Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 22
MATUR Hellið hálfum lítra af rjóma í pott. Rífið út í ca. hálfan piparost. Hræriðvel á meðan þetta hitnar og osturinn leysist upp í rjómanum. Náið
upp suðu, setjið eina msk. af sósujafnara og hrærið. Unaðsleg sósa!
Fljótleg piparostasósa
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018
Getty Images/iStockphoto
Sunnu-
dags-
steikin
Á sunnudögum gefst oft
tími til að nostra við matar-
gerðina og fá fjölskylduna í
mat. Það er auðvitað klass-
ískt að hafa íslenska lambið
en margt annað sómir sér
vel á sunnudegi.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Fyrir 4
1 meðalstór kjúklingur
2 meðalstórir laukar
2 gulrætur
2 stangir sellerí
1 hvítlaukur
ólífuolía
1 sítróna
1 búnt ferskar kryddjurtir, eins og timían,
rósmarín og lárviðarlauf
Takið kjúklinginn úr ísskáp hálftíma áður en
hann er eldaður þannig að hann sé við
stofuhita.
Hitið ofninn í 240°C. Hreinsið og skerið
grænmetið gróft; óþarfi að skræla. Brjótið
hvítlaukinn í rif, en látið vera að afhýða.
Setjið allt grænmeti, hvítlaukinn og
kryddjurtirnar í fat og hellið yfir ólífuolíu.
Hellið einnig ólífuolíu yfir kjúklinginn og
saltið vel og piprið með svörtum pipar.
Nuddið kjúklinginn vel.
Stingið varlega göt í sítrónuna með beitt-
um hnífi og setjið hana inn í kjúklinginn,
ásamt slatta af kryddjurtum. Leggið í fatið.
Setjið fatið inn í ofninn og lækkið strax
hitann í 200°C og eldið í einn klukkutíma og
20 mínútur.
Ef þú hyggst hafa með kartöflur, bættu
þeim út í fatið 45 mínútum áður en eld-
unartíminn er búinn.
Þegar 45 mínútur eru liðnar, skaltu ausa
soðinu yfir fuglinn. Ef grænmetið virkar
mjög þurrt, skaltu skvetta smá vatni yfir.
Þegar kjúklingurinn er tilbúinn, taktu hann
út og settu á bretti og láttu hann hvíla í
korter eða svo. Breiddu yfir hann álpappír
og viskustykki og geymdu hann þannig á
meðan þú býrð til sósuna.
Gott er að nota soðið sem kemur af
grænmetinu og vængina til að búa til gott
soð í sósu.
Berðu fram með kartöflum og sósu og
öðru sem hugurinn girnist.
Klassískur kjúlli í ofni
Fyrir 4
4 feitir andaleggir
4 msk. sojasósa
3 tsk. fimm krydda blanda (five-spice)
1 handfylli af stjörnuanís
½ stöng kanill
1 msk. ólífuolía
1-2 belgir af ferskum rauðum pipar,
fræhreinsaðir og skornir smátt
16 plómur, steinhreinsaðar og skornar til
helminga
2 msk. ljósbrúnn púðursykur
Setjið andaleggina í plastpoka sem hægt er
að renna fyrir, ásamt sojasósunni, fimm
krydda blöndunni, stjörnuanísnum, kanil-
stönginni og ólífuolíunni og látið marínerast
í lágmark tvo klukkutíma. (Ef þú vilt ná
besta bragðinu er gott að láta leggina mar-
ínerast í poka í ísskáp allt upp í tvo daga.)
Takið fram eldfast mót. Setjið chili,
sykurinn og plómurnar neðst og hellið svo
maríneringunni úr pokanum yfir. Blandið
þessu saman með fingrum og setjið svo efst
andaleggina.
Setjið eldfasta mótið í forhitaðan ofn
sem stilltur er á 170°C og eldið í 2 til 2½
tíma þar til kjötið losnar frá beinunum.
Takið út og fjarlægið stjörnuanísinn og
kanilstöngina. Smakkið til soðið til að at-
huga hvort bæta þurfi það með smá auka
sojasósu.
Hægt er að bera leggina fram með grjón-
um eða núðlum og plómusósunni. Einnig
gott með kartöflum og grænmeti að eigin
vali.
Andaleggir með plómum
og stjörnuanís