Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 15
4.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
ekki rétta nálgunin. Betra er að nálgast við-
fangsefnið á jákvæðan hátt til dæmis í gegnum
foreldra og vini.“
Ekki er sjálfgefið að börn alist upp við bók-
lestur og Brynhildur bendir á, að rannsóknir
sýni að háskólamenntaðir foreldrar séu líklegri
til að lesa fyrir börnin sín og þar með hafi þau
forskot á önnur börn þegar kemur að lestrar-
námi. Eins séu mæður líklegri til að lesa fyrir
börn en feður og þar sé klárlega sóknarfæri í að
virkja feðurna. „Við þurfum að reyna að ná bet-
ur til hins breiða hóps og virkja alla foreldra.
Sumir foreldrar lesa auðvitað ekki íslensku og
þá koma hljóðbækur í góðar þarfir. Lausnirnar
eru til, við þurfum bara að vera opin fyrir þeim.“
Að dómi Hrefnu eru foreldrar besta fyrir-
myndin. „Reynsla mín sem foreldri hefur kennt
mér að fyrirmyndir eru mjög mikilvægar í
þessu sambandi en lestraráhuginn kviknar
heima; ef við foreldrarnir lesum aukast líkurnar
á því að börnin okkar geri það líka. Svo hafa
krakkar auðvitað rosalega gaman af því að láta
lesa fyrir sig og einnig er mikilvægt að tala um
það sem við lesum.“
Bókin lifir!
Um leið og við þurfum að vera raunsæ hvetur
Hrefna okkur til að gleyma okkur ekki í svart-
sýninni þegar kemur að læsi barna og unglinga.
Heimur versnandi fer! Börn geta ekki lengur les-
ið sér til gagns! og allt það. „Þegar allt er saman
tekið eru jákvæð teikn á lofti. Þetta virðist halla í
rétta átt en lestrarátak er ekki tímabundið held-
ur áframhaldandi verkefni. Það er eins með lest-
urinn og forvarnirnar, starfinu er aldrei lokið.“
Brynhildur tekur undir þetta; segir okkur
geta verið þakklát og stolt af því hversu mörg
börn og unglingar teygi sig þó eftir bókinni á
tímum óvenju harðrar samkeppni um athygli.
„Þegar við hugsum um sjónvarpið, allar efnis-
veiturnar, alla tölvuleikina og hvað þetta allt
heitir þá hlýtur að vera stórkostlegt að börn séu
enn að lesa. Bókin lifir.“
Samkeppni um athygli
barna og unglinga hef-
ur aldrei verið meiri
en nú um stundir.
Morgunblaðið/Hari
’Lestur verður að veraskemmtilegur eigi hannað standast samkeppni viðaðra afþreyingu. Hér er bók,
farðu og lestu í fimmtán mín-
útur! er ekki rétta nálgunin.
Nýjasta verkefni
Barnabókaseturs
er að fara í gang
þessa dagana. Um
er að ræða mynd-
bandasamkeppn-
ina Siljuna sem
haldin verður í
fjórða sinn. Allir
grunnskólanemar
á landinu geta
keppt, peninga-
verðlaun eru í
boði en aðal-
verðlaunin eru þó
100.000 króna
bókaúttekt fyrir
skólasafn sigur-
vegaranna sem
Barnabókasetur
og Félag ís-
lenskra bókaút-
gefenda standa saman að. „Staða skólasafna landsins
hefur verið slæm enda voru fjárveitingar skornar
harkalega niður við hrun og hafa sjaldnast skilað sér
til baka. Bókaúttektin hefur því skipt heilmiklu máli
fyrir þá skóla sem átt hafa sigurvegara hingað til,“
segir Brynhildur Þórarinsdóttir.
Í fyrra voru það Bláskógaskóli í Reykholti (yngri
flokkur 5.-7. bekkur) og Vogaskóli í Reykjavík (8.-10.
bekkur) sem fóru með sigur af hólmi. „Fyrir lítinn
skóla eins og Bláskógaskóla geta 100.000 krónur stór-
bætt bókakostinn og stuðlað að auknum yndislestri
nemenda. Við förum fram á það að nemendur séu hafð-
ir með í ráðum um val á bókum, að gerðir séu óska-
listar með aðstoð nemenda og fyrst og fremst valdar
bækur sem krakkana langar til að lesa,“ segir Bryn-
hildur.
Siljan er keppni sem hefur m.a. það hlut-
verk að efla bókakost grunnskólanna.
Siljan að fara í gang
„Ef marka má nýjustu kannanir og þau
viðbrögð sem ég fæ þegar ég mæti í
skólana og spjalla við börnin þá virðist
stór hluti þeirra vera að lesa. Og það sem
meira er, þau eru að lesa sér til ánægju
en ekki bara vegna þess að þau eiga að
gera það í skólanum. Þannig viljum við
auðvitað hafa það – bókaorma út um
allt.“
Þetta segir Ævar Þór Benediktsson,
rithöfundur og leikari, en auk þess að
hafa sent frá sér vinsælar barnabækur
hefur hann undanfarin misseri staðið
fyrir lestrarátaki Ævars vísindamanns í
grunnskólum.
Slagorðið í átaki Ævars er: Hvað lang-
ar þig að lesa? „Ef ein bók er skemmti-
leg, þá er önnur bók það líka. Börn þurfa
bara að finna fyrstu skemmtilegu bókina
og hún má vera um hvað sem er. Bara
eitthvað sem viðkomandi barn langar að
lesa. Þess vegna hef ég barist fyrir því að
við fullorðna fólkið drögum úr snobbinu þegar við ákveðum
hvað má og hvað má ekki lesa. Skemmtilegustu bækurnar eru
ekkert endilega þær sem við mælum með, þvert á móti verð-
um við að treysta krökkunum. Þeir finna þetta sjálfir.“
Tinni auðgar orðaforðann
Hann kveðst oft nefna teiknimyndasögur í þessu sambandi en
þær njóta ekki alltaf hylli meðal fullorðna fólksins. „Margir
læra að lesa af myndasögusyrpum, Tinna, Ástríki og öllu
þessu og komast þannig á bragðið; ég tala nú ekki um ef þýð-
ingarnar eru eins góðar og í Tinna. Margir hafa lært ýmislegt
og bætt í orðaforðann með því að lesa hann.“
Sem vinsæll höfundur finnur Ævar til ábyrgðar; efnið þurfi
að vera vandað. En ábyrgðin liggur víðar. „Þá er ég að tala
um þá sem veita listamannalaun; þeir þurfa að muna eftir
barnabókahöfundum við úthlutunina svo þetta sé hægt. Það
mættu að ósekju fara fleiri mánuðir til
barna- og unglingabókahöfunda.“
Eigi börn og unglingar að lesa verður
nýtt lesefni að koma út og að dómi Ævars
þyrftu bækur fyrir þennan hóp helst að
koma út jafnt og þétt yfir árið, eins og
tíðkast erlendis. Hér heima kemur lang-
mest af þeim út fyrir jólin og duglegustu
krakkarnir eru búnir með það efni strax í
janúar eða febrúar. „Þess vegna væri
æskilegt að dreifa útgáfunni betur yfir
árið.“
Nýjasta bók Ævars, Þitt eigið ævintýri,
náði fjórða sæti Bóksölulistans á nýliðnu
ári og bók Gunnars Helgasonar, Amma
best, var í sætinu fyrir ofan. Ævari þykir
að vonum ánægjulegt að sjá barnabækur
svona ofarlega á listanum en segir áber-
andi að mun minna sé fjallað um þessar
bækur en efni fyrir fullorðna. Ævar
skrifar þetta óhikað á fordóma. „Ég hef
reynt það á eigin skinni, hvort sem það er
með bækur fyrir börn eða sjónvarpsefni fyrir börn, að fólki
hættir til að setja orðið „bara“ fyrir framan. Þetta er „bara“
barnabók! Það er hins vegar ekkert „bara“ við það að búa til
efni fyrir börn og fólk er smám saman að átta sig betur á því.
Við höfundarnir þurfum samt að halda áfram að hamra á
þessu enda þótt það sé auðvitað orðið pínulítið þreytandi.“
Sem dæmi má nefna að Þitt eigið ævintýri fékk ekki eina
einustu ritrýni á prenti, í sjónvarpi eða útvarpi fyrir jólin.
„Það var ekki í fyrsta skipti sem það gerist með bækurnar
mínar. Auðvitað er pláss af skornum skammti í blöðunum, það
komu út 300 bækur í október, en er virkilega enginn forvitinn
að vita hvað það er sem börn á Íslandi eru að sækja í? Þarf
barnaefnið alltaf að mæta afgangi?“
Lestrarátak Ævars vísindamanns stendur til 1. mars, allir í
1.-10. bekk geta tekið þátt og allar upplýsingar eru á
www.visindamadur.is.
Ekkert sem heitir „bara“ barnabók
Lestrarátak Ævars vísindamanns stendur
nú sem hæst í grunnskólum landsins.