Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Síða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018 ÁSTIN Bruno hefur verið í tygjum við Jessicu Caban, fyrirsætu og leikkonu, frá árinu 2011. Sumarið 2012 flutti hún til hans til Los Angeles þar sem hann býr í þriggja milljóna dollara höll. Parið lætur mjög sjaldan sjá sig saman, en þau hafa komið saman á Grammy- verðlaunahátíðirnar árið 2014, 2016 og núna 2018. Í viðtali við Rolling Stone árið 2013 sagðist hann hafa samið lagið „When I Was Your Man“ um kærustuna, á tíma sem hann hélt að sambandið væri á enda. Caban er fædd árið 1982 í New York-borg, alin upp í spænska hluta Harlem. Foreldrar hennar eru frá Púertó Ríkó. Hún á eitt eldra systkini. Hún hóf feril sinn árið 2002 þegar hún var valin til þess að sitja fyrir í fatalínu Jennifer Lopez. Í kjölfarið kom hún fram í ótal sjónvarpsauglýsingum og í tíma- ritum, auk tónlistarmyndbands. Árið 2008 tók hún þátt í raunveruleikaþætti sem heitir Model Latina þar sem fyrirsætur keppa til úr- slita. Caban bar sigur úr býtum og var krýnd fyrsta Model Latina. Parið lét sjá sig saman á Grammy-verðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag. Þau hafa verið saman frá 2011. Sjást afar sjaldan saman PETER GENE HERNANDEZ, betur þekktur undir nafninu BRUNO MARS, fæddist 8. október 1985 á Havaí og ólst þar upp í mikilli tónlistar- fjölskyldu. Mars er nú á hátindi ferils síns en hann hefur verið mikið í sviðs- ljósinu síðustu ár. Hann er fjölhæfur tónlistarmaður en hann syngur og sem- ur, spilar á fjölmörg hljóðfæri, er plötuframleiðandi og danshöfundur. Mars hóf snemma að spila og semja tónlist og spilaði víða sem barn og unglingur í sínum heimabæ. Eftir útskrift úr grunnskóla flutti hann frá Havaí til Los Angeles til þess að eltast við drauma sína um tónlistarferil. Þegar Motown Records hafnaði því að gera samning við hann, skrifaði hann undir hjá Atlantic Records árið 2009. Það sama ár stofnaði hann í sam- starfi við aðra útgáfufélagið The Smeezingtons og gaf félagið út nokkur lög sem urðu feikivinsæl. Fyrsta plata hans sem sólólistamaður er Doo-Wops & Hooligans (2010) en á henni má finna lög sem fóru á toppinn bæði í Bandaríkjunum og víðar um heim; eins og „Just the Way You Are“ og „Grenade“. Næsta plata hans, Unorthodox Jukebox (2012), fór í fyrsta sæti í Bandaríkjunum. Vinsældir Mars jukust við hverja plötu og hefur hann átt fjölmörg topplög. Hann hefur selt yfir 200 milljónir platna, sem setur hann í hóp söluhæstu tónlistarmanna heims frá upphafi. Sjö sinnum síðan hann hóf sinn feril árið 2010 hefur hann átt lög í fyrsta sæti bandaríska Billboard Hot 100 listans. Hann er sá karlkyns tónlistarmaður sem hefur náð fimm lögum á toppinn á næstskemmstum tíma, aðeins sjálfur Elvis Presley var sneggri að ná þeim áfanga. Á tónleikum spilar hann með hljómsveit sinni The Hooligans, en í henni er gítarleikari, bassaleikari, trommari, hljómborðs- leikari og hornleikarar. Meðlimir hljómsveitarinnar eru líka dansarar og bakraddasöngvarar. Mars hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum og viður- kenningum. Þriðja plata hans, 24 K Magic, sló heldur betur í gegn. Á Grammy-verðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir skömmu var hann ótvíræður sigurvegari kvöldsins, en hann sópaði til sín sjö verðlaunum, m.a. fyrir plötu ársins og bestu R&B plötuna (24 K Magic), lag ársins og besta R&B lag (That’s What I Like). Hann hafði áður unnið til Grammy-verðlauna, þrennra Brit-verðlauna og var sagður einn af 100 áhrifamestu manneskjum í heiminum árið 2011. Í desember árið 2013 var hann í fyrsta sæti á Forbes-listanum undir 30 ára. asdis@mbl.is FJÖLSKYLDA Foreldrar Mars heita Peter Hernandez og Bernadette San Pedro Bayot. Faðir hans, sem er tónlistarmaður frá Brooklyn, er Púertóríkani í aðra ættina en Ashkenazi-gyðingur í hina. Móðir hans flutti barnung til Bandaríkjanna frá Filipps- eyjum, en hún var söngkona og dansari. Þau kynntust í sýningu þar sem faðir hans lék á slagverk en móðirin dansaði húla- dans. Hún lést árið 2013. Mars á fimm tónelsk systkini. Í uppeld- inu hlustaði hann á ýmsar tegundir tónlist- ar, eins og reggae, rokk, hipphopp og R&B. Þegar hann stóð á sviði að taka á móti Grammy-verðlaunum síðasta sunnudag sagði hann: „Sjáðu mig, pabbi, sjáðu mig! Ég er á Grammy-verðlaunahátíðinni!“ Sjáðu mig, pabbi! Mars er alinn upp í tónelskri fjölskyldu. ÆSKAN Frændi Mars var Elvis- eftirherma og hvatti hinn þriggja ára gamla Mars til þess að koma fram á sviði. Mars söng þá lög eftir Michael Jackson, The Isley Broth- ers og The Temptations. Fjögurra ára gamall byrjaði hann að koma fram fimm sinnum í viku með fjöl- skylduhljómsveitinni The Love Notes, og varð hann vel þekktur fyrir að herma eftir Elvis. Birtist hann sem litli Elvis í blöðum og sjónvarpi og lék smáhlutverk í Honeymoon in Vegas (1992). „Að vaxa úr grasi á Havaí hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég kom fram á ótal sýningum með bandinu hans pabba. Allir í fjölskyldunni syngja og spila á hljóðfæri. Ég hef alltaf verið um- kringdur tónlist.“ Bruno Mars hefur staðið á sviði frá þriggja ára aldri en fjögurra ára var hann farinn að stæla Elvis. Litli Elvis Sópar til sín verðlaunum Vinsældir Mars aukast með hverju árinu en í dag er hann einn frægasti tónlistar- maður heims. ’Sjö sinnum síðan hann hóf sinnferil árið 2010 hefur hann átt lögí fyrsta sæti bandaríska Billboard-listans. Hann er sá karlkyns tónlist- armaður sem hefur náð fimm lögum á toppinn á næstskemmstum tíma, aðeins Elvis Presley var sneggri. Mars hefur sungið og samið frá blautu barnsbeini og er flottur á sviði. Nánari upplýsingar áwww.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is Unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og mangan í hreinu íslensku vatni. Repair er sérstaklega hannað og þróað fyrir uppbyggingu beina og styrkingu bandvefjar þ.m.t. liðbönd, liðþófar og krossbönd.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.