Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018
VETTVANGUR
Jón Gunnarsson, samgöngu-ráðherra í síðustu ríkisstjórn,var næmur á vilja verktaka og
fjárfesta í vegamálum. Þeir vilja
sem kunnugt er allt í einka-
framkvæmd. Ekki svo að skilja að
vegaframkvæmdir séu ekki nánast
allar boðnar út. Þessir aðilar vilja
hins vegar meira, bæði sitja að
uppbyggingarstarfinu og einnig fá
í hendur skattlagningarvald yfir
mér og þér. Með öðrum orðum,
þeim er ekki nóg að hagnast á
vegaframkvæmdunum. Þeir vilja
líka geta grætt á því sem fram fer
ofan á vegunum fullkláruðum, okk-
ur sem ökum um þá. Og inni í
þessum pakka vilja þeir helst líka
hafa flugvellina og hafnirnar.
Ég heyri ekki betur en Sigurður
Ingi Jóhannsson, nýr samgöngu-
ráðherra, sé kominn í þennan gír
líka. Hann sé nú
Jón Gunnarsson
endurborinn.
Enda þótt tekjur
ríkissjóðs af um-
ferð hafi aldrei
verið meiri með
almennri skatt-
heimtu skal enn
seilst í pyngjur
okkar sam-
kvæmt boðskap
samgöngu-
ráðherrans í
byrjun vikunnar.
Þar fór ekki á
milli mála að
hann daðraði við einkaframkvæmd.
Nú skal tekið fram að ekki er ég
því andvígur að greiða skatta. Ég
er hins vegar mjög mótfallinn því
að borga skatta til þess að fjár-
festar fái að hagnast á mér. Og ég
er þar staddur í stjórnmálum að
vilja að stjórnvöldin gæti almanna-
hags en ekki hagsmuna fjárfesta.
Í þessari nýuppvöktu umræðu
um einkaframkvæmd og vegatolla
er að sjálfsögðu vísað í lífeyrissjóð-
ina eins og fyrri daginn. Það er
gert til að sefa fólk. Við erum
minnt á að lífeyrissjóðirnir séu af
samfélagslegum toga. Það hljóti
því að vera í lagi að leyfa þeim að
reka vegakerfi.
Arður af samfélagsverkefnum til
lífeyrissjóða er vissulega illskárri
en arðgreiðslur til ýmissa annarra.
En gleymum ekki að lífeyrissjóð-
irnir leita með fjárfestingum sínum
jafnan að hámarksarðsemi. Það
eiga þeir sammerkt með öðrum
fjárfestum. Og ef sú leit fer fram í
okkar vösum er allt gleymt sem
heitir samfélagslegt. Þeir eru því
ekki áreiðanlegri fjárfestar en
hver annar, þangað hlaupnir þar
sem best býðst.
Ef ríkissjóð skortir fé, sem ekki
er raunin á, þá getur hann vissu-
lega slegið lán hjá lífeyrissjóðum,
sem þá hagnast sem lánveitendur.
En eignarhald og rekstrarleg
ábyrgð á eftir
sem áður að
hvíla hjá ríki og
sveitarfélögum.
Hagnaður
þeirra fyrir okk-
ar hönd á að
skila sér í sam-
göngukerfi sem
er okkur öllum
opið og án
gjaldtöku.
Síðan er það
hitt, á hverja
ráðherra hlustar
þegar kemur að
framkvæmdum.
Mín reynsla sem forvera þessara
tveggja fyrrnefndu ráðherra í
embætti, er sú að sérfræðingar
Vegagerðarinnar legðu jafnan
höfuðáherslu á viðhald vega og
jafnframt að auka öryggiskröfur
jafnt og þétt, til dæmis með örugg-
ari aflíðandi vegköntum, breikkun
vega þar sem afleggjarar liggja að
höfuðvegi og síðan að færa hring-
veginn smám saman í það sem
kallað er tveir plús einn en ekki
tvisvar sinnum tveir. Með öðrum
orðum, leita að hagkvæmasta
kosti. Það er að segja fyrir okkur,
notendurna, sem jafnframt erum
greiðendur.
Tvöföldun vega sem aftur er að
komast í tísku, einkaframkvæmd
og vegtollar eru hins vegar góður
kostur fyrir einhverja allt aðra.
Heitir Jón Gunnarsson
nú Sigurður Ingi?
’Í þessari nýuppvöktuumræðu um einka-framkvæmd og vegatollaer að sjálfsögðu vísað í
lífeyrissjóðina eins og
fyrri daginn. Það er gert
til að sefa fólk. Við erum
minnt á að lífeyrissjóð-
irnir séu af samfélags-
legum toga. Það hljóti því
að vera í lagi að leyfa
þeim að reka vegakerfi.
Morgunblaðið/Eggert
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Poppfræðingurinn
Arnar Eggert
Thoroddsen
skrifaði á Face-
book: „Hundruð
menntaskólanema
komu til okkar í Odda og reyndu
sig við prakískar úrlausnir með
tólum félags- og mannvísindanna.
Verkefnið var að skoða
hugsanlega tónlistarhátíð í Viðey
í krók og kima en þar kæmu
fram OMAM, Kaleo, Lorde,
Drake og Kings of Leon.
Pælingarnar voru ferskar, frum-
legar og skemmtilegar. Framtíðin
er björt!“
Eiríkur Rögnvaldsson
íslenskuprófessor: „er alinn upp
við að borða kjöt
14 sinnum í viku
- eða næstum
því. Auðvitað er
það manninum
eðlilegt að borða
kjöt. Þess vegna erum við menn
en ekki apar - aparnir eru lúser-
ar sem héldu áfram í grænmet-
inu.“
Bryndís Ísfold Hlöðvers-
dóttir stjórn-
málafræðingur
með meiru: „er
til í að kjósa
þann sem kemur
því í framkvæmd
að ég megi áfram beygja til hægri
á rauðu - bara löglega.“
Pétur Jónsson tónlistar-
maður tísti á @senordonpedro:
„Það sem gleym-
ist oft í öllum
þessum veislu-
höldum og bruðli
er að einfaldleik-
inn er alltaf
bestur. Það sem
hittir alltaf í mark hjá mér er
Dijon-aspas samlokan á Aktu
taktu. Grænn aspas í niðursuðu-
dós og nóg af honum,
mmmmmm.“
AF NETINU
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Arndís Jóhannsdóttir ásta créative clothes
Sunna Sigfríðardóttir
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Almött veggjamálning
Dýpri litir - dásamleg áferð
ColourFutures2018
Silver Shores
Steel Symphony
Faded Indigo