Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Síða 4
Það var ekki bara Heið- rún, þessa sömu helgi fórst líka breski tog- arinn Ross Cleveland frá Hull. Loftskeyta- maður á öðrum bresk- um togara við Ísland heyrði síðasta kall skip- stjórans á Ross Cleve- land, að því er fram kom í skeyti frá fréttastofu AP. „Við erum að fara yfir um! Og svo nokkrum mínútum seinna: – Við erum að fara! Skilið ástar- kveðju minni og skipsmanna til eiginkvenna okkar og fjölskyldna!“ Átján manns fórust með Ross Cleveland en einn komst lífs af; Harry Eddom 1. stýri- maður. Hann stökk í sjóinn þegar einsýnt var að togarinn væri að sökkva og missti við það meðvitund. Tveir félagar hans drógu hann hins vegar um borð í gúmbjörgunar- bát. Báturinn hafði laskast og gekk sjór inn í hann og urðu skipbrotsmennirnir sífellt máttfarnari. Eftir nokkra klukkutíma létust félagar Eddoms báðir úr vosbúð. Um hálf- um sólarhring síðar rak bátinn á land í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi. Eddom lagði af stað fótgangandi og sá móta fyrir húsi í botni fjarðarins. Þegar hann kom þangað reyndist það vera harðlæstur og mannlaus sumarbústaður. Þar sem Eddom hafði ekki krafta til að brjótast inn kom hann sér fyrir undir húsveggnum, þar sem bóndasonurinn á næsta bæ, Kleifum, Guðmann Guð- mundsson fann hann. Eddom var þarna tal- inn af og höfðu eiginkona hans og fjölskylda syrgt hann í hálfan annan sólarhring. „Ég reyndi að sparka upp hurðinni á þessu húsi, en gat það ekki, hafði ekki krafta til þess,“ sagði Eddom í samtali við Morgunblaðið. „Þegar ég gerði mér grein fyrir þessu, þá fór ég á bak við húsið, því þar var ég í skjóli og þar stóð ég upp á endann alla nóttina. Ég vissi að ef ég settist niður, þá mundi ég deyja. Hvernig? Jú, ég hímdi fyrir utan og ég beið og vissi ekki hvað ég átti að gera. Þá sá ég hvar drengur var að reka kindur til fjalla. Hann sá mig ekki. Ég kallaði. Hann heyrði til mín. Hann kunni lítið í ensku. Ég reyni samt sem áður að segja honum hvernig þetta hafði allt borið að. Hann tekur mig sér við hönd og hjálpar mér í áttina að bænum. Þegar við áttum stutt eftir þangað kemur bóndinn á móti okkur og þá vissi ég að mér hafði verið bjargað.“ Atburðurinn vakti heimsathygli og þótti með ólíkindum að mað- urinn skyldi lifa af þær raunir sem hann mátti þola. Um fjörutíu bresk- ir fjölmiðlamenn komu til landsins vegna þessara atburða og brutust út slagsmál er í ljós kom að eitt blað- anna hafði tryggt sér einkaviðtal og einkaleyfi af myndum af endurfundum Harrys Eddom og eiginkonu hans, Ritu, gegn því að borga fyrir hana farið til landsins. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018 Frækileg björgun í kolbrjáluðu veðri Við fréttum skömmu eftir miðnætti ínótt að brezki togarinn NottsCounty frá Grimsby væri strand- aður undan Snæfjallaströnd, og héldum þá strax af stað þangað. Við komum á staðinn um kl. 2 í nótt. Þá var NA fárviðri og svarta bylur. Togarinn virtist vera strandaður fyrir utan eyðibýlið Sandeyri, líklega fram af Berjadalsá. Ofsinn var svo mikill að það var ekki fyrr en á hádegi í dag, að við komum auga á togarann. Vorum við þá 0,3 sjómílur frá honum. Geysimikil ísing hafði hlaðizt á varðskipið í gærkvöldi og leituðum við þá í var í Jökulfjörðum til að höggva klakann af.“ Þannig komst Sigurður Þ. Árnason, skipherra á Óðni, að orði í samtali við Högna Torfason, fréttaritara Morgun- blaðsins, mánudaginn 5. febrúar 1968 en hann var þá nýkominn í land á Ísafirði eftir að áhöfn Óðins hafði unnið frækið af- rek fyrr um daginn; bjargað átján skip- verjum á breska togaranum. Einn var lát- inn úr vosbúð áður en Óðinn kom á vettvang. Í frétt Morgunblaðsins sagði: „Í Ísa- fjarðardjúpi var ofsaveður í nótt og fyrri- nótt og munu 22 togarar [allir breskir] hafa leitað vars í Djúpinu í fyrrakvöld. Í nótt er leið má segja að hver hafi haft nóg með sig. Um aðstoð við einn eða annan hafi ekki verið að ræða.“ Svo slæmt var veðrið raunar að bresku blöðin töluðu um „mesta aftakaveður í manna minnum“ og vitnuðu þar í skip- verja sem voru í Djúpinu. Klukkan 5.50 tilkynnti Ísafjarðarradíó að heyrst hefði neyðarkall frá Notts County. Um klukkan 8 kom Óðinn aftur á strandstað þar sem þá voru 8 vindstig af norðaustan. Nokkru síðar náðist slitrótt samband við togarann sem tilkynnti að mennirnir væru enn um borð en að líðan þeirra væri mjög slæm. Klukkan 9.13 til- kynnti Notts County síðan að botninn væri að brotna undan skipinu og að menn væru að fara á flot um borð. Voru fyrir- mæli send til skipshafnar að fara ekki frá borði heldur bíða þess að veður batnaði. Sigurður sagði það hafa verið erfitt að bíða undir þessum kringumstæðum en að ekki hafi verið viðlit að bjarga mönnunum fyrr. „Þegar við komum að togaranum sáum við strax að vonlaust var að aðhafast nokkuð fyrr en með morgninum.“ Gekk vel en hægt Loks komst Óðinn á strandstaðinn og var þar þangað til mönnunum hafði verið bjargað. Varðskipið lónaði upp undir togarann og þegar 0,1 sjómíla var milli skipanna fór gúmbátur með utanborðs- mótor yfir í togarann með tvo óútblásna 10 manna gúmbáta. Í bátnum voru þeir Sigurjón Hannesson 1. stýrimaður og Pálmi Hlöðversson 2. stýrimaður sem báðir buðust til þess að fara þessa ferð. Ferðin gekk vel en hægt vegna þess hversu hvasst var. Greiðlega gekk að ná mönnunum úr björgunarbátunum og um borð í varðskipið. Björgunaraðgerðum var lokið um klukkan 14.30, á um það bil klukkutíma. Þá var farið með skipbrots- menn inn til Ísafjarðar og til læknis. Dag- inn eftir, hinn 6. febrúar, var haldið á strandstað til þess að sækja lík skipverj- ans sem lést og það flutt til Ísafjarðar. Í mörg horn var að líta hjá Óðni þennan sólarhring fyrir hálfri öld; meðal annars var íslenskur vél- bátur, Heiðrún II frá Bolungarvík, í vandræðum skammt frá Notts County. Heiðrúnu varð eigi vært fyrir sjógangi við brimbrjótinn i Bolungarvík og var því tekið til bragðs að flytja hana inn til Ísa- fjarðar. Sex manns voru um borð, þar af faðir og tveir synir hans, nítján og sautján ára. Klukkan 21.55 óskaði Heið- rún eftir því að Óðinn stað- setti sig og sagði Sigurður Þ. Árnason skipherra í samtali við Morgunblaðið árið 1998 að mjög illa hafi gengið að hafa samband við bátinn þar sem hann andæfði við ljós- dufl undir Bjarnarnúp. „Við fundum hana 1-2 mílur und- an landi en veðrið hafði hert mjög svo ekki varð við neitt ráðið,“ sagði hann. Töldu varðskipsmenn sig vera við hlið Heiðrúnar og tilkynntu henni staðsetningu en skömmu áður en komið var til bátsins skall á ofsaveður svo ratsjár urðu óvirkar. Afréð skipherrann því að lóna undir Grænuhlíð til þess að freista þess að hreinsa loftnet og voru allir togararnir á svæðinu í sömu vandræðum með ratsjár, að hans sögn. „Á leiðinni að hinu strandaða skipi töldum við okkur sjá í ratsjánni skip sem gæti verið Heiðrún en þá var sambandið við bátinn rof- ið og heyrðist ekkert í hon- um eftir það. Við hættum að heyra frá henni aðfaranótt mánudags.“ Mikil leit var gerð að Heiðrúnu næstu daga á eftir en án árangurs. Togarinn Notts County sem strandaði á Snæ- fjallaströndinni. Varðskipið Óðinn vann frækilegt afrek þegar það bjargaði áhöfninni á strönduðum breskum togara, Notts County, í mannskaða- veðri í Ísafjarðardjúpi, fyrir réttum fimmtíu árum. Annar breskur togari og vélbátur frá Bolungarvík fórust þessa sömu helgi. ’ Þetta er reynsla sem fylgir manni til grafar. Sigurður Þ. Árnason, skipherra á Óðni, um atburðinn þegar varð- skipið bjargaði áhöfninni á Notts County fyrir hálfri öld. INNLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Harry Eddom Atgangur blaðamanna við sjúkrahúsið á Ísafirði. Allir vildu mynda Eddom og frú. Morgunblaðið/Ól. K.M. Skilið ástarkveðju!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.