, er
gift og á tvo syni.
Bato starfaði fyrir al-
þjóðadeild Rauða krossins í
Bosníu. Hann flutti til Íslands ár-
ið 1993. Hann stundaði nám við
Háskóla Íslands og útskrifaðist
með BA-próf í ensk-
um bókmenntum
árið 2000.
Bato hóf störf hjá
Austur-Indía-
fjelaginu árið 1994
og starfaði upp frá
því alla tíð með eig-
endum þess, þeim
Gunnari Gunn-
arssyni, sem féll frá
árið 2017, og
Chandriku Gunn-
arsson. Þau hjónin ásamt Bato
stofnuðu veitingahúsið Hraðlest-
ina árið 2003. Hraðlestin dafnaði
hratt í höndum þeirra og er nú
rekin á fjórum stöðum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Útför hans fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 12. febrúar
2018, klukkan 15.
Yndislegur. Það var Bato. Svo
yndislegur. Betri, traustari og fal-
legri manneskju er erfitt að finna.
Hann geislaði af góðmennsku og
hlýju. Bato fann taktinn sinn á Ís-
landi eftir að hafa flutt hingað frá
Bosníu árið 1993. Eyjan var hans
og hann var hennar. Hann var
vinmargur og stundum fannst
manni eins og hann þekkti hrein-
lega alla. Það var oft seinlegt að
fara með honum á kaffihús eða í
bæinn þar sem allir virtust gefa
sig að honum og þekkja hann.
Áður en við hjónin kynntumst
vorum við bæði vinir Batos. Þegar
við byrjuðum saman breyttist vin-
skapur okkar við hann þannig að
við urðum meira eins og fjöl-
skylda. Hann var okkar nánasti
vinur og var börnum okkar sem
frændi. Hann tók það hlutverk al-
varlega, hafði áhuga á lífi þeirra
og tilveru og voru fermingar-
veislur þeirra beggja haldnar hjá
honum á Hraðlestinni. Krökkun-
um fannst ekkert annað koma til
greina því það er auðvitað ekki til
betri matur en „Batomatur“ og
„Batobrauð“ eins og þau kölluðu
jafnan indverskan mat og naan-
brauð.
Bato var svaramaður Ivica
þegar við giftum okkur og ár
hvert hringdi hann og óskaði okk-
ur til hamingju með brúðkaups-
afmælið. Við vorum alltaf jafn
hissa á því að hann myndi rétta
daginn því að það gerðum við alls
ekki. Við munum þá dagsetningu
hér eftir því Bato lést á níu ára
brúðkaupsafmæli okkar.
Bato var duglegur að ferðast
um heim allan og sökkti sér í sögu,
bókmenntir og menningu þeirra
landa sem hann heimsótti. Við
fórum í nokkrar ferðir saman og
er eftirminnilegust ferð okkar
þriggja til Japans vorið 2015.
Bato var frábær ferðafélagi sem
sá skondnu hliðarnar á málunum
sem hann sagði svo skemmtilega
frá. Hann fór ásamt Ivica í stutta
ferð til New York í fyrra. Þeir
voru stórhuga í áformum sínum
og ætluðu aldeilis að nota tímann
vel. Þegar þeir komu heim sagði
Bato söguna af því hvernig fór
fyrir þeim fyrsta kvöldið í stór-
borginni. Þeir höfðu verið búnir
að kaupa sér miða á sögufrægan
djassklúbb fyrsta kvöldið og drifu
sig þangað nánast beint úr flug-
inu. Þeir mættu fullsnemma, rugl-
aðir vegna tímamismunar og flug-
þreytu, en létu það ekki stoppa
sig. Svo óheppilega vildi til að þeir
fengu sæti alveg upp við sviðið,
beint fyrir framan hljómsveitina.
Bato lýsti því skellihlæjandi
hvernig tónlistarmenn í heimsk-
lassa settust hjá þeim á milli at-
riða, en þeir vinirnir gátu hrein-
lega ekki haldið sér vakandi.
Annað slagið sagðist Bato hafa
rankað við sér og séð Ivica gera
hið sama, kippast til og sveifla fót-
unum eins og hann væri alveg
með á nótunum og í ótrúlegum
djassfílingi. En það varði bara
skamma stund því svefninn sótti
svo stíft á. Hann taldi að ekkert
hefði getað verið verra fyrir
sjálfsmynd þessara listamanna en
að hafa þá félaga þarna á fremsta
borði.
Það er erfitt að ímynda sér
hvernig fylla má í það skarð sem
Bato skilur eftir í lífi okkar. Þó er
erfiðara að sjá hvernig væri ef
hans hefði ekki notið við.
Hvíl í friði.
Ivica og Brynhildur.
Það er engin leið að lýsa Bató.
Við kynntumst sennilega árið
1996 og hann tiltölulega nýkom-
inn til Íslands frá stríðshrjáðri
Bosníu. Þessi vondu verk mann-
anna einkenndu fyrstu árin hans
hér á landi; hann var alltaf á leið
annað og átti erfitt með að festa
rætur. Flutti samt aðeins einu
sinni úr landi, bjó tvisvar í 105
Reykjavík en gerði 101 að sínu
svæði – innan póstnúmersins
flutti hann margoft.
Það var ekki fyrr en síðastliðin
10-15 ár sem róin færðist yfir,
hann keypti sér íbúð og tók að
gera út frá heimili sínu í skemmri
ferðalög út í hinn stóra heim í stað
þess að taka heimilið með sér
hvert sem hann fór. Mér fannst
hann alltaf á ferðalögum.
Og nú er Bató farinn í sína síð-
ustu ferð, þá leiðinlegustu að okk-
ur hinum finnst. En í þetta sinn
getum við ekki haft samband.
Ég á margar minningar um
Bató, alltof margar. Áramótin
sem við eyddum saman, partíin,
allar vinnustundirnar og óteljandi
vinastundir.
Það sem hönd á festir er tón-
listin. Við hlustuðum mikið á tón-
list, dönsuðum af okkur rassgatið
á Laugavegi 22, hann kynnti mig
fyrir fyrstu plötu Jeffs Buckleys,
tónlist Zbigniews Preisners, kvik-
myndum Emirs Kusturicas og No
Smoking Band og saman deildum
við áhuga á bókum Harukis
Murakamis og Pauls Austers, De-
lillos, Philips Roths, Johns Irv-
ings og Peréz-Revertes.
Fyrir utan bækur og kvik-
myndir tengjast sterkustu minn-
ingarnar tónlist. Í stað frekari
orða um Bató mæli ég með að vin-
ir og vandamenn hlusti á eftirfar-
andi lög til að minnast hans:
Jeff Buckley – Last Goodbye
Suede – Wild Ones
Radiohead – Creep
Sigur Rós – Viðrar vel til loft-
árása
Gloria Gaynor – I Will Survive
The Smiths – The Boy with the
Thorn in His Side
The Cure – Friday I’m in Love
Manu Chao – Me Gustas Tu
„Ciao, Bato“ – hans er sárt
saknað!
Jón Aðalsteinn og fjölskylda.
Ég á enn bágt með að trúa því
að minn góði vinur, Bato, sé far-
inn. Ég bíð eftir að vakna af þess-
um vonda draumi og að allt verði
eins og það á að vera. Þetta er
nefnilega alls ekki eins og það á að
vera. Lífsglaður, drífandi, yndis-
legur 51 árs hraustur einstakling-
ur á ekki að vera hrifinn svona
miskunnarlaust á brott í einu vet-
fangi.
Við Bato kynntumst þegar við
vorum sextán ára skiptinemar á
vegum AFS í Boise í Idaho-ríki í
Bandaríkjunum. Hann sagði mér
þegar við hittumst fyrst að hann
ætti íslenskan „bróður“, hann
Gunna sem hafði verið skiptinemi
hjá honum áður en Bato kom til
Bandaríkjanna. Og þá varð ég
auðvitað á svipstundu íslenska
„systir“ hans . Við urðum vinir
strax á fyrsta degi og á milli okkar
var strengur sem aldrei slitnaði.
Bato kom fyrst til Íslands í árs-
byrjun 1988, þá í stutta heimsókn
til Gunna. Ég vissi ekki að hann
væri væntanlegur, hann gat ekki
látið mig vita, sagði hann mér
seinna, þar sem hann hafði týnt
heimilisfanginu mínu. En eins
undarlega og það hljómar þá kom
hann boðum til mín með öðrum
hætti. Nokkrum vikum áður en
hann kom dreymdi mig hann
mjög sterkt og í draumnum hitt-
umst við óvænt á fjölmennu
mannamóti. Draumurinn sat í
mér, ég hugsaði mikið til Batos í
kjölfarið og velti fyrir mér hvað
væri að frétta af honum. Nokkr-
um vikum síðar er ég svo einmitt
stödd á fjölmennum skemmtistað
í Reykjavík þegar ég átta mig á
því að draumurinn góði er að ger-
ast í raunveruleikanum. Alveg
eins og í drauminum hittumst við
óvænt, Bato nýkominn á
skemmtistaðinn beint af flugvell-
inum, og ég var nánast fyrsta
manneskjan sem hann hitti á Ís-
landi. Honum fannst þetta mjög
fyndið þar sem í ljós kom að akk-
úrat á sama tíma og mig dreymdi
drauminn var hann að ganga frá
farmiðapöntuninni sinni til Ís-
lands. Ég er ekki berdreymin og
hef aldrei verið þekkt fyrir dul-
ræna hæfileika, þyki þvert á móti
helst til jarðbundin. Ekki síst
þess vegna vorum við Bato alltaf
mjög ánægð með þessa sterku
tengingu okkar á milli.
Stríðið í Bosníu skall á. Í hvert
sinn sem ég las eða horfði á fréttir
af þessum hörmulegu átökum
hugsaði ég til vinar míns og bað
fyrir því að hann væri óhultur. Og
hvað ég gladdist þegar hann hafði
samband við mig og sagði mér að
hann væri heill á húfi … á Íslandi.
Hann hafði gengið í gegnum ým-
islegt og það sást á honum, hann
var grannur, dapur og tekinn. Á
þeim 25 árum sem liðin eru hefur
Bato búið í Reykjavík, orðið ís-
lenskur ríkisborgari og dýrmæt-
ur hluti okkar samfélags. Það hef-
ur verið einstaklega gaman að
fylgjast með honum á undanförn-
um árum byggja upp Austurland-
ahraðlestina af miklum dugnaði
með Chandriku vinkonu sinni og
viðskiptafélaga. En umfram allt
hefur verið dásamlegt að sjá hann
svo glaðan, hamingjusaman, vin-
margan og ánægðan með lífið.
Við hittumst allt of sjaldan og
töluðum um það í hvert sinn sem
við hittumst. En alltaf var vinátt-
an jafn kær og strengurinn jafn
sterkur. Ég er sorgmædd og mun
alltaf sakna míns góða vinar. Ég
er þakklát fyrir að hafa átt hann
að vini – blessuð sé minning elsku
Batos.
Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Bato var mér ráðgáta þegar ég
heyrði fyrst af honum. Við hitt-
umst í matarboði hjá fjölskyldu
Jóhönnu, kærustu minnar, fólk-
inu sem tengdi okkur saman. Fyr-
ir Gunnari, Chandriku, Ísari og
Jóhönnu var Bato samstarfs-
félagi. Hann var líka barnfóstran
þeirra í gamla daga og eins konar
frændi, stóri bróðir og litli bróðir,
allt í senn. Umfram allt var hann
traustur vinur. Þetta var ómögu-
legt að láta ókunnugan mann
skilja, rétt fyrir fyrstu kynni. Síð-
ar varð mér ljóst hversu stór og
mikilvægur hluti litlu fjölskyld-
unnar hann var.
Tryggð, fórnfýsi og kærleikur
Batos skein í gegn eftir að vind-
arnir snerust skyndilega gegn
fjölskyldunni við sjúkdómsgrein-
ingu Gunnars. Þegar mest á
reyndi stóð Bato sem klettur að
baki þeim. Stormurinn var nýaf-
staðinn þegar Bato kvaddi þenn-
an heim. Tæpum níu mánuðum
frá láti Gunnars laust eldingu nið-
ur í annað sinn. Opnaði sárið að
nýju, sem var varla byrjað að
gróa.
Lífsför Batos var óvenjuleg og
erfið. Trúlega erfiðari en flest
okkar fengu að heyra. En Bato
tamdi sér jákvætt hugarfar og
þrautseigju. Þannig vann hann
bug á þeim hindrunum sem urðu á
vegi hans. Öðruvísi læra menn
ekki íslensku og öðruvísi geta
menn ekki breytt lítilli ferðatösku
í myndarlegt fyrirtæki í fjarlægu
landi. Bato var stoltur af ávöxtum
erfiðis síns.
Matarboðin urðu mörg eftir
okkar fyrstu kynni og ég varð svo
lánsamur að eignast hann að vini.
Í hvert sinn var ánægjulegt að
vera með Bato. Hann var einlæg-
ur, forvitinn og fordómalaus.
Stöðugt tilbúinn að læra eitthvað
nýtt og bæta sig. Þess vegna var
Bato með afburðum vandaður
maður.
Ég vildi að matarboðin hefðu
orðið fleiri.
Gísli Baldur Gíslason.
Miroslav
Manojlovic
✝ Jóna Helgadótt-ir fæddist á Ísa-
firði 9. júlí 1924.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 29. jan-
úar 2018.
Foreldrar Jónu
voru Sigríður Jón-
asdóttir húsmóðir, f.
1898 í Reykjafirði í
Arnarfirði, d. 1981,
og Helgi Þorbergs-
son vélsmíðameist-
ari á Ísafirði, f. 1895 í Otradal í
Arnarfirði, d. 1964. Systkini Jónu:
Júlíus, f. 1921, d. 1983, Ása, f.
1923, d. 2002, Jónas, f. 1926, d.
1998, Þórarinn, f. 1929, d. 1981,
Erlingur f. 1931, d. 2015, Sverrir,
f. 1937, d. 2016.
Jóna giftist Hreiðari G. Viborg
klæðskera, f. 3.2. 1923 á Flateyri
við Önundarfjörð 20. apríl 1946.
Foreldrar hans voru María Hálf-
dánardóttir húsmóðir, f. 28.10.
1889, d. 1980, og Guðmundur
Pjetursson trésmíðarmeistari, f.
10.3. 1891, d. 1993. Börn Jónu og
Hreiðars eru: 1) Helgi Þór sál-
2009. 3) Sigríður María viðskipta-
fræðingur, f. 31.3. 1958. Synir
hennar eru: a) Ásgeir Halldórsson
rafmagnstæknifræðingur, f. 4.12.
1983. Sambýliskona hans er Eva
Krizanova lífefnafræðingur. b)
Brynjar Freyr Halldórsson við-
skiptafræðingur, f. 31.8. 1989.
Sambýliskona hans er Dóra
Magnea Hermannsdóttir verk-
fræðinemi.
Jóna var heimavinnandi
húsmóðir fram til ársins 1971 er
hún hóf störf hjá mötuneyti RÚV,
í framhaldi af því starfaði hún
lengi á saumastofu Henson en síð-
ustu starfsárin var hún hjá
íþróttahúsi KHÍ.
Jóna var virkur félagi í kvenna-
deild Slysavarnafélagsins, sat í
stjórn deildarinnar og var heið-
ursfélagi kvennadeildar SVFI.
Jóna bjó í Barmahlíð 34 allt til
ársins 2003 þegar þau hjónin
fluttu í íbúð fyrir aldraða á
Hraunvangi 3 sem er í tengslum
við Hrafnistu í Hafnarfirði.
Góður vinur og sambýlismaður
Jónu síðustu árin er Gunnar Hall-
dórsson.
Útför Jónu fer fram frá Garða-
kirkju á Álftanesi í dag, 12. febr-
úar 2018, og hefst athöfnin kl. 13.
fræðingur, f. 6.8.
1950, eiginkona
hans er Hildur
Sveinsdóttir fé-
lagsráðgjafi. Dætur
þeirra eru: a) Eva
Bryndís lögmaður, f.
19.5. 1972. Eig-
inmaður hennar er
Stefán Þór Bjarna-
son lögmaður. Synir
þeirra eru Oddur, f.
14.10. 2001, og Ari,
f. 1.8. 2006. b) Ásthildur bygg-
ingaverkfræðingur, f. 9.5. 1976.
Eiginmaður hennar er Hjörtur
Hannesson arkitekt. Börn þeirra
eru Hannes, f. 29.5. 2009, Helgi, f.
29.9. 2011, og Hildur, f. 28.9. 2015.
c) Þóra Björg verkefnastjóri, f.
5.5. 1981. 2) Guðmundur við-
skiptafræðingur, f. 11.10. 1953.
Eiginkona hans er María Jóns-
dóttir. Dóttir Guðmundar er Þór-
dís þroskaþjálfi, f. 31.10. 1978.
Eiginmaður hennar er Jón Arnar
Benediktsson trésmiður. Börn
þeirra eru Freydís Glóð, f. 24.2.
2003, og Hrafnkell Goði, f. 19.3.
Í dag kveðjum við einn helsta
stuðningsmann okkar í lífinu,
hana ömmu Jónu. Við erum þakk-
látir fyrir að hafa kynnst og átt
jafn öfluga ömmu. Hún var ein-
stök manneskja sem tók lífinu létt
og átti það til reyta af sér brand-
ara þegar maður átti ekki síst von
á með sínum óvenju beitta húmor.
Síðastliðin ár eru okkur einkar
eftirminnileg. Maður fann fyrir
því hversu mikil orka var í ömmu
þrátt fyrir háan aldur. Nýlega
fluttum við bræðurnir til útlanda,
þegar við fórum að kveðja ömmu
var það eins og alltaf þegar við
heimsóttum hana, amma tók á
móti okkur með mikilli hlýju og
jákvæðni og bauð að sjálfsögðu
upp á nammi. Hún gerði það auð-
veldara fyrir okkur að kveðja Ís-
land, enda fyllti hún mann bjart-
sýni og innblæstri til að byrja
nýtt ævintýri.
Við erum heppnir að hafa átt
Jónu sem ömmu og ánægðir að
hafa eignast góðar minningar
saman. Sérrífrómasið um jólin,
Þorláksmessa í Barmahlíðinni og
ófá matar- og kaffiboð koma of-
arlega í huga. Við munum ávallt
varðveita þessar minningar og
þær munu hlýja okkur um hjarta-
rætur.
Ástarkveðjur,
Ásgeir og Brynjar.
Nú hefur amma Jóna kvatt
okkur, 93 ára gömul.
Það var alltaf gott að vera hjá
ömmu og afa í Barmahlíðinni.
Amma lagði sig alla fram að
gleðja okkur þegar við vorum í
pössun hjá henni. Hún eldaði
uppáhaldsmatinn og bakaði eftir
pöntunum. Við löbbuðum saman
út í Sunnubúð og ég fékk að velja,
mér fannst þetta ótrúleg forrétt-
indi, og valdi alltaf Lucky
Charms (morgunkorn) og Sana-
sól í morgunmat. Kúlugraut hef
ég bara fengið hjá ömmu og
sakna hans enn þá. Amma var
besti bakari í heimi, vínarbrauðin
hennar voru í uppáhaldi og mun
engin gera betri vínarbrauð.
Amma vissi líka hvað mér þótti
þau góð og hafði fyrir því að
senda mér þau alla leið til Nas-
hville í Tennesse þegar ég var í
námi.
Ég gleymi aldrei þegar við
Silja, vinkona mín, ákváðum að
strjúka úr sex ára bekk í Ísaks-
skóla. Ég stakk upp á að fara
heim til ömmu og fullvissaði Silju
um að amma mundi standa með
okkur í þessu. Amma fór með
okkur rakleiðis aftur í skólann.
Þetta er eina skiptið sem ég var
hálfsvekkt út í ömmu.
Amma var saumakona hjá
Henson og við nutum góðs af því.
Hún gaf okkur fullt af íþróttagöll-
um og gaf mér Manchester Unit-
ed-náttföt þegar ég var fimm ára.
Ég hef haldið með United síðan,
og er mjög þakklát fyrir að hún
valdi Manchester en ekki Liver-
pool. Hún fylgdist alltaf vel með
okkur og var með öll úrslit á
hreinu þegar við systur vorum í
fótboltanum. Seinni ár fylgdist
hún með okkur úr fjarlægð þar
sem við fjölskyldan búum í Sví-
þjóð. Henni þótti vænt um að fá
myndir af barnabarnabörnunum
og var alltaf jafnglöð þegar við
komum heimsókn.
Elsku amma, takk fyrir allt,
hvíldu í friði.
Ásthildur Helgadóttir.
Það er ljóðræn tilviljun að sitja
í kulda á Ísafirði, fæðingarbæ
elsku ömmu, og frétta af brottför
hennar úr þessum heimi eftir
stutt veikindi. Ekki síst þar sem
ég hef oft hugsað til hennar sem
ungrar stúlku á Ísafirði þar sem
bræður hennar fengu að fara í
meira nám en hún. Hún sagði mér
oft frá þessu þegar ég var lítil og
lagði um leið mikla áherslu á það
við mig að mennta mig og nýta
tækifærin. Hún fékk ekki að
mennta sig þrátt fyrir að langa
mikið til þess. Margar konur af
hennar kynslóð eiga þetta sam-
eiginlegt með ömmu. Jafnvel
yngri konur en hún. Í minning-
unni var amma almennt ekki yfir-
lýsingaglöð eða pólitísk. Hún var
dugleg og ósérhlífin. Gekk í verk-
in sem þurfti að gera þegjandi og
hljóðalaust. Amma var einstak-
lega þolinmóð og leyfði manni að
gramsa í öllu dótinu hennar. Hún
kippti sér ekkert upp við að mað-
ur klæddi sig í síðkjólana hennar
og hælaskó. Hún keypti líka ís,
óholl morgunkorn og gaf alltaf
nammi með í jólagjöf. Ég man
ekki eftir að hún hafi nokkurn
tíma skipt skapi heldur gerði hún
alla hluti með stóískri ró og yfir-
vegun. Allt frá saumaskap til þess
að baka þynnstu pönnukökur í
heimi og vínarbrauð með heima-
lagaðri sultu. Þá var amma mikill
fagurkeri og vildi hafa fallega
hluti í kringum sig.
Amma vann á saumastofunni
hjá afa þar sem hann saumaði föt
í alls kyns stærðum og gerðum á
virðulega karlmenn bæjarins.
Þar saumaði hún og pressaði með
blautum klút og þungu járni
þannig að allt fylltist af gufu og
sterkri lykt af blautu og heitu
terlíni. Svo fór amma inn og lag-
aði mat og vaskaði svo upp meðan
afi lagði sig eftir matinn. Það var
eftirminnileg breyting þegar
amma tók bæði bílpróf og fór að
vinna utan heimilisins. Þá fór hún
að vinna á saumastofu þar sem
hringt var inn og út í kaffi og mat
og saumakonur voru skammaðar
fyrir að fá persónuleg símtöl í
vinnuna. Ég man ennþá hvað mér
fannst þetta mikið virðingarleysi,
ekki síst þar sem amma var ein-
staklega samviskusöm og lét
aldrei verk úr hendi falla.
Eftir að afi dó var amma dug-
leg að sækja viðburði og hitta
fólk. Hún hafði gaman af manna-
mótum og maður sá nýja hlið á
ömmu þegar hún kynntist Gunn-
ari og byrjaði að dansa með hon-
um og svo að búa. Eflaust eru
ekki margir sem byrja á föstu og
að búa í kringum nírætt en við
fjölskyldan vorum einstaklega
ánægð fyrir þeirra hönd. Enda
amma og Gunnar einstaklega fal-
legt par og þótti augljóslega vænt
hvort um annað. Það er mikils
virði að vita að ástin spyr ekki um
aldur.
Amma var södd lífdaga og dó
sátt við Guð og menn. Það er
einnig huggun að sjúkralega
hennar var ekki löng og ströng.
Um leið og ég horfi yfir að húsinu
á Mjallargötu þar sem hún ólst
upp kveð ég ömmu mína með
þakklæti og söknuði.
Eva Bryndís Helgadóttir.
Jóna Helgadóttir
Fleiri minningargreinar
um Jónu Helgadóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.