Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 2
Hvað er að frétta? „Það er bara allt gott. Fjölskyldan dafnar og lífið er ljúft. Ég er ekki frá því að ég sé jafnvel farinn að þroskast aðeins.“ Hvernig leggst árið 2018 í þig? Hvaða plön ertu með? „Árið leggst mjög vel í mig. Þetta verður gott ár. Ég mun líklega eyða mesta frítímanum mínum með fólkinu mínu. Svo mun ég líka dytta að húsinu og spila þess á milli, einn eða með öðrum. Allt er þetta komið í svo gott jafnvægi eftir að ég lenti flugfreyjunni heilu og höldnu og fór að vinna með snillingunum í Arion banka. Þá er komið svo- lítið meira skipulag á allt saman.“ Hvað er það sem heldur hljómsveitinni svona þétt saman? „Við strákarnir erum bara búnir að standa svo lengi í þessari sígandi lukku og mótast með henni. Það heldur okkur svo þétt saman. Við þekkjumst svo vel og vitum hvað við þurfum að gera til að verða betri útgáfa af okkur með hverju skiptinu sem við kom- um fram. Og það er varla til betri tilfinning í tón- listarstarfi en að koma af sviðinu í sæluvímu yfir góðri vinnu og góðum viðbrögðum.“ Hvaða lag/lög með hljómsveitinni heldurðu að fólk muni enn vera að syngja árið 2068? „Ég veit það ekki. Okkar ballgestir syngja með flestum okkar lögum í dag. Við fáum hins vegar sjaldnast ósk um að spila sama lagið þegar gestirnir okkar nálgast og koma með óskir. Við erum líklega með fjölbreyttari hlustendagrunn en okkur grunar. Og svo er smekkur fólks svo misjafn. Ég held ég endi þetta svar á sömu setningu og ég byrjaði á: Veit það ekki.“ Eru aðdáendur ykkar ákveðinn kjarni sem mætir á alla tónleika eða er mikið af nýjum andlitum í hvert sinn? „Við sjáum alltaf kunnugleg andlit inn á milli nýrra. Við höfum eignast marga góða vini gegnum tíðina sem nota tækifærið og klappa okkur aðeins á bak gegnum faðmlagið á böllunum okkar. En við erum þvert á væntingar okkar að sjá mikið af nýjum gest- um sem vilja frekar mæta á tónleika og böll með lifandi hljóð- færaleik og söng. Mér finnst sjálfum ekkert jafnast á við það.“ Heldurðu með einhverju sérstöku Eurovision-lagi í ár? „Ég hef ekkert kynnt mér lögin. Mér finnst mest gaman að sjá bara keppnirnar með mínu fólki og meta stöðuna þá. Allt annað finnst mér bara skekkja heildarmyndina.“ JÓN JÓSEP SNÆBJÖRNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Farinn að þroskast aðeins Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Það fylgir víst upphafi hvers árs að huga að nýju upphafi í eldhúsinu.Mikið fer í það minnsta fyrir umræðu um mataræði í þjóðfélaginu.Alls konar mataræði og matarvenjur sem við eigum víst að hafa til- einkað okkur ef við viljum vera með. Alltaf skal vera eitthvað til að minna á að við eigum að borða öðruvísi en við gerum, borða helst eitthvað annað en við erum vön að borða, borða á öðr- um tímum en okkur er tamt, borða sjaldnar en vanalega (eða borða oftar, segja sumir), tyggja lengur, sleppa að borða á kvöldin, borða alltaf morgun- mat, borða aldrei morgunmat, borða engar dýraafurðir, borða bara dýra- afurðir, sleppa sykri, sleppa líka gervisykri (því hann er kannski verri), forðast brenndan mat, borða bara sykur í stuttan tíma í einu og bursta svo tennur, borða litríkan mat, borða ekkert sem er hvítt, ekk- ert sem er svart en helst allt sem er grænt – nema það sé ekki nógu vel hreinsað, þá eigum við að sleppa því, við eigum að vakna um miðja nótt til að taka omega á fastandi maga, drekka bara te en ekki kaffi – samt ekki svart te eða grænt te því það er með koffíni, drekka ekki ávaxtasafa því hann er fullur af sykri, passa að maturinn sé stútfullur af hollri fitu en innihaldi alls enga harða, óholla fitu, borða nóg af grænmeti og ávöxtum, borða samt alls ekki of mikið af ávöxtum því þeir eru svo sykraðir, telja hvað við förum oft á klósettið til að gera númer tvö (fylgjast þannig með melting- unni), biðja alls ekki um plastpoka í búðinni, setja afgangana alltaf í glerílát, drekka mikið af vatni – samt ekki svo mikið að við skolum vítamínunum burt, taka vítamín (en samt helst sleppa þeim, því við eigum að borða nægilega hollan mat til að þurfa þess ekki) en mitt í öllum þessum reglum eigum við auðvitað alltaf að vera að „njóta“. Vitanlega á það að borða frekar að vera gleðileg athöfn en þjáning. Og máltíðin má gjarnan gagnast líkamsstarfseminni frekar en að hindra hana. En þetta er stundum orðið of mikið af reglum. Hvað varð um bara hafragraut með slátri? Má það? Það getur verið flókið að setja saman máltíð eftir kúnstarinnar reglum. Thinkstock Hafragrautur með slátri Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Alltaf skal vera eitt-hvað til að minna áað við eigum að borðaöðruvísi en við gerum, borða helst eitthvað ann- að en við erum vön að borða, borða á öðrum tímum en okkur er tamt... Arnar Jónsson Fara á skíði ef það er hægt og vera með fjölskyldunni. SPURNING DAGSINS Hvað ætlarðu að gera um helgina? Jóhanna Haele Ég er að fara að keppa í handbolta og út að borða. Morgunblaðið/Ásdís Pálmi Theódórsson Ég verð bara heima að horfa á sjónvarpið og heimsæki líka fjöl- skylduna. Ingunn Káradóttir Ég er að fara á framhaldsnámskeið í fyrstu hjálp fyrir björgunar- sveitarstarfið. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Hari 15 ár eru síðan metsölubreiðskífa hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, samnefnd sveitinni, kom út. Af því tilefni mun Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi í Svörtum fötum, og félagar hans spila á tónleikum í Reykjavík í fyrsta skipti í langan tíma, 15. febrúar á Hard Rock Café þar sem strákarnir fara yfir feril hljómsveitarinnar og leika þekktustu lög hennar. Þeir spila svo á Græna hattinum á Akureyri 17. febrúar. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.